Tíminn - 22.07.1961, Síða 12

Tíminn - 22.07.1961, Síða 12
12 T í MI N N, laugardaginn 22. júlí 1961 RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Sundgarpurinn Axel Kvar- an og fylgdarmaSur hans, Pét- ur Eiríksson komu til bæjar- ins í gærmorgun og litu þeir inn á blaSið eftir hádegi. ViS notuSum auðvitað tækifærið, inntum þá nánar eftir sundinu ásamt ýmsu öðru sem þeir höfðu um sund og sjó að segja. — Þið eruð auðvitað ánægð'ir með árangurinn? — Já, það er ekki hægt annað, svöruðu þeir félagar. — Þetta gekk allt að óskum, nema þetta mef5 brimið, eins og kunnugt er. Model 1810—20 Við spyrjum auðvitað strax. — Ermarsund? Axel hló við og var augsýni- lega vi.ðbúinn þessari spurningu, og sag'ði: — Þag. er nú meira en bara að segja Ermarsund, og jafn vel „bara“ að synda frá Vest- mannaeyjum og til lands. Þetta þarf allt mikinn undirbúning og kostar allt peninga. Ég get nefnt til dæmis, að feitin, sem ég not- Sundbolstízkan frá 1810 dugði vel Rætt við Axel Kvaran og Pétur Eiríks- son um sjó og sund aði í Vestmannaeyjasundið var 12 kíió, en kílóið kostar 75 krónur; einnig lét ég prjóna á mig sér- stakan bol, sem kostaði. 250 krón- ur. Og svo eru það ferðir og ann- að, allt kostar þetta peninga, og er ekki kleift einum manni, nema að hjálp komi til. — Já, það var nú meiri bolur- inn, skaut Pétur fram í, — Það var sannkallað módel 1810—20. Talið við mig fyrstan manna — Ef vig tölum meira um erfið leikana í sambandi við svona sund, sagði Pétur, — þá má geta þess, að þegar við komum til Vest mannaeyja, var engan bát að fá, aliir uppteknir. Ég brá mér þá til bæjarstjórans og sagði honum að ég væri kominn til Eyja með mann, sem ætlaði að synda til lands. Hann brá skjótt við, en það vafðist nokkuð fyrir honum að út- vega bátinn, en ag lokum tókst það, og við fengum bátinn Léttir. Ek'ki þótti nú skipstjóranum vera mikil fyrirhyggja í því, að ætia sér að synda til lands, sérstak- lega þar sem mikið brim væri við ströndina. En hann fór samt með, og eftir ag Axel var búinn að synda, og vi ð voruir. á lei8 til Eyja aftur, yn'eraði ég á því við skipstjórann, hvemig honum hefði líkað. Hann var fljótur til svars, og sagði ag sér hefði þótt bæði fróðlegt og skemmtilegt að vera með í þessari ferð. Notaði ég þá tækifærið og spurði hann, hvort við mættum koma til hans aftur, ef annað Vestmannaeyjasund yrði reynt, og svaraði hann þá: — Þið talið ag minnsta kosti við mig fyrstan manna. Hiklaust dregið þig inn — Brimið hefur sem sagt verið mikið? — Þegar við vorum alveg að koma að landi, sagði Pétur, —■ renndi stóri báturinn þvert fyrir okkur og skipstjórinn sagði: — Þið farið ekki fet lengra. Og við fórum náttúrlega eftir því. Axel skaut hér inní, að sér hefði komið í hug að renna í gegn, en þá var Pétur fljótur að segja: — O, ég hefði hiklaust tekið í þig og dregið þig inn. Sjóveiki — Nokkuð sjóveikur á leiðinni? — Nei, fann ekki fyrir henni, en fyrst farið er að tala um sjó- veiki, þá er rétt ag það komi fram, sagði Axel, — að þegar um sjóveiki er að ræða sjá sund- mönnum, eT það ekki þessi venju lega sjóveiki, sem allir þekkja, Meistaramótið Axel var allferlegur á aö líta — 12 kíló af feitl. „Breiddin” eykst Kristlelfur í ár. hljóp 35. meistaramótið 1 frjálsum í þróttum hófst á Laugardalsvellin um í fyrrakvöld. Mótið hófst með setningarræðu formanns FRÍ, Jó- hannesar Sölvasonar. Árangur í cinstökum greinum var nokkuð góður, en áhorfendur voru fáir. Úrslit í greinunum urðu þessi: 400 m. grindahlaup: 1. Sigurður Björnsson KR 57.9 2. Hjörleifur Bergsteins. Á. 59.6 3. Sigurður Lárusson Á 60.6 4. Helgi Hólm, ÍR 63.8 200 m. hlaup: 1. Valbjörn Þorláksson ÍR 22,8 (Bezti tími í ár) 2. Hörður Haraldsson Á 23,1 á bezta tíma sínum 3. Grétar Þorsteinsson, Á 23.1 4. Magnús Jakobsson UMSB 