Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 7
TÍMIWN, fímmtmdaginn 15. júnl 1961,
7
Sóknarhugur á 2. kjördæmisþingi Fram-
sóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi
2. kjördæmisþing framsóknarfé-
laganna í Suðurlandskjördæmi var
haldið í félagsheimilinu Hvoli á
Hvolsvelli laugardaginn 3. júní sl.
Þingið sóttu fulltrúar og gestir
úr nær hverjum hreppi, þorpi og
kaupstað kjördæmisins, alls um
hundrað manns. Það hófst upp úr
hádeginu og var slitið um kl. 9
um kvöldið, en þá hófst vormót
framsóknarfélaganna í Rangár-
vallasýslu, sem Félag ungra fram-
sóknarmanna annaðist. Margir full
trúanna á þinginu sóttu mótið
einnig og tókust góð og skemmti-
leg kynni við heimamenn.
Forseti Sambands Framsóknarfé
laganna í Suðurlandskjördæmi
(S.F.S.) setti þingið. Bauð hann
fulitrúa og gesti velkomna með
stuttu ávaxpi og skipaði síðan fund
arstjóra þá Óskar Jónsson, Sel-
fossi og Sigurð Tómasson, Barkar-
stöðum, en sá síðari gat ekki kom-
ið því við að sækja fundina. Rit-
ara skipaði hann Jón Helgason,
Seglbúðum, og Gunnar Guðmunds
son, Selfossi.
Forsetinn, Matthías Ingibergs-
son, apótekari, flutti skýrslu um
starf sambandsins og yfirlitsræðu
um stjómmálaviðhorfið. Starfið
hefur aðallega verið fólgið í kynn-
ingarstarfsemi og fundahöldum
s. 1. starfsár. Voru haldnir margir
fundir um allt kjördæmið og voru
þar rædd bæði almenn landsmál
og sérmál hvers héraðs. Tóku
margir þátt í þeim umræðum,
frummælendur, heimamenn og
gestir. Forseti gat þess, að Félag
ungra framsóknarmanna í Árnes-
sýslu hefði gengist fyrir námskeiði
í ræðumennsku og fundarstjóm og
hefði námskeiðið tekizt vel og ver
ið félaginu til sóma.
í sambandi við almenn lands-
mál ræddi forsetinn einkum stefnu
mál Framsóknarflokksins og kjara
málin. Sagði hann, að það væri
alveg víst, að þjóðin vildi mikið á
sig leggja, til þess ag efnahagsmál
in fengju veranlegar umbætur, en
það sé einnig jafn víst, að þjóðin
vilji ekki búa þannig að hinum
lægst launuðu stéttum, að þær
geti með engu móti lifað menning-
arlífi af tekjum sínum. „Það er
alveg víst, að fólkið í þessu landi
telur þann atvinnurekstur lítils
virði, sem byggir afkomu sína að
verulegu leyti á því, að starfsfólk
hans búi við lægri laun en hrökkva
til mannsæmandi lífs“.
Ágúst Þorvaldsson, alþingismað-
ur, flutti framsöguerindi um skipu-
lagsmál Framsóknai'flokksins.
Þakkaði hann ágætt samstarf við
flokksfélögin í kjördæminu og
kvað það mikla hvatningu fyrir
þingmennina og til ómetanlegs
gagns fyrir framfaramál kjördæm-
isins, að félögin héldu vöku sinni
og störfuðu af kappi.
Var Ágúst kjörinn í skipulags-
nefn flokksins af hálfu S.F.S.
Björn Fr. Björnsson, alþingis-
maður flutti mjög fróðlega frarn-
söguræðu um hafnarmál kjördæmi
isins. Sagði hann, að nú væru all-
ar áætlanir fyrir hendi í sambandi
við framkvæmdir í Þorlákshöfn og
að nú væri það krafa allra Sunn-
lendinga, að . Þorlákshafnarnefnd
og hlutaðeigandi stjórnarvöld létu
fram fara útboð þegar í stað svo
að undirbúningasframkvæmdir
væntanlegs verktaka gætu hafizt
á þessu ári. „Sunnlendingar munu
allir sem einn krefjast þess, að
framkvæmdir í Þorlákshöfn séu
leiddar til farsælla lykta svo skjótt
sem verða má, því að það er eitt
stærsta velferðarmál kjördæmisins
að höfn fáist, sem léttir aðflutn-
inga til héraðsins, tengir Vest-
mannaeyjar við meginlandið með
öruggum samgöngum og gerir
mögulegt að hagnýta hin auðugu
fiskimið Selvogsbanka margfalt
betur en nú er kleyft til hagsbóta
fyrir alla þjóðina".
Helgi Bergs, verkfræöingur,
flutti framsöguerindi um rekstrar-
fjárþörf landbúnaðarins. Lýsti
hann ýtarlega lánakerfi því, sem
landbúnaðurinn á aðgang að og til
raunum Framsóknarflokksins til
að koma á aukningu og endurbót-
um á því kerfi. Gat hann þess, að
Stéttarsamband bænda hefði mál
þessi nú til meðferðar, enda þyrftu
bændur að standa vel saman til að
fá farsæla lausn þessara mála.
