Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 11
TÍMINN, þriðjudaginn 11. júlí 1961. 11 Lífsförun pf p Eftir Pearl S. Buck — Hjónaband er nákvæmlega eins nú og það áður var. fullyrti John. John er góðvinur minn, dyggur, íhaldssamur sonur frjálslynds föð- giftist, fer Mary oftast nær með gestir minir, ásamt dóttur þeirra Joan, sem er nýgift Mark, sem einnig var hjá mér. John er greindur og einlægur maður. Starfi hans fylgja ferðalög um víða veröld og eftir að Joan giftist, fer Mary ofast nær með honum. Þegar við hittumst, ræðum við málefni dagsins af ákafa. Ég hafði fært í tal hjónaband nútíma- fólks og nú spurði ég Mark hvort hann væri John sammála. — Það er kannske of snemmt að spyrja þig slíkar spurningar? sagði ég. — Nei, svaraði Mark. Við Joan höfum rætt málið fyrir löngu og ég er ekki sammála tengdaföður mínum. — Hvers óskar þú í hjónaband- inu, sem þú telur foreldra þína ekki hafa öðlazt? spurði ég. Mark er hæglátur piltur, vel menntaður. Joan er óvenjuleg stúlka, hefur ferðazt mikið með foreldrum sínum og talar mörg tungumál. — Ég vil eignast lífsförunaut og félaga, sagði Mark. Og þegar ég segi félaga, þá meina ég það í dýpsta skilningi orðsins. Ég óska mér ekki aðeins að fá duglega ráðskonu og góða móður handa börnum mínum. Ég á að eyða því, sem eftir er ævinnar með Joan og ég vil geta rætt öll mál við hana. Ég vil ekki þurfa að útskýra allt fyrir henni. Hún á að vita um hvað ég er að tala. — Finnst þér það ekki hörð krafa, Joan? spurði ég. Hún hristi höfuðið. — Ég skil hvað Mark á við. Ég hikaði um stund. —- En þú Mark? spurði ég. Skilur þú allt, sem Joan vilí ræða við þig? — Við höfum sömu áhugamál, anzaði hann. Ég gekk úr skugga um það fyrir löngu. Ég ákvað að sú stúlka, sem ég kvæntist, skyldi vera þatttakandi í mínu starfssviði. ‘Menn hafa ekki lengur tíma til að byggja brýr yfir eitthvert hyldýpi milli karla og kvenna. Hann sneri sér að Joan. Munurinn er sá, sagði hann, að við erum þar stödd í byrj- un hjúskapar okkar, sem foreldrar okkar komust eftir margra ára sambúð. Við erum reiðubúin að lifa lífinu saman. Eftir að þau fóru, hugsaði ég lengi um orð Marks. Er farið að gera nýjar kröfur í hjónabandinu? Hvers vænta karlar og konur hvort af öðru er þau giftast? Sennilega þess sama og fólk hefur alltaf vænzt og vonað: að njóta öryggis, samkenndar, ástar, lieimilis og barna. En Mark óskaði annars líka: fé- lagsskapar. Mark er ungur nútímamaður. Menntun hans er fjölþætt og hann vill að eiginkonan ve^ði honum fé- lagi, sams konar félagi og karl- menn bjuggust áður fyrr aðeins við að finna í hópi karlmanna. Hann vill að hjónbandið verði fé- lagsskapur í dýpsta skilningi. Vænt ir hann þá ekki alls hins sama og menn gerðu áður fyrr? Jú, ég held að hann búist við að það felist allt í félagsskapnum. Hvers vegna kvæntist hann ann- ars? Ekki til þess að eignast þægi- legt heimili. Eg þekki marga pipar- sveina sem búa vel, einir sér eða fleiri saman Þeir sakna ekki að- stoðar kvenna. Um þá safnast hóp- rir vonglaðra, aðdánnarfullra stúikna, sem ailtaf eru reiðubúnar að annast íyrir þá hússtörfin. i Ef ungir karlmenn þrá að eign ast afkvænn, þá fara þeir að jafn- aði vel með það. Aldrei hef ég heyrt þá fjargviðrast um þrá sína eftir að verða