Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 9
T IMIN N, þriðjudaginn 11. júlí 1961. 9 Á yfirreið um Vafnsnes I: Þar byggðu þeir úr hvalbeinum stund á Hvammstanga, enda var ferðin að nokkru leyti skipu- lögð í samráði við Sigurð Gísla- son, bókara kaupfélagsins þar. Þar í þorpinu hefur nú verið reist mjólkurstöð og kirkja, sjúkrahúsið hefur verið endur- byggt myndarlega, barnaskóli er nálega fullgerður, og verið að hefja byggingu símstöðvar. Eftir skamma viðdvöl er lagt af stað út sveitina. Við höfum ekki langt farið, er við blasir bær niðri við sjóinn, þar sem við sjáum ekki betur en skinin hvalrif liggi við útihúsin. Þetta eru minjar frá harðindavorinu 1882, þegar þrjátíu og tvo hvali rak á land á annan dag hvíta- sunnu. Þá var mjög hart í ári, hafís fyrir Norðurlandi og matar- skortur um allar sveitir, því að skip komust ekki að landi með matbjörg. Bóndinn á Ánastöð- um hét Eggert Jónsson. Snemma vors varð hvalreki út á nesinu, og fór Eggert bóndi þangað að sækja sér björg. Á heimleiðinni kom hann við í koti, sem heitir Almenningur. Var þar hungur og bjargarleysi, og skar Eggert bóndi þrjátíu og tvo bita úr klyfjunum hjá sér ogj»af húsfreyjunni í kotinu. f lok aprílmánaðar hafði gert stórhríð af norðri og slotaði henni ekki dögum saman. Fyllt- ist þá hver fjörður og vík við Húnaflóa af hafís, og króaðist hópur af hvölum inni í vök, skammt innan við Ánastaði. Voru þeir þar um hríð, en tókst að brjótast nokkuð út með land- inu, unz þá bar upp, jafnmarga, og bitana, sem Eggert hafði- gefið konunni í kotinu. Mun það hafa verið almenn trú, að mátt- arvöldin hafi verið að launa Eggerti gjafmildina við hina fá- tæku og bjargarvana konu. Hvar er andlitið? Þegar í stað dreif múg og margmenni að Ánastöðum. Þar var unnið að hvalskurði dag og nótt, og bændur úr fjarlægum sveitum komu og fóru með lest- ir sínar. Þar sem áður hafði ver- ið sultur og seyra, stóðu rjúk- andi pottar á hlóðum. En hitt Stapar á Vatnsnesi, gamli bærinn. Bak við hann sést á stafninn á nýja húsinu, sem er í smíðum. er enn í minnum, hversu óþrifa- legt var á hvalfjörunni, þótt mönnum hafi tæplega ofboðið allt af því tági 'í þá daga. Þar ægði saman lýsi, blóði og aur, og allir, sem að hvalskurðinum störfuðu, voru nálega óþekkjan- legir. Þá var almennur siður, að menn heilsuðust og kveddust með kossi, og svo er enn gert í Húnaþingí. Er saga af því, að Júlíus læknir á Klömbrum hafi komið á hvalfjöruna og sagt, áð- ur en hann kyssti Ánastaða- bóndann: — Ja, hvar er nú andlitið á þér, Eggert. Daunmn af leifunum, sem eftir urðu á hvalfjörunni, lagði um sumarið allt fram í Mið- fjarðarbotn, svo að líklegt er, að ekki hafi andrúmsloftið allt- af verið sem bezt heima við á Ánastöðum, og uppblásnir hvalir, sem ekki höfðu veriðað vinna til þeirra verðlauna. Stapi hjá Ánastöðum á Vatnsnesi. skornir til hlítar, sprungu með þvilikum fyrirgangi, að líkt var við byssuskot. Dauði skáldsins Alldrjúgan spöl utan við Ánastaði er Skarð. Þar er jarð- hiti í fjörunni og heitt vatn leitt upp til bæjarins, enda eru þar leifar gróðurhúss. Á þessum stað rifjast upp átakanlegur atburður, er gerð- ist fyrir tæpum hundrað árum. í júlílok 1865 lagði tólf manns af Vatnsnesi af stað á áttæringi í kaupstaðarferð til Borðeyrar. Formaðurinn var Sigurður Bjarnason, 24 ára gamall, skáld- ið efniiega, sem orti um Hjálm- ar og Ingibjörgu, bróðursonur Friðriks frá Katadal. Við Heggs- staðanes, sem er handan Mið- fjarðar, sló kastvindi í seglin og fleygðist skipið á hliðina. Gengu öldurnar þegar yfir það og slitnuðu allir menn af því, nema þrír. Drukknuðu þarna fimm konur og fjórir karlmenn, þeirra á meðal Sigurður. Rak skipið síð- an um fjörðinn alla nóttina, og var það um morguninn kom- ið gegnt Skarði. Heyrðust þang- að óp mannanna, og fór bónd- inn þaðan til, ásamt granna sín- um : Almenningi, á lítilli kænu í snörpum vindi, og tókst þeim með mikilli áhættu að bjarga mönnunum þremur. Róðrarkarlar og flug- hamur Við ókum fram hjá Bergsstöð- um, sem eru í klettahvammi