Tíminn - 28.07.1961, Qupperneq 16

Tíminn - 28.07.1961, Qupperneq 16
Föstudaginn 28. júlí 1961. 169. blað. Þýzkir læknar á skemmtireisu Komu með Íystiskipinu Fritz Heckert, í fyrrakvöld kom til Reykja víkur austur-þýzka skemmti- ferðaskipið Fritz-Heckert með 375 farþega innanborðs, aðal- lega lækna í sumarleyfi sínu. Skipið mun liggja í Reykjavíkur höfn f,ram á laugardagsmorgun. Frá klukkan fjögur í dag til klukk an sjö, gefst hverjum sem er kost ur á ‘því að skoða skipið, sem er í hvívetna hið glæsilegasta. Um borð eru óteljandi barir, tvær sundlaugar og er önnur þeirra hreinasta listaverk, tvö bíó eru um borð, danssalur og mjólkurbar, verzlun cg bókasafn og eig'in út- varpsstöð. Skipherra sýndi blaðamönnum skipig í gær. Kvað hann skipið vera smíSað af Alþýðúsambandi Austur-Þýzkalands til hressingar- (Framhald á 2. síðu.J NORSKT LANDN AMSÆVINTYRI Á GALAPAGOSEYJUM Fáar landnámstilraunir hafa farið jafnhroðalega út um þúfur og tilraunir Norð- manna til landnáms á Galapa- goseyjum. Galapagoseyjar eru vestur af Equador, hundrað mílur úti í Kyrrahafi. Norð- maður, sem þangað komst 1923, skrifaði bók um eyjarn- ar, blindaður af því ævintýri, að hann hafði dvalizt þar fyrst ur norrænna manna. Hann lýsti pálmaströndum, höfugri frjósemd jarðarinnar og trjám sem svignuðu undan þunga ávaxtanna. Bókin seldist vel, skipafélög sáu sér leik á borði og hugðust stofna til mann-1 flutninga til eyjanna, og um | tvö hundruð menn létu ginn- ast til þess að gerast þar land- nemar. Þeir fóru til eyjanna 1 árin 1925 og 1926. Allt var vel undirbúið — nema hvað 'tóð'zt haf'ði að kanna eyjarn ar betur og sannreyna frásögn bókarhöfundarins. Þær reyndus.t nálega gróðurvana, pálmarnir voru ekki annað en kaktusar, ávextirnir lítig eitt af appelsínum, vatnið salt og torfengið, jarð'veg- urinn svo grunnur, að torvelt var að koma við plógi, nema þá á stöku stað, þegar mikig hafð'i ver- ið rifið upp af grjóti. Af Norðmönnum þeim, sem létu ginnast, voru aðeins tuttugu eftir að nokkrum árum liðnum. Sumir þeirra hafa lifag síðan, ókvæntir í einveru, en fáeinir fengu fjöl- skyldur sínar til sín. Nú eru á eynni fimm norskar fjölskyldur með' fimm börn, þrír karlmenn ó- kvæntir og ein ógift kona. Eitt af því, sem Norðmennirn- ir ætluðu að gera á Galapagoseyj- um, var að reisa fiskniðursuðu- verksmiðju. Veiðarnar hefðu get- að gengið sæmilega og verksmiðj an komst upp. En Norðmennirnir þóttust allir betur fallnir til þess að vera verksmiðjustjórar en fiskimenn. Miklar deilur ui’ðu, og einangrunin á þess.u.m úthafseyj- um magnaði óvildina, sem af þeim reis. Sprenging varð í verksmiðj- unni, og einn mannanna dó af brunasárum, sem hann hlaut. Upp úr því var hætt að starfrækja verksmiðjuna. Þrátt fyrir þessar ófarir, var þó fólk frá öðrum löndum ginnt til eyjanna — Þjóðverjar, Sviss- lendingar, Belgir, Ný-Sjálending- ar, Frakkar og Equadormenn. — Þetta fólk lifð'i á því ag rækta kaffi, hrísgrjón, maís og banana. Árið 1957 voru hafnar mánaðar- legar siglingar á milli eyjanna og meginlandsins, og nú eru smá- bæir á fjórum eyjanna af fimm. Engin lög ag kalla hafa verið þarna í gildi til s'kamms tíma, en yrði einhver u.ppvís að þjófnaði, var siður að senda hann til lands með næstu ferð, sem féll. En nú er nýi tíminn kominn til Galapagoseyja. Fyrir nokkrum árum fengu eyjarskeggjar að kjósa þingmenn á þingið í Equa- dor, og eftir það' var rafstöð reist og fyrsta vélknúna ökutækið, veg hefill, var sent þangað. Nú eru þar þrír bílar — allir ríkiseign. Stjórnin í Equador lætur sig dreyma um það, að Galapagos- eyjar verði mikil ferðamannamið- stöð, og uppi eru ráðagerðir um að' byggja þar heilsuhæli handa gigtveikum mönnum. ■. Dýraiifið á Galapa- Eyjarnar hafa hlotið nafn sitt af hinum stóru skjaldbökum, sem þar voru, en eru nú orðnar sjald gæfar, og hafa verið friðaðar, Hér á myndinni að ofan sést drengur með eina slíka skjaid böku. Neðri myndin er af eðlum uppi á hraungrýtinu, sem þekur mest- an hluta eyjanna. Glæsilegur langferðabíll Snyrtiklefi, salerni, veitingar Fyrir fáum dögum sýndu Iforráðamenn NcrðurleiSar hf. blaðamönnum og fleiri gest- um nýjan langferðabíl, sem aka mun á leiðinni milii ^Reykjavíkur og Akureyrar. Bíllinn er af Scania-Vabis-gerð i og yfirbygging f.rá Bílasmiðjunni 1 h.f. Ólafur Finsen, formað'ur I stjórnar Norðurleiðar h.f., sagði að með tilkomu þessa bíls væri brotig blað í sögu fólksflutninga milii Norð'ur- og Suðurlands land- veginn, því að ákveðið væri, að þessi bill æki milli Reykjavíkur og Akureyrar, án þess að stanza 1 á leiðinni. í bílnum er komið fyrir | mjög haganlegum snyrtiklefa með' j salorni, og er .það nýmæli í lang ferðabílum hfr á landi. Fyrir nokkru tóku Norðurleiðar menn uþp þá nýