Tíminn - 01.07.1961, Qupperneq 13
T í M I N N, laugardaginn 1. júlí 1961.
13
#
i ip&ÍMM
á
Landsbanki íslands við Austurstræti.
AlIsherjarverkföII
V*V*V*V*‘V»VtW*V»X*V»V»V*V*N»V*X»V'X'V»'V»X*X*'V>.»V' V
Vinsælar skemmtibækur
Eftirtaldar bækur eru að minnsta kosti helmingi ódýrari
en ef þær væru gefnar út nú. Flestar bækurnar hafa ekki
verið til sölu í bókaverzlunum árum saman, og jafnvel um
áratugi. Af sumum bókunum eru aðeins til nokkrir tugir
eintaka.
Hetjan á Rangá. Norræn hetjusaga úr fornöld. 133 bls. kr. 15,00
Einvígið á hafinu. Óvenjuleg saga um ást, hatur og einvígi
úti á opnu hafi. 232 bls. ób. kr. 15,00.
Svarti sjóræninginn. Frábærlega skemmtileg sjóræningjasaga.
Ób. kr. 15,00.
Svarta liljan. Ævintýraleg saga eftir hinn heimskunna höfand
Rider Haggard. 352 ób. kr. 25,00.
Percy hinn ósigrandi, 5. bók 196 bls. kr. 15,00,
Percy hinn ósigrandi, 6. bók 192 bls. kr. 15,00.
Percy hinn ósigrandi, 7. bók. 220 bls. kr. 15.00.
Úalagaerjur, eftir Zane Grey. Stórbrotin skáldsaga um ástir
og bardaga í „villta vestrinu“. 332 bls. ób. kr. 25,00.
Hart gegn hörðu. Hörkuspennandi leynilögreglusaga, 142 bls.
ób. kr. 15,00.
f undirheimum. Saga um hættur og ógnir undirheima stór-
borganna. 112 bls. ób. kr. 10.00.
Landsbanki Islands
er 75 ára í daé
í dag, 1. júlí, eru 75 ár liðin
síðan Landsbanki íslands hóf
starfsemi sína. Var hann fyrsti
banki, sem stofnsettur var á
íslandi, og er hann langelzta
bankastofnun, sem nú er starf-
andi í landinu. Landsbankinn
var stofnsettur með lögum frá
18. september 1885. Starfsfé
sitt fékk bankinn með þeim
hætti, að landssjóður gaf út
500 þúsund krónur í seðlum
og afhenti þá upphæð bankan-
um til ráðstöfunar, og var hér
um að ræða fyrstu seðlaútgáfu
á íslandi.
Starfsemi bankans hófst svo á
næsta ári eða nánar tiltekið 1.
júlí 1886, og var fyrsti fram-
kvæmdastjóri bankans skipaður
Lárus Sveinbjörnsson, yfirdómari.
Starfsemi bankans var að sjálf-
sögðu lítil framan af, enda var þá
atvinnulíf í landinu fábreytt og
peningaviðskipti lítil, og hafði
bankinn ekki opið nema tvisvar í
viku og þá tvo tíma í senh.
Árið 1887 sameinaðist Sparisjóð-
ur Reykjavíkur Landsbankanum,
en sparisjóðurinn var stofnaður
1872, og má því rekja þann þátt í
starfsemi bankans til þess.
Starfsemi Landsbankans jókst ár
frá ári, en þó má segja, að þá fyrst
hafi komið verulegur skriður á
þróun hans, er Tryggvi Gunnars-
son varð bankastjóri árið 1893. Því
fór þó fjarri, að Landsbankinn
gæti, er fram liðu stundir, annað
sívaxandi fjárþörf atvinnuveganna,
enda hófst á þessu tímabili gagn-
ger bylting i sjávarútvegi. Til þess
að leysa úr lánsfjárskortinum yarð
það loks að ráði að leyfa stofnun
nýs banka með erlendu fjármagni,
en það var íslandsbanki, er hóf
starfsemi sína 1904. Fékk hann
rétt til að gefa út seðla og varð
brátt mikið afl í fjármálum þjóð-
arinnar, svo að Landsbankinn féll
um tíma í skugga hans.
Nýtt uppgangsskeið Landsbank-
ans hófst í lok stríðsins, og þegar
komið var fram um 1923. var hann
enn á ný orðinn stærsti banki
þjóðarinnar.
