Tíminn - 15.06.1961, Qupperneq 2
2
TÍMINN, fimmtudaginn 15. íúnM961.
Jón Sigurðsson og
samtíðarmenn hans
Nú þessa dagana kom út
bók eftir LúSvík Kristjánsson
er nefnist Á slóðum Jóns Sig-
urðssonar, mikið rit og mjög
vel úr garði gert. Útgefand-
inn er bókaútgáfan Skuggsjá
í Hafnarfirði.
Þrátt fyrir öll þau firn, sém
skrifuð hafa verið um Jón Sig-
urðsson, er furðumargt, sem
farið hefur milli mála um líf hans
og hagi og viðhorf samtíðamann-
anna til hans. Þótt hver bókin af
annarri hafi um hann verig rit-
uð ,virðist talsvert hafa skort á,
að fullkomin rannsókn hafi farið
fram á þeim gögnum, sem hann
varða og tiltæk eru. Þess vegna
hefur margt nýtt og jafnvel ó-
vænt komið í Ijós við rannsókn
þá, sem Lúðvík Kristjánsson hef-
ur gert á undanförnum árum, svo
sem að nokkru leyti kemur fram
í Vestlendingum hans, en þó
enn frekar í þessari nýju bók.
í þessari bók birtist Jón Sig-
urðsson í sannara og mannlegra
Ijósi en þeim, sem áður hafa um
hann skrifað, hefur tekizt að láta
leika um hann, og jafnframt birt-
ist sarntíð hans sem í skuggsjá
í samskiptum sínum við hann.
Þær myndir auka að vísu ekki
að öllu leyti hróður þjóðarinnar,
ný bók eftir LuSvík Kristjánsson
því að þar ber mikið á skilnings-
leysi á hlutverki Jóns Sigurðsson-
ar og þörfum og tómlæti um fram-
gang þeirra mála, sem mestu
vörðuðu, en þeim mun meira á
endalausu kvabbi um hvers konar
hégóma.
Það kemur hér og í ljós, að það
var landsmönnum ekki alls kostar
til sóma, hvernig viðbrögð þeirra
voru, þegar leitað var fjárstuðn-'
ings til handa Jóni Sigurðssyni og
öðrum f.eim, sem fórnuðu þjóð-
frelsisbaráttunni hagsmunum sín-
um. Tómlæti og tregða embættis-
manna og valdamanna í landinu,
þótt íslenzkir væru, í þjóðfrelsis-
baráttunni, er áður kunn, sem og
hugleysi og bleyði margra þeirra,
er þó fundu í hjarta sínu, hvar
þeir hefðu átt að standa.
En allt verður þetta mjög lif-
andi í meðförum Lúðvíks Krist-
jánssonar, sem jafnan hefur þann
hátt á að nota mjög bréf og kafla
úr þeim.
f eftirmála bókar sinnar gerir
Lúðvík grein fyrir því, hvernig
að honum hlóðst efnisviður í rit-
ið, er hann vann að Vestlending-
um sínum. „Engan veginn lá
beint við, hvernig hagnýta skyldi
þessi aðdráttarföng," segir hann.
Dragndtaveiðar
ieyfðar í sumar
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
„Ofan á varð að takmarka not
þeirra að sinni við þau viðfangs-1
efni, sem reynt er að fást við í
þessu riti. Mestu varðar að draga
fram heimildir, sem birta ókunn
sannindi eða leiðrétta. Það, sem
ég hef kosið að nefna Á slóðum
Jóns Sigurðssonar, er ekki sam-
felld saga, heldur þættir með
auðsæjum tengslum“.
Sameining Þýzka-
lands möguleg,
NTB—Berlín, 14. júní. —
Austur-þýzka stjórnin hefur
sent ríkisstjórnum Sovétríkj-
anna, Bretlands, Bandaríkj-
anna, Frakklands, Póllands og
Tékkóslóvakíu orSsendingu,
þar sem ríkisstjórnirnar eru
hvattar til þess aö hef ja þegar
í staö undirbúning aö friðar-
— segir í or'Ssendingu austur-þýzku stjórnar-
innar, a<J loknum fundi hennar í gær
Sex á síld
Húsavík, 14. júní.
Sex bátar verða geiðir út héðan
á síld í sumar, og munu þeir fara
út á næstunni. Ekki er enn ákveð-
ið, hvort saltað verður hér á Húsa
vík í sumar, en það hefur jafnan
verið gert áður.
