Tíminn - 15.07.1961, Blaðsíða 11
T í MI N N, Iaugardarr:nn 15. júlí 1961.
11
Á Hótel Reynihllð við Mý-
vátn hefur nú verið aukið
við húsakost; þar var í vet-
ur byggt ofan á veitingasal-
inn og innréttuð 11 gesta-
herbergi, 9 eins manns her-
bergi og 2 tveggja manna.
Hótelherbergin eru þá alls
30 og rúm fyrir 56 manns.
Fréttamaður gisti fyrir
skömmu i Reýnihlíð og átti
þá tal við Arnþór Björnsson,
hótelstjóra, og spurði hann
um reksturinn.
Hótel Reynihlíð var reist
1949—’50 með 19 gestaher-
bergjum. Amþór tók við hót
elstíórn árið 1955. Hann er
kvpentvr dóttur Péturs Jóns
sonar, vegaverkstjóra í
Reynihlíð, en hótelið er fjöl
skyldufyrirtæki Péturs,
barna hans og tengdabarna. I
Væntanlegir hópar
Þann 5. apríl á s.l. vetri
réðust þeir í Reynihlíð í að
rífa ofan af veitingasalnum
en þar var áður svefnloft
fyrir hópa ferðafólks, sem j
lá við svefnpoka. Herbergja'
skortur var orðinn tilfinnan
legur, sérstaklega á eins
manns herbergjum, en það,
sem réð baggamuninn að
ráðist var í framkvæmdir við
erfiðar aðstæður að vetrar-
lagi, var að ferðaskrifstof-1
an Lönd og leiðir í Reykja-!
vík hafði beðið um gistingu
fyrir þrjá hópa erlendra
ferðamanna, sem voru vænt
anlegir i sumar, 30—40
manns í hverjum cg viku-
dvöl fyrir hvern hóp. Fyrsti
hópurinn átti að koma 26.
júní.
Unnið i stórhríð
Undirbúningi í Reynihlíð
var lokið á hálfum þriðja
af bátsferðum á vatninu,
fuglalífinu, og af því að
skoða Námaskarð. Margir
fara í fjallgöngur eða reika
úti við allan daginn og hafa
nesti með sér. Sú nýbreytni
var tekin upp í sumar, að
leigja gestum hesta til
stuttra ferðalaga, þrisvar í
viku. Hefur Sigfús Jónsson
frá Einarsstöðum í Reykja-
dal séð um það. Lengstu
ferðimar sem Sigfús skipu-
leggur eru í Gæsadal, sex
tíma ferð og kostar 300 kr.
fyrir manninn. Þá eru mönn
um leigðir hestar til ferða
á eigin spýtur. Sumt það
fólk, sem farið hefur í þess-
ar ferðir, hefur aldrei fyrr
komið' á hestbak.
Námaskarð er einn þeirra staða í nágrenni vatnsins sem hrífur erlenda ferðamenn hvað
mest.
r /r
KOMA AR EFTIR AR TIL
AD DVELJA VID MÝVATN
Hótel Reynihiíð eykar húsakostinn til muna.
Þeir ferðamenn, lengst að
komnir, sem dvalið hafa i
hótelinu eru Ástralíubúar,
en fólk úr þeirri álfu hefur
komið þar á hverju sumri
undanfarin ár.
Því má skjóta hér inn í,
að í Reynihlíð er mikið á
borðum hinn á'/eti silung-
ur sem kenndur er við Mý-
vatn, soðinn eða hrár og
reyktur, skyr með rjóma og
hangikjöt. Þennan mat
kunna íslendingar vel að
meta og ekki ber á öðru en
útlendingum lærist það einn
ig-
mánuði — fyrir tilgettan
tíma. Fyrsta hálfan mánuð-
inn, sem unnið vaí að bygg-
ingunna, var stórhlíð á hverj
um degi, en aðeins einn dag
var felld niður vinna af
þeim sökum. Efni til bygg-
ingarinnar hafði verið dreg
ið að fyrir febrúarlok, enda
kom það sér vel því að í apr
íl var engu farartæki fært
um nágrennið nema snjó-
bílum.
Þegar allt var til reiðu að
taka á móti gestunum, af-
pantaði ferðaskrifstofan
gistingu fyrir fyrsta hóp-
inn vegna verkfallsins. Á
sömu leið fór um hina hóp-
ana tvo. Hótelið var þá bú-
ið að neita öðrum um gist
ingu þá daga, sem útlending
arnir áttu að dvelja, svo að
af þessu hafa hlotizt mikil,
óþægindi, sagði Arnþór.
Engu að síður var þörf á að
stækka hótelið því ferða-
Slútnes, gróSursælasta eyjan í Mývatni.
Frá Mývatni er skammt að Dettifossi og margir gera sér ferð þangað til ag skoða þetta
tröllaukna vatnsfall.
mannastraumurinn til Mý-
vatns er mikill og vaxandi.
Komu snemma
Útlendingar byrjuöu venju
fremur snemma að koma til
Mývatns í ár, sagði Arnþór,
en Mývatn er einn þeirra
staða, sem virðast orka með
hvað mestu aðdráttarafli á
erlenda ferðamenn. Margt
eldra fólk, erlent, hefur gist
í Reynihlíð undanfarin sum
ur, sérstaklega eldri konur
frá Þýzkalandi. Sumir koma
gagngert til landsins i þvL
skyni að dveljast við Mý-
vatn, sérstaklega þeir, sem
hafa komið þar áður. Dval-
artími útlendinga er oft
2—4 dagar en á þeim tíma
vinnst flestum tími til að
skoðá lauslega næsta um-
hverfi vatnsins. Sumir dvelj
~ast allt að þrjár vikur.
Ferðir á hestum
Þetta fólk er mjög hrifið
Ferð um Fjalla-
baksveg
Ferðaskrifstofa Úlfars Jakobs-
sonar efnir til 9 daga ferðar um
Fjallabaksveg, og hefst hún um
næstu helgi. Verður lagt af stað á
laugardaginn, eða morgun.
Verður farið í Landmannalaug-
ar, Eldgjá og Kirkjubæjarklaust-
ur, síðan í Núpsstaðaskóg og á
heimleiðinni stanzað í Vík í Mýr-
dal.Loks verður farið í Þórsmörk
og dvalið þar einn dag. Þetta er
fjölbreytt og fögur leið.
Þá efnir Úlfar til tveggja ann-
arra ferða um helgina, í Land-
mannalaugar og Þórsmörk. Á
þriðjudögum í viku hverri er lagt
af stað í veiðiferð á Arnarvatns-
heiði. Er það fjögurra daga ferð.