Fram til þessa hefði allt kapp ver-
ið lagt á það, að leysa erfiðleika
sjávarútvegsins og væri þó enn
langt í land, að það hefði tekizt.
En þrátt fyrir það mætti með engu
móti vanrækja hinar tvær þöfuð-
atvinnugreinar þjóðarinnar, land-
búnaðinn og iðnaðinn, og hefði
Framsóknarflokkurinn beitt sér
fyrir margháttaðri löggjöf til að
leysa vandamál þessara atvinnu-
greina og beina til þeirra nauð-
synlegu fjármagni, en á undanförn
um þingum hefðu stjórnarflokkarn
ir staðið gegn öllum umbótum í þá
átt.
Matthías Ingibergsson, apótek-
ari, flutti framsöguerindi um heil-
brigðismál. Ræddi hann einkum
þörf Suðurlandsundirlendis fyrir
úrbætur í sjúkrahússmálum og
NY BOK:
sjúkraflutningum. Taldi hann nauð
synlegt, að sýslunefndir Árnes-
sýslu, Rangárvallasýslu pg Vestur-
Skaftafellssýslu tækju upp sam-
vinnu um lausn þessara mála. Einn
ig ræddi Matthías um það nýmæli,
að þessar þrjár sýslur, ásamt Vest-
mannaeyjabæ, kæmu á fót og
rækju sumarbúðir fyrir unglinga,
drengi sér og stúlkur sér, á falleg-
um og hentugum sftað í sveit, þar
sem unglingum úr þorpum og bæj-
um, sem ekki ættu kost á vist í
sveitum, fengju tækifæri til að
njóta hollrar og stjórnsamrar úti-
vistar og kennslu í nokkurn tíma.
Þrjár nefndir voru kosnar til að
fjalla um öll þessi mál og höfðu
þessir menn framsögu fyrir nefnd
unum: Sigurður I. Sigurðsson fyrir
skipulags- og heilhrigðismálanefnd,
Sveinn Guðmundsson fyrir hafnar
málanefnd og Þórarinn Sigurjóns
son fyrir efnahagsmálanefnd.
Miklar umræður urðu um þessi
mál og tóku margir til máls, m. a.:
Guðjón Ólafsson, Benedikt Einars
son, Sigurgrímur Jónsson, Engil-
bert Hannesson, Guðmundur Guð-
mundsson, Þráinn Valdemarsson
og Óskar Jónsson, auk fyrrnefndra
manna.
Ýmsar ályktanir voru saniþykkt-
ar, sem sendar verða hlutaðeigend
um.
Forseti sambandsins fyrir næsta
ár var emróma kjörinn Matthías
Ingibergsson, apótekari. Sem vara
forseti var kjörinn síra Sveinbjörn
Hrafnseyri
Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta
Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta.
Höfundur rits þessa er séra Böðvar Bjarnason, sem
var prestur á Hrafnseyri í 40 ár. Ólafur Þ. Krist-
jánsson skólastjóri hefur búið bókina undir
prentun.
Höfundur segir í eftirmála:
„Það.er von mín, að margur hafi ánægju af því að
kynnast þáttum þessum úr sögu Hrafnseyrar, og
það er ósk mín, að kynning sú verði þeim og þjóð-
inni til blessunar."
Bókin er gefin út í tilefni af því að 150 ár eru liðin
frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.
Þar er bernskustöðvum forsetans lýst rækilega og
ýmislegt sagt frá foreldrum hans og öðrum ætt-
mönnum.
Bókin er 200 bls. að stærð. Verð kr. 140.00 í bandi.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS.
Keflvíkingar
Nokkra verkamenn og smiði varitar til vinnu við
hafnargerð í sumar. Vinna hefst 20. júní.
Landshöfn Keflavík — Njarðvík.
Hafnarstjóri.
1 Högnason, í framkvæmdastjórn
með forseta þeir Sigurfinnur Sig-
urðsson og Jón Helgason, endur-
skoðendur Sigurður Tómasson og
Einar Þorsteinsson og til vara
Svanur Kristjánsson.
Matthías Ingibergsson sleit þing-
inu með stuttri^ ræðu, þakkaði
fundarstjóra, Óskari Jónssyni,
fundarstjórn, öðrum starfsmönn
, um þingsins gott starf, starfsfólki
félagsheimilisins fyrir góðar veit-
ingar, þingheimi öllum fyrir á-
nægjulegt þinghald, framsögu-
mönnum fyrir greinargóðar ræð-
ur og öllum flokksfélögum fyrir
vinsamlegt og gott samstarf.
Hvatti hann alla þingfulltrúa og
aðra Framsóknarmenn að vinna öt
ullega að nauðsynja- og framfara-
málum Iands og þjóðar.
