Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 5
TÍMIN N, þri'ðjudaginn 11. júlí 1961. 5 r L Útgetsndi: FRAMSOiAaRFLOKKURiNN B'ramKvæmdast.iori Trtmas ^rnason rtit stjðrar Þorarinn ÞOrarinsson ab ■ Andres tiristiansson Irtn Helgason B'ulltrú! rit stjornar rómas- Karisson rtuglýsinga stjOri fcgil) Btarnason - Skritstotu? I Bddunúsinu - Simar l8:tl)ú 18805 Auglýsingasimt 19523 Atgreiösiusimt 12323 — Prentsmiðjan Bdda n.t Undarleg sagnfræði Forystugreinar Mbl. eru oft harla undarlegar, en grein sú, sem birtist s. 1. fimmtudag er þó eitthvert hið mesta furðuverk, sem sést hefur lengi. Hún nefndist Framtíðin og sveitirnar, og hún er svo merkileg, að nauð- syn bæri til að sérprenta hana og senda hverjum einasta bónda á landinu, svo að hann gæti séð, hve sannleikur- inn er mótanlegur leir í höndum Mbl.-manna. í grein þessari eru tilnefnd ýms framfaramál, sem blaðið segir að lyft hafi landbúnaðinum til mestra fram- fara á síðustu áratugum. Bregður þá svo við, að þar er eingöngu um mál að ræða, sem íhaldsmenn og Sjálfstæð- ismenn hafa barizt gegn af heift og þunga fyrr og síðar. Nú eru þau talin góð, og Mbl. lætur sem Sjálfstæðis- flokkurinn eigi þau. Og heldur renrnjr út í fyrir sagnfræðingi Mbl. þegar hann fer að gefa gengnum ríkisstjórnum einkunnir fyrir stuðning við landbúnaðinn. Þar segir m. a. svo: „Sú ríkisstjórn, sem sýnt hefur mesta framsýni og skilning á málum ísl. landbúnaðar, er tvímælalaust ný- sköpunarstjórn Ólafs Thórs', sem fór með völd á árunum 1944—47 ... þá voru lánastofnanir landbúnaðarins efldar að miklum mun og framtíðargrundvöllur lagður að skipu- lagi afurðasölumálanna. Að þessum heillaríku aðgerðum hefur landbúnaðurinn búið jafnan síðan.“ / ) ) ) ) ) < / < ( t I ) < t / ) < t < < t ) ) ) ) ) t ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ') ) Ef-ef Það var heldur djarflegt upp lit á dagblöðum stjórnarflokk- anna á laugardaginn var, á Seljumannamessu. Þau fluttu sérkennilegar fréttir af greiðslu jöfnuði í utanríkisviðskiptum ári.ð sem leið. í Morgunblaðinu var gerður samanburður við árið 1959, þeg ar Alþýðuflokkurinn fór með stjórn landsins, studdur af Sjálfstæðisflokknum. f hlaðinu stóð meðal annars: „Á árinu 1960 varð stórfelid breyting tii batnaðar á gjald- eyrisaðstöðu þjóðarinnar." Síðan birtir blað'ið töfiu, sem á að sýna greiðslujöfnuð áranna 1959 og 1960. Og um þessa töflu segir svo i blaðinu: „Eru skip og flug'vélar þá ekki taldar með.“ í Alþýðublaðinu var stór fyrirsögn á þessa leið: „Enginn halli á greiðslujöfn- uði.“ Og þar undir var m.a. þetta: „Enginn halli varð á greiðslu jöfnuðinum sl. ár, ef innfiutn- ingur skipa og flugvéla er frá talinn.“ Þar var lika taflan, eins og í Morgunblaðinu. í Vísi mátti sjá þetta „Greiðslujöfnuðurinn án halla síðastl. ár.“ Þar birtist taflan, eins og í hinum blöðunum, sem átti að sýna útkomuna af viðskiptun- um, „ef iunflutningur skipa og flugvéla er hvorki tekinn með árið 1959 eða 1960.