Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.07.1961, Blaðsíða 6
TÍMINN. 1 Frumsýning Herranætur 1932 er hafin. Leikhússalur gömlu Iðnóar er þéttsetinn, og tjaldið hefur ver- ið dregið frá. Sviðið er mann- laust og þögn eftirvæntingarinnar ríkir. Við, sem eigum að færa upp „Saklausa svallarann“ eftir Arnold og Bach í þýðingu, sem við feng- um Emil Thoroddsen til þess að gera, stöndum eftirvæntingarfull öðnim megin við sviðbúnaðinn, en hinum megin stendur aðeins einn leikenda, sá sem á að bera allt uppi. Hann virðist hafa hikað við að hlauna inn á sviðið — og stend- ur þarna eins og steinrunnið nátt- tröll. „Hvað er þetta! Ætlar maðurinn ekki að byrja?“ — Við pötum og bendum — og „súflörinn" ætlar næstum með höfuðið inn í sviðs- birtuna af spurn og forundrun. — Tveir okkar, sem mest höfum stað- ið að þessum leik, erum komnir á leið niður í búningsklefana af ang- ist. Myndi rætast spá leikstjórans, sem ekki vildi láta nafns síns getið á leikskrá, — allt fara út um þúf- ur? Undirgangur heyrist frá svið- inu, nokkur orð, og allt kveður við aí hlátri og klappi. Leiknum var borgið. Frábær fögnuður. Góð áhrif. Margar leiksýningar. Leik-; stjórinn kannaðist við verkið. Góð- ur skildingur rann í Bræðrasjóð. Sá, sem hikaði og lét eftirvænt-j inguna ná hámarki frammi í saln-1 um, en nær bugaði okkur hin, var Eiríkur J. Eiríksson, sem þá var, að því er okkur virtist, feiminn og óframfærinn skólasveinn austan af Eyrarbakka. Þessa dagana verður hann fimmtugur og er löngu orð- inn landskunnur prestur, skóla- maður og æskulýðsleiðtogi. Þegar séra Eiríkur kom í Menntaskólann í Reykjavík eftir gagnfræðapróf 1929, var hann okk- ur öllum þroskaðri í félagslegu starfi innan Ungmennafélags Eyr- arbakka og fleiri félaga undir leið- sögn frábærra kennara sinna, Að- alsteins Sigmundssonr og Ingimars Jóhannessonar. Þá þegar var kom- in út bók, sem hann hafði þýtt, drengjabókin „Ég lofa ..eiÉtir Vilh. Bjerregárd. Þegar tóm gafst til frá námi, svo sem í skólaferðalögum, og hóp- urinn var mátulega stór til kynna, þá kom fram hvað í Eiríki bjó, kímnin, hnittin tilsvör og þekking á ýmsu, sem ekki hafði verið kennt i skóla. Fáa menn hef ég hitt, sem kunna að hlusta á við séra Eirík, en ekki minnist ég þess að hafa á skólaárunum heyri Eirík fiytja ræðu. Leiðir okkar skildu að loknu stúdentsprófi „1932, og þær lágu ekki saman fyrr en 1941. Hann er þá orðinn kennari við héraðsskól- ann að Núpi, sóknarprestur í Mýrahreppi og sambandsstjóri UMFÍ. Á þrem árum„hafði hann lokið guðfræðinámi og samtímis því námi kennaraprófi. í Sviss hafði hann dvalið við framhalds- nám í eitt ár. Á Núpi átti hann ágætis heimili. Árið 1938 kvæntist hann Kristínu Jónsdóttur, Ólafs- sonar bónda að gemlufelli við Dýrafjörð. Aftur erum við komnir 1943 að leiksviði. Ég hef sem aðstoðar- maður mótsstjóra 5. Landsmóts UMFÍ að Hvanneyri stjórnað skrúðfylkingu niður á leikvanginn á bökkum Hvítár. Fylkingin hefur numið staðar við torfuhlaða. Fán- arnir blakta i regnúða austanáttar- innar, og keppendur eru óróir vegna væntanlegrar keppni. „Hví eru raðir ekki leystar upp og keppni hafin?“ Það á eftir að setja mótið. Allt í einu birtist séra Eiríkur á torfuhlaðanum. Hann heldur á lít- illi vasabók. Hann hefur mál sitt, og án þess að hátalara njóti við. Orð hans berast meitluð og skýr, út yfir raðirnar. Óróinn hverfur, og það er hlustað á snjallt málfar um íþróttir, þörf góðs félagsskap- ar og vandvirkni við lausn verk- efna Aldrei sést ræðumaður fletta blaði hinnar litlu bókar, samt er ekkert lát á ræðunni, og augun virðast dvelja út við sjóndeildar- FIMMTUGUR I DAG: Séra Eiríkur J. Eiríksson þjóðgarðsvörður og forseti U.M.F.