Tíminn - 22.07.1961, Qupperneq 8

Tíminn - 22.07.1961, Qupperneq 8
8 T f MIN N, laugardaginn 22. júlí 19611 niMHlHi HM ■ Frú Sigrún Sigurð'ardóttir, fyrr- um húsfreyja að Torfufelli í Eyjafirði, átti 90 ára afmæli 13. júlí s.l. Undanfarin 20 ár hefur hún átt heima á Akureyri hjá Guðrúnu dóttur sinni og tengda- syni, Guðbjarti Snæbjörnssyni, skipstjóra, að Holtagötu 6. Þar hitti ég gömlu konuna í dag og spjallaði við hana dálitla stund um liðna daga, sem hún minnist með ánægju, þrátt fyrir þá reynslu, sem hún hefur ekki farið varhluta af, á langri ævi. Þegar ég gekk inn í stofuna, sat hún í sófanum við hlið Lauf- eyjar dóttur sinnar, grannvaxin kona í svörtum kjól með hvítum kraga. Enni hennar bar þann heiða svip, sem aðeins igetur fylgt góðu fólki, og litirnir í kjólnum, hvítt og svart, glæddu þá birtu, sem lék um persónu hennar og gerðu návist hennar strax svo þægilega. Ég sá hún var hlind, þegar hún reis upp til þess að taka í liönd mína. Hún heilsaði mér einstaklega hlýlega oig orð hennar voru bæði svo vel valin, og svo fallega sögð, að mér gat ekki dulizt, að þessi kona var greind og skýr í hugsun. — Má ég ekki þúa þig? sagði hún. Það var auðsótt mál af minni hálfu, og við settumst. Ég spurði hana um ætt og uppruna. — Ég er fædd á Gilsá í Saur- bæjarhreppi. Þar bjuggu foreldr- ar mínir, Sigurður Jóhannsson og Kristbjörg Einarsdóttir. — Voru þau Eyfirðingar? — Já, bæði voru það. Við vor- um 14 systkinin, en aðeins 6 náðu fuldorðinsaldri. — Og ólstu upp á Gilsá? — Þangað til ég var á níunda! ári. Þá missti ég móður mína.! Eftir þag tvístraðist heimilið, og við ólumst upp, systkinin, hingað og þangað. Þrjú fluttust alla leið austur á Stöðvarfjörð með sr. Jóni Austmann og tengdasyni hans, sr. Guttormi Vigfússyni. Þau ílengd- ust þar. Pabbi hætti búskap og var eftir þafí vinnumaður á ýms- um bæjum. Ég fylgdi honum á vetrum, en á sumrin var ég látin! vinna fyrir mér, strax 9 eða 10 ára. — Hvað varstu látin vinna svona ung? — 0, sitt af hverju. Ég var við ýmsa snúninga á heimilunum, passaði börn og sat yfir fé. Þá var alls staðar fært frá. Ég átti marga glaða stund sem barn, og man eiginlega bara eftir góðu fólki. Pabbi sá til þess, a,i ég fengi nokkra uppfræðsiu. Ég lærð'i Helgakver og biblíusögur undir fermingu, og var auðvitað spurð á kirkjugólfi eins og þá var siður. Ég man, að ég naut tilsagnar hjá manni, sem hét Þorbjörn. Hann kenndi okkur svolítig í landafræði og sýndi okkur kort af útlöndum. Ég sagði honum, að það væri til lítils fyrir mig að skoða kort af útlöndum, því að þangað færi ég aldrei. En ég skoðaði það nú samt! Mér fannst gaman að læra. Á unglingsárunum var ég á Guðrún- arstöðum hjá Einari Hanssyni, föðurbróður Kristínar skáldkonu. Þá var Ingimar Eydal þar líka, afskaplega námfús og góður drengur. Við vorum miklir vinir alla ævi. Við lásum allt, sem við náðum í á bænum og fengum stundum að láni bækur af öðrum bæjum. Aðallega voru það íslend ingasögur og gamlar prédikanir og guðsorðabækur. — Var ekki oft hart í ári á uppvaxtarárum þínum? — Jú, ég man eftir miklu harð- æri. Einu