við sjóinn, og þá beinist hugurinn undir eins að Gunnlaugi Magn- ússon, föður Björns Gunnlaugs- sonar, er þarna bjó fyrir hálfri annarri öld eða þar um bil Raunar mun hann einnig hafa búið um skeið í Hlíð á Vatns nesi. Á dögum Gunnlaugs veitt' bæði konungur og landbúnaðar félagið danska verðlaun fyrir margháttaðar framfarir í bún- aði. En fáir voru menn til þess Flestir skelltu skollaeyrum við öllum nýjungum, enda þótt þeim væri borgað fé fyrir að taka þær upp. En Gunnlaugi var öðruvísi farjð. Hann var smiður mikill og hugvitsmaður og hóf margs konar nýbreytni. Hann var verðlaunaður fyrir smíði vefstóla og góðan vefnað, og hann skutlaði hval með tækj- um, sem hann hafði sjálfur smíðað. Það var nýjung í byggð- um við Húnaflóa. En hann var .meiri hugvits- maður og uppfinningamaður en svo, að þetta fullnægði honum. Hann fékkst líka við verkefni, sem dönsku stjórnarvöldin í Kaupmannahöfn hefur vart dreymt um, að leyst yrðu við Húnaflóa, og líklega hafa verið alls fjarri huga þeirra. í þann tíð var sjór aðeins sóttur á árabátum, og margir slitu þreki sínu við árina. Ör- fáa menn dreymdi um það að létta þeim þrældómi af mönn- um, og einn þeirra var Gunn- laugur Magnússon. í meðmæla- bréfi, sem séra Sæmundur Oddsson á Tjörn skrifaði með Birni, syni Gunnlaugs, er frá því skýrt, að þessi bóndi hafi fundið upp og smíðað róðrar- stráka eða með öðrum orðum einhvers konar róðrarvél, sem sennilega hefur verið knúin af vindi, þvi að „strákarnir" reru þeim mun knálegar sem meira blés. Einhverjir vankantar hafa þó líklega verið á þessari smíð, því að ekki fór. síðan sögum af henni, og hvergi mun hún hafa orðið að gagni til langframa, enda segir sagan, að eitt sinn, þegar Gunniaugur hreppti hvassviðri, hafi strákarnir ham ast svo við róðurinn, að þeir ætluðu að færa bátinn í kaf, og hafi honum þó ekki litizt ráð að treysta á þá. En Gunnlaugur vildi ekki að- eins sigra sjóinn, því að hann reyndi einnig að komast leiðar sinnar í loftinu. Sú saga er höfð eftir gömlum mönnum, sem vel máttu muna þá, er voru í æsku á efstu dögum Gunnlaugs, að hann hafi gert sér flugham, er raunar virðist hafa verið ein- hvers konar sviffluga. Ham þennan eða svifflugu gerði hann úr fuglsvængjum, sem hann njörvaði saman, og á þessu á hann að hafa komizt á loft. En stjórnbúnaðinum hefur verið áfátt, því að lakar gekk að stjórna fluginu. Hermir sag- an, að eitt sinn hafi Gunnlaugur borizt í ham sínum upp í fjall, og þótti um skeið vanséð, nema þetta yrði hans hinzta för. Lét hann þá af flugtilraunum, því að „hann vildi ekki freista drottins guðs síns“. Mannaverk og náttúru- smíð Allmiklu utar á ströndinni eru Stapar á mjórri grund undir klettabeltum við sjóinn. Bæjar- stæðið er mjög einkennilegt, og stapar þeir, sem býlið dregur nafn af, eru nokkuð utan við bæinn, þrír saman. Til vesturs er Húnaflói, og blasir við mynni Steingrímsfjarðar. Ef vel er að gáð, sjáum við vitann á Gríms- ey á Steingrímsfirði, en þaðan í norður rísa hvassbrýnd fjöllin á Ströndum með Reykjaneshyrnu að útverði. -Stapar eru óðalsjörð, og hafa þeir kynsmenn búið þar í tvær aldir og öllu lengur þó. Nú búa ‘ þar Eðvald Halldórsson og Sesselja Guðmundsdóttir og hafa í smíðum nýtt hús. Og við rekum undir eins augun í það, að þetta nýja hús fellur alveg óvenjulega vel inn/í landslagið, bæði hvað snertir gerð og lit á þaki og stöfnum. Þar gætir sér- stakrar smekkvísi. Þarna eru margir bátar, bæði niðri við sjóinn og uppi á túni, og við bergnabbana neðan við túnið synda teistur og æðar- kolliir, sem þarna hafa verpt. — Hér eru hvorki hundar né kettir, sagði bóndinn, svo að ekkert angrar né styggir fugl- ana. Gamall maður hefur komið út á hlaðið til þess að skrafa við okkur. Þetta er Sigfús Árna- son, gamall bóndi hér á Stöp- um og hefur alið hér allan ald- ur sinn. Hann stendur enn við hornið á gamla bænum og horfir út yfir bláan flóann, þegar við höldum brott. J. H. Gamli bærinn á Ánastöðum, þar sem hvalrekinn mikli var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.