Þingfulltrúar og gestir þeirra sátu
sameiginlegt borðhald og marg-
ir tóku þátt í vormótinu um kvöld-
ið. Var þinghaldið allt uppbyggi-
Iegt og ánægjulegt og flokknum til
sóma. Hið eina, sem á skyggði, var
það, að tími sá, sem þinginu var
ætlaður, reyndist of naumur. Voru
því ýmis mál, sem ekki var unnt
að taka til meðferðar, svo sem her-
stöðvarmálin, viðhorf flokksins til
fjölgunar atvinnugreina í sam-
vinny við erlent fjármagn, rnark-
aðsmálin, en þau mál og fleiri
verða væntanlega tekin til með-
ferðar á fundum S.F.S. á þessu
starfsári. '
Vil selja
nýlega barnakerru. Á sama
stað eru til sölu danskir
skór. Uppl. að Barónsstíg
20 (uppi).
• V*V»V*V»'V‘V*V»V*'
Hjón
óska eftir að komast á gott
sveitaheimili nú í sumar.
Tilboð sendist skrifstofu
blaðsins fyrir 20. þ. m.
merkt: „Hjón“.
Bifreiðasala
Björgú'.fs Sigurðssonar —
Hann selur bíiana. Símar
18085 — 19615
Málflutningsskrifstofa
Málflutningsstört tnnheimta.
fasteignasala. skipasala.
Jón Skaptason hrl.
Jón Grétar Signrðsson lögfr
Laugavegi 105 (2 hæð)
Simi 11380
V-N'X ‘V*V*V*V*V*V VVV*VV «v*v
Á víðavangi
10%, 11%, 12%,
13%, 14%, 15%,
16%, 17% og 18%
Stjórnarblöðin eru að smá
hækka sig í blekkingarfluginu.
Daginn eftir að norðlenzka Iausn
in komst á, sögð'u þau réttilega
frá því að samið hefði verið um
10% almenna kauphækkun til
handa verkamönnum. Þeir sögðu
þá reýndar jafnframt að SÍS
væri að skella öldu verðbólgu
og gengisfellingar yfir þjóðina,
með því að veita verkamönnum
400 króna kauphækkun á mán-
uði (áður liöfðu þó bæði stjóm
arblöðin víðurkennt það með
þögninni, að ókleift væri með
öllu fyrir verkamenn að Iifa
mannsæmandi lífi á 4000,00 kr.
á mánuði). Samvinnumenn mið-
uðu starfsaðferðir sínar Vvið að
forða tjóni og komu hóflega til
móts við sanngimiskröfur verka
manna. (Stjómarblöðin hafa ó-
beint viðurkennt, að ekki hafi
verið unnt að ganga skemmra).
Samningar tókust um 4% meiri
kauphækkun en tillaga sátta-
semjara gerði ráð fyrir, en bæði
Vinnuveitendasambandið og
verkalýðsfélögin höfðu fellt þá
tillögu eins og kunnugt er. —
Stjórnarblöðin fundu fljótlega
að áróður þeirra um að þessi
4% munur myndi leiða til verð-
bólgu og gengisfalls, fann ekki
hljómgmn með þjóðinni — ekki
einu sinni meðal manna í röð-
um flokka þeirra. Þeir fundu að
þa'ð varð að breikka bilið og nú
rembast þeir við það eins og
rjúpa við staur. Stjómarblöðin
hafa hækkað sig dag frá degi,
11% kauphækkun, 12%, 13 og
14% — en ekki dugði enn. Það
varð að fara enn hærra — 18%
segir Mbl. í fyrradaig, og var nú
komið fram úr Alþýðubl., sem
sagði sama dag 12—13%. í gær
tekst Alþýðubl. svo að jafna
metin, það er komið me® 18%
Iíka. 400 krónurnar verða með
sama áframhaldandi orðnar að
30% kauphækkun um næstu
helgi.
Umhyggja — e?Ja hvaí?
Þegar SÍS samdi við Dagsbrún
í Reykjavík um 10% kauphækk
un sagði Mbl. að það væri skilj-
anlegt að SÍS gæti samið við
Dagsbrún, — það væru svo fáir
verkamenn í þjónustu SÍS, að
það yki ekki úfcgjöld þess sem
nokkru skipti. SÍS gæti því
staðíð undir kauphækkuninni,
þótt aðrir atvinnurekendur gætu
þa® ekki. Fyrirsögnin á útsíðu
Mbl. eftir samninga, hljóðaði
svo:
„SÍS scmur við 3% verka-
manna.“ Nú er komið annað
hljóð í strokkinn, en heldur er
samræmið litið, sem er kannski
von, því það híýtur að fara illa
með þankaganginn og sjónina,
þegar höfðinu er barið svo
sleitulaust og hatramlega við
steininn. f gær hrópa bæði
stjórnarblöðin: SÍS getur ekki
staðið undir kauphækkuninni
án taps. Mennirnir hljóta að
vera að sleppa sér, því að það
er komin allt að því umhyiggja
í tóninn — e'ða hvað?
Hver var a<S tala
um skuldir?
Þegar stjórnarflokkarnir mynd
uðu ríkisstjórn sína seint á ár-
inu 1959, var það ætlun for-
ystumannanna að þrengja svo
kosti samvinnusamtakanna í
landinu, sem frekast væri hægt.
f þessu skyni er ákveðið að
blása mjög út, hversu skuldugt
SÍS væri. Var sett af stað rann-
sókn í lánastofnunum landsins
(Framhald á 13. síðu).