Í. nami og var rla og þreki. áhvg' Það urðu því gó' hring Borgarfjarðar, þar sem vin- ur hans og kennari hafði drukkn- að 3 mánuðum áður. Ég hef oft síðar verið samvist- um við séra Eirík á landsmótum UMFÍ eða öðrum mannfundum Erill, mikil störf, vökur og lítill tími til ræðugerðar, samt hefur hann flutt einhverjar hinar snjöll ustu ræður, sem á síðari árum hafa verið fluttar á mannþingum. Ég veit marga, sem lengi munu geyma minningu frá prédikun séra Eiríks á 10. landsmóti UMFÍ á Þingvöllum 1957. Sú ræða flutti áheyrendum mikinn boðskap og var samgróin tign staðarins, sögu og náttúru. Ræðu þá, sem séra Eiríkur flutti við setningu sambandsþings UMFÍ að Laugum 29. júní s.l., rómuðu margir. Þar var af skarpri hugsun rætt um handritamálið og mörg önnur viðfangsefni þjóðar- innar. Séra Eiríkur er yfirlætislaus og' ,____,. • _ . hvar sem hann fer, er hann hmn virðist hlédrægur, en þegar hann .... ___,. ____. , . ,° , , . mikli leiðbeinandi, sem nær at- er fcominn i ræðustólmn, bryzt h linni $vo að það er hlustað fram hans mikla orka í formi ^ kann þ- hefur beitt orða, sem tengjast saman í meitl- henni frá þ£ é ma* hann fyrstj reynsla og sá þ' veitir, geri kann >• r ' r enn þá betri En ' ' • fjarðaár voru nctu; gleymast ekki. Sr. Eiríkur er, ein.-, o.’ alþ' veit, ræðumaður m:kill Vc:r' ingar hafa heyrt hanr, ílyf a : og þýðing í menningu héraðs og ar eftirminnilegar ræður M v þjóðar sé ómetanlegt, og ekkert verður nú hugsað til hans a £i geti komið í þeirra stað í menn- tugsafmælinu í dag með hlýrn , 1 ingarlífi þjóðarinnar. glaðri þökk fyrir ómetanlegar Séra Eiríkur hefur gefið Vest- fjörðum 25 góð ár af ævi sinni. Ég stundir hrifningar og ánægju Þeir, sem slíkar gjafir gefa, auðga er hann hóf Herranótt 1932 — og söm var hún í ræðu.tólnum XI. Landsmóts UMFÍ. Þorst. Einarsson. aðar setningar um efni, sem er hugsað af skarpskyggni og grund- vallað á þekkingu. Á s.l. ári flutti séra Eiríkur sitt stóra heimili og merka bóka- safn suður á Þingvöll, og hefur síðan starfað þar sem sóknarprest ur og þjóðgarðsvörður. Að baki! Haustið 1935 varð Eirikur J. sér á hann að Núpi merka sögu Eiríksson kennari við héraðsskól- sem frábær kennari, stjórnsamur ann á Núpi í Dýrafirði. Veturinn skólastjóri og snjall kennimaður. eftir var hann við framhaldsnám Fyrir 1% embættismannslaun hef- suður í löndum, en haustið 1937 ur hann í fjórðung aldar unnið, vígðist hann aðstoðarprestur séra fullt starf tveggja; verið skóla- Sigtryggs Guðlaugssonar, og tók þá stjóri og sóknarprestur. Jafnframt aftur við kennslu við sfcólann. Á þessu hefur hann leyst af hendi Núpi var starfssvið hans um aldar- ýmiss konar félagsmála- og trúnað fjórðungsskeið, sem kennari, prest arstörf. ur og skólastjóri. ísl. skólastjórar við heimavist- j>ag er mikið starf, sem sr. Ei- arskóla eru litt öfundsverðir. ríkur hefur innt af höndum á Mannfæð til allra starfa. Ekki er Núpi. Undir hans stjórn og hand- húsverði, gangaverði eða hjúkr- íeiðslu varð skólinn mikið sóttur unarkonu til að dreifa. Fæst nægi 0g vann sér álit fyrir mikla fram- legt kennaralið, ráðskona eða för og góðan árangur af námi starfsstúlkur? Kemst þetta hús- nemenda. Sjálfur er sr. Eiríkur rými í notkun fyrir haustið? Fæst óvenjulega mikill kennari, og fé í þetta eða hitt? — Og svo á- starfsþrek hans við kennslu er sókn aðstandenda unglinga úr mikið. Þess eru líka sennilega fá bæjum og sveitum. Enginn virðist dæmi, að menn gangi að starfi skilja, að skólinn er löngu full- með meiri elju ,og kappi, — starfs skipaður. Það hlýtur að vera rúm gieði og hikleysi, en hann. Það fyrir einn. Stöðugur fjárskortur. mun iftt hafa