Tíminn - 01.07.1961, Page 16
JMtt
Laugardaginn 1. júlí 1961.
146. blað.
Yfir söfnum hvílir annarleg-,
ur blær, sem stingur í stúf
við ysinn og þysinn utan
veggja safnhúsanna. Þar rík-
ir ró og kyrrð, þögulir menn
grúfa sig yfir verkefni sín, og
þar er gengið hljóðlega um
garða. Andrúmsloftið er mett-
að þef, sem ekki finnst ann-
ars staðar, og það er eins og
jafnvel dagsbirtan þar inni sé
með einhverjum hætti frá-
brugðin því, sem er í öðrum
húsum. Hver hávær rödd og
sumum borðunum voru stórir hlað-
ar bóka og skjala — prestsþjón-
ustubók frá Grenjaðarstað, dóma-
bók úr Dalasýslu, pakkar úr skjala
safni stiftamtsins, skiptabók úr
Suður-Múlasýslu, bréf til sýslu-
mannsins í Árnessýslu. \
Innan við irunsta borðið sitja
tveir safnverðir, Bjarni Vilhjálms-
son og Jónas Kristjánsson, og
skrifa fæðingarvottorð. Einhver
góðborgarinn er kominn á þann
aldur, að hann á að fara að fá elli-
laun, og svo er ung stúlka, sem
vel gæti verið í giftingarþönkum.
Frú Áslaug Thorlacius er önnum
kafin að leiðbeina manni, sem
yfirvalda, landfógeta, amtmanna
og landshöfðingja. Ekkert þessara
embætta stóð lengur en til 1904,
og bætast því ekki skjöl. Önn-
ur eru alltaf að myndast, svo sem
biskupsskjalasafnið, en það er ein
elzta _og merkasta deildin í safn-
inu. í því eru skjalasöfn biskupa
í Skálholti og á Hólum, og sfðar
biskupa yfir öllu landinu fram á
okkar' daga. Sama máli gegnir um
skjalasafn landlæknis og embætt-
isbækur og skjöl sýslumanna og
presta.
í Þjóðskjalasafninu er ekki mik-
ið af mjög fornum skjölum, en þó
eru til þar ýmsir kjörgripir. Fræg-
astur þeirra er Reykholtsmáldagi,
eignaskrá Reykholtskirkju í lok
12. aldar og byrjun þeirrar 13. Er
það eitt allra elzta norrænt hand-
rit, sem til er. Síðari hluti mál-
dagarrs er ritaður á dögum Snorra,
og kemur nafn hans þar fyrir.
Reykholtsmáldagi er geymdur í
eldtraustum steinklefa, ásamt
fleiri dýrgripum safnsins. Þetta er
lítið skinnblað, gulnað af af elli og
reyk. Letrið, sem skráð var fyrir
800 árum, er víða máð, en rithönd-
snögg hreyfing er í hrópandi
ósamræmi við umhverfið, og
jafnvel ókunnugt fólk, sem
verður það á að tala fullum
rómi, finnur ósjálfrátt, að það
hefur brotið gegn einhverju
lögmáli.
Þarna er ríki sögunnar. Þarna
eru þær geymdir, sem þræðir
hennar verða raktir eftir, og í
upphafinni ró drottnar hún, þótt
aldir renni, meðan ungt lífið ólg-
ar úti fyrir og er ekki enn orðið
kominn er þeirra erinda að afla
vitneskju um forfeður sína, en
hefur ekki enn áttað sig á leynd-
ardómum þeirra bóka, er leita
verður í.
Hjá þjóðskjalaverði
Þjóðskjalavörður, Stefán Péturs-
son, er í skrifstofu sinni uppi á
efri hæð, og við göngum fyrst á
vit hans. Hann gerir í fáum orð-
um grein fyrir sögu safnsins og
því, sem þar er varðveitt.