sinni t.d. var ekkert til að borða á þeim bæ, sem ég var á þá, nema síld og mjólkurdrop- inn úr kúnni. En það mun nú hafa kreppt meira að öðrum en Eyfirðingum í þá daga. Ég man eftir þó nokkrum, sem fóru til Ameríku, en þeir voru þó færri úr Eyjafirði en ýmsum öðrum hér uðum. Ég má nú samt muna. tvenna tímana. Allt er svo gjör-! fyr’ir ýmislegt mótlæti, þá hef ég átt fleiri sólskinsstundir en rign- ingardaga í mínu lífi. Ég er svo glöð yfir þeirri guðsgjöf, sem lífið hefur verið mér. Þessari gjöf verð ég auðvitað að skila aftur, ■— það verða allir að gera. Og ég fer héð- an ’ sátt við alla. Ég beinlínis hlakka til að fara. Ekki af því að. ég hafi einskis að sakna. Það er' nú eitthvað annað. Ég hef aldrei kynnzt nema góðu fólki og finnst ég hafa getað lært eitthvað gott af öllum, sem ég hef þekkt. Og unga fólkið núna er svo fallegt og svo gott. Ég ber engan kvíðboga fyrir framtíð þess, heldur treysti ég fastlega á manndóm þess. — Heldurðu þá, að heimurinn i hafi batnað'? — Ytri kjörin hafa batnað, og fólkið hefur ékki versnað, ég held | bara að það sé betra. Það. er hjálp- j samara en áður, enda efnin ólíkt | meiri. Að vísu voru menn líka hjálpsamir í gamla daga. Einu sinni vék tengdafaðir minn, Sig- Sigrún Slgurðardóttir — myndin tekin á níræðisafmælinu. „Ég held, að mennirnir séu jafn- vel betri en þeir voru“ Rætt við níræða konu, Sigrúnu Sigurðardóttir frá Torfufelli breytt. Nú líður enginn matar- skort, og svo eru það þægindin, sem komin eru í sveitirnar. Ég hef t.d. búið við þrenns konar eldunarfæri, hlóðir, kolavýl og rafmagnsvél. Það var kolavél í Torfufelli, þegar ég fluttist þang- as 1898, ein sú fyrsta í sveitinni. Já, það er munur eða var. Og svo er dálítið annað með allar sam- göngurnar og skemmtanirnar. Það var ekki mikið um skemmtanir, þegar ég var ag aíast upp. Þó var ögn leikið í sveitinni hjá okkur. Ég man, að einu sinni var leikið í Saurbæ. Það var „Yfirdómar- inn“ eftir hann Tómas á Hróars- stöð'um. — Lékstu nokkurn tíma sjálf? — Ekki get ég kallað það. Einu sinni lék ég þó eitthvag heima. — Manstu hvaða stykki það var? — Við skálduðum það nú sjálf! Ég man, að ég lék gamla konu, sem reri fram í gráðig og prjón- aði. — Er þér nokkurt fólk öðru minnisstæðara frá uppvaxtarárum þínum? — Það væri langt upp að telja.; En mér eru t.d. Núpufellshjónin j minnisstæð, Þórður Daníelsson og! Guðlaug Jónasdóttir. Daníel, faðir Þórðar, var Daníelsson og bjó á Skáldstöðum. Honum gleymi ég ekki. Hann y:- sérstæður maður, en vel greindur og talaði ákaflega sérkennilegt mál. Einnig eru mér minnisstæð þau Sigurður Jóhannes ( son á Jórunnarstöðum og Helga, síðari kona hans. Þau voru for- eldrar Níelsar á Æsustöðúm og þeirra systkina. Magnús á Grund var af fyrra hjónabandi Sigurð- ar. Sigurður var annálaður ferða- garpur og eftirsóttur fylgdarmað- ur ferðamanna .