hvarflað að sr Ei- Sókn um fé til ýmissa aðila, því ríki, að telja vinnustundir sínar að flest stjórnvöld eru margskipt. við skólann, heldur að vinna með- Og svo fjárskil og endurskoðanir. an dagur entist og koma sem — Auk þessa alls viðhald aga, mestu í verk. Starfsgleði hans sálusorgarastörf og kennsla. byggðist á því, að vilja verða að Hin mikla hjálp séra Eiríks á liði, og ekkert var honum fjarlæg- þessum margþætta vettvangi hef- ara en að gæta þess, að ekki væri ur verið kona hans og samkenn- ofmikið unnið. arar. Hefði séra Eiríkur eigi átt Þó að atvinna sr. Eiríks væri slíka ágætis konu, myndi hann án bundin við skóla og kirkju, sæmir efa hafa gefizt upp fyrir löngu. sízt að gleyma þeim hlut sem Hversu oft hefur hún ekki tak- hann og heimili hans átti í menn- markað húsrúm heimilisins vegna ingarlífi og menningarstarfi al- of naums húsakosts fyrir nemend- mennt í héraðinu. Kona sr. Eiríks, ur, og svo sjálf gengið í verkin Kristín Jónsdóttir frá Gemlufalli, sem ráðskona eða fyllt önnur þau er mikilhæf kona, gáfuð vel og skörð, sem urðu í starfsliðið. Þeg-; frbær að dugnaði Mörgu hefur ar séra Eiríks verður minnzt síð- j verið að sinna á heimili þeirra, armeri í sögu Núpsskólans, mun' því að börn hafa þau átt 10 og lifa þætti frú Kristínar í skólastarfinu öll nema eitt. Þó virtist heimili vonandi ekki gleymt. 1 þeirra alltaf standa gestum opið. Merkur skólamaður kom fyrir Þar komu og dvöldu lengur eða; fáum dögum með hóp nemenda á skemur ýmsir þeir menn, sem Þingvöll. Hann bað séra Eirík að fengur var að hýsa í héraði Á segja nemendum frá örnefnum og heimili þeirra hjóna var margt sögu staðarins. Það var fúslega rætt og mörgum ráðum ráðið í veitt og gönguförin um staðinn sambandi við menningarmál. Þar var þessum skólamanni ógleyman blönduðu menn geði og skiptust á leg. | skoðunum Slík heimili eru dýr-j „Ég og nemendurnir hlustuðum mætar stofnanir og nauðsynlegar,: hugfangnir. Frásögnin var svo enda þótt erfitt sé að leggja á þau meitluð og skýr Virðingin á staðn mælikvarða eða meta gildi þeirra. um og sögunni svo alúðarfull, að Yfir það ná engar tölur eða stærð: hún hreif okkur.“ fræðilegar reglur En það er trú Þannig er séra Eiríki farið, að okkar, að hlutverk slíkra heimilai vil ekki segja beztu ár sín, því að °kku,r .^rsjóðum, sem slíkt er fllt að meta, en þetta voru hvorkl molur né fær Srandað' ár ungs manns, sem lokið hafði H. Kr. Hin árlega Álfaskeiðsskemmtun verður næstkomandi sunnudag og hefst með guðs- þjónustu klukkan 14.30. — Séra Magnús Guðjóns- son predikar. Dagskrá: Ræða, Andrés Kristjánsson, blaðamaður. Einsöngur, Erlingur Vigfússon. Upplestur, Ævar R. Kvaran, leikari. Skemmtiþáttur, Baldur og Konni. Lúðrasveit Selfoss leikur. Um kvöldið verður dansleikur í Félagsheimili Hrunamanna. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur. Söngvari Þorsteinn Guðmundsson. Ungmennafélag Hrunamanna. • - -v. - 3 tegundi? fannkrems EQD FlF Með piparmyntubragði og virku Cum- asinasilfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir. □□□□ Sérlega hressandi með Chlorophyl, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn- þefjan. mu FlF 4 Freyðir kröftuglega með pipar- myntubragði. VEB Kosrnetik Werk Gera Deutsche Demokratische Eepublik Þökkum hiartanlega hlýhug og vlnáttu okkur sýnda viö andlát og jarðarför Þórðar Jónssonar, Borgarnesl. Sérstakar þakkir til yfirlæknis, lækna og hjúkrunarliðs Sjúkra- húss Akraness fyrir ágæta hjúkrun. Einnig til allra, sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið. Drottins blessun fylgi ykkur. Sigriður Þorvaldsdóttir, Marinó Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.