Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 2
2 T í MIN N, fímmtudaginn 1. júní 1960. Konungi fagnað (Framhald af 1. síðu). inn í andliti. Hann var glaðlegur í fasi og brosti og heilsaði með hendinni, en fagnaðarkliður fór um ' mannfjöldann. Næst á eftir gengu Halvard Lange utanríkisrág herra og dr. Sigurður Nordal. Við hlið hans gekk litla stúlkan, er fært hafði konungi blómvöndinn, og ræddi Nordal vig hana á leið upp bryggjuna. Þar á eftir gengu fylgdarmenn konungsins, Odd Grönvold stallari, E. T. Lunde- gaard ofursti, Arne Haugh major og V. G. Thorsen komandór kap- teinn, skipherra á Bergen. Bátur- inn sneri þegar í stað aftur á leið til skips, en á þessum andartök- um höfðu kvikmyndarar og Ijós- myndarar, sem staðið höfðu í hnapp við bryggjuendann, hvað mest að gera. Er konungur, ásamt forsetahjónunum, var kominn af shryggjunni á dregilinn rauða, hóf luSrasveit Iteykjavikur, sem stóð á hægri hönd, að leika norska , ^jofSsönginn: „Ja,vi elsker _ dette iJandet", og síðan lék hún „Ó, guð yprs lands“. Konungur bar hönd a8 höfði í kveðju á meðan, for- setinn lagði hönd að brjósti sér. Kynning og kveðjur Að svo búnu héldu kveðjur áfram. Forsetahjónin kynntu kon unginn fyrir íslenzkum embættis- mönnum, er stóðu í röð við Geirs- götuna. Voru það Ólafur Thors, forsætisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð herra, Emil Jónsson, félagsmála- ráðherra. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðh., Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, Friðjón Skarphéðinsson, forseti sameinaðs alþingis, Gizur Bergsteinsson forseti Hæstaréttar, frú ambassadors Noregs, Harald- ur Guðmundsson ambassador, — Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, frú Auður Auðuns forseti bæjar- stjórnar Reykjavikur, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri for- sætisráðuneytisins, Agnar Kl. Jóns son, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, Haraldur Kröyer forsetaritari, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóri, Torfi Hjartarson, tollstjóri, Finn Sand- berg sendiráðsritari, Othar Elling sen ræðismaður. Ekið í Tjarnargötu Fyrirfólkið steig nú inn í bif- rciðir, og var ekið þá leið, sem áður hafði verið auglýst, til ráð- herrabústaðarins við Tjarnargötu. Mannfjöldinn dreifðist þegar frá höfninni, og hvarvetna var fjöl- menni við gþturnar, sem farið var um. Bar rnikið á börnum, sem veif uðu litlum fánum, og setti þetta skemmtilegan svip á móttökumar. Konungurinn og forsetinn voru í fyrsta bílnum, en að ráðherrabú- staðnum kom bíll með lögreglu- stjóra á undan. Var þar saman- kominn mikill mannfjöldi, sem beið komu konungs. Lögregluþjón ar á bifhjólum fóru fyrir og á efti bílalestinni. Konungurinn gekk nú inn í ráðherrabústaðinn, þar sem honum .hefur verið feng- inn bústaðu.r, meðan hann dvelst hér á landi. Eftir andartak kom hann, ásamt forseta íslands út á svalir hússins, og var ákaft fagn- að. Stóð fólk og fylgdist með, bæði í Tjarnargötu og Suðurgötu. Margir höfðu á lofti myndavélar og hugðust taka myndir af kon- ungi, er hann æki