Tíminn - 22.07.1961, Side 2

Tíminn - 22.07.1961, Side 2
r»' TÍMINN, laugardaginn 22. júlí 1961^ Orrustan um Bizerte geisar: Harðir götubardag ar - mikið mannfall íslandsmet í gærkveldi Fundur í öryggisráði NTB—Túnis og New York, 21. júlí. Harðir bardagar geisa enn í Túnis, og hundruð manna eru feildir daglega, flestir þeirra Túnisar. Deilan harðn- ar sífellt, og vill hvorugur undan láta. Umræða um mál Bizerte hófst í dag í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Bourgiba forseti boðaði nýjarj hernaðarlegar og efnahagsleg-[ Öryggisráðið ar barátturáðstafanir gegn Frökkum í dag. í Túnisborg. í dag hefur frétzt um nokkur átök Frakka og Tún- isa á því svæði í Sahara, sem Túnisar gera kröfu til. í fréttatiilkynningu frá Frökk- um segir, að svo líti ’út, sem Túnis- ar hafi náð alltraustri fótfestu í Bizertebæ, en þar eru ýmsar franskar stofnanir, svo sem skrif stofur yfirmanna hersins. Segja Frakkar, að árásum Túnisa á þessa staði í bænum hafi verið hrundið. Túnisstjórn skýrði frá því i dag, as franskar flugvélar hefðu gert sprengjuárás á bæinn Bizerte, sem er all-langt frá flota- og flugstöðv- um Fra'kka. Segir í fréttatilkynn- ingu stjómaránar, að Frakkar hafi ráðizt í fjöldamorð á Túnis- um að yfirlögðu ráði. Túniska fréttastofan segir, ag götubardag- ar ha'fi brotizt út í Bizerte síðdeg- is, og samtímis var skýrt frá því í útvarpi, að franskt herlið, stutt brynvörðum bifreiðum og skrið: drekum, sækti fram ti.l borgar- innar. Túnisfréttastofan sagði Frakka hafa notað íkveikjusprengj ur. í baráttunni við skotgrafir og virki Túnisa í grennd við herstöð Frakka. Sókn Frakka Af hálfu Frakka var í dag borið til baka, að gerðar hefðu verið sprengjuárásir á bæinn Bizerte og kastað fkveikjusprengjum í graf- ir Túnisa. Hins vegar var frá því skýrt, að hafki hefði verið sókn gegn Túnisum í allar áttir út frá herstöðinni, til þess að rýmka dagar víða, og er Ijóst, að mann- aðstöðuna. Geisuðu þar ákafir bar fall hefur verið jnikið, þótt engar tölur um þas hafi enn komið fram. Ákafir götubardagar geisuðu í Bizertebæ, V síðast fréttist. Úrslitakostum vísaS á bug Bourgiba sagðist í dag hafa vísað á bug úrslitakostum, sem Frakkar hefðu sent, og gefið sín- um mönnum skipun um að berjast með öllum tiltækum ráðum og láta hvergi undan síga fyrir ásókn Frakka. Hann kvað þá ákvörðun hafa verið tekna að taka af Frökk um oliuhöfn þeirra við Miðjarðar haf, þar sem Saharaolídn er sett í skip, en hún er í landi Túnis. Þetta gerði Bourgiba í torgræðu Mongi Slim, sendiherra Túnis hjá S.þ., var fyrsti ræðumaður á fundi öryggisráðsins, sem hófst síðdegis. Talaði hann um árás af hálfu Frakka. Hann kvað viðhald frönsku herstöðvarinnar aðeins geta átt sér stag samkvæmt samn ingum beggja aðila, og því hefði Túnis bannað Frökkum að fljúga yfir Bizertesvæðið og sunnan við það. Hann kvað svo líta út, sem áætlanir hefðu verið gerðar fyrir fram um árás Frakka. Franskar flugvélar flugu jafnan án þess að skeyta um aðvörunarskot Túnisa, og allan daginn 19. júlí var franskt fallhlífarlið a^ stökkva úr flug- vólum yfir Bizerte á meðan skotið var á virki Túnisa, þar sem yfir- leitt stóðu óbreyttir borgarar á verði, sagði Slim. r vinna í Grimsey Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. í Grímsey vinna nú allir, sem vettlingi geta valdið nótt sem nýtan dag, því í mörg horn er að líta. Þessa dagana eru nær allir vinnufærir karl- menn eyjarinnar við að steypa plötuna á