Eftir 1920 áttu sér stað miklar
umræður um skipulag bankamála
hér á landi, og varð niðurstaða
þeirra sú, að sett voru árið 1927
ný lög um Landsbankann, þar sem
honum var falinn seðlaútgáfurétt-
urinn, en bankinh skyldi starfa í
þremur bókhaldslega aðskildum
deildum: Seðlabanka, sparisjóðs-
deild og veðdeild. Hélzt þetta skipu
lag óbreytt til ársins 1957, en þá
var bankanum skipt í tvær megin-
deildir með sjálfstæðri stjórn:
Seðlabanka og Viðskiptabanka.1
Loks vpru svo samþykkt lög á síð-
asta Alþingi, þar sem Seðlabankinn
var algjörlega greindur frá Lands-
bankanum, sem nú er eingöngu við-
skiptabanki, en starfrækir jafn-
framt veðdeild og annast lán til
húsbygginga.
Landsbanki íslands hefur vaxið
mjög ört á undanförnum árum, og
nemur nú heildarupphæð efna-
hagsreiknings hans um 2.500 millj-
ónum króna. Þar af eru innstæður
á sparisjóði um 830 milljónir og,
innstæður á hlaupareikningi 490.
milljónir. Heildarútlán bankans
nema rúmum 2.000 milljónum
króna, og er þá veðdeildin ekki
meðtalin. Gjaldeyrisviðskipti eru
stór þáttur í starfsemi Landsbank-
ans, og annast hann um % af gjald-
eyrisviðskiptum við almenning.
Bankinn rekur nú fjögur útibú ut-
an Reykjavíkur: á ísafirði. Akur-
eyri, Eskifirði og Selfossi. en auk
þess útibú á þremur stöðum í
Reykjavík.
Ullin
fFramhald af 6. síðu)
oft langt tog á innra borði reyf-
anna.
Af því, sem hér hefur verið
rakið, ætti að vera ljóst, að vel
með farin, eðlisgóð ull er eftir-
sótt vara.
Mat það á ullimai til einstakra
framleiðenda, sem hér hefur verið
lvst, miðar að því að verðla^na
bá bændur, sem framleið'a slíka
ul 1 og hvetja aðra til að gera slíkt
hið sama.
BÍLASALINN uig Vitatorg
Bílarnir eru hjá )kknr
Kaunin ?erast hiá okkur
BÍLASALINN vi8 Vitatorg.
Sími 12 500.
Framhald af 5 síðu
beitingu alls-herjarverkfallsins,
að þessu sinni gegn yfirvofandi
styrjöld. Á þessu þingi gerðist
þao, að Lenin fékk samþykkt,
að ef styrjöld brýzt út, skal
verkalýðurinn notfæra sér hið
efnahags- og stjórnmálalega
öngþveiti, sem af styrjöldinni
leiðir. til þess að flýta fyrir
falli kapítalismans. Margar til-
lögur þessa þings og samþykkt-
ir virðast aðeins hafa verið orð-
in tóm, en Lenin sjálfur fram-
fylgdi þó í raun ályktun sinni
Einnig á hinu alþjóðlega
þingi sósíalista í Höfn 1910 var
allsherjarverkfallið á dagskrá
og var nú rætt um það í sam-
bandi við ráðstafanir til þess
að koma í veg fyrir styrjöld.
Brezki verklýðsleiðtoginn
Hardie lagði fram ,á þinginu
eftirfarandi tillögu: Þingið lít-
ur svo á, að meðal þeirra ráða,
sem áhrifamest eru til þess að
hindra styrjöld, sé allsherjar-
verkfall, einkum í þeim iðn-
greinum, sem útvega nauðsyn-
leg tæki til styrjaldarreksturs.
Þessi tillaga var ekki af-
greidd á þinginu, en ákveðið
að hún skyldi höfð til athugun-
ar og rædd að nýju á næsta
þingi, sem vera átti í Vínar-
borg 1914. En styrjöldin skall
á einmitt þetta ár. Ekkert þing
var haldið og draumurinn um
allsherjarverkfallið til þess að
hindra styrjöld, varð ekki að
veruleika. Verkamennirnir
börðust hver gegn öðrum, en
mynduðu ekki sambönd yfir
landamærin.
Stórátök urðu í Danmörku
1899. Það var yfirgripsmesta
stéttabarátta, sem heimurinn
hafði til þessa orðið vitni að —
að sjálfsögðu er hér tekið til-
lit til stærðar landsins. Þessi
átök enduðu með málamiðlun.
