Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.07.1961, Blaðsíða 7
T f MI N N, þriðjudaginn 11. júlí 1961. 7 Fimm ára styrkir Menntamálaráð íslands mun í ár úthluta 7 náms- styrkjum til stúdenta, sem hyggjast hefja nám við erlenda háskóla eða við Háskóla íslands. Hver styrkur er 30 þúsund krónur. Sá, sem hlýtur slíkan styrk, heldur honum í allt að 5 ár, enda leggi hann árlega fram greinargerð um námsárangur, sem Menntamálaráð tekur gilda. Þeir einir koma til greina við úthlutun, sem luku stúdentsprófi nú í vor og hlutu háa fyrstu einkunn. Við úthlutun styrkjanna verður, auk námsárang- urs höfð hliðsjón af því, hve nám það, er umsækj- endur hyggjast stunda, er mikilvægt frá sjónar- miði þjóðfélagsins eins og sakir standa. Styrkir verða veittir til náms bæði í raunvísindum og hugvísindum. Umsóknir ásamt afriti af stúdentsprófsskírteini, svo og meðmæli, ef fyrir liggja, eiga að hafa bor- izt skrifstofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 10. ágúst n. k. Skrifstofan afhendir umsókn- aréyðublöð og veitir allar nánari upplýsingar. Reykjavík, 6. júlí 1961. Menntamálaráð íslands. ÚTBOD Tilboð óskast um uppsetningu og tengingu götu- ljósa í Hálogalandshverfi. Útboðslýsingar og uppdrátta má vitja í skrifstofu vora, Tjarnargötu 12, III. hæð. gegn 500 króna skilatryggingu. Tilboðsfrestur er til 19. júlí kl. 11 f. h. og verða tilboðin þá opnuð að bjóðendum viðstöddum. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. Tízkuskólinn hefur opnað að Laugavegi 133 og mun annast til- sögn í öllu því, sem tilheyrir kvenlegri framkomu og yndisþokka. Skólinn mun starfa allt árið og eru upplýsingar gefnar frá kl. 1 daglega í síma 18758. TÍZKUSKÓLINN Laugavegi 133 4. hæð. Tilboð óskast í samkomuhúsið að Vatnsleysu, Biskupstungum. Áskilið, að kaupandi fjarlægi húsið sem fyrst. Til- boð sendist Eiríki Sæland, Espiflöt, fyrir n. k. sunnud. Vatnskassar Höfum til vatnskassa í jeppa á kr. 1900.00 og SÍkoda á kr. 1950.00 með söluskat*- BLIKKSMIÐJAN GRETTIR Brautarholti 24. Lokað vegna sumarleyfa frá 17. júlí til 7 ágúst. Sölunefnd varnarliðseigna. Vinsælar skemmtibækur Eftirtaldar bækur eru að minnsta kosti helmingi ódýrari en ef þær væru gefnar út nú. Flestar bækurnar hafa ekki verið til sölu í bókaverzlunum árum saman, og jafnvel um áratugi. Af sumum bókunum eru aðeins til nokkrir tugir eintaka. Hetjan á Rangá. Norræn hetjusaga úr fornöld. 133 bls. kr. 15,00 ^ Einvígið á hafinu. Óvenjuleg saga um ást, hatur og einvígij úti á opnu hafi. 232 bls. ób. kr. 15,00. Svarti sjóræninginn. Frábærlega skemmtileg sjóræningjasaga. ób. kr. 15,00. Svarta liijan. Ævintýraleg saga eftir hinn heimskunna höfund Rider Haggard. 352 ób. kr. 25,00. Percy hinn ósigrandi, 5. bók 196 bls. kr. 15,00. Percy hinn ósigrandi, 6. bók 192 bls. kr. 15,00. Percy Iiinn ósigrandi, 7. bók. 220 bls. kr. 15,00. Úalagaerjur, eftir Zane Grey. Stórbrotin skáldsaga um ástir og bardaga í „villta vestrinu" 332 bls. ób. kr. 25,00. Hart gegn hörðu. Hörkuspennandi leynilögreglusaga, 142 bls. ób. kr. 15,00. í undirheimum. Saga um hættur og ógnir undirheima stór- borganna. 112 bls. ób. kr. 10.00. Horfni safírinn. Spennandi saga um gimsteinarán. 130 bls. ób. kr. 15.00. Gullna köngulóin. Leynilögreglusaga. 60 bls. ób. kr. 5,00. Spegillinn í Venedig. Dularfull og spennandi saga. 76 bls. ób. kr. 10.00. Verzlunarhúsið Elysium. Hugnæm ástarsaga. 96 bls. ób. kr. 10.00. Hver vissi hvað sannast var? 94 bls. ób. kr. 7.00. Silfurspegillinn. 66 bls. ób kr. 7.00. Skugginn. 44 bls. ób kr. 5.00. Hvítmunkurinn. Saga um dularfullt fyrirbæri. 130 bls. ób. kr 15.00. Mynd Abbotts. Stutt en eftirminnileg saga. 40 bls. ób.'kr. 5,00. Leyndarmálið í Cranebore. Mjög sérstæð saga um ást og af- brot 238 bls ób kr 20.00. Morðið í Marshole. Spennandi sakamálasaga 76 bls. ób. kr. 10.00. Vitnið þögla. Enginn. sem les þessa sögu býst við þeim endi sem hún fær 142 bls ób. kr. 10,00. Eigandi Lynch-Tower. Saga um ástir. vonbrigði, undirferli og að iokum sigur hins góða 232 bl's. ób kr 20,00 Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið y við þær bæk- ur. sem þér óskið að fá sendar gegn póstkröfu. Merkið og skrifið greinilega nafn og heimilisfang í vesturvíking. Æsandi sjóræningjasaga. 