“ ef - ef - ef.J ) Þannig var frásögnin í því blaði. í framannefndum frásögnum st.jórnarblaðanna kom fram, að taflan, sem þau birtu, var svo einkenniJega gerð, að þar er sleppt nokkru af innflutningn um, þ.e.a.s. andvirði innfluttra skipa og flugvéla/ Af þessari ástæðu er ekki hægt að taka mark á töflunni. Þjóðin þarf að borga skipin og flugvélarn- ar, sem hún kaupir frá útlönd um, eins og' annan varning, og því þarf andvirði þeirra að færast gjaldamegin á reikning inn um utanríkisviðskiptin. í bókinni, sem ríkisstjómin gaf út á ríkiskostnað snemma árs 1960 og nefndi Viðreisn, birti hún töflu um utanlands- viðskiptin árin 1955—1958. Þar færði hún allan vöruinnflutn- inginn gjaldamegin á reikning inn, líka andvirði keyptra skipa og flugvéla. Þá var hún ekki búin að finna upp þá nýju að- ferð vjð töflusmíðar, sem nú er ’ notuð. Hagtíðindin sýna að vöru- skiptajöfnuðurinn var óhagstæð ur um 816 miilj. króna árið 1960. Og hækkun á erlendum skuldum þjóðarinnar á því ári hefur numið hundruðum millj óna. 1 vonlausri viðleitni til að fela þessar staðreyndir, tekur ríkis- stjórnin upp nýja bókfærslu- aðferð. Hún býr til töflu, sem á að sýna greiðslujöfnuð árið 1960, með samanburði við árið 1959. Og hún sleppir hæfilega / mikiu af innflutningnuim, til ( þess áð taflan sýni hallalaus ) utanríkisviðskipti. ) En hvers vegna feilir stjórn ) in ekki niður meira af inn- ) flutningnum til þess að sýna ) enn betri útkomu? Ef hún ) hefði t.d. ekki aðeins sleppt að ) teija skip og fiugvéiar, heldur ) einnig benzín og olíu, sem ) keypt var til slíkra flutninga- ) tækja, þá hefði hún sennilega ) getað sýnt greiðsluafgang í ) skiptunum við aðrar þjóðir. ) Vafalaust getur stjórnin búið ) til fleiri töflur af þessu tagi ) og fengið þær birtar í blöðum ) sínum. Sennilega gæti fjármála ) ráðherrann sýnt hagstæða út'- ■ komu hjá ríkissjóði árið s.em • leið, ef hann sleppti úr upp- , gjörinu einhverri útgjaldagrein / fjárlaganna. Það væri í fullu / samræmi við nýju töflugerð- / ina um utanríkisviðskiptin. • / Ef innflutningurinn hefði ver / ið miklu minni árið sem leið / en hann var í raun og veru, þá / hefði ekki orðið halli á utan- < ríkisviðskiptunum. / Það var þessi boðskapur, sem / nýja taflan og stjórnarblöðin / fluttu sl. laugardag. / Skyldi mönnum þykja mjög / mikils vert að fá þessa vitn- ) eskju? / Ætli blöðin birti ekki innan ) skamms fleiri fréttir a£ afrek-" ) um, sem ríkisstjórnin hefði ) unnið ef ? ) Skúli Guðmundsson. ) Fyrr má nú rota en dauðrota. Engir vita betur en bændur landsins, að nýsköpunarstjórnin svonefnda var landbúnaðinum einhver óþarfasta stjórn, sem setið hefur • síðustu þrjá áratugina. Þá var 1300 millj. kr. innstæðu erlendis eytt án þess að nokkuð teljandi væri keypt af vélum eða framleiðslutækjum til landbúnaðarins. Sumir hafa sagt, að þá hafi þrjár dráttarvélar verið fluttar inn, en