Svíar fengu hins vegar að
reyna það, að allsherjarverk-
fall geturverið tvíeggjað sverð,
er þeir lögðu út í slík átök
1909. Verkalýðurinn tapaði þess
um átökum og það setti sinn
svip á gang málanna um fjöl-
mörg ár. Meðlimum verklýðs-
samtaka landsins fór stöðugt
fækkandi eða um rúmlega 100
þúsundir á tveim árum. Þá olli
þetta miklum fólksflutningum
frá landinu og verulegu fylgis-
tapi sósíalistaflokksins,
Norðmenn reyndu hið sama
á árunum frá 1920—30, er
geysivíðtæk verkföll brutust út.
Það varð veruleg fækkun í
norsku verklýðsfélögunum og
norski verklvðsleiðtoginn Ous-
land hafði þetta að segja um
þróun málanna: Sögnin um alls
herjarverkfallið sem áhrifa-
mesta vopn verkalýðsins er nú
að mestu orðin úrelt.
Horfni safírinn. Spennandi saga um gimsteinarán. 130 bls.
ób. kr. 15.00.
Gullna köngulóin. Leynilögreglusaga. 60 bls. ób. kr. 5,00.
Spegillinn í Venedig. Dularfull og spennandi saga. 76 bls. ób.
kr. 10.00.
Verzlunarhúsið Elysium. Hugnæm ástarsaga. 96 bls. ób. kr.
10.00.
Hver vissi hvað sannast var? 94 bls. ób. kr. 7.00.
SilfurspegiIIinn. 66 bls. ób. kr. 7,00.
Skugginn. 44 bls. ób. kr. 5.00.
Hvítmunkurinn. Saga um dularfullt fyrirbæri. 130 bls. ób.
kr. 15.00. !
Mynd Abbotts. Stutt en eftirminnileg saga. 40 bls. ób. kr. 5,00.
Leyndarmálið í Cranebore. Mjög sérstæð saga um ást og af-
brot. 238 bls. ób. kr. 20.00.
Morðið í Marshole. Spennandi sakamálasaga. 76 bls. ób. kr. 10.00.
Vitnið þögla. Enginn, sem les þessa sögu býst við þeim endi
sem hún fær. 142 bls. ób. kr. 10,00.
Eigandi Lynch-Tower. Saga um ástir, vonbrigði, undirferli og
að lokum sigur hins góða. 232 bls. ób. kr. 20,00.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x við þær bæk-
ur, sem þér óskið að fá sendar gegn póstkröfu. Merkið og
skrifið greinilega nafn og heimilisfang.
Undirrit óskar að fá þær bækur, sem merkt er við
í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu.
Nafn
Heimili
Ódýra bóksalan, Box 196, Reykjavík.
Listin
Framhald af 7 siðu
ugum, að við verðum að trúa á
þau og elska að fyrrabragði. Þess
vegna skiptir uppeldið svo miklu
máli. Þá verður að kveikja lotn-
ingu fyrir fegurðinni, fyrir hin-
um miklu meisturum listanna.
— Maður hittir stundum fólk,
sem talar um Bach og guð og ást
eins og venjulegar vörur í búð.
Þetta fólk virðist eiga erfitt með
að komast f það upphafningará-
stand, sem list og ást og trú krefj-
ast.
Þó að list og líf sé nátengdara
en nokkuð annað, er list og líf
ekki það sama. Listin er sköpun,
hliðstæð sköpun náttúrunnar,
nokkurs konar framhald sköpun-
arverksins. Til þes9 að ná tökum
á þessari nýju sköpun verða menn
að afla sér mikillar þekkingar og
tækni.
—Varstu ekki orðinn óþolinmóð-
ur að bíða eftir að sjá draum þinn
um alþýðulistasafn rætast?
— Eg hef þreytt ýmsa vini
mína mikið um dagana, af þvl að
ég hef átt erfiít með að einskorða
mig við það eitt, sem ég get lok-,
ið á skömmum tíma eða að fullu,
en það er hætt við, að þeim
mönnum verði lítið úr lífi sínu,
sem ætla sér ekki hverju sinni
eitthvað meira en þeir ráða við.
Eg er vanur að vinna jöfnum
höndum að því, sem ég ætla að
framkvæma eftir langan tíma, svo
að ég er kannski ekki eins vitlaus
og ég lít út fyrir að vera ! !
Birgir.
Á víðavangi
fFramhald af 6 síðu)
ust. Láta verkföllin svo standa
nógu lengi og kenna síðan verk-
'föllunum og 10% kauphækkun
um allan ófarnaðinn! ! Fjármála
ráðherrann stendur yfir tómum
rikicVassanmn 02 sk-ifar grein
ar í Vísi úr aðþrengdu ráðuneyti
sínu og boðar nýjar álögur og
meiri „viðreisn“. — En að draga
úr vaxtaokrinu og lánsfjár-
kreppunni hvarflar ekki að hon
um.