168 bls. ób. kr. 15.00. f villidýrabúrinu. Saga úr sirkuslífinu 40 bls. ób. kr. 5.00. Smásögur eftir ýmsa höfunda. Winnipeg 1906. 90 bls. ób. kr. 15.00. Smyglaravegurinn. 72 bls. ób. kr. 10.00. Nafnlausi samsærisforinginn. Spennandi og dularfull sakamála- saga. 292 bls. ób. kr. 25.00. Milljónaævintýrið. Skemmtileg og gamansöm saga um auðæfi og ástir. 352 bls. ób. kr. 25.00. Allan Quatermain. Ein frægasta skáldsaga Rider Haggards. 418, bls. ób. 30.00. íslenzkir hnefar. Spennandi saga um ævintýri og afrek íslend-' ings erlendis. 165.00 bls. ób. kr. 15.00. Námar Salomons konungs. Heimsfræk skáldsaga eftir Rider Haggard. 344 bls. Ób. kr. 25.00 (Örfá lesin, en óskemmd eint.). Carlos vísundabani. Viðbuiðarík og spennandi saga eftir Mayne Ried. 202 bls. ób. kr. 15.00 (Lesin en ógölluð eint.). Eineygði óvætturinn, 1, og 2. b. 470 bls. ób. kr. 40.00 (1. b. lesið) I vopnagný 1.—3. b. Af þessari vinsælu Indíánasögu eru aðeins fá lesin. en ógölluð eint. Alls 702 bls ób. kr. 60.00. Ofurhuginn Rupert Hentzau e. Anthony Hope höfund Fangans í Zenda. 1—2 b. 390 bls. ób. kr. 40.00 (2. b. lesið en ógallað. Löngu uppseld). Undirrit óskar að fá þær bækur sem merkt er við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Nafn Heimili A víðavangi Hvaían hefur aukning á spariinnlánum komið ? Aukning á nýju innlánsfé á sparisjóðsbókum hefur ekki orð ið nemr. 20—30 milljónir, þegar tekið er tillit til 4% vaxtahækk unarinnar á árinu 1960, en vext- irnir leggjast við höfuðstólinn að sjálfsögðu og auknimgin á spariinnlánunum vegna vaxta- hækkunarinnar einnar nemur í heild 80 milljónum króna. Til að gera raunhæfan samanburð við árin á undan, þegar vextir voru 4% lægri, verður auðvitað að draga frá viðbótina vegna vaxtahækkunarinnar. En hvaðan er þessi smávægilega aukning á spariinnlánum komin? Þ&gar vextirnir voru hækkaðir, voru vextir af veltiinnlánum aðeins hækkaðir um 1%%, en spari- sjóðsvextir um 4%. Bilið milli hlaupareikningsviðskipta ög spariSjóðsviðskipta breikkaði því mjög og hagræðið, sem menn höfðu af hlaupareikningsvið- skiptunum var því orðið æði dýrt miðað við hina háu vexti á spariinnlánum Viðbrögð manna voru því eðlilega þau, að þeir dróu í stórum stíl fé af hlaupareikningum og settu á sparisjóðsbækur. — Þaðan er aukningin á spariinnlánunum komin. Stjórnarblöðin sleppa ætíð veltiinnlánunum út úr reikning um sínum, enda hafa veltiinn- lán minnkað af áðurgreindum orsökum. Til að komast að raun um sparifjáraukninguna í heild verður að taka veltiinnlánin með í reikningunum og ennfremur að taka tiliit til vaxtahækkunar innar á árinu. Myndin verður ekki raunhæf og rétt, nema það sé gert. Og hvernig lýtur hún þá út? Aukning á nýju innláns- fé í heild, hefur minnkað um hundrað milljónir króna. Og er það nokkur furða? Geta menn Iagt fé á vöxtu i banka, þegar þeir hafa naumast í sig og á? Mikill sársauki í tveimur norðlenzkum kaup- félögum hafa orðið mannaskipti í stjórnarnefndum. Þingeyingar óskuðu að kjósa nýjan mann í stað Bjartmars á Sandi. Þá ærð ist íhaldið, og kallað'i ofsókn. Skagfirðingar vildu heldur Jó- hann Salberg í stjórn kaupfélags ins en Magnús Bjarnason. Þá ætluðu kratar að rifna af bræði. íhald og kratar virðast lítinn skilning hafa á því, til hvers frjálsar kosningar í kaupfélög- um eru og að það eru einmitt kosningar í stjórnir félaganna og önnur trúnaðarstörf, sem er hinn dýrmæti réttur fólksins Væri liann ekki fyrir hendi eða samvinnufélag til. Fram hjá ónotaður, væri heldur ekkert þessu Iítilræði ganga málgögn stjórnarflokkanna algerlega, en þau reka upp hljóð, ef „þeirra maður“ hlýtur ekki nægan stuðn ing til trúnaðarstarfa í einu eða öðru samvinnufélagi og hafa hinn versta munnsöfnuð. (Dagur). Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA OG BÁTASALA Tómas Arnason hdl. Vilhiálmur Arnason hdl. Ódýra bóksalan, Box 196, Reykjavík. Auglýsið í Tímanum ÍV"W,\.'V'X'-Wi-V.-V.-VV-V\.->.-X.VVV>X'-V,V<V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.