vantalið mun það, sem betur fer vera. Þó kastar tólfunum, þegar Mbl. segir, að nýsköpunar- stjórnin hafi lagt grundvöllinn að „skipulagi afurðasölu- málanna". Ekki aðeins bændur, heldur svo að segja hver lands- maður veit það, að afurðasölulögin og sá grundvöllur sem þau mál hafa síðan hvílt á, voru sett af Framsóknarmönn- um löngu fyrir daga nýsköpunarstjórnar, og sú lagasetn- ing gekk ekki hljóðalaust, sem lengi mun frægt verða, og það er varla hægt að segja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi veitt þeim brautargengi í upphafil! Stundum er engu líkar en Mbl. haldi, að sannleikurinn sé harmónika. Sparnaður - gjaldahækkanir Borgarstjórinn í Reykjavík hefur tilkynnt, að hann komist ekki hjá því að hækka útsvör og önnur gjöld bæjarbúa um einar 26 millj. kr. vegna kauphækkana þeirra, sem orðið hafa, og verði féð sótt í vasa borgar- anna með aukaálagningu á næstu vikum. Morgunblaðið grætur krókódílatárum yfir þessu, en segir, að því miður sé ekki önnur leið til, „nema þá sú að skera stórkostlega niður framkvæmdir bæjarfélagsins“. Af þessu tilefni er rétt að minna á, að árið 1960 var varið 5,4 millj. lægri fjárhæð til gatna og holræsa en áætl- að var. Hvernig stóð á þessu? Engin kauphækkun varð á því ári.og tekjur bæjarsjóðs stóðust áætlun rúmlega.Samt voru framkvæmdir bæjarins skornar niður í þessari aðal- grein stórkostlega. Það þurfti enga kauphækkun til þess þá, heldur aðeins duttlunga eða sviksemi ráðamanna bæj- arins sem þurftu að fleygja framkvæmdafénu í eyðsluhít skrifstofubáknsins. sem hækkaði stórkostlega. Ráðamenn Reykjavíkur hafa hundrað eyðsluliði. sem unnt er að skera niður til mótvægis við kauphækkunina — og framkvæmdaféð skera þeir niður hvort sem er Áðalfundur Meistara- félags húsasmiða ! Meistarafélag húsasmiða hélt að- alfund sinn þann 28. apríl síðast liðinn. | í skýrslu formanns kom fram m. a. eftirfarandi: | Á starfsárinu tók til starfa verk- leg kennsla við Iðnskólann í Reykjavík i faginu, og er þar með gömlu baráttumáli félagsins komið |í höfn. | Lokið var við að umsemja upp- mælingartaxta í húsasmíði í sam- starfi við Trésmiðafélag Reykja- víkur. Skornir voru af verstu agnú- ar gamla taxtans og verðlagðir nýir liðir. Taxtinn verður mínútu- taxti og verður hann gefinn út á þessu sumri. Vélataxeti fyrir verkstæði var saminn og lagt til grundvallar ■ áunnin hefð frá liðnum ánim í .,praxis“ Taxtinn fæst nú á skrif- istofu félagsins. i Sótt var um athafnasvæði til bæjarins fyrir húsasmíðameistara ■ til afnota Meint er að hluta svæði i þetta í afgirta reiti fyrir hvern' aðila, til geymslu á vinnuskúrum. og afgangs efni, frá byggingum. j : Vonir standa til að afgreiðsla á, jþessu máli fáist á þessu vori. j Megn óánægja ríkir meðal fé- 1 lagsmanna yfir því að fá ekki að hækka álagningarprósentu þá á vinnu, sem nú er í gildi, í sam-. ræmi við þann kostnaðarauka í | , þessum atvinnurekstri sem