hjá. En það var hægara ort en gert, því að myndir takast ekki vel inn um bílglugga. Við eina götu voru meðal annarra þrír ungir svein- ar með ka&savélar, ákveðnir í að mynda konunginn. En það tókst þeim ekki. Þótti þeim það gð vísu súrt í brotið — en gáfust þó ekki u, p að heldur. Þeir fóru rakleiðis að bókaverzlun Braga Brynjólfs- sonar, en þar var stór mynd af konungi á forsíðu Fálkans í glugg anum. Þar tóku þeir myndir og héldu heim hinir ánægðustu. Kennedy ákaft fagnaö í París NTB—París, 31. maí. í morgun, klukkan hálf-ellefu cftir íslenzkum tíma, lcnti flugvcl Kcnnedys Bandaríkjaforseta og konu hans á Orly-flugvcllinum í París, og var þeim hjónum innilega fagnað af hálfri annarri milljón Parísarbúa. Á flugvellinum tók de Gaulle, Frakklandsforseti, á móti hinum tignu gestum með útbreidd- an faðminn og með bros á vör. Á flugvellinum hélt Kennedy stutta ræðu, þar sem hann m. a. beindi orðum sínum sérstaklega til de Gaulle og sagði: „Það er mikill heiður fyrir mig að mega heim- sækja yður í dag. Þér hafið verið forustumaður vestrænna varna í Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki Síðastliðinn mánudag bar svo við á bænum Svaðastöðum í Viðvíkurhreppi, að kýr gat ekki fætt afkvæmi sitt, og var framkvæmdur á henni keis- araskurður, sem tókst prýði- lega. Virtist kýrin ætla að fá meir en tuttugu ár. Við þöifnumst dugnaðar yðar, forustuhæfileika og söguþekkingar nú, meir en nokkru sinni fyrr. Frakkar og Bandaríkjamenn hafa staðið sam- an í mörgum eldraunum, og það er mér og konu minni sönn ánægja að njóta gestrisni yðar og þjóðar yðar nokkra daga.“- Rúmri klukkustund eftir kom- i una, hófust svo viðræður forset- anna í Elysee-höllinni, og var þar mest rætt um Berlínarvandamálið, vandamálin í Suðaustur-Asíu og Genfarfundinn um málefni Laos. Eftir hádegisverð færði de Gaulle hjónunum gjafir, og fékk Kennedy að gjöf mahogny-skáp frá 17. öld, en frúin gullbryddað veski. Tveir kálfar — eitt höfuð Afkvæmi kýrinnar var heldur óvenjulegt. Það voru raunar tveir kálfar, sem voiu samvaxnir fram- an bóga og með aðeins eitt höfuð. Tveir halar voru á ófreskju þess- ari og átta fætur. Rétt aftan við bógana var gat og sá þar á innyfl- in, sem virtust vera ein, að því er dýralæknirinn taldi. Burðurinn er nú geyindur í frystihúsi, en frekari rannsókn mun fara fram á honum Athöfn á Austurvelli Á hádegi var mikill mannfjöldi saman kominn á Austurvelli, en þangað kom konungurinn til þess að leggja blómsveig að minnis- varða Jóns Sigurðssonar og heim- sækja alþingishúsið. Konungur sté úr bifreig sinni framan við alþing ishúsið og gekk að styttunni, ásamt forseta íslands. Karlákórar bæjarins stóðu sameinaðir á gras hyrnunni framan við landssímahús ið og nutu sín enn betur en venju legt er u,m slíkan útisöng, er þeir sungu þjóðsöngvana. Stallari konungs bar blómsveig inn eftir honum að styttunni, en konungur sté upp á pall sem þar hafði verið reistur og gekk þar frá honum. Á eftir sungu kór- arnir norska konungssönginn. Er konungur og forseti gengu frá styttu Jóns Sigurðssonar, gekk fram skátahöfðingi