Sæti handa ís-
lendingi i lista-
háskólanum
Listaháskólinn í Kaupmanna-
höfn hefur fallizt á, að taka við
einum íslendingi árlega til náms
í húsagerðarlist, enda fullnægi
hann kröfum um undirbúnings-
nám og standist með fullnægjandi
árangri inntökupróf í skólann, en
þau hefjast venjulega í byrjun
1 ágústmánaðar.
Umsóknir um námsvist í skól-
anum sendist' menntamálaráðu-
neytinu fyrir 28. júní n.k. Tilskil-
in umsóknareyðublöð fást í ráðu-
neytinu.
ráðstefnu og koma á viðræð-
um um friðarsamning við
i bæði þýzku ríkin. Eru ríkis-
I stjórnir landanna einnig hvatt
ar til að semja tillögur um
lausn Berlínarvandamálsins,
sem fram yrðu lagðar á slíkri
friðarráðstefnu, sem getið er
í orðsendingunni.
Orðsendingin er gefin út að af-
loknum flokks- og ríkisstjórnar-
fundi í Austur-Berlín í dag. Þar
hafði forsæti Walter Ulbricht, for
seti Austur-Þýzkalands, sem jgfn-
framt er aðalritari og fram-
kvæmdastjóri Sósfaliska einingar-
flokksins.
Hætta á styrjöld
Fundur þessi í Austur-Berlín
var haldinn til þess að ræða síð-
ustu tillögu Sovétríkjanna um
Þýzkalands’málin, sem Krustjoff
afhenti Kennedy á Vínarfundin-
um 4. júní.
í greinargerð, sem gefin var
út að fundinum loknum, er látin
í Ijós von um, að yfirlýsingar
þjóðhöfðingjanna á Vínarfundin-
um, um vinsamlega samvinnu
Bandaríkjanna og Sovétrikjanna,
megi leiða til þess, að komið verði
á viðræðum, þar sem leitað verði
eftir lausnum á hinum mörgu
heimsvandamálum, sem nú er við
að glíma, og að slíkar viðræður
megi verða til þess að draga úr
spennunni í alþjóðamálum.
í greinargerðinni er sérstaklega
getið um þá miklu nauðsyn, sem
sé á því, að viðræður hefjist um
uppkast að friðarsamningi fyrir
hin tvö þýzku ríki.
Friðarsamningur fyrir Þýzka-
land hefur þýðingu fyrir allari
þjóðir, sem ekki óska þess að,
verða dregnar nauðugar í nýjal
styrjöld, segir að lokum í grein-’
argerðinni.
Ráðuneytið hefur í dag á-
kveðið að fengnum álitsgerð-
um þeirra aðila, sem þar eiga
hlut að máli, að dragnótaveið-
ar skuli frá og með morgun-
deginum, þar til öðruvísi verð
ur ákveðið, þó ekki lengur en
til 31. október n. k., leyfðar á
eftirtöldum svæðum:
I. Milli lína réttvísandi austur
frá Dalatanga og Gerpi.
II. Frá línu, Reyðarfjall yfir eitt
um Skrúð, að línu réttvísandi 120°"
frá Hafnarnesvita.
III. Frá línu réttvísandi suð-
austur frá Streitishornil að línu
réttvísandi suður frá Knarrarós-
vita.
IV. Frá línu réttvísandi vestur
frá hólmanum Einbúa í Ósum að
l£nu réttvísandi norðaustur frá
Geirólfsgnúp; þó ekki innan lína
sem hér segir:
1. Úr Qarðskagavita um punkt
inn 64° 8’ n. br. 22° 42’ v. 1.,
Gerðistangavita, Gróttuvita og
Þormóðsskersvita í Kirkjuhóls-
vita.
2. Úr Ólafsvita um Tálkna,
þvert fyrir Patreksfjörð og
Tálknafjörð. s
3. Milli Svarthamra að sunnan
og Tjaldaness að norðan í Arn-
arfirði.
4. Milli Keldudals að sunnan
og Arnarness að norðan í Dýra-
firði.
5. Milli Mosdals að sunnan og
Kálfeyrar að norðan í Önundar-
firði.
6. Milli Keravíkur að sunnan
og Galtarbæjar ^ð norðan í Súg-
andafirði.
7. Milli Óshóla að vestan og
Bjarnarnúps að austan í ísafjarð-
ardjúpi.
8. Milli Maríuhorns í Grunna-
vík að sunnan og Láss að norð-
an, £ Jökulfjörðum.
Þá hefur ráðuneytið ákveðið, að
bátum innan lögmæltra stærðar-
marka, sem skráðir eru og gerðir
hafa verið út frá verstöðvum á
þessum svæðum, skuli veitt leyfi
til veiða hvar sem er á svæðun-
um.
