Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 1
Áskriftarsíminn er 1-23-23 154. tbl. — 45. árgangur. Þar byggðu þeir úr hvalbeinum bls. 9. Þriðjudagur 11. júlí 196L' Dráttarvél varð ungbarni að bana Sviplegt slys aá ÞrándarstöSum í EiÖaþinghá Það slys varð í fyrrakvöld, að þriggja ára barn varð undir dráttarvéi á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá og beið bana. Annað barn ók dráttarvélinni, er slysið varð heima við hús þar á bænum, um tíuleytið á sunnudagskvöldið. Þegar í stað var gripið til þess ráðs að kalla uppi síldarleitarílug- vélina,. sem aðsetur hefur á Rauf- arhöfn, og biðja hana að koma og sækja barnið í miklum flýti. Hún kom til Egilsstaða en ekki varð not azt við hana, þegar á átti að herða, og gat hún ekki lent þar vegna dimrar þoku, sem skollin var á. Flugvél þessa skortir blindflugs- tæki. Bláa Bandinu gefið stórfé Fyrir nokkrum dögum voru Bláa Bandinu afhentar tvær stórar pen- ' iiígágjafirtll starfsémi félagsins. Önnur' .gjöfin, 100 þúsund krón- ur, frá Ásbirni Ólafssyni stórkaup- manni, en hin 25 þúsund krónur, frá Þorvaldi Guðmundssyni kaup- manni og veitingamanni í Reykja- vík. Fé þeasu verður öllu varið til byggingaframkvæmda þeirra sem: félagið hefur nú með höndum á jörð sinni Víðinesi, en þar er það að reisa hjúkrunar- og vistheimili fyrir drykkjumenn. Gjöf til Blindra- vinafélagsins Lioíisklúbburinn Nj'örður af- henti formanni félagsins fyrir nokkru mjög vandað segulbands- tæki að gjöf. til félagsins, sem síð- ar verður lánað blindum mönnum til að hlusta á sögulestur eða ann an fróðleik. Þetta er annað seg- ulbandstækið ,sem félaginu er gef ið í þessu augnamiði. Þá hefur Lionsklúbbur Reykja- vikur þrisvar sinnum sent félags- inu sjálflýsandi göngustafi handa blindum til úthlutunar, ennfrem ur hefur sami klúbbur á undan- íörnum árum sent félaginu 38 blindraúr einnig til gjafa handa blindum. Önnur flugvél — kom fyrir ekki Var þá í skyndi kallað á sjúkra- flugvéliná frá Akureyri, og kom hún austur. Hún var komin til Eg- ilsstaða um klukkan eitt um nótt- ina, en áður en hún hæfi sig til flugs á nýjan leik, var barnið látið. i Þrándarstaðir eru um 8 km. frá I Egilsstöðum, og þap eru læknir og sjúkrahús, en barnið var svo hörmulega slasað, að ekki reyndist unnt að bjarga því. Foreldrar barnsins eru Jóhann Valdórsson og Hulda Stefánsdóttir að Þránd- arstöðum. MEÐ BROTINN 0X UL MILLI SKERJA jí Álfsnesi á Kjalarnesi er aö rísafl upp andabú, og hafa þar verið“ byggð andahús harla stór. Hér sjáum vi3 svo andahjörS mikla, Peking-endur svonefndar, úti á grænum vellinum. Þetta eru virðulegir fuglar. Hópurinn tvístr ast ekki í allar áttr, þótt maður komi á vettvang, ens og þegar gengið er að hænsnahjörð, held- ur Víkja endurnar sé undan með| settlegum hefðarbrag. (LjóS' njynd: TÍMINN — IM). Þrír bátar á Faxaflóa leituðu aðstoðar með bilaða vél um helgina Þegar bóndinn á Straum- firði á Mýrum, Guðbjarni Helgason, vaknaði á laugar- dagsmorguninn var, tók hann eftir bát, sem lá við föstu norð ur af Þormóðsskeri og hafði uppi veifu. Hann tilkynnti þetta Slysavarna félaginu, sem hafði þá þegar aug- lýst eftir bátnum. Þetta var sex smálesta bátur, Haförn, frá Reykja vík, sem hafði lagt af stað frá Reykjavík köldið áður áleiðis til Borgarness, en ekki komið fram. Þar sem bátar á Akranesi virt- ust ekki liggja lausir fyrir, var bóndinn beðinn um að fara á trillu sinn Haferni til hjálpar. Um þetta leyti var dimmviðri og þokuslæð- ingur hafði verið um nóttina. Klukkan hálfeitt, með flóðinu, tókst bóndanum að koma trillu sinn, gamalli, á flot, og fór hánn ásamt syni sínum, Magnúsi, að Haferni, sem var kominn inn á milli skerja. Um borð voru tveir menn. Báturinn var með brotinn öxul, og drógu þeir feðgar hann inn á leguna fyiir framan bæinn á Straumfirði, og liggur báturinn ^ þar enn og bíður viðgerðar. Um klukkan hálfsjö á sunnudags kvöld tók Geir Sigurðsson bóndi í Hjarðarnesi á Hvalfjarðarströnd eftir trillu, sem lá fyrir utan bæ- inn á Ytri-Hólmi. Maður stóð frammi í bátnum og veifaði. Geir hringdi í Slysavarnafélagið, sem fékk bóndann á Þaravöllum til að fara á trillu sinni bátnum til að- stoðar, eftir að hafa árangurslaust reynt að ná sambandi við Akranes. Trillan reyndist vera með bilaða vél, og var hún dregin inn á leg- una. Sama kvöld kom báturinn Heiða trillunni Blika til hjálpar fjórum sjómílum út af Gróttu og dró hann til hafnar. ÁTIA TEKNIR MEÐ ÁFENGI Lögreglan gerði um helgina her ferð igegn leynivínsölum. Voru í Reykjavík teknir sjö Ieigubílar með áfengi og fimm flöskur fund ust hjá áfengissala einum í Hafn arfirði. Ýmsir hinna frægustu landkönn- uða eiga niðja meðal Eiskimóa í norðlægum byggðum, þar sem þeir höfðu langdvalir. Til dæmis eignaðist Vilhjálmur Stefánsson son, sem óls't upp meðal ætt- flokks móður sinnar nyrzt í Kanada. Róbert Peary, sem kom fyrstur manna á norðurheim- skautið, eignaðist son, sem á heima á Herbertsey í Thúle-hér aðinu á Norður-Grænlandí. Hér á myndinni er þessi sonur land könnuðarins, Kale Peary, og son- arsonur hans, Talilangúaq. Bíll valt á Reyðarfirði í fyrradag valt 6 manna fólksbíll út af veginum í Grænafelli, er hann var á lieð til Reyðarfjarðar. Valt bíllinn um 4 metra niður og skemmd- ist mjög mikið, en tveir menn, sem í honum voru, sluppu ómeiddir. Ohappið vildi til á beygju, er mennirnir voru komnir langleið- ina niður. Annars staðar hefði sannarlega getað farið verr fyrir þeim. Velturnar fór bíllinn í'mold- arflagi með grjóti í, og var það tiltölulega mjúkt fyrir mennina, þótt bíllinn yrði Illa úti. M. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.