feður. Þeir eru of uppteknir af störfum sínum og frama og segjast bara kvænast þegar þeir hitti hina fullkomnu konu. En svo eru líka hinar andstæð- urnar, unglingarnir, sem giftast strax og þau koma úr skóla. Við vitum enn ekki hvernig þau hjóna- bönd fara. Ég sé af hagskýrslum, að fjöldi kvenna giftist 21 árs gamlar, 26 ára eru þær búnar að eignast þrjú böm. Þegar þessar konur eru 31 árs, þá eru börn þeirra farin að vera meiri hluta dagsins í skóla, þær eyða lifinu í litlu húsi eða íbúð með miklum þægindum og eiga eftir að lifa 44 ár að jafnaði. Eiginmenn þeirra halda áfram að þroskast við störf, en ef konunum berst ekki einhver örvun og hjálp, þá staffna þær í þroska sinum. Sannur félagsskapur þrífst ekki, nema konan skilji, að henni her skylda að fylgja eiginmannin- um á þroskabrautinni. Er þá einhver nýr þáttur kom- inn til skjalanna í nútíma hjóna- bandi? Já, nútímamaðurinn gerir kröfu til þess að konan sé öðruvísi en hún hefur verið. Mamma hans er ekki lengur fyrirmynd eiginkon- unnar, nú vill hann eiga konu, sem er jafnoki hans að gáfum, hefur fróðleiksþrá til jafns við hann, þroskamöguleika og áhuga fyrir því, sem gerist heima og um heim allan. Hann óskar sér félagsskapar, sem konur gamla tímans gátu ekki veitt. Hann gengst ekki fyrir fríð- leika. Hann er búinn að kynnas-t hinum örþreyttu mönnum í við- " •• ~">i b.vela t:' ’ð búa konum sinum skrautramma. Hann vill ekki líkjast þeim. Hann verður oft argur við konur og seg- ir: — Hvers vegna verða kven- mennirnir ekki fullorðnir? En dett- ur alls ekki í hug að sú gremja stafi af eigin vanþroska. Þessi gremja og einhver dulin reiði mótar viðhorf hans til allra kvenna, en af þvi að hann er vel siðaður. íeynir hann þeim tilfinn- ingum og hann þráir konu, sem getur orðið honum sannur félagi. í leit að henni verður hann oft von svikinn og gerist ósanngjarn, allar konur eru ómögulegar. Hann verð- ur æ meir á verði gegn stúlkum, sem reyna að ginna hann með fögru útliti sínu. og sú einfeidni stúlkunnar að halda að hann gang- ist fyrir útliti, skapar með honum fyrirlitningu á henni. En hvað segir konan? Samþykkir hún breyttar kröfur og skilur þá möguleika, sem þær skapa henni? Það er stóra spurningin. Nútímamanninum nægir ekki konan, sem mótuð er eftir alda- gömlu hugmyndinni, að konan skuli vera heima, annast heimilis- störf og veita honum líkama sinn til ás-taratlota. Hann krefst meira, krefst þess að hún noti þroska- möguleika sína og verði honum sannur félagi. Þessar kröfur til kununnar eru miklu meiri en áður tíðkaðist. Íívað á hún nú að gera? Hún er búin að beita öllum sínum góðu og gömlu leikbrögðum. Alls staðar eru margar fallegar, kornungar stúlkur, svo að sá tími styttist alltaf, sem hún getur látið eftir sér að vera bara sæt og ung. Sé hún orðiíi 25 ára, þá er hún orðin of gömul til þess leiks. í ofboði reynir hún að komast i hjónabandið áður en hún er af æskuskeiði, löngu áður en hún er fullþroska kona. Af frjálsum vilja tekur hún á sig heimilis- störf og þá ábyrgð, sem fylgir þvi að eiga börn, áður en hún er nógu þroskuð til að gegna þeim hlut- verkum. Þá rænir hún sjálfa sig og eiginmanninn þvi, sem hún hefði getað öðlazt með meiri þroska, hefð'i hún gefið sér næði til að auðgast að vizku og reynslu