á miðjum Austurvelli, bað fólkið hylla Noregskonung með ferföldu húrra hrópi. Hvort tveggja var, að eng an magnara hafði hgnn til að flytja mál sitt í, og fólk varð ekki samtaka um húrrahrópin, enda tókust þau heldur báglega. Kon- ungurinn kom andartak fram á svalir alþingishússins, en síðan var snæddur hádegisverður í ráð- herrabústaðnum. I Fossvogi Klukkan 3,40 síðdegis hófst virðuleg og guðrækileg norsk at- höfn við minnisvarðann um fallna ( norska hermenn í Fossvogskirkju garði, er konungurinn kom þang- að til þess að leggja blómsveig. Flokkur sjóliða af Bergen með, foringjum sínum hafði gengið | fylktu liði í Fossvog og stóð þar | vörð meðan athöfnin fór fram. j Séra Harald Hop talaði við minn-1 isvarðann og konungurinn lagði blómsveiginn. Karlakórinn Fóst- bræður söng við þetta tækifæri. Ag athöfninni lokinni marsjeruðu sjóliðarnir niður að höfn í Reykja vík. Fór lögreglubifreið fyrir þeim síðasta spölinn ,og íslenzkir lögreglumenn gengu í bak og fyrir tvíraða fylkingunni. Klukkan fimm síðdegis var móttaka kon- ungs fyrir forstöðumenn erlendra sendiráða í Reykjavík, og í gær- kvöldi var konungsveizlan, sem segir frá annars staðar í blaðinu. fullan bata eftir þessa fátíðu skurðaðgerð. Það var dýralæknirinn á Sauðár- króki, Steinn Steinsson, sem fram- kvæmdi skurðaðgerðina við frem- ur erfiðar aðstæður, þar sem kýr- in var skorin upp á básnum í fjós- Skagafirði. G.Ó. síðar. Af kúnni er það að segja, að henni heilsast vel. Er hún farin að standa á fætur og komin upp í 7 merkur. Hér er um mjög merkilegan at- burð að ræða, og telur fréttaritar- inn, að ekki hafi áður verið fram- kvæmdur keisaraskurður á kú í Skagafriði. G.Ó. Keisaraskurður gerður á kú Róa Húsavíkur- bátar í dag? Verkafólk og atvinnurekendur á Húsavík Ieggja áherzlu á atJ Ijúka verkfallinu í gær náðist samkomulag milli atvinnurekenda og samn- inganefnda verkamanna á Húsavík að því leyti, að sam- þykkt var að leggja samninga- tilboð atvinnurekenda, það, sem gert var s.l. laugardag, undir atkvæði verkamanna. Fór atkvæðagreiðslan fram í gærkvöldi, en of seint til þess að hægt væri að birta úrslit hennar í blaðinu í dag. Þó var talið líklegt, að verkamenn myndu samþykkja þessa samn inga. Eins o-g áður hefur verið frá sagt, lögðu atvinnurekendur á laugardaginn fram tilboð þess efnis, að kaup verkamanna hækk- aði um 12,5% í öllum launaflokk- um nema þeim lægsta, en hann skyldi lagður niður og þeir sem þar voru fluttir upp í næsta fyrir ofan, en það hefði þýtt 15% kaup- hækkun fyrir þá. Kaup kvenna skyldi hækka um sömu krónutölu og kaup karlanna, en það þýddi í rauninni enn meiri hækkun fyrir þær. Samningurinn átti að gilda til 1. ágúst. Verkamenn féllust fyrir sitt leyti á tilboðið, en konur ekki. í fyrradag var síðan á fundi bæj- arstjómar lögð fram tillaga um á- Höfðingleg gjöf f Sjómannadagsblaðinu, sem út kemur næstkomandi sunnu dag, pr frá því skýrt, að fyrir fimm árum liafi stjórn DAS femgið höfðinglega gjöf frá Þórarni Olgeirssyni, ræðis- manni í Grímsby. Er hér um að ræða 1000 krónur í skulda bréfum. í gjafabréfinu lagði