Tíminn - 28.07.1961, Blaðsíða 4
4
T f M I N N, föstudaginn 28. júlí 1961.
>
Fiskibátarnir liggja við
bryggjurnar, værðarlegir eins
og sofandi þorskar, og það
kumrar letilega í böndunum,
sem halda þeim fö.stum, —
þessum trúlofunarböndum, sem
alltaf er verið að festa og leysa
á víxl. Landkrabbarnir eru
önnum kaflir vig að afgreiða
bátana og una sér engrar hvíld
ar, fyrr en þeir hafa leyst trú-
lofunarböndin og hrundið bát-
unum frá bryggjunum. Sjó-
krabbarnir eru einhvers stað-
ar í landi að reyna að gleyma
sjónum og sjálfum sér og þorsk
arnir í djúpinu eru s.tikkfrí á
meðan.
Blaðamaðurinn reikar um
meðal manna og véla og hefur
á tilfinningunni, að honum sé
fullkomlega ofaukið í tilver-
unni.
Stór maðúr og bringubreiður
stendur á Loftsbryggju og ber
hönd upp að enni og horfir út
á sjóinn. Blaðamaðurinn g'láp-
ir í sömu átt, en sér ekki neitt.
Á hvag skyldi maðurinn vera
að horfa? Hann vakkar dálitla
stund umhverfis manninn, áður
e>n hann áræðir að spyrja:
— Á hvað ertu að horfa?
Stóri maðurinn lítur snögg-
lega á blaðama'nninn: — Á sjó-
inn.
— Bara sjóinn? spyr blaða-
maðurinn.
Stóri maðurinn horfir með
vanþóknun á blaðamanninn og
virðir hann ekki svars.
— Ertu sjómaður?
— Ekki er ég landkrabbi,
Við erum ara skófluþrælar . . . .
Konungar moka ekkiís
- . CíikXáki AúJÓ
segir sá stóri meg lítilsvirð-
ingu.
— Er þér illa við land-
krabba?
— Onei, þetta eru meinleys-
isgrey. Ertu að krota eitthvað
niður? Ég kæri mig ekkert um
að komast í blöðin.
— Bara svolítið, segir blaða- ■
maðurinn varfærnislega.
— Nei, segir stóri maðurinn
grimmdarlega og snýr sér
snöggt við.
Blaðamaðurinn horfir á breitt
bak hans og áræðir ekki að
ónáða hann frekar.
Lengra niður á bryggjunni
eru tveir landkrabbar í óða
önn að moka ís af bíl ofan i
bát.. Annar stendur uppi á bíln
um og mokar ísnum ofan í
rennu, sem liggur niður í maga
bátsins, eins og vélinda. Hinn
ýtir á eftir ísnum í vélindanu
með kústi. Það er engu líkara
en hann sé að mata óþægan
krakka. ísi:nn á bílpallinum
hefur 5vitnað í sólskininu, og
bíllinn pissar á bryggjuna Sá
á pallinum stekkur niður og
verður undir bununni um leið
og hann lokar pallgaflinum.
— Ert þú með bátinn, spyr
blaðamaðurinn pallbúann
— Ég er nú bara skófluþræll.
— Ertu þá með bílinn?
— Já, ég læt mér nægja að
vera með þessa bíltík.
— Við erum nú ekki alltaf
með skóflur, segir félagi hans
ofurlítið ásakandi.
— Hann er svo ungur enn
þá og skilur þetta ekki, segir
pallbúinn til skýringar og snýr
sér að félaga sínum: — Skóflu
þrælar eru þeir kallaðir, sem
vinna stritvinnu.
Hann stingur skóflunni í ís-
inn: — Hann skilur þetta ekki.
greyið.
Siá ungi heldur áfram að
troða ís ofan í maga bátsins
og þegir.
— Hvað heitirðu? spyr blaða
maðurinn hann.
— Sverrir.
— Sverrir konungur?
— Nei, konungar moka' ekki
ís.
— Við erum báðir skóflu-
þrælar og mokum ís. segir
hinn.
— Á hvaða veiðum er bát-
urinn?
