Tíminn - 22.07.1961, Side 16

Tíminn - 22.07.1961, Side 16
164. blað. Laugardaginn 22. júlí 1961. Kvöld með Kiljan í dag byrjar leikflokkur ferð sina frá Reykjavík um byggðir landsins, og hefur hann á að skipa fjórum góðkunningjum leiklistar- innar: Þeim Haraldi Björnssyni, Helgu Valtýsdóttur, Lárusi Páls- syni og Rúrik Haraldssyni, en auk þeirra er Björn Thors með í för- inni. Leikflokkarinn mun ferðast um Vestur-, Norður og Austurland og sýna 25—30 sinnum, og verður frumsýning í Ólafsvík í kvöld. Mun flokkurinn sýna leikþætti úr verkum Halldórs Kiljans Laxness, sem Lárus Pálsson hefur búið til sviðsflutnings. Er hér um að ræða kafla úr fimm skáldsögum Kiljans, Heimsljósi, íslandsklukkunni, Sölku Völku, Brekkukotsannál og Paradísarheimt,' og nefnist sýning flokksins „Kiljanskvöld". Lárus Páisson er ieikstjóri, en ljósa- meistari er Björn Thors. Um eig- inleg leiktjöld verður ekki að ræða, heldur verða notaðir mis- munandi pallar í stað þeirra og fjölbreytilegur Ijósaútbúnaður. Frá Ólafsvík mun flokkurinn halda til Breiðabliks og sýna þar og síðan á Logalandi og í Stykkis- hólmi, því næst verður haldið til Sauðárkróks og þá til Akureyrar og Austurlands. Leiksýningin hefst með svip- myndum úr Paradísarheimt, siðan munu sviðsljósin skína á tvo lands- þekkta heiðursmenn, Pétur Þrí- hross úr Heimsljósi og kaupmann Guðmundsen úr Brekkukotsannál, og eina mikla heiðurskonu úr Sölku Völku, sem nefnist Todda trunta. Síðan mun íslandsklukkan kalla og nokkrar persónur hennar birtást. Hér er sem sagt á ferðinni „al- kiljanskur" leikflokkur, sem er vopnaður mörgum skemmtilegustu atvikum úr bókum Kiljans, og er ekki að efa, að honum muni duga vopnin vel. Sumar persónur Kilj- ans eru orðnar að veruleika í með- vitund fólks og ekki lengur aðeins hugarfóstur höfundarins sjálfs. Það er algengt að hitta fólk, sem talar um Pétur Þríhross og Jón Hreggviðsson eins og fólk, sem það umgengst, og orð þeirra og til- tæki eru lifandi manna, en ekki bókapersóna. Það verkefni, sem leikflokkurinn hefur valið sér, er því óvenju lifandi og skemmtilegt. Áhorfendur koma ekki til þess að sjá það, sem þéir hafa aldrei séð, heldur til þess að sjá það, sem þeir eru oft búnir að sjá áður og langar til að sjá oftar. Þeir hafa séð per- sónur Kiljans á því leiksviði, sem hugmyndaflug þeirra hefur á að skipa, en nú gefst þeim tækifæri til þess að sjá þær með hinum ytri augum sínnm. og tengja þannig leiksvið hugmyndaflugsins og veru leikans. Sýningar af þessu tagi væru illmögulegar, ef áhorfendum væru leikpersönurnar ekki svo vel kunnar, sem raun er á. Það er full ástæða til þess að óska leikflokkn- um góðs gengis í þessari nýstár- legu leikför og áhorfendum góðrar skemmtunar. tékkneska þjóðbún- ingnum Þessi skrautbúna stúlka, sem broslr svo glaðlega, er frá Tékkó- slóvakig, og ber þjóðbúnlng hér- aðs síns I Vestur-Slóvakíu. Hún er ein af 5 börnum, sem hingað eru komin á vegum tékknesk-is- lenzka félagsins hér og nokkurra stórkaupmanna, sem verzla vlð Tékkóslóvakíu. Tékknesku börnin komu hingað á fimmtudagskvöld og munu dvelja hér á landi í 3 vikur. í dag fara þau i Land- mannalaugar og verða þar um helgina. Á þriðjudag verður hald ið norður í land, komið til Siglu- fjarðar og Akureyrar, og dvalið nokkra daga í Skagafirði. Loks ð mun hópurinn fara tll Vestmanna eyja. Hópur íslenzkra barna, sem boðið var til Tékkóslóvakíu, er nú staddur í Bæheimi og er vaentanlegur heim á næstunni. Enginn sátta- Hyrnan sprakk á fundur boöaöur höfði konunnar Enginn sáttafundur hefur verið boðaður í deilu Vinnu- veitendasambandsins og verk- fræðinga, og hefst verkfall 24. júlí n. k. ef ekki hafa náðst samningar áður. Myndin hér til hliðar: Rúrik Haraldsson og Helga Valtýsdóttir sem unnustinn og stúlkan í Paradísarheimt. Myndin að neð- an: Lárus og Haraldur ræðast við. Það er vissara fyrir fótgangend- ur á þjóðvegunum að fara að öllu með gát, eins og eftirfarandi saga sýnir: Það var á laugardaginn var, að roskin kona var á leið að stræt- isvagnabiðstöð við Gunnarshólma. Var hún vinstra megin á veginum, ; en þurft aið komast yfir um, svo I hún stóð kyrr meðan hún beið fær- ir að komast yfir vegna umferðar- innar. í hendi hafði hún stóra inn- kaupatösku með mjólkurhyrnum og.fleira dóti, og var taskan vegar-. megin við hana. Allt í einu var töskunni svipt úr hendi hennar með svo miklum þjósti, að hún fékk mjólkurhyrnu á höfuðið af svo miklum krafti, að hliðin sprakk gersamlega úr hyrnunni og hún stóð eftir, böðuð í mjólk. Þeg- ar hún hafði þurrkað úr augum sér, sá hún hvar taskan og dótið úr henni lá dreift um allan veg, allt spundursprungið og tætt, sem á annað borð var hægt að eyði- leggja. í fátinu gleymdi hún að svipast um eftir bifreið þeirri, sem hafði ekið svona nærri henni, en ástæða er til að ætla, að það hafi verið svört Bjúikkbifreið, nýleg. Því má bæta hér við, að föt kon- unnar voru stórskemmd, auk þess sem í töskunni var.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.