24.9 H andknattleiksmeistar a mótið hefst í dag íslandsmótið í handknattleik utanhúss í meistaraflokki karla, fer fram að Hörðuvöllum í Hafn- arfirði í dag, og stendur yfir til 29. júlí. — Þátttakendur eru fimm félög: F.H., yíkingur, Fram, Ár- mann, ÍR. — í dag kl. 3: Víkingur —F.H.; Ármann—ÍR. — Á morg- un kl. 3: Fram—Víkingur; F.H. —Ármann. — Þriðjudaginn 25. júlí kl. 8: ÍR—Fram; Vikingur— Ármann. — Fimmtudbagur 27. júlí kl. 8: FH—ÍR; Ármann— Fram. — Laugardagur 29. júlí kl. 3: Víkingur—ÍR; Fram—FH. 5000 m. hlaup: 1. Kristl. Guðbjörnss. KR 14.58,0 (Bezti tími í ár) 2. Agnar Leví KR 15.56,8 (Bezti tími hans) ^ 800 m. hlaup: 1. Svavar Markússon KR 1.57,7 2. Steinar Erlendsson FH 2.05,5 3. Valur Guðmundsson ÍR 2.06,8 Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannssoíi KR 15.69 2. Gunnar Huseby KR 14.99 3. Ólafur Þórðarson ÍA 13.70 4. Hallgrímur Jónsson Á 13.69 5. Björgvin Hólm ÍR 13.67 6. Bogi Sigurðsson Á 12.68 j Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson ÍR 1.90 2. Sigurður Lárusson Á 1.70 3. Ingólfur Hermannsson ÍBA 1.70 4. Ólafur Sigurðsson ÍR 1.60 Langstökk: 1. Vilhjálmur Einarsson ÍR 7.06 2. Einar Frímansson KR 6.66 3. Þorvaldur Jónasson KR 6.57 4. Kristján Eyjólfsson ÍR 6.07 5. Magnús Jákobsson UMSB 5.74 Spjótkast: 1. Ingvar Hallsteinsson FH 62.11 2. Björgvin Hólm ÍR 61,01 3. Valbjörn Þorláksson ÍR 56.67 4. Jóel Sigurðsson ÍR 54.25 5. Ólafur Gíslason ÍR 52.32 6. Kjartan Guðjónsson KR 49.05 7. Kristján Ólafsson KR 45.25 8. Karl Hólm ÍR 44.04 9. Þorvaldur Ólafsson ÍR 43.46 10. Páll Eiríksson FH 42.20 heldur stafar hún af því, að þeir drekka óeðlilega mikinn sjó, en í sjónum er, eins og allir vita, mikig salt, og olía flýtur oft ofaná sjónum, einkum er mikið um hana í Ermarsundinu. Þetta þolir eng inn maður að fá ofaní sig, og því verða sundmennirnir veikir. Vinnan ræSur en ... — Ákveðinn í að halda áfram? — Já, ég hef mjög gaman af þessu og iðka það sem s.port. En ég vil taka það alveg sérstaklega fram, að sund í sjó ættu sem flest ir að iðka og þá sérstaklega við íslendingar, sem höfum svo mikið saman við sjóinn að sælda. Það er ekki lítið atrfiði, t.d. fyrir sjó- mennina okkar að vera vanir að synda í sjó. Þetta sund mitt væri mér mikið ánægjuefni, ef það yrði (Framhald á t3 síðu) F.H. Islandsmeistarar í kvennaflokki Meistaraflokksmótinu í liand- knattleik og 2. flokki, lauk í fyrraxvöld. Leiknir voru þrír leikir í hvorum flokk. í meistara- flokki fóru leikar þannig: Ár- mann—Þróttur 2:2, Valur— Fram 8:7, F.H.—Víkingur 6:5 eftir framlengdan leik. f 2. flokk fóru leikar svo, að Ármann vann Fram 2:1, F.H.— Valur 1:0, Breiðablik—Víkingur 5:1: íslandsmeistarar utanhúss urðu því stúlkurnar úr F.H. og lilutu þær 10 stig; unnu aJia leiki sína. Önnur féiög hlutu þessi stig: Víkingur 8, Ármann 5, Þróttur 4, Valur 2, Fram 1. í . 2flokki urðu úrslit þessi: Ármann 9 stig, Fram 8, og Breiðablik 5. Sundmót Strandamanna Strandaimanna fór fram við Gvendarlaug á Bjarnarfirði 10. júní s.l. Keppendur voru frá tveim fé- lögum: U.M.F. Geisla, 13 kepp- endur, og Sundfél. Gretti, 14 keppendur. t Urslit í hinum ýmsu greinum urðu þessi: 50 m. bringusund karla: 1. Sigvaldi Ingimundars. Gr. 41,5 2. Ingim. Ingimundars. Gr. 42,3 3. Baldur Sigurðsson, Gr. 43,0 4. Kjartan Jónsson, G. 43,4 Keppt var um nýjan farand- bikar. 50 m. bringusund drengja 16 ára og yngri: 1. Pálmi Sigurðsson, Gr. 44,9 2. Þorvaldur Benediktss., G 45,1 3. Pétur Ingimundars., Gr. 49,6 4. Jón M. Jóhannsson, G. 51,3 Keppt var um farandbikar. 50 m. frjáls aðferð kvenna: 1. Hulda Sigurðard., Gr. 53,4 2. Svanhildur Björnsd., G. 53,7 3. Anna Halla Björgv.d., G. 54,2 4. Erna Arngrímsd., Gr. 55,5 Keppt var um farandbikar er Hulda vann í annað sinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.