og þroskast tilfinningalega. í ofboði reynir hún að fjötra karlmann með líkama sínum, en sér brátt, að honurn er ekki hjóna band í huga. Staða konunnar í heimi nútím- ans er önnur en fyrrum. Karlmað- urinn heftir ekki lengur för henn ar. Hann hvetur hana til að þroska hæfileika sína. Ekki þarf lengur að berjast fyrir þeim réttindum, sem amma og mamma reyndu að öðlast. Margar konur verða skelfd ar og leita skjóls innan veggja heimilisins og afsaka sig ,með því, að þær séu „bara“ húsmáeður. Ný ábirgð hefur verið lögð á herðar konunnar, og sú byrði get ur verið óttaleg: möguleikinn til að verða það, sem hún sjálf vill. Tekur konan því, er karlmaðurinn æskir þess, að hún nýti hæfileika sína til hins ýtrasta. Geri hún það, verða laun hennar mikil. En hún verður í senn að hjálpa sjálfri sér og öðrum konum. Stúlkan, sem giftist nítján ára má ekki standa á sama andlega þroskastiginu þegar hún er 31 árs og á 44 ár ólifuð. Hún verður að leita sér menntunar, jafnvel þótt ekki sé tími til þess fyrr en eftir 31 árs aldur. Hver á að annast heimilið og börnin? Á því finnur hún betri lausn með betri mennt- un og þroska. Viti maður hvað maður vill, þá opnast leiðir til að ná markinu. Fyrst og fremst verða konur að hjálpa hver annarri með því að trúa á sjálfar sig. f hvert skipti sem ég heyri konu fullyrða, að hún hafi meiri tiltrú til lækn- is af þvi að hann sé karlmaður en til kvenlæknis, þá veit ég, að hún trúir heldur ekki á sjálfs sín getu. Ef svo væri, myndi hún aðeins velja bezta lækninn, sem hún ætti völ á. hvort sem það væri karl eða kona. Með öðrum orðum, þá er kon an andstæðingur annarra kvenna meðan hún óttast getuleysi sjálf ar sín Hún lokar augunum fyri” því, að náttúran hefur alls ekk’ ákveðið, að karlmaðurinn sé í öl! n.m tilfellum gáfaðri og betur til »arfs fallinn en konan. En konur starfa svo margt nú á tímum. segið þið kannski Ójá, svo margt, — konum eru falin ^máviki'n í þjóðfélaginu ogl af þeim e.u þær afskaplega upp- teknar. En hvar gætir kvenna þeg! ar stórpólitískar ákvarðánir eru teknar? Ef að konurnar sætu við j Mi.tr karlmannawna á valdastóli | þjóðfélagsins, þá yrðu mörg þau smáatvik óþörf, sem þ'eim eru fal in, þau verða mörg til vegna fá- tæktar og lélegra stjórnarhátta, sem ættu með öllu að vera úr sögunni. Brjóstgóðar konur hafa á öll- u.m öldum starfað fyrir hina fá- tæku, þá sjúku og særðu. en þær sömu konur gera æði lítið til þess að afstýra þeim árekstrum. sem skapa styrjaldir, sjúkleika og neyð. Öll heimsins lönd eru orðin svo nátengt hvert öðru, að nauð- syn er að sameina hina mestu og beztu andlegu krafta og þeir kraft ar búa bæði með körlum og kon- um. En enn þá leggja konur f.átt af mörkurn til mestu andlegu á- takanna. Óréttlátt væri að segja, að karlmenn vilji ekki þekkjast framlag þeirra. Hinir skynsömu, upplýstu karlmenn vilja einmitt að konur standi við hlið þeirra til að' leysa vandamál framtíðarinnar. Það er farið að spinna nýjan þráð í vef hjónabandsins. Karl- maðurinn gerir nýjar kröfur til konunnar. Hann vill að eiginkonan sé honum félagi hans á annan hátt en fyrr. Ef konan svarar þeirri kröfu, þá gæti hún kannski líka gert nýj ar kröfur til karlmannsins. Hann er ekki fullkominn, þessi nútíma- maður, en hann krefst þess heldur