Tíminn - 15.07.1961, Qupperneq 7
T í M IN N, laugardaginn 15. júli 19fil.
Þórsmörk
(Framhald aí 4. síðu)
að trúa á mátt sinn og megin
en bænagerðir. Kunnum vér
honum öll þakkir miklar. en þó
einkum sá hluti kvenna vorra,
er fæst heit hefur unnið körl-
um. Jóhannes skáld bauð öllum
þeim .Takobínum til stofu. Var
dansað og sungið, en síðan
■?en<Ju rnenn t;l tjalda sinna. og
varð eigi ósætti, þvi að lokum
hafði hver maður fundið sína
konu, þó að í fyrstu væri rugl-
ingur nokkur. Daginn eftir var
á þoka og dumbungur. Það sá-
um við síðast til liðs þessa, að
það hvarf í gjá eina og huldist
þoku og dimmum skógi, og hef
ur eigi til þess spurzt síðan,
en vér höldum, að Jakob muni
ekki siður stýra sínu liði en
Egill forðurn, er hann barg liði
sínu í skógum Svíþjóðar.
Margt annarra stórmenna
kom í Þórsmörk þessa viku, t.
d. af skrifstofu tollstjóra. Voru
þeir taugaóstyrkir mjög og
sulgu stórum af vínbelgjum sín
um, fengu karlar af hugarhægð,
en konur nokkrar urðu málóðar
og tafðist nokkuð svefn manna
í skálanum, unz hæsi dapraði
málsk-áf þeirra svo, að þær
máttu ei sjálfar orð sín fram
bera. Hurfu þá til tjalda sinna,
og varð aftur hljótt yfir daln-
um.
GlaÖa Minna
Ekki get ég skilið svo við
þessa frásögn að þegja með öllu
um skemmtilegasta ferðafélaga
okkar þessa dásamlegu viku.
Það má ekki minna vera en að
Minnu sé að einhverju getið.
M.nna eða fröken Rasmussen,
eins og siðaðir menn nefna
hana, er dönsk, frá Fjóni held
ég. Hún sagði mér, að hún hefði
farið til íslands af því að Dan-
ir hefðu sagt sér, að íslending-
ar væru svo vitlausir, að hún
mundi geta fengið mann hér,
þó að slíkt væri óhugsandi í
Danmörku. En hún bætti því
við, að það hefði áreiðanlegaj
verið logið að sér, því að eftir j
23 ár á íslandi væri hún litlu
nær, en Jóhannes úr Kötlum
hafði þó einhvern grun um að
úr rættist fvrir henni, því að
mælt; hann:
Það hallast margir að einlífi — en
það er ástin. sem gefur oss
trú og von,
rík er hún fröken Rasmussen |
en ríkari verður frú Ásgeirsson. !
Það var og annað, sem styrkti
þennan grun, því að eitt sinn,
er Minna var að spila bridge
við okkur, kemur lögregluþjónn
í mesta grandaleysi inn til okk
ar og virðir Minnu fyrir sér, en
hún svaraði þegar með miklum
alvörusvip: Það þýðir ekkert að
horfa svona á mig, ég er trú-
lofuð. Mannauminginn varð að
gjalti, hvarf út hið 'kiótasta og
kom ekki aftur. Þó að ekki
væri. sól úti var sól í sinni hjá
okkur. Minna sá um það. Hún
verður okkur ógleymanleg,
gamansemi er henni í blóð bor-
. in, eins og svo mörgum löndum
hennar.
Ég vil svo að endingu þakka
mínu samferðafólki fyrir lipra
og glaðlega framkomu og vona,
að gæfa og gengi fylgi því í
lengd og ráð, og sömuleiðis
sendi ég hinum ungu vinum
mínum, er gistu í Brennivíns-
laut, Ueztu kveðjur, en um þá
gerði ég þessa vísu, er við fór-
um framhjá tjaldstað þeirra:
Vínið r straumum um varirnar
flaut
þeim vitruðust alls konar sýnir.
Nú búa þeir sex uppi i Brenni-
vínslaut,
blessaðir drengirnir mínlr.
Guðm. Guðni Guðmundsson.
Fimmtugur:
Sigurður Magnússon,
fulltrúi
,»X»V»‘VX»V«X»V*V*V»%*V»X»‘V.»V*V*V*^
Miðstöðvarefni
nýkomið
Miðstöðvarofnar:
600/150
1000/150
1000/100
300/200
Miðstöðvardælur
Fittings:
svart og galv.
Stopphanar oq kranar
allskonar
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAMD ALLT.