Það eru ýmsar sögur til af honum. Ein er sú, að hann var fenginn til þess að fylgja Valdimar Briem, þá 9 ára. eftir lát foreldra hans, frá Grund suður i Hruna í Árnessýslu, þar sem frændi hans var prestur Þeg ar þeir komu ag Þjórsá, var hún í foráttuvexti, og Sigurður ætl- aði að kanna, hvort fært væn yfir, því að hann vildi ekki hætta lífi drengsins. Áðtir en hann reið út í, sagði hann vig Valdimar. að ef haon sæi sig ekki koma aftur, skyldi hann ekki biða, heldur snúa hestinum í þá átt, sem hann á- kvað, og hagræða taumunum eins og hann til tók, og þá myndi hest- urinn bera hann aftur norður að Grund. Hestinum mætti treysta. — Frá fullorðinsárum mínum er mér auðvitað margt fólk bæði kært og minnisstætt, og seint mun ég gleyma henni Kristínu Sigfús- dóttur, sem skrifaði skáldrit milli þess sem hún búverkaði. Þá var Steingrímur Matthíasson mikill vinur okkar í Torfufelli. Hann kom oft til okkar, og um hann eigum við öll sérstaklega Ijúfar minningar. — Þú giftist ung og fórst snemma að búa, Sigrún. — Já, ég giftist tæplega tvítug. Sú saga var til þesí, að ég flutt- ist 17 ára ag Leyningi, þar sem Jóhann bróðir var fóstraður, — hann var faðir Jóhanns Jóhanns- sonar á Siglufirði — og mér var þvi kært að flytjast þangað. Og þar kynntist ég mannsefninu mínu, syni þeirra Leyningshjóna Hann hét Sigurður Sigurðsson, mjög góður maður, og eins „vissi hann margt fyrir“, sem kallað er, og oft sagði hann t.d. fyrir um gestakomur. Eftir að við giftumst, bjuggum við í Leyningi í sjö ár. Þar var þá þríbýli og þröngt um okkur. Foreldrar hans skildu eftir sig nokkur efni, en þau skiptust í marga staði, og það var því ekki stórt bú, sem við byrjuðum með, en eftir að við fluttumst í Torfu- fell 1898, óx búið smátt og smátt, og við þurftum ekki að kvarta. Um tima bjuggum við aðeins á hálflendunni. en tókum svo alla jörðina til ábúðar. Maðui'inn minn byggði þar upp öll hús að þeirrar tíðar hætti og jók ræktunina eftir því sem tök voru á þá. Hagur ey- firzkra bænda batnaði mjög eftir að áhrifa kaupfélagsins fór að gæta, og stofnun mjólkursamlags- ins var mikið heillaspor. En þá átti maðurinn stutt eftir. Hann dó 1930, og eftir það bjó ég nokkur ár með börnum mínum í Torfu- felli og átti þar heima til 1941. Þá fluttist ég hingað til Akureyr- ar. Af börnum mínum sjö, lifa nú fjórar dætur: Indíana. húsfreyja í Ártúni í Eyjafirði, Kristbjörg, Laufey og Guðrún, sem allar eiga heima á Akureyri. Ég missti tvö börn úr barnaveiki, og Jósef son- ur minn, bóndi í Torfufelli, dó á bezta aldri. Hans sonur er Sigurð- ur, sem nú býr i Torfufelli, þriðji ættliðurinn þar. Auk þess ólum við bjónin upp systurson minn, Ingólf Júlíusson. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin 19. — Hvernig hefur þér svo líkað' við lífið og mennina, Sigrún? — Því er til að svara, að þrátt urður í Leyningi, einhverju góðu að Páli á Kolgrímustöðum, Eyfirð'- ingaskáldinu, og þá orti Páll: Guð af sinni gæzku víst góðra manna hjörtum þá upp lýkur, þegar lízt, — þó við lítið kvörtum. Ég hef orðið fyrir mikilli lífs- reynslu, missti móður mína barn að aldri, sá heimili mitt sundrast og systkinin dóu mörg eða fluttust í fjarlæga byggð, sjálf varð ég fyrir sárum barnamissi, og son minn missti ég í blóma lífsins og svo manninn minn. En ég er þakk- lát fyrir að hafa mátt lifa. Og sam ferðamennirnir eru góðir. Og nú í ellinni fer mikið vel um mig. Dæturnar mínar og allt mitt fólk ber mig á höndum. Ég hafði sjón þar til í fyrra, en nú er hún farin, en ég heyri sæmilega og get fylgzt með útvarpinu. Ég hlusta á allt — nema sónöturnar. Mér finnst margt ósköp fróðlegt í útvarpinu. i Verst hvað ég er fljót að gleyma því, sem ég heyri nú orðið. Akur'eyri, 19. júlí. Ing. G. FÉLAGID GERMANÍA Aðalfundur félagsins Germanía var nýlega haldinn hér í Reykja- vík í skýrslu formanns félagsins dr. Jóns Vestdals komu m.a. fram upplýsingar um hið umfangsmikla starf, sem félagið rekur til við- halds menningar- og vináttutengsl um íslands og Þýzkalands. Þýzkunámskeið, bæði fyrir byrj endur og þá, sem lengra eru komn ir, er orðinn fastur liður í félags- starfseminni. Hafa þau verið afar vel sótt og veitt mörgum gagn- lega undirstöðuþekkingu á þýzkri tungu og bókmenntum. Kennarar á síðasta námsári voru þeir Stefán Már Ingólfsson og dr. Runge. Annar fastur þáttur í starfsem inni hefur verið sýning frétta- og fræðslumynda. Þótt þar hafi mest borið á fréttum frá Þýzkalandi og fræðslu um þýzkar listir og aðra menningu, hefur og verið um að ræða myndir frá ýmsum öðrum löndum og atburðum. í janúar s.l. var stofnað þýzkt- íslenzkt félag á Akureyri og voru stofnendur 60. Formaður þess fé- lags var kjörinn Jón Sigurgeirs- son, skólastjóri. Sendiráðsritari Rowold og formaður Germaníu dr. Jón Vestdal, voru þar viðstaddir. í marzbyrjun s.l. hélt íslands- vinafélagið í Köln Islands Semiar. Voru þar fluttir fyrirlestrar um íslenzkt efni og sýndar kvikmynd- ir frá íslandi. Á borðum var ís- lenzkur matur, gjöf frá félaginu Germanía á íslandi. Tveir full- trúar frá íslandi mættu á mótinu og sendiherra íslands í Bonn í sambandi við mót þetta flutti dr. Jón Vestdal tvo fyrirlestra í þýzka útvarpið. Síðar i sumar munu tveir íslend ingar — þeir Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og Birgir Kjaran alþm. — flytja fyrirlestra i Þýzkalandi á vegum Germaníu og Deutsche Auslandsgesellschaft í Liibeck. | í stjórn Germaníu næsta starfs- ! ár eiga sæti: Dr. Jón Vestdal, frú Þóra Timmermann, Ludvig Siem- sen, Már Elísson og Pétur Ólafs- son. Pétur Ólafsson tekur sæti í stjórninni í stað Jóns Sigurðsson- ar slökkviliðsstjóra, sem baðst undan endurkjöri. Voru Jóni færð ar þakkir fyrir margra ára stjórn- ■ arstarf í þágu félagsins. Áðalfundur Sam- taka um vestræna -amvinnu var haldinn þriðjudaginn 4. þ.m. Framkvæmdastjóri samtakanna, Knútur Hallsson, lögfræðingur. flutti ýtarlega skýrslu um starf- semi samtakanna á liðnu starfs- tímabili. Hafði starfsemin verið allfjölbreytt, og m.a. verið fólgin í því að annast um heimsóknir ýmissa erlendra fyrirlesara til landsins, svo sem þeirra Poul de Lieven, aðalblaðafulltrúa Atlants hafsbandalagsins, og Dagfinn Au- stad, æskulýðsfulltrúa bandalags- ins. Þá sáu samtökin um þátttöku í nokkrum alþjóðlegum fundum og niámskeiðum um menntamál og æskulýðsmál. og efndu tii rit- gerðarsamkeppni meðal æsku- (Framhaid á 15. síðu^- ,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.