Safnið var stofnað árið 1882 og
var kallað Landsskjalasafn. Enað
Tvelr safnvarða, Jónas Kristjánsson og Bjarni Vilhjálmsson, undirrita fæð-
ingarvottorð.
að sögu. í fyllingu tímans mun
allt það, sem utan safnveggjanna
gerist, einnig falla í þessar sömu
skorður og lifa áfram sem lina í
bók eða gripur á borði eða hillu
í þessu hljóðláta umhverfi' þar
sem háreysti nálgast helgispjöll og
óðagot er spaugilegt fyrirbæri.
Heimsókn í þjóð-
skjalasafnið
Þennan sérstaka hugblæ safn-
anna lagði á móti blaðamönnum
Tímans, þegar þeir komu í heim-
sókn í þjóðskjalasafnið á fimmtu-
daginn. Þegar á daginn líður, er
að jafnaði hvert sæti setið þar
við borðin, en nú var nýbúið að
opna eftir hádegishléið og heldur
fátt gesta komið. Aðeins þeir,
sem láta sér enga stund úr greip-
um ganga, voru komnir í sæti sín
og farnir að rýna í fræðin. Á
var þó aðeins lítið af embættis-
skjölum, sem safnað var saman og
geymt í kompum á dómkirkjuloft-
inu. Árið 1899 var ráðinn skjala-
vörður, Jón Þorkelsson. Um leið
var safnið flutt á efsta loft Alþing
ishússins og opnað almenningi um
aldamótin.
i í safnahúsið við Hverfisgötu
' fluttist það 1908, og var síðan
nafni þess reytbt í Þjóðskjalasafn.
í Þjóðskjalasafninu eru embætt-
isskjalasöfn af öllu landinu. Öll
opinber embætti eru skyldug til
að afhenda skjöl sín í safnið, eftir
að þau eru orðin 20 ára gömul.
Vegna þessa safnast fyrir ’óhemju-
mikið af ails konar skjölum, og er
þegar orðið mjög þröngt um
safnið.
1 Meðal gamalla embættisskjala-
, safr.a má nefna safn stiftamt-
manna á 18. og 19. öld, söfn stif.ts-
Amstur kyislóðanna varð
veitt sem llna í bók
'.V.VV.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V
in er föst og skýr og fagurlega
dregið til stafs. Við getum lesið
nafn Snorra og mörg önnur orð.
í lok máldagans er skrá yfir kálf-
skinnsgjafir til kirkjunnar. Þar
hefur Ingibjörg Snorradóttir gefið
mest.
f safninu eru einnig mörg hundr
uð skinnbréf frá 14. og 15. öld.
Eitt þeirr'a er dagsétt 23. júní
1311. Það er elzta norræna bréfið,
sem til er dagsett. Bréf þetta fjall-
ar um landamerki Reykja í Tungu-
sveit og barst safninu að gjöf frá
Ameríku á ófriðarárunum síðari.
Hefur það verið þar í eigu fólks af
íslenzkum ættum og borizt vestur
með útflytjendum héðan.
Skinnbækur tveggja Hólabisk-
una eru hér einnig, máldagabók
Ólafs Rögnvaldssonar og bréfabók
Jóns Vilhjálmssonar. Voru þær í
Árnasafni, en var skilað hingað,
þar eð það var sannað mál, að
I Ámi hefði einungis haft þær að
láni.
Enn má nefna Sigurðarregistur,
eignaskrá Hóladómkirkju á 16.
öld, nefnda eftir séra Sigurði, syni
Jóns biskups Arasonar, sem skrif-
aði hana a.m.k. að nokkru.
Þjóðskjalasafnið er opið daglega
kl. 10—12 og 2—7, og þar er alltaf
nokkuð af gestum, sem vinna þar
við alls konar rannsóknir. Mest
ber á þeim, sam rannsaka ætt-
fræði, og er því kirkjubókadeildin
mest notuð.
Ýmsir fræðimenn koma þar
einnig, sem starfa að sögurann-
sóknum og nota þá mikið hin
gömlu embættisskjalasöfn
Fæðingarvottorð og
skáldastyrkur
Við skiptum fáeinum orðum við
Bjarna Vilhjálmsson safnvörð, og
spyrjum, hvort hér komi ekki
stundum fyrir kímileg atvik. Við
höfuan nefnilega heyrt, að stöku
sinnum beri við, að kvenfólk, sem
tekið er að reskjast, segi skakkt
til um aldur sinn, þegar það kem-
ur að biðja um fæðingarvottorð,
og geti af því hlotizt mikil fyrir
höfn og leit í embættisbókunum.
