Tíminn - 15.06.1961, Qupperneq 5

Tíminn - 15.06.1961, Qupperneq 5
TÍMINN, fimmtudaginn 15. júní 1961. Otgefandi: PRAMSOKNARFlOKKURINN FramKvaemdastjóri: Tómas Amason Rit stjórar ÞórarinD ÞórarmssoD (áb.j. Andrés Kristjansson, Jód Helgason Fulltrúi rit- stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsmga stjórt: EgiB 8jamason - SKrifstofur 1 Edduhúsmu — Slmar- 183UO- 18305 Auglýsmgasimi 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda hi Strandkapteinn nr. 2 Alþýðuflokkurinn hélt fund í Revkjavík í fyrrakvöld. Aðsóknin var slík, að Alþýðublaðið veigrar sér við að segja frá því, að hann hafi verið vel sóttur. Blaðið hefur þó ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum. Alþýðublaðið segir hins vegar frá því, að Emil Jónsson hafi haldið ræðu á þessum fundi, og þar hafi hann lagt áherzlu á, að Framsóknarflokkurinn bæri ábyrgð á þeirri kauphækkunarbylgju, sem nú væri hafin. Þetta var alveg það, sem búast mátti við af Emil. Litlir karlar kenna jafnan öðrum um það, sem þeir eru valdir að sjálfir. Engar blekkingar munu hins vegar fá dulið þær or- sakir, sem valda þessari kauphækkunarbylgju. Fyrri orsökin er sú, að með „viðreisninni" hefur ríkis- stjórnin skert kaupmátt verkamannalauna um 15—20%. Önnur orsökin er sú, að ríkisstjórnin hefur neitað launþegum um kjarabætur í öllu öðru formi en kaup- hækkun. Þetta tvennt hafði leitt til þess, að hér hafa hafizt al- mennari verkföll en nokkuru sinni fyrr og síðar. Þegar út í slíkt óefni var komið, lét ríkisstjórnin bjóða 6% kauphækkun strax; 4% til viðbótar eftir eitt ár og aftur 3% eftir tvö ár, samtals 13% á tveimur árum. Þetta var fellt, enda hafði ríkisstjórnin lagt blessun sína yfir 14.9% kauphækkun í Vestmannaeyjum á síðastl. vetri. Þegar svo var komið, að þetta tilboð hafði verið fellt, stóð ríkisstjórnin ráðalaus uppi eins og illa gerð þvara. Nær allt atvinnulíf í landinu var stöðvað og horfur á, að svo gæti orðið vikum saman. Það var fyrst eftir að ríkisstjórnin var þannig búin að sigla öllu í strand með kreppustefnu sinni og ráðaleysi, að samvinnufélögin skárust í leikinn og náðu samkomu- lagi við verkalýðsfélögin, sem var mun hagkvæmara fyrir atvinnuvegina en það, sem atvinnurekendur í Vestmanna- eyjum gerðu á síðastl. vetri með fullu samþykki ríkis- stjórnarinnar og Vinnuveitendasambands íslands. Þetta samkomulag mun tryggja það, að framleiðslan mun hefjast af fullum krafti að nýju. Síldarfréttirnar að norðan benda til þess, að þar muni miklum fjármunum mokað upp úr sjónum næstu vikur í stað þess, að skipin hefðu verið bundin við hafnarbakka og verksmiðjur stöðv- aðar, ef verkföllin hefðu haldið áfram. Og enginn mun þora að fullyrða, að samið hefði verið um minni hækkanir, þegar verkföllin hefðu loksins verið leyst. En þjóðin hefði getað verið búin að tapa hundruð- um milljóna. Svo kemur strandkapteinninn úr Hafnarfirði, sem er nú kallaður strandkapteinn nr. 2, — því að fyrsta sætinu heldur Ólafur Thors enn — og hyggst skella allri skuld af strandinu á björgunarmennina. Óþarft er að rifja upp það álit, sem íslenzka þjóðin hefur haft á þeim, er þannig hafa reynzt björgunarmönnum. Ótrúlegt er, að þjóðin hafi breytt nokkuð um álit á þess konar fólki. Fordæmíð í Eyjum Ríkisstjórnin lagði blessun sína yfir það, að Vest- mannaeyingar sömdu um 14,9% kauphækkun í vetur, en almenn 14,9% kauphækkun eykur útgjöld atvinnu- veganna um 450 millj. kr., samkv útreikningi Mbl. Gat ríkisstjórnin búizt við því, að aðrir landsmenn sættu sig við minna en Vestmannaéyingar? Var hægt að halda uppi langvinnum verkföllurn til að neita öðrum um það, sem búið var að veita Vestmannaeyingum? V»'V»V*V«V*V*V»V*V»V»V«X.»,V»V»%»V»X»V»%»V»V»Vi.»V‘,V*V*X*V»V*V»V»V»V*V'V'V*V*V*‘\.