Hefs'i Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19
' jímar: 13184 og 17227
Sigurður Magnússon, fulltrúi
hjá h/f Loftleiðum, er fimmtugur
í dag. Hann er fæddur að Mikl-
holti á Snæfellsnesi, en þar bjuggu
foreldrar hans, Ásdís Sigurðardótt
ir og Magnús Sigurðsson, myndar
búi, en eru nú búsett hér í bæ.
Kristindómsfræðslu og ferming-
ar naut Sigurður hjá séra Árna
Þórarinssyni, og er ekki að efa, að
prófasturinn hefur frætt hinn
unga svein um guð og englana, og
svo um vonda staðinn, með ekki
minni kostgæfni en hann síðar
fræddi Þórberg um Árnesinga og
Snæfellinga. Eitt er víst, að við
hann hélt Sigurður órofa vináttu
meðan prófastur lifði.
Sigurður fór ungur til náms í
Kennaraskólann, og eftir að hafa
lokið þar námi gerðist hann kenn-
ari við Austurbæjarskólann, og um
sama leyti kvæntist hann fyrri
konu sinni, Önnu Guðmundsdóttur
d| efgnúðust þau tvær dætur, Ás-
dísi og Þorgerði. En eftir stutta
sambúð missti hann konu sína, og
var það þungt áfall manni á svo
viðkvæmum og ungum aldri.
1941 kvæntist Sigurður Dýrleifu
Ármann, afbragðs konu að hagleik
og dugnaði. Þau eiga tvær dætur,
Kristínu og Steinunni Engin hjón
hef ég þekkt, sem betur hefur tek-
izt að gera gestum sínum glaða
kvöldstund en þeim, á hinu glæsi-
lega heimili þeirra í Miðstræti 7.
Eftir að Sigurður hætti kennslu,
vann hann um skeið hjá rannsókn-
arlögreglunni, og hafði þar á hendi
rannsóknir á afbrotum unglinga.
Ég veit, að hann leysti þetta starf
af hendi af næmum skilningi, og
nærgætni við hina ungu afbrota-
menn.
Eftir að Sigurður gerðist fulltrúi
hjá Loftleiðum mun hann hafa
aukið drjúgum við málakunnáttu
sína, enda hefur honum komið það
vel, því að hann er maður víðför-
ull, og hefur ferðazt oft og víða
um þrjár álfur heims. Um eina
þeirra ferða hefur hann skrifað
skemmtilega bók. „Vegur var yf-
ir“, sem út kom hjá Norðra 1952.
Auk þess er hann landskunnur af
útvarpsþáttum sínum, „Spurt og
spjallað", og margt hefur hann
skrifað í blöð og tímarit.
Það er sagt, að Sigurður kunni
vel að meta kvenlega fegurð, og
skyldi það engan undra, því að það
er víst satt, sem Þorsteinn sagði,
að stúlkur eru drottins bezta smíði,
en hann hefur ekki síður næmt
auga fyrir því, semvvel er gert af
mönnum, hvort sem það birtist í
tónum, litum eða Ijóði, og er þetta
allt af sama toga spunnið. Mér er
í fersku minni eitt kvöld í vega
vinnu austur í Grafningi, þar sem
við Sigurður hittumst fyrst. Veðr-
ið og umhverfið var unaðslegt, og
sólin var að hverfa fyrir Jórukleif,
tjaldið okkar hafði fyllzt af vinnu-
félögum, og við vorum að spjalla
saman. En áður en við skildum
las Sigurður kvæðið „Jón hrák“
eftir Stefán G. Sumir höfðu ekki
heyrt kvæðið áður, en aðrir heyrðu
það nú í nýrri og glæsilegri túlk-
un, en allir fóru betri menn heim
í sitt tjald.
Framan sagt ber vott um fjöl-
breytta hæfijpika Sigurðar Magnús
sonar, en sá eiginleiki hans er þó
j ótalinn, sem ég hef alltaf haft
mestar mætur á. Hann er jafnan
I málsvari þess, sem er minni mátt-
lar. Hvort sem hann lemur möl
með haka austur í Grafningi, stend
ur frammi fyrir ólesnum bekk í
Austurbæjarskóla eða breyskum
og beygðum afbrotaunglingum við
Fríkirkjuveg, eða hann stjórnar
sundurleitum ferðamannahóp á er-
lendri grund, á sá minni máttar
vísan málsvara, þar sem hann er.
Hann þekkir vel mannlegan ófull-
komleik og breyskleika, og skilur
manna bezt yfirsjónir hrösulla
unglinga, og ég er viss um, að
hann langaði að fyrirgefa þær af
öllu hjarta. „Far og syndga ekki
framar", var sagt endur fyrir
löngu.
j Þessi fáorða afmæliskveðja á að
íæra Sigurði beztu þakkir fyrir okk
jar gömlu kynni, og þeim hjónum
báðum frá mér og konu minni, fyr-
ir góðar og glaðar kvöldstundir,
sem við höfum notið á heimili
j þeirra.