orðinn er. bæði vegna dýrtíðarráðstafan- anna og ekki síður vegna laganna um uppsagnarákvæðin og veik- indadaga starfsmanna sem ill- ræmd eru meðal allra vinnuveit- enda. Meðal félagsmanna er mikill áhugi fyrir aukinni menntun stétt- arinnar, og er það eitt af baráttu- málunum, að komið verði á fót hið fyrsta meistaraskóla við Iðnskól- ann í Reykjavík, með hagnýtri kenslu í tæknilegum fræðum og öðrum þeim greinum, sem að gagni koma i atvinnugreininni. Kosning stjórnar fór þannig: Ingólfur Finnbogason, formað ur, Gissur Sigurðsson, varaformað ur, Anton Sigurðsson, gjaldkeri, Össur Sigurvinsson. ritari, Gissur Simonarson, meðstjórnandi. Varamenn: Daníel Einarsson, Leó Guðlaugsson, Indriði Níelsson. Endurekoðendur: Þórður Jason- arson. Ólafur Jóhannesson. Tómas Vigfússon sem áður var í stjórninm, baðst undan endur- kosningu, Skrifstofa félagsins er nú á Laufásvegi 8, og er opin alla virka daga á venjulegum skrifstofu- tíma. (Frá Meistarafélagi húsasmiða). Frá happdrætti D. A. S. 3. júlí var dregið í 3. flokki Vinningar féllu þannig: 3ja herb. íbúð, Ljósheimum 20, tilbúin undir tréverk nr. 24761. Umboð: Aðalumboð. Ekki hefur enn náðst í eiganda. 2ja herb. íbúð, Ljósheimum 20, tilbúin undir tréveri? nr. 51361. Umboð: Kpfiavík. Óendurnýjaður miði. Taunus Station-bifreið nr. 22418. Umboð: Hafnarfjörður. Eigandi: Þorlákur Gíslason, Grindavík. Moskvitch fólksbifreið nr. 59717. Umboð: Ólafsvík. Eigandi: Ingólf- ur Gísason. Húsbúnað fyrir 10 þús. kr. hlutu nr. 4033 (Blöndós) 21294 (Siglu- fj.) 28280 (Aðalumboð 28661 (Siglufj. 35523 (Aðalumboð). Húsbúnað fyrir kr. 5 þús. hlutu nr. 1108 (Fáskrúðsfj.) 3741 (Ak- ureyri) 4771 (Aðalumboð) 4915 (Sigr. Helgad.) 5442 (Aðalumboð) 6064 (Vestamnnaeyjar) 6665, 8852, 9318 (Aðalumboð) 9803 (Flateyri) 10252 (Ne'kaupst.) 11549 (Akur- eyri) 12192 (Hreyfill) 12683 (Keflav.flugv.) 13298 (Akranes) (15512 (Flateyri) 17262 (Aðalum- boð) 18383 (Akranes) 25234, 26250, 26344, 28168 (Aðalumboð) 28361 (Keflavík) 32153 (Akur- eyri) 32425 (Hafnarfj.) 32622 (Keflavík) 33659 (Aðalumboð) 36306 (Hveragerði) 40825 (Siglu- fj.) 40843 (Neskaupst.) 44676 45449 47989 (Aaðalumboð) 48938 (Grindavík) 49122 (Hafnarfj.) 49626 (Aðalumboð) 50177 (Þor- lákshöfn) 54161, 56806, 58826 (Að- alumb2oð) 59984 (Sjúóbúð) 60366 61740, 62368, 63151, 63725 ÍAðal- umboð). , (Birt án ábyrgðar.) Málarameistarar Aðalfundur Málarameistarafé- lags Reykjavíkur hófst 27. marz sl. og lauk með framhaldsaða!- fundi 29. júní s. 1. Formaður fé- lagsins, Jón E. Ágústsson, flutti skýrslu féiagsstjórnar frá liðnu starfsári, sem var 33. starfsár fé- lagsins. Starfsemi félagsins var mjög fjöl þætt á árinu. Félagsmenn eru nú 99. Stjórn félagsins skipa nú, Jón E Ágústsson. formaður. Sæmund- ur Sigurðsson, varaformaður, Kjartan Gislason, ritari, Ólafur Jónsson, gjaldkeri, Guðmundu’ Einarsson, aðstoðargjaldkeri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.