— Hann er á snurvoð Þeir
fiska margir í snurvoð núna
— Hvað mega þeir vera lengi
úti á veiðum í einu?
— Þrjátíu tíma. — Jæja, þá
erum við búnir.
— Farig þið heim núna?
— Heim, nei aldeilis ekki
Nú förum við að taka salt-
fisk úr öðrum bát.
— Er aldrei fri?
— Það er aldrei fri hjá
skóflu.......
Og bíllinn brunar upp bryggj
una og skilur eftir sig — ísinn.
sem heldur áfram að svitna í
sólskininu. Birgir.
eins og þú sérS.
Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 19775 og 22822.
K U R með afborgunum.
Notið góða veðrið.
Notið sumarfríin.
Standsetjið lóðina meðan enn er sumar,
greiðið í haust og vetur.
af hvoru tagi
Með auglýsingu þessari viljum við gefa mönnum kost á að eign-
ast neðantaldar bækur meðan enn er kostur að fá þær. Kápur
sumra bókanna eru ekki vel hreinar.
Tónlistin. Sígild bók um tónlist og tónskáld, þýdd af dr. Guð-
mundi Finnbogasyni. 190 bls. Ób kt 25.00.
Darvinskenning, þýdd af dr. Helga Pjeturss, 84 bls. Ób. kr. 10.00.
Germania, þýdd af Páli Sveinssyni. 88 bls Ób. kr. 10.00.
Um frelsið, e. J Stuart, þýdd af Jóni Ólafssyni ritstj. 240 bls.
Ób kr. 30.00.
Mannfræði e. R Merritt. þýdd af dr. Guðmundi Finnbogasyni,
192 bls Ób kr 15.00 ^
Býflugur e M Materlinck. þýdd af Boga Ólafssyni. 222 bls. Ób.
kr 25 00
Æska mín, e Leo Trotski. í þýðingu Karls ísfelds.' 190 blsT Ób.
kr 15.00.
Æringi. Gamanrit í bundnu og óbunfnu máli um stjórnmál og
þingmál um aldamótin. 48 bls. Ób. kr 20.00.
Æska Mozart Heillandi frásaga um æskuár undrabarnsins Moz-
arts 80 bls Ób. kr 10.00.
Uppsprettulindir. Fyrirlestrar e. Guðm Friðjónsson frá Sandi.
90 bls Ób kr 10.00.
Um vinda Alþvðleg veðurfræði. útg 1882 102 bls. Ób. kr. 25.00.
Matur og drykkur, þýð. dr. Björg Þ. Blcndal. 222 bls. Ób. kr.
30.00
Litii varningsbók, samin af Jóni Sigurðssvni, forseta. Útg. 1861.
Fáséð 150 bls. Ób. kr 100.00.
Páli postuli. e. próf Magnús Jónsson. 316 bls. Ób. kr. 50.00.
Galatabréfið. e próf. Magnús Jónsson 128 bls. Ib. kr. 40.00.
Noregur undir oki nazismans, e. J. S. Worm-Muller. 168 bls.
Ób kr 20.00.
Ferðasa ea Árna Magnússonar frá Geitastekk. 200 bls. Ib. kr.
50 00
Ættgengi og kynbætur e. F. K. Ravn. Margar myndir. 118 bls.
Ób kr 20.00.
Merkið X við þær bækur sem þér óskið að fá. Skrifið nafn og
heimilisfang greinilega.
BARNABÆKUR:
Rófnagægir. Fræg, þýzk barnasaga. 38 bls., ób. kr. 5.00.
Sögurnar hans afa og fleiri ævintýri, e. Sólveigu Eggertz Péturs-
dóttur. 88 bls. Ib. kr 20,00.
Rósalind. Skemmtileg og falleg saga fyrir telpur. Með myndum.
48 bls. Ib. kr. 10.00.
Piltur eða stúlka. Fjörleg og gamansöm saga fyrir pilta og
stúlkur. Með myndum. 170 bls. Ib. kr. 25,00.
*
Odýra hóksalan Box 1%, Reykjavík