Jafnframt hefur ráðuneytið £
dag gefið út fyrirmæli um drag-
nótaveiðar i stað eldri reglugerð-
ar um það efni nr. 50/1937.
Meginbreyting frá reglugerð-
inni er sú, að fellt er niður ákvæði'
um, að nótin skuli dregin „fyrir
föstu“, svo að unnt er að haga
veiðum að þvi leyti eins og bezt
hentar á hverjum stað.
Sjávarútvegsmálaráðuneytið,
14. júní 1961.
ViS frostmark
flestar nætnr
Grímsstöðum á Fjöllum, 12. júní.
— Gróðri hefur lftið farið fram
hér siðan um hvitasunnu vegna
kulda. Hefur hiti verið um frost-
mark flestar nætur og jafnvel
farið niður fyrir það. Sauðburði
er lokið, og hefur hann gengið
vel. — Bílaumferð til Austurlands
er nú hafin, og áætlunarferðir
byrjaðar frá Akureyri til Austur
ilands. — íþróttakennari er ný-
kominn hingað á vegum íþrótta-
sambands N.-Þingeyjarsýslu. Mun
hann verða hér í viku og þjálfa
ungu mennina í íþróttum. — Theó
dór Gunnlaugsson.hinn landskunni
refaskytta, hefur legið á 2 grenj-
um hér í grennd tvær undanfarn-
ar nætur. Hefur hann unnið þau
bæði, náð fullorðnu dýrunum, en
eftir er að handsama eitthvað af
hvolpunum.
Þorkell máni
Iaskast
Snemma á þriðjudagsmorgun-
inn varð sá atburður á miðum við
Vestur-Grænland, að þýzkur tog-
ari sigldi á kinnung Þorkels mána
frá Reykjavík, er verið var að
draga inn vörpuna á honum, og
braut á hann gat.
Þorkell máni fór til Færeyinga-
hafnar, þar sem gert verður við
skemmdirnar til bráðabirgða.
Fyrsta síldin
til Siglufjarðar
íþróttir
hlaup í lokin, en Heimir varði
hvað eftir annað glæsilega.
Á 35. mín., komst Þórólfur inn
fyrir vörnina. Heimir hljóp gegn
. honum, en Þórólfur spyrnti að
markinu, en þar komst Bjarni
fyrir knöttinn. Þórólfur náði hon-
um aftur, og spyrnti þá í stöngina,
en knötturinn hrökk í Jón Leós-
son, sem var að koma til varnar.
og gerði Jón sjálfsmark.
Rúmsins vegna verður að láta
hér staðar numið, ,en nánar verð-
ur rætt um leikirm á síðunni á
morgun.
Siglufirði 14. júní. — Síðast
liðna nótt kom fyrsta Norður-
landssíldin til Sigluf jarðar.
Heiðrún frá Bolungarvík og
Guðmundur Þórðarson komu
með um 400 tunnur hvort.
Ólafur Magnússon frá Akur-
eyri, Eldborg frá Hafnarfirði
og Guðbjörg frá Ólafsfirði
hafa einnig fengið síld, 300—
500 tunnur hvert.
Síld þessi veiðist aðallega austur
af Horni og í Reykjafjarðarál. Er
hún stór, en mögur, fitumagn und-
ir 10%, og því ekki söltunarhæf
enn. Þó var reynt að salta eitthvað
úr Heiðrúnu á söltunarstöð Skafta
Stefánssonar.
Aðrir bátar hafa flestir haldið
til Eyjafjarðar með síldina til
frystingar og bræðslu. Guðbjörg
fór þó til Ólafsfjarðar. Vegna yfir-
standandi verkfalls hér á Siglu-
firði, hefur ekki verið hægt að
taka við neinu til bræðslu í verk-
smiðjunum hér.
Nú hafa hins vegar tekizt samn-
ingar, og mun vinnustöðvun verða
aflétt á miðnætti í nótt. Verður þá'
tekið við síld í bræðslu í „Rauðku“
í nótt, ef eitthvað berst.
Flokksstarfið i bænum
HAPPDRÆTTIÐ
Eins og skýrt var trá f blaðinu í gær, hefur nú veriS dregiS f
happdrætti F.U.F., en vinningsmiðar hafa verið innsiglaðir, þar eð
ekkl hafa allir sölumenn gert ful( skil. Eru þeir, sem þetta hefur
dregizt hjá, hvattir til þess að Ijúka skilum hið allra fyrsta. Geta
þeir haft samband við skrifstofuna í Framsóknarhúsinu, sími 12942,
á tímanum klukkan 1—6. Verður þá sent til þeirra.