*V»‘ / i Nokkur dæmi um talna- | biekkingar ríkisstjórnarinnar '/ 't ‘/ '/ / / '/ / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ) t '/ / '/ '/ '/ '/ '/ Haft er eftir Bismarck, að ekki væri eins auðvelt að ljúga með neinu og tölum. Það er bersýnilegt, að forustu menn stjórnarflokkanna trúa þessari kenningu. Þeir hafa allt síðan núv. ríkisstjórn kom til valda beitt talnablekkingum sem meginrökum sínum. Þegar þeir lögfestu „viðreisn- ina“, birtu þeir útreikninga, sem áttu að sýna, að henni myndi ekki fylgja nein kjara- skerðing. Um réttmæti þeirra útreikninga getur nú hver og einn dæmt. Þeir töldu sig einnig hafa reiknað það út þá, að útflutn- ingssjóðurinn myndi verða með 120 millj. kr. halla. Reyndin varð hins vegar sú, að hann hafði 50—60 millj. kr. tekju- afgang. Þannig mætti telja upp dæm- in frá undanförnum misserum og mánuðum um talnablekking- ar stjórnarliðsins. 10—11%, en ekki 18%. Aldrei hafa þó forustumenn stjórnarflokkanna gengið lengra í talnablekkingum sín- um en síðan verkföllin hófust og samkomulag náðist milli samvinnufélaganna og verka- lýðsfélaganna. Sá söngur er nú t. d. mjög sunginn í málgögnum beggja stjómarflokkanna, að samvinnu félögin hafi samið um 18% allsherjar kauphækkun, sem svari til 540 millj. kr. árlegra útgjalda fyrir atvinnuvegina. Þetta er byggt á því, að 1% allsherjar kauphækkun svari til 30 millj. kr. útgjalda fyrir at- vinnuvegina. í þessum útreikningum eru tvær skekkjur, sem skipta hvor hundruðum milljóna. Samvinnufélögin hafa ekki samið um nema 10—11% kaup- hækkun, þ. e. 10% beina kaup- hækkun og 1% í styrktarsjóð, þar sem sú greiðsla var ekki greidd áður, én hún var komin á hjá mörgum félögum. Til við- bótar koma svo 4% að ári liðnu. Fyrir næsta ár er því ekki rétt að reikna með nema 10—11% kauphækkun, en ekki 18%, eins og stjórnarblöðin gera. Hér skakkar því strax um 210—240 millj. kr. 18%, sem ríkisstjórnin læt- ur reikna með, eru fengin þann ig, að látið er eins og 4%, sem fekki bætast við fyrr en að ári liðnu, komi strax til útborgun- ar. Þá er hækkun eftirvinnu- taxtans úr 50% í 60% reiknuð sem 2% almenn kauphækkun, en til þess þyrfti eftirvinnan að vera tvær klst. á dag alla daga ársins, og sjá allir hvílík fjarstæða það er, þar sem stjórn arstefnan er nær búin að þurrka út alla eftirvinnu. Loks er það reiknað sem 1% kaup- hækkun, að verkamenn skuli fá fæði, er þeir vinna utanbæj- ar, en slíkt kemur ekki fyrir nema endrum og eins og er vitanlega fjarstæða að telja það beina, almenna kauphækkun. En útreikningar ríkisstjórnar- .innar eru allir á sömu bókina lærðir Með þessum hætti tekst henni að gera 10—11% kaup- hækkun að 18% kauphækkun. Aðeins samið við þá láglaunuðustu. En sagan er ekki öll sögð, þótt þegar sé búið að sýna, að hinn 540 millj. kr. reikningur stjórnarinnar sé ofreiknaður um 210—240 millj. kr., þar sem reiknað er með 18% í stað 10—11%. Samvinnufélögin hafa nefni- lega ekki samið um neina alls- herjar kauphækkun, þ. e. um kauphækkun handa öllum. Þau hafa aðeins samið um kaup- hækkun handa láglaunaðasta fólkinu, verkamönnum, verka- konum og iðnverkafólki. Kaup- hækkun hjá þessu fólki hækkar ekki nema lítinn hluta af kaup greiðslum atvinnuveganna. Þannig nemur þessi kauphækk- un hjá öllum Dagsbrúnarmönn- um, ef miðað er við að þeir hafi fulla dagvinnu, ekki nema um 15 millj. kr. á ári. 10—11% kauphækkun til þessa fólks í öllu landinu, nemur alltaf tals- vert innan við 100 millj. kr. á ári. Ríkisstjórnin reiknar hins vegar eins og samvinnufélögin hafi samið um að veita öllum sömu kauphækkunina, jafnt þeim hálaunuðustu sem hinum láglaunuðustu. Þannig fær hún út 540 milljónirnar, jafnframt því sem hún reiknar með 18% kauphækkun í stað 10—11%. tala um gengis^ækkun í þessu sambandi, sést bezt á því, að 4—5% kauphækkun hjá frysti- húsunum svarar