Tíminn - 15.07.1961, Side 5

Tíminn - 15.07.1961, Side 5
T í 311 N N, laugardaginn 15. júli 1961. 5' L. Útgetandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjórj: Tómas A.rnason tlit stjórar- Þórarmn Þórarinsson 'áb <. Andrés Kristjánsson. Iód Helgason FuUtrú) rit- stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri EgíT Bjarnason - SKrtfstofui I Edduhúsinu — Simar 18300- 18305 Auglýsingasmu 19523 Afgreiðsluslmi: 12323 — Prentsmiðjan Edda b.l Fyrsta hefndarhöggi5 Borgararnir í Reykjavík hafa fengið fyrstu kveðju og forsmekk þeirrar nýju „viðreisnar“, sem íhaldið hefur verið að hóta síðustu dagana, með Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóra í broddi fylkingar. Útsvarshækkunin, sem samþykkt var í bæjar- stjórn Reykjavíkur í fyrradag er fyrsta hnefahögg þeirra hefndarráðstafana gegn almenningi, sem stjórnarvöldin í landinu virðast ætla að beita, vegna þess að launþegum hefur tekizt að ná með launahækkunum nokkurri uppbót á þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur síðustu misserin af völdum ríkisstjórnarinnar. Þessar gjaldahækkanir Reykjavíkurbæjar voru boð- aðar fyrir rúmri viku en skellt á í gær. íhaldið samþykkti að hækka útsvörin frá áætlun um 11,4 millj. kr. og einnig allverulega gjaldskrár hitaveitu, rafveitu og strætisvagna, og munu þær álögur nema nær 5 millj. kr. „Þetta er sá skattur, sem lagður er á bæjarbúa vegna verkfallanna og kauphækkananna að undanförnu“, hefur Morgunblaðið eftir Geir Hallgrímssyni, borgarstjóra um þessar nýju álögur. Orðalagið ber með sér, að forystu- menn íhaldsins líta á þetta sem sektargjald, því annars hefði verið nóg að nefna kauphækkun. „í lok ræðu sinnar lét borgarstjóri svo í ljós von um, að takast mætti að koma í veg fyrir þá verðbólgu, sem kauphækkanirnar gætu haft í för með sér.“ Finnst mönnum ekki af heilindum mælt? Fyrst er höggið reitt með gífurlegum hækkunum að svipu, og svo er borin fram sú von að hækkanir þurfi ekki að verða. Þetta heitir hræsni á íslenzku — og hún ósvikin. Borgarstjóri og fleiri talsmenn íhaldsins á bæjar- stjórnarfundinum héldu því einnig óspart á loft, að hækk- anirnar væru óhjákvæmilegar, því annars yrði að draga úr framkvæmdum bæjarins, sem þessu næmi. Þetta hljómar trúlega í eyrum þeirra, sem ekki líta á tölur í bæ j arr eikningunum. En reikningar Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1960 sýna hins vegar gerla, að það þarf engar nýjar kauphækkanir til, að íhaldið dragi úr þeim naumu framlögum, sem áætlaðar eru til framkvæmda. Það ár var t. d. varið 5.7 millj. kr. lægri upphæð til gatna- og holræsagerðar í bænum, en áætlað var — og varð þó engin kauphækkun á því ári. Hins vegar fóru fjölmargir eyðsluliðir milljónir fram úr áætlun á því ári, svo sem skrifstofukostnaðurinn. Sé litið á ýmsa hæstu eyðsluliði í reikningum bæjar- inss, sést gerla, að þar mætti spara þá upphæð, sem nú á að bæta við útsvörin, og vel það. Væri borgarstjórn sæmra að láta sparnaðarnefnd sína fást við tillögugerð um það, og fa,ra síðan eftir þeim tillögum, í stað þess að reikna út, hverju þurfi að bæta á bök Reykvíkinga til þess að halda sömu eyðslu, eða auka hana. Og borgarstjórn, sem hefur svikizt um að leggja 5,7 millj. kr. til nauðsynlegustu framkvæmda bæjarins í samræmi við áætlun, en tekið það fé til sóunar í heim- ildarleysi, getur ekki vænzt þess, að það séu talin fram- bærileg rök fyrir útsvarshækkun, að annars verði að draga úr framkvæmdum. Menn hljóta að krefjast þess, að fyrst séu áætlanir betur haldnar og heimildarlaus eyðsla svo milljónum skipti eigi sér ekki stað í bæjar- rekstri, áður en baggar borgaranna eru þyngdir. Borgarar Reykjavíkur vita það ofur vel, að bæjar- stjórn hefur hundrað leiðir til þess að jafna aukin útgjöld vegna kauþhækkananna, án þess að þvngja útsvörin. Hér er aðeins um hefndarráðstafanir að ræða. enda á að gera kjarabæturnar að engu, hvað sem það kostar. / '/ '/ > '/ ’/ '/ '/ / '/ '/ '/ ! \ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 'i r '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ t ) ) / / / / / / ) / / i ) / ) ) '/ ) '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ J V»V*V*-\ •'V*‘V*X»X»-V«V*X*X*'V*v.*\.*x Stormur í Arabalöndum Kjör almennings f írak eru bágborin, og stéttasklptingín er gifurleg. Þar þrífast hlið við hlið vellandl auður og sárasta neyð. Myndin er tekin,, er múgurinn í Bagdað, hyllti Kassem forsætisráðherra, nú fyrir skömmu. Kassem hefur lofað almenningi endurbótum og bættum kjörum. Furstadæmið Kuwait, sem nýlega hefur fengið sjálfstœði er ekki nema 6 þúsund fermíl ur að flatarmáli. En þetta land er auðugast allra Arabalanda. íbúarnir eru aðeins 310 þús- und, en landig framleiðir helmingi meiri olíu en Banda- ríkin. Karim Kassem, fars'ætisráð- herra íraks hefur lýst því yfir, að hann líti á Kuwait sem hluta af írak og þar með var gjósturinn í löndum Araba- orð i-nn að stormi. Arabalöndin eru klofin og fer Nasser fyrir annarri fylkingunni, en Kass- em fyrir hinni og þeir herjast um leiðtogasætið í heimi Arab ana, sem nær frá Persaflóa allt til Atlantshafs, og telur um 88 milljónir Araba, sem eiga sameiginlega tungu, ara- bísku, sameiginlega trú, Mú- hameðstrú, og eru flestir af sama kynstofni, semítar. Myndirnar hér á síðunni eiga að veita ofurlitla hug- mynd um ástandið í heimi Araba. Hér sjást hermenn úr her Nassers í skrúðgöngu með myndlr af for- Ingjanum vlð hún. Nasser hefur 110 þús. hermenn undlr vopnum. Þótt hann hafl þegið hernaðaraðstoð frá Sovétríkjunum, fer samband Rússa og Egypta nú mjög kólnandi, enda eru Rússar að koma ár sinni fyrir borð í írak. Nasser Abdullah — hann styður Kú- — milli tveggja elda wait í baráttunni Nassers- og Kass gegn írak. ! ems. \ Kassem - Kúwait yrði hon- um lyikillinn að forystusæti Araba. Abdullah sheik í Kúwiit hefur 120 milljón króna tekjur á dag af oliuframleiðslunni í landinu. Hann hef- ur notað hluta af auðnum til að skapa skattalaust velferðarríki í Kúwait. Myndin er af olluhreinsunar- stöð í Kúwait. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ t '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ / / ) ) / ) / t '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ 'i '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ •v*vv.x*v

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.