I Og að síðustu bið ég honum,
heimili hans og fjölskyldu blessun-
ar þess guðs, sem skapari er og
höfundur allrar fegurðar.
6. júlí 1961.
Bergsteinn Kristjánsson.
Lögfræðiskrifstofa
Laugavegi 19
SKIPA- OG BÁTASALA
Tómas Árrtason hdl,
Vilhjálmur Arnason hdl.
Símar 24635 og 16307.
FLUGVIRKJUN
Hugfélag íslands hefur ákveðið að taka nokkra
nema í flugvirkjun á hausti komandi. Væntanlegir
'imsækjendur geta fengið umsóknarevðublöð i
•krifstofu félagsins. Lækjargötu 4, Reykjavík. og
sinnig hjá umboðsmönnum þess utan Reykjavíkur.
Umsóknir þurfa að berast félaginu fvrir 15 ágúst
næstkomandi.
ff.F
ICE.UMIDA.IR
r A
A víðavangi
Benedikt Gröndal gefur
Akurnesingum ráS
f síðasta tölubl. Magna, mál-
gagni Framsóknarféláganna á
Akranesi segir svo m.a.:
„Gröndal var hér á Akranesi
fyrir nokkrum dögum og sá um
útgáfu kratablaðs. I blaðinu gef-
ur hann Akurnesingum nokkuð
óvenjulega ráðleggingu sem er
þessi: FLEYGIÐ DANÍEL FRAM
AF BRYGGJUNNI. Ajj vísu
er annar maður borinn fyrir
tilskipun þessari, sem er siður
huglausra manna. Hefur engin
tillaga vakið meira umtal á
Akranesi síðan kratarnir sviku
vinstra samstarfið í fyrra sum-
ar, enda er hún í samræmi við
þau vinnubrögð. Hvað óttast
Gröndal? Eða eru það starfsað-
ferðir Alþýðuflokka á atómöld,
að fleygja andstæðingunum í
sjöinn?“
Lausnin
Það er vissulega rétt, að fram
vinda og lausn verkfalla þeirra,
sem hófust í maílok, hefur orðið
önnur og betri, en flestir þorðu
a« vona í byrjun, nema í Reykja
vík. Þar blasir við það þjóðfé-
lagsböl, sem orðið liefði um allt
Iand, ef samvinnufélögin og
verkalýðsfélögin hefðu ekki
stigia sitt gæfuríka spor um
samninga. Að sjálfsögðu hefðu
flestir helzt kosið að hægt hefði
verið að koma fram kjarabót-
um án kauphækkana, og það
reyndu verkalýðsfélögin í heilt
ár. En ríkisstjórnin neitaði
verkalýðshreyfimíunni um slíka
Iausn. Þá var ekki önnur Ieið
eftir en kauphækkunarleiðin.
Afleiðingin varð svo hin
miklu verkföll. Samvinnufélögin
og verkalýðshreyfingin báru
gæfu til að semja fljótt um
mjög hóflega kauphækkun og
afstýrðu með því þjóðarvoða.
Verkalýðssamtökin sýndu þann
skilning, að betra var að fá
nokkra kjarabót, sem á að geta
orðið raunveruleg, en mikla
kauphækkun, sem tekin yrði
aftur að mestu eða öllu leyti
í nýjum verðhækkunum. f kjöl
far þessarar lausnar eiga ekki
að burfa að fylgja nema litlar
verðhækkanir á landbúnaðar-
vörum. Annað ekki. Meginhlut-
inn á því og verður að vera
raunhæf kjarabót fyrir verka-
menn.
Hótanir ríkisvaldsins, um
gengisfellingu og nýja verð-
bólgu, út af þessari lausn, eru
öf«afyllsti áróður og þjóðar-
skörnin. að ein ríkisstjórn skuli
levfa sér slíkar hótanir. og
he?ða sér á þann hátt eins og
barðsnúnasti atvinnurekandi,
en líklev'' er hún það og ekk-
ert annað.
Meginþorri þjóðarinnar
fagnar þvi samkomulagi, sem
samvinnufélögin og verkalýður-
inn gerðu með sér. Þjóðin veii
og finnur. að þar var rétt hald-
ið á málununi og gert það. sem
varð að gera og hagkvæmast
mun reynast fyrir þióðarbeiTd
ina. Hér hefur verið brotið blað
í lausu) vinnudeilna og skanað
samsta”f hinna vinnandi stétta
sem getur tryggt raunhæfa*
kjarabætur og vinnufrið. og um
leið framfarir n.g aukna franv
leiðslu til lands oe sjávar.
/Einherji).
VélabókhalcSið h.f.
Bókhaldsskrifstofa
Skólavöröustíg 3
Sími 14927