ekki, að konan sé fuUkomin. Það er fyrsta skrefið til gagnkvæms þroska. Konan hefur alltaf viljað vera karlmanninum að skapi og þó að karlmaðurinn hafi ekki eins hátt urn það, vill hann einnig vera kon unni að skapi. Ef konan vill taka fyrsta skrefið til móts við mann- inn í gagnkvæmu trausti, þá get- ur hjónaband orðið betra en ■nckkru sinni fyrr, dýpra samband, frjórri andlegur félagsskapur. Ekkert i heiminum er göfugra en hjónaband, sem byggist á fals- lausum skilningi milli karls og konu. Það er lífið sjálft. (S. Th. þýddi). Indversk stjarna gengur I hjónaband Eftir 27. apríl munu sviðs- ljósin ekki framar skína á S. Padmini, hina friðu og smá- vöxnu dansmey og kvikmynda- stjörnu. Brúðkaupsklukkur hennar munu óma þann dag í hinu heilaga musteri Guru- vayoor Hún ætlar að giftast upgum Jækni, Ramachandran Nambiar að nafni. Þó að margir hafi beðið um hönd Saraswati, þar á meðal menn af konungsættinni i Trav- ancore, þá valdi móðir hennar JfrVninn frá Norður-Malabar. Hann kom hingað fyrir nokkr um vikum og ræddi við unnustu sína í nokkrar mínútur. Blaða- mönnum var sagt, að þeim hefði geðjast hvort annað vel. Síðar var gengið frá brúðkaups- sáttmálanum á heimili eJdri systur Saraswati. Að hjónavígslunni lokinni munu brúðhjónin og gestir, Padminl sem verða viðstaddir hina ein- földu vigsluathöfn, hverfa aftur til Madras og þar verður mót- taka haidin fyrir rúmlega þús- und boðsgesti í hinum fagra Vihaya garði. Padmini ætlar ekki framar að dansa eða leika. í maí fer hún með eiginmanni sínum til Bret- lands, þar sem hann ætlar að stunda framhaldsnám í læknis- fræði. Þau ætla að leigja sér íbúð i London og dvelja þar í þrjú ár. Padmini mun stunda heimilisstörf og garðyrkju. Þau munu ekkert þjónalið hafa í London Eftir þrjú ár ætla hjónin að koma aftur til Indlands og stofnsetja einkasjúkrahús í Bangalore, en þeirri borg ann Padmini. Blöð í Madras hafa mikið skrifað um það, að Padmini skuli ætla að snúa baki við sviðsljósunum og hverfa inn í Iijónabandið. Hún sinnir engum bænum um að halda áfram að leika. Padmini er 26 ára gömul og eftirsóttasta leikkonan, ekki að- eins í Madras, heldur einnig í Bombay, Kerala og Bengal. Hún byrjaði að dansa fjögurra ára gömul undir handleiðslu Gop- inath, musterisdansarans í Trav- ancore. Af tilviljun sá Udai Shankar hana dansa síðar í Bombay og bauð henni kvik- myndahlutverk vegna þess hve guðdómlega vel hún dansaði. Padmini hefur leikið í meira en 200 kvikmyndum og haldið þrjú þúsund danssýningar með systrum sínum tveim í Indlandi, Malaya, Egyptalandi og Rúss- landi. Hún fékk heimsmeistara- titil fyrir dansinn Bharhat Natyam fyrir fimm árum í sam- keppni í Moskva. Padmini er óvenjulega fríð. talar ensku, frönsku, hindi. malayalam, telugu og tamil. Hún hefur leikið á móti nær öllum frægustu leikurum Ind- lands. Kvikmyndastjóri frá Hollywood, sem sá hana leika. sagði, að ef hún vildi koma t'! sín, yrði henni skipað á bekk með stjörnum p'ns og Ava Gardner, Rita Hayworth og Lana Turner. (Úr indversku blaði). •'V-'V'N.-V.-'V'V-'V- N. - X. - X. - N.’X.1 N.•' f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) f ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) | ) | ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.