til 1% lækk- unar á útflutningsverði. Hver lætur sér detta gengislækkun í hug, þótt útflutningsverðið lækki um 1%? Útreikningurinn á vöxtunum. Stjórnin lætur blöð sín hamra mjög á því, að það myndi ekki neinu breyta, þótt vextirnir yrðu lækkaðir um 2% eða í hið sama og þeir voru fyrir „viðreisnina". Þau upp- lýsa þó, að hjá viðskiptabönk- unum einum myndi þessi lækk un nema 70 millj. kr. Til við- bótar kæmi svo vaxtalækkun hjá sparisjóðum og öllum öðr- um lánastofnunum, og svo hjá fjárfestingarlánastofnunum. Ekki mun fjarri lagi að áætla, að við það gæti þessi upphæð allt að tvöfaldazt eða numið 120—140 millj. króna. Það getur hver og einn sagt sér það sjálfur, hvort ekki muni neitt um þetta, þótt stjórn arblöðin séu látin. tönnlast á því. Ef það er rétt reiknað hjá ríkisstjórninni, að 1% allsherj- ar kauphækkun svari til 30 10-11% kauphækkun reiknuð sem 18% kauphækkun - Miklum hluta útlána skotið undan, þegar vaxtaokrið er reikn- að. - Hvað kostar langt verkfall? Sannleikurinn er sá, að sam- vinnuhreyfingin hefur aðeins samið við þá láglaunuðustu og samanlögð kauphækkun til þess fólks í öllu landinu er talsvert innan við 100 millj. kr. Ríkisstjórnin hefur þannig nær sexfaldað þá kauphækkun, er samvinnufélögin hafa samið um. Hvað finnst mönnum um slíka útreikninga? Aðeins 5—6% munur. Stjórnarblöðin eru' svo látin birta alls konar hótanir og út- reikninga um það, að kaup- hækkun sú, er samvinnufélögin hafa samið um, muni leiða til stórfelldrar veiðbólgu og geng- islækkunar. Á sama tíma er það svo sagt, að miðlunartillaga sú, sem sáttasemjari flutti, hefði ekki haft neina verðbólgu eða geng- islækkun í för með sér. Tillaga sáttasemjara fjaUaði um 6% kauphækkun strax og 4% til viðbótar að ári. Samvinnufélög- in hafa samið um 10—11% kauphækkun strax og 4% til viðbótar að ári. Munurinn er því 4—5% í báðum tilfellunum. Hver heilvita maður sér, að þessi 4—5% munur þarf ekki að valda neinni teljandi röskun. Tillaga sáttasemjara var miðuð við óbreytta vex{i og lánsfjár- höft. Lagfæring á þessu tvennu getur bætt atvinnuvegunum þennan mun og vel það. Þetta sést t. d. á því, að hjá þeim fyrirtækjum, sem höllust- um fæti standa, frystihúsum, svarar 2% vaxtalækkun til 6— 7% kauphækkunar. Hvílík fjarstæða það er að millj. kr. útgjalda fyrir atvinnu vegina, þá ætti 2% vaxtalækk- un að jafngilda 4—5% kaup- hækkun. Vaxtalækkunin ein getur með öðrum orðum jjafn- að þann mun, sem var á tillögu sáttasemjara og því, sem sam- vinnufélögin sömdu um. Hvað hefði það kostað? f öllum skrifum stjórnarblað- anna örlar ekki fyrir minnsta rökstuðningi fyrir því, að hægt hefði verið að ná hagstæðari samningum en þeim, sem sam- vinnufélögin náðu við verka- lýðsfélögin. Þau geta ekki fært minnstu líkur fyrir því, að eitt- hvað hefði áunnizt við það að bíða, nema ef beðið hefði verið svd lengi, að verkamenn hefðu alveg gefizt upp, en slíkt hefði ótrúlega orðið fyrr en eftir margr'a mánaða verkfall. Og hvað hefði það knstað, að nær öll framleiðsla hefði stöðv- azt í landinu mánuðum saman? Árleg þjóðarframleiðsla mun nú ekki innan við 7500 millj. kr. eða um 150 millj. kr. á viku. Eftir því geta menn svo reiknað, hvað margra mánaða allsherjarverkfall hefði kostað. Hefði slíkt borgað sig til þess eins að synja mönnum, sem hafa um 4000 kr. mánaðar- kaup, um 400 kr. kaupuppbót á mánuði? Og hefði slíkt ver'ið réttlátt? Hvað finnst mönnum um ríkis- stjórn, sem var reiðubúin að stöðva þannig þjóðarframleiðsl- una og eyða þjóðarauðnum í heimskulegri styrjöld gegn lág- launafólki og millistéttum landsins? / / ) ) / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ < / ‘/ J / < < / / > / • vx-w*v* *V*V*V • V VV •v*w*v*v«v*v*v*v*v*v*v»v*v*v*v*v*v»v»^

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.