Þórarinn svo fyrir, að ekki mætti skýra frá þessari gjöf fyrr en eftir fimm ár, og ekki mætti veita styrki úr sjóðnum fyrr en höfuðstóll hans næmi einni milljón króna. Að þess- um fimm árum liðnum skyldi semja sjóðnum skipulagsskrá, sem ptaðfest yrði af Stjórnar- ráði fslands. Sjóður þessi nem ur nú um 132 þúsundum króna, og mun hann bera nafnið „Styrktarsjóður Þórarins 01- geirssonar“. Er honum ætlað að styrkja aldraða togarasjó- menn. skorun á hendur verkafólki um a? taka þessu tilboði. Var tillagan flutt af Framsöknarmönnunum Karli Kristjánssyni, Stefáni Sör- enssyni, Ásgeiri Kristjánssyni og Jóhanni' Hermannssyni, ásamt Al- þýðuflokksmanninum Guðmundi Hákonarsyni. Sjálfstæðismaðurinn í bæjarstjórninni, Þórhallur Snæ- dal, greiddi ekki atkvæði, né hcld- ur Einar Fr. Jóhannesson, Al- þýðuflokksmaður, en við umræður kom í ljós, að Sjálfstæðismaðurinn var fremur hlynntur því,’ að tillaga þessi yrði samþykkt. Hafi tilboðið verið samþykkt í gærkvöldi, munu Húsvíkingar hafa leyst báta sína, 40—50 talsins, í morgun og tekið til við veiðar á vorvertíð. Fyrir verkfall var aflinn mjög góður, og er vonandi, að slíkt haldist, því mikið er í húfi að ná fiskinum, meðan hann er til staðar. Trujillo myrtur Þær fregnir bárust frá London og Washington seint í gærkveldi, a'ð Molina Trujillo, einvaldur í Dominikanska lýðveldinu, hafi verið myrtur. Fregnir af atburði þessum eru mjög óljósar, og ekki j er vitað með hverjum hætti morðið var framið, né hver dráps maðurinn er. Trujillo var 69 ára að aldri, og var alla tíð frá 1930 mestur áhrifamaður í ríkinu bæði sem forseti og utan forsetastóls. Fengu 15 ár NTB—PARÍS, 31. maí. — Kveð- inn var í dag upp dómur í máli hershöfðingjanna tveggja, Maur- ice Challe og André Zeller, sem dregnir voru fyrir rétt, ákærðir fyrir föðurlandssvik, en þeir voru, sem kunnugt er, aðalfor- sprakkar uppreisnarinnar í Alsír, fyrir skemmstu. Hlutu þeir 15 ára fangelsi, og er það mildur dómur miðað við það, að dauða- refsing liggur við broti því, sem þeir voru sakaðir um. Saksóknar- inn hafði krafizt 20 ára fangelsis dóms. Leiðrétting Það leiðréttist hér með, að á cinum stað í frásögn blaðsins í gær af tillögum sáttasemjara í vinnu- deilunum var talað um „tilboð atvinnurekenda", þar sem um til- Iögu sáttasemjara var að ræða. Þetta leiðréttist hér með. Flokksstarfið úti á landi Kjördæmabingiíi í SuíJurlandskjördæmi Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Suðurlandskjördæmi verður haldið að Hvolsvelli n.k. laugardag og hefst kl. 1. Framsöguerindi, sem flutt verða eru þessi: Flokksmál: Framsögum.: Ágúst Þorvaldsson, alþnu Hafnarmál: Framsögum.: Björn Fr. Björnsson, alþm. Lánsfjármál landbúnaðarins: Framsm.: Helgi Bergs, vcrkfr. Heilbrigðismál: Framsm.: Matthias Ingibergsson, lyfsali Vormót kl. 9 Um kvöldið kl. 9 hcfst svo almenn skemmtun. Áparp flytur Björn Fr. Björnsson, alþm. Árni Jónsson, óperusöngvari syngur, og Hjálmar Gíslason, gamanleikari skemmtir. — Echo-kvintettinn leikur fyrir dansi. Jakob syngur með hljómsveitinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.