Bjarni neitar hvorki né játar.
Aftur á móti segir hann okkur
sögu al dálitlu atviki, sem gerðist
á dögunum.
Rosjcinn maður kom í safnið og
bað um fæðingarvottorð. Þegar
hann hefur fengið vottorðið,
spurði hann:
SIGURÐUR HELGASON
— fann kvittun fyrir tukthústolli,
sem Fjalla-Eyvindur greiddi 1760.
Stefán Pétursson þjóðskjalavörður í skrifstofu sinni.
— Hvar fær maður nú skálda-
stjn-k?
— Það er sérstök nefnd, sem út-
hlutar honum — ég held að hún
hafi verið að ljúka störfum uan
daginn, kveðst Bjarni hafa svarað.
— Hvar er hann borgaður? spyr
maðurfnn.
— Hjá ríkisféhirði.
— Er það í stjórnarráðinu?
— Já, einhvers staðar í húsa-
kynnum þess.
— Hefur Sigurður Nordal ekki
hönd í bagga með skáldastyrkn-
um? spyr maðurinn.
Bjarni lét lítið yfir því.
— Ég hringdi nefnilega til hans
um daginn, sagði maðurinn, en
hann sagði mér' að hringja seinna.
Saga Þorlákshafnar
Meðal gestanna í safninu þenn
an dag komum við auga á Skúla
Helgason, höfund Sögu Kolviðar-
hóls. Hann er einn þeirra, sem
tíðum sjást í þjóðskjalasafninu.
Og við spyrjum Skúla, hvað hann
hafi nú fyrir stafni.
— Ekkert sérstakt, svarar hann.
Eg kem hér oft — er hér þegar
ég get. Eg er eirnna helzt að at-
huga ýmsa þætti úr sögu Þorláks
hafnar og það, sem þar hefur
gerzt á liðnum öldum- Eg hef
dregið saman talsvert mikið um
það efni, þó að þetta sé ekki ann
að en tómstundavinna, og hef í
hyggju að safna öliu, sem finnst
í skrifuðum heimildum.
Þorlákshöfn var merkur staður
í sögu Suðurlands. Þetta var stóls
jörð, og Skálholtsbiskupar höfðu
þar mikinn útveg. Þaðan létu þeir
flytja fisk til Eyrarbakka og
skreið heim í Skálholt. Þeir áttu
þarna skip og verbúðir, og þar
var mikið uimleikis. Um þetta eru
til miklar hoimildir í hvers kon-
ar skjölum og bréfabókum.
Við Hásteina, austan við Hafn-
arskeið, var sölvatekja. Þar var
sölvafjara nytjuð fram yfir 1800,
og sölin þaðan þóttu bera af,
Margir merkir stórbændur hafa
líka búið í Þorlákshöfn, til dæm-
is Magnús Beinteinsson. Hann
var stórveldi í sinni tíð og varð
gamall maður, dó ekki fyrr en
1841.
Bændatal Norðurfjarða
Sigurður Helgason situr við
fremsta borðið. Hann hefur þar
nokkurn veginn fast sæti, enda
t. hann hér alla daga. Hann
kann orðið skil á hverjum einasta
manni í mörgum byggðarlögum á
Austfjörðum í meira en tvær ald
ir, þekkir megindrættina í lífi
þeirra, veit deili á efnahag þessa
fólks, Íyndiseinkunum og ótal
mörgu öðru.
— Eg er núna að gera afrit af
(Framhald á 2. slðuj.
W0Æ&
SKÚLI HELGASON
safnar d-rögum að sögu
Þorlákshafnar.
ÁRNI ÓLA
— tíður gestur í safninu í 30 ár, hef
ur á prjónunum þriðju bókina um
sögu Reykjavíkur.