steinkerið, sem fyr- ir nokkru var flutt frá Húsa- vík og bætt við hafnargarðinn í Grímsey. Einnig er verið að steypa skjólgarð á garðinn og mun öllu þessu verki væntan- lega verða lokið í næstu viku. Valbjcrn Þorláksson setti í gærkveldi nýtt íslandsmet í stangarstökkl t Meistaramótl fslands í frjálsum íþróttum. Hant/stökk 4,50 metra. Gamla metlS átti hann s|álfur, 4,47, sett í Osló um daginn. Valbjörn áttl einnig mjög góða tllraun vlð 4,ó0 m. — Annað íslandsmet var einnig sett í gærkveldl: Ljósmyndarl TÍMANS, Ingimundur Magnússon, tók þessa mynd af Valbirni Þorlákssyni fara yfir slána í metstökkinu. Það var klukkan 10 í gærkveldl. Klukkan 11 um kvöldið var búlð að fram- kalla, kopiera og grafa myndina i klisju og koma henni í siöuna i umbroti blaðsins. Sama er að segja um forsiðumyndina i dag, scm tekln var líka f gærkveldl. Stöðvast dragnóta- veiðarnar í Eyjum? Frá fréttaiitara Tínians í Vestmannaeyjum. Allt útlit er fyrir að dragnóta- veiðar frá Vestmannaeyjum stöðv- ist algerlega, eða að minnsta kosti minnki stórlega á næstunni. Ástæð an til þessa er sú, að fiskvinnslu- stöðvarnar hafa sett ný skilyrði fyrir að taka á móti flatfiski. Þess- ar nýju reglur ná yfir hlutfallið á milli sólkola og rauðsprettu, sem verður að vera í heildarafla bát- anna svo að stöðvarnar taki á móti fiskinum. Samkvæmt nýju reglunum taka fiskvinnslustöðvarnar aðeins við j sólkola sem svarar til 15% af Iheildarafla bátanna, en hins vegar ' taka þær 85% af rauðsprettu. l’ Nú hefur reyndin verið sú, að á þessum tíma veiðist miklu meira [af sólkola en rauðsprettu og eru þessar ráðstafanir því mjög baga- Mikil og góö síldveiði j legar fyrir sjómenn. Ástæðan til þessara ströngu skil- yrða fiskvinnslustöðvanna mun vera sú, að nú er mjög lítill mark- aður fyrir sólkola í Englandi, en þangað hefur mestur hluti fisks- ins farið. Um það bil 30 bátar hafa stund- að dragnótaveiðar frá Vestmanna-] eyjum, en margir þeirra eru núj hæjtir þeim veiðum og bendir allt til þess, að ekki muni borga sig að stunda veiðarnar áfram eftir að þessi nýju skilyrði voru sett. k . j V ■ l.r “f I Nokkrar deilur hafa risið út af jþessu í Eyjum og kom ferskfisk- j matsstjórinn þangað fyrir nokkru jtil þess að athuga alla málavexti, ’ en ekki er vitað, hvort hann hefur í huga að gera einhverjar tillögur um breytingar á þessu fyrirkomu-, lagi. Keflavíkurvesrurinn (Framhald af 1. síðui áliti, er leið til að bæta mikilvægan kafla hins íslenzka vegakerfis. Þar eð þetta er er fjölfarn- asti vegur á íslandi, ættu þessar framkvæmdir, þ. e. a. s. lagning beins og steypts Keflavíkur- vegar, að verða strax til mikilla bóta í sambandi við fiskflutninga milli hinna ýmsu fiskihafna og fiskvinnslustöðva. Einnig ættu framkvæmdir þess- ar að leiða til sparnaðar á viðhaldi einkabifreiða, vörubifreiða og áætlunarbifreiða sem og á tíma, og auka öryggi hinna mörgu, sem um veginn fara. Þar að auki yrði þetta fyrsti steinsteypti vegar- kaflinn milli bæja á íslandi og er þess vegna mikilvægur byrjunaráfangi, sem miðar að sams konar framkvæmdum milli aðalbyggðarlaga á íslandi. Umrætt lán, að upphæð 10 milljón krónur, er andvirði seldra amerískra landbúnaðarafurða á íslandi (PL—480) og á að notast sem fjárhags- aðstoð við lagningu steypts vegar. Lagning þessa þjóðvegar hófst 25 nóvember 1960, undir umsjón vegamálastjóra, hr. Sigurðar Jóhannssonar, sem viðstaddur var við þetta tækifæri. Vegamálastjóri skýrði blaðamönnum svo frá að áætlaður kostnaður við lagningu vegarins hefði verið 120 milljón krónur en sú áætlun hefði verið miðuð við verðlag fyrir gengislækkun. j . (Framhal^í af 1, |iðpl , Frá því klukkan átta 5 fimmtu- dagsmorgun til jafnlengdar í gær morgun höfðu 36 skip tilkynnt um afla sinn til Siglufjarðar, saman- Iagt 34,350 mál og tunnur. Til Raufarhafnar höfðu 22 skip með 16900 tunnur tilkynnt komu sína. Síldarleitinni á Seyðisfirði höfðu 26 skip sagt frá veiði sinni, alis 16.600 mál og tunnur. Samanlagt eru þetta 84 skip með 67,850 mál og tunnur. Sigluf jörður Á Siglufirði er nú fegursta veð- ur og minnir það á gamla tima, er skipin streyma nú inn svo hlað- in af síld, að sjór flýtur með lista. Þar var saltað í gærdag og fram á kvöld, en ekki var vitað um framhald, þar sem fundi í Síldar-j útvegsnefnd var ekki lokið. j Bræðsla var í fullum gangi og ef leyfi fæst til áframhaldandi sölt- unar, mun verða saltað á öllum plönum þar í dag. Skipin byrjuðu að streyma inn í morgun, en þeim fjölgaði, er leið á daginn. Eftirtalin skip höfðu íengið meiri afla en 1000 tunnur: Stapafcll 1000 tunnur, Snæfell 1500, Ófeigur II 1200, Hrafn Sveinbjarnarson II GK 1400, Jón Finnsson 1200, Gjafar 1500, Auðunn 1800, Arnkell 1400, Súlan EA 1700, Hrönn II 1000, Heiðrún ÍS 1200, Haraldur AK 1000, Eld- borg 1000, Pétur Sigurðsson 1000, Gunnar SU 1500, Höfrungur 1200, Ásgeir 1000, Marz VE 1300, Krist- björg 1350. Eyjaf jarðarhafnir Á Dalvík er nú búið að salta í 19,500 tunnur. Þangað komu í gær Eldborg með 900 tunnur og Bald- vin Þorvaldsson með 700 tunnur uppmældar. Mest af þessu verður saltað. Ileildarsöltun i Hrísey er nú orðin 6,100 tunnur, en þar hefur ekkert verið saltað síðustu dagana. í síldarverksmiðjunni í Krossa- pesi er búið að bræða um 10 þús. mál síldar. Þangað komu á mið- vikudag Sigurður Bjarnason með 1270 mál og Snæfell með 12—1300 mál. í fyrrinótt kom svo Snæfellið með 430 mál í bræðslu og 700 tunnur fóru í salt á Húsavík. Á Hjalteyri er búið að sajta í 3.700 tunnur, en þar er bræðslan orðin 14 þúsund mál. Þangað komu nokkur skip á þriðjudag og miðvikudag og vænt anlegt er síldarflutningaskipið Aska með 3200 mál frá Seyðisfirði. Frá Seyðisfirði til Hjalteyrar er um það bil sólarhrings sigling og var búizt við skipinu snemma í morgun. Hitt síldarflutningaskipið lestar nú síld á Seyðisfirði og mun flytja hana til Krossaness. Ólafsf jörður Til Ólafsfjarðar komu tvö skip með síld í gær. Gunnar frá Reyðar firði með 1500 mál og tunnur. Af því voru 570 tunnur saltaðar en afgangurinn fór í bræðslu. Víðir II kom einnig með 400 tunnur, sem allar voru saltaðar. Síld þessi er mjög feit og góð og hafa þeir Ólafsfirðingar ekki séð hana feitari. Hefði verið unnt að salta hana alla, ef flutningur í land hefði ekki Jekið svo langan tíma, en 10 klukkustunda sigling er af miðunum til Ólafsfjarðar. Virðist þessi síld þola flutninga sérstaklega illa. Skip, sem tilkynntu síldarleit- inni á Raufarhöfn um afla sinn, meiri en 1000 tunnur: Bjarnarey NS 1300 mál, Gunnólfur OF 1100, Akraborg EA 1000 tn. Jón Jóns- son SH 1000, Hvanney SF 1000, Sæþór ÓF 1300 mál, Sigurður Bjarnason EA 1000 tn. Skip, sem tilkynntu síldarleit- inni á Seyðisfirði um afla sinn meiri en 700 tunnur: Hólmanes 1300, Guðm. Þórðarson RE 1500, Víðir SU 1000, Guðný ÍS 700, Sig urður SI 800 mál, Bergvík 800, Þórkatla 700, Draupnir IS 900, Stefán Þór 700 mál, Björg NK 800 tunnur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.