Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 1
Á^ikriftarsfmmn er 1-23-23 164. tbl. — 45. árgangur. Laugardagur 22. júlí 1961. j lli TÍU MILLJÓNIR íVEGALÓGN Hinn 21. júlí afhenti sendiherra Banda- ríkjanna James K. Penfield, dr. Benjamín Eiríkssyni, bankastjóra framkvœmdabanka íslands, ávísun, að upphæÖ 5 milljónir króna, sem er fyrsta greiðsla af 10 milljón króna láni, sem nota skal til að leggja nýja veginn milli Hefnarfjarðar og Keflavíkur. Stjórn Bandarikjanna samþykkti beiðni íslands . um lán til þessara framkvæmda, sem að hennar (Framhald á 2. síðu> HEYSKAP FREST- AÐ OG FARiÐ í SÍLDARVINNU 20 bændur af Hérat$i á plönum á SeytSisfirði. milli Reykjavíkur og Keflavíkur Fyrsta umferð Norðurlandamótsins ij skák hófst í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar í gærkveldi, og tók ljósmyndari| blaðsins þessa mynd þar. Skipin sökkhlaða í vað- andi síld á Rifsbanka Mikil og góð veiði var í fyrrinótt, í gærdag á Rifs- banka og Sléttugrunni og allt útlit var fyrir áframhaldandi veiði, þar sem veður var bjart og gott. Síldin veður vel og er feit og góð. Yfirleitt fá skipin stór köst og þurfa sjaldnast að nota nein leitartæki, því að torfurnar sjást svo vel. Skipin streymdu sökkhlaðin inn til Sigluf jarðar í allan gærdag og þar var búizt við söltun langt fram á nótt, ef söltun upp í samningana hefði ekki verið stöðvuð fyrir þann tíma. Síld- arútvegsnefnd var á fundi þar í gær og ræddi, hve lengi yrði leyft að salta upp í þá samn- inga, sem fyrir eru. Þá mun einnig hafa verið tekin fyrir krafa síldarsaltenda um ríkis- ábyrgð fyrir söltun.^ H-eldur minni umsvif voru á Austfjarðar'höfnunum, enda mörg skip farin þaðan til veiða á Horn- banká. Síldarflutriingaskipið Aska lagði af stað með síld frá Seyðisfirði áleiðis til Hjalteyrarverksmiðju í gærdag. Síldin, sem veiðist á Hornbank- anum og annars staðar vestan við Langanes er óvenjulega feit og þolir því mjög illa hnjask. Flest skip þurfa að fara um 10 mílna leið til hafnar og þolir síldin mjög illa svo langa legu, og er því sjaldnast hægt að salta allan afla, sem bátarnir koma með, þótt fitu- magnið sé nægilega mikið til sölt- unar. (Framhaia á 2 slðui Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum. Heldur er tíðin slæm hér í sveitinni og gengur heyskapur treglega. Miklar þokur eru flesta daga, en sólblettir á milli. Eru hey því orð'in víða hrak- in og fáir náð að hirða hey að ráði. Margir bænd- ur hafa alveg frestað heyskap um stund, en vent sínu kvæði í kross og farið í síldarvinnu til Seyðis- fjarðar með heimalið sitt. Þangað er stutt að fara, — um klukkustundar ferð, — en uppgrip mikil í vinnu. Hafa að minnsta kosti 20 bændur á Héraði valið þennan kost, þar eð veðurguðirnir eru þeim ekki eins hliðhollir og Ægir karl sjó- mönnum. Þar vinna bændur dag ’og nótt, ásamt heimasætunum úr sveitinni, en eru vibúnir að grípa pjönkur sínar og halda heim á tún sín, um leið og útlit er fyrir þerri. Hvalavaða í Skagafirði Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Síðdegis í gær gerðust þau tíðindi norður í Skagafirði, að mjög aðsópsmikil hvalavaða kom svamlandi fylktu liði inn fjörðinn og stefndi heim í höfn á Sauðárkróki. Menn, er voru á litlum dekkbáti úti á firðinum, urðu vöðunnar fyrst varir, sveigðu úr leið og sigldu síðan á eftir henni inn fjörðinn. Fleiri skip komu bráðlega á vettvang og hjálþuðust að við reksturinn. Við nánari athugun reynd- ist hér vera marsvin á ferð og ekki færri en 100 saman. Reksturinn reyndist nokkuð erfiður, en þó tókst að hrekja 3 eða 4 marsvín á land, þar sem ljárinn beið þeirra. Hin busluðu stóran úti í höfninni, en þreyta sótti að þeim, er á leikinn leið. Liggja þau nú flest dösuð hér rétt í hafnarmynninu. Ekki var vitað í gærkveldi, hvort gangskör yrði gerð að því að vinna dýrin, þar eð ekki lá ljóst fyrir, hvort nokkurt verð væn fyrir þau að hafa. 1 I Breytingar r a lausaskuldum bænda | f. ' ' • ' > • ■ • ' bráíabirg'Salög bls. 3 e^saaaMMBBMBaMMaBMMSMMMaaca m. w-—'; WMiMMMB^gaBgMgBMBBMMBMMHBBnMBMBBguaaBMBBirqMHMMaBMBMMBMMBMBl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.