Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.06.1961, Blaðsíða 16
FráKennara skólauppsögn Bamaheim- ilið Lyngás Nokkur hluti barnaheimiiis- ins Lyngáss að Safamýri 5, sem Styrktarfélag vangefinna hefur í smíðum, er nú fullbú- ina, og mun leikskóli hefjast þar í dag, fimmtudag. Alls verða 10 börn í leikskólanum, en 12 hafa sótt um vist. Aðeins nokkur hluti hússins er j fullgerður, og hefur þaö nú þegar kostað um 1,8 milljónir króna. Hálf milljón króna kom af tappa- gjaidi áf gosdrykkjum, og auk þess mun Reykjavíkurbær veita 300 þús. kr. til hyggingarinnar á þessu ári. Afganginn hefur félagið lagt fram af eigin íé, sem það hefur aflað með happdrætti og merkja- sölu. Fimmtudaginn 1. júní 1961. 121. blað. Tvö Akureyrarhús skemmdust í eldi í dag urðu skemmdir af völdum elds í tveimur húsum á Akureyri og mikið tjón á vörum. Hús þessi voru geymsluhús Hafnarbúðarinnar og verkstæðishús Páls Frið- finnssonar trésmiðs. Hús þessi eru við Kaldbaksveg á Oddeyri, bæði klædd tjörupappa og skammt á milli þeirra. Eldur- inn kom upp um hádegisbilið í rusli á milli húsanna og læsti sig þaðan í húsin sjálf. Enginn bruna- hani var nærtækur og torveldaði það slökkvistarfið, enda urðu mikl- ar skemmdir á húsunum og vörum í þeim. Trésmíðavélum úr verk- stæðinu tókst þó að bjarga út á síðustu stundu. E.D. Kennaraskólanum í Reykja vík var sagt upp í fyrradag að viðstöddu fjölmenni. Þessi uppsögn er söguleg að því íeyti, að þetía mun vera í síð- asta skipti, sem skólanum er sagt upp í þessum gömlu húsa- kynnum, en búizt er við að skólinn flytji í nýtt húsnæði um næstu áramót. Myndin hér efst á síðunni er tek- in við þetta tækifæri. Kennarar sitja fremstir og síðan kennaraefni með rós í hnappagatinu og hlýða á ræðu skólastjórans, Freysteins Gunnarssonar, sem hvatti þau til dáða í framtíðinni. Freysteinn skólastjóri las einnig upp einkunnir nemenda og afhenti prófskírteini. Á« myndinni hér að neðan sést hann vera að afhenda Guðrúnu Bjartmarsdóttur próf- skírteini hennar, en Guðrún hlaut. liæstu einkunn kennaraefna í fjórða bekk, 8,81. Myndir: Tíminn — GE Sex barna móðir á skólabekk Leikstofur Nú eiu fullbúnar í húsinu tvær leikstofur, eitt hvíldarherbergi, snyrtiherbergi fyrir börn og starfs- fólk, en skrifstofa forstöðukonu og kennaraherbergi eru langt komin. I Húsið teiknaði Halldór Halldórs- [ son, arkitekt, framkvæmdastj. hús- j næðismálastofnunarinnar.Umbygg j inguna hefur séð Ingvar Þórðar- i son. í byggingarnefnd eru Páll j Líndal, Halldór Halldórsson og j Guðmundur Gíslason. Forstöðu- f kona hefur verið ráðin Jónína Ey- vindsdóttir og hefur hún sér til aðstoðar' Hrafnhildi Petersen. Innanstokksmuni, og allt laus-| legt í húsinu, hafa félagskonur í Styrktarfélagi vangefinna gefið, en! þær hafa komið sér upp sérstökum sjóð með kaffisölum og bazar. Stjórn Styrktarfélags vangefinna skipa Sigríður Ingimarsdóttir, Guðmundur Gíslason, Kristrún Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Ei- ríksson og Hjálmar Vilhjálmsson. Skólanefnd leikskólans skipa Sig- ríður Ingimarsdótlir, Kristrún Guðmundsdóttir, Arnheiður Jóns- dóttir, Sveinbjörg Klemenzdóttir og Sigríður Thorlacius. — Barna- heimilið Lyngás mun starfa í sumar frá kl. 1—6 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12. i Sigrún Pálsdóttir er 43 ára gömul húsfreyja hér í bænurn og sex barna móðir. Þrátt fyrir mikið annríki, sem fylgir stóru heimili, gaf hún sér tíma til þess að sækja tíma í 1. og 2. bekk skólans og lauk prófi úr þeim bekkjum. Við hittum Sigrúnu á heimili hennar daginn eftir skólauppsögn. Sigrún kvað prófið ekkert hafa verið erfitt og sagði að ekkert væri erfiðara fyrir fertugt fólk en tví tugt aðJæra nýja hluti, að minnsta kosti fyndi hún engan mun á því. — Ég sótti tíma alla daga, nema stórþvottar væru hjá mér. Ég vandist þessu fljótlega. Það er ein- hver munur að hafa eitthvað að gera, og ólíkt skemmtilegra er að lesa og læra heldur en að þvo þvott. Við náðum rnynd af Sigrúnu og fjórum af börhum hennar, en einn sonanna var að sækja einkunnirn- ar sínar npp í skóla og annar var að ljúka stúdentsprófi á Laugar- vatni, og komust þeir ekki með á myndina. Það hefur sem sagt verið mikill próflestur heima hjá Sigrúnu og manni hennar Jóhannesi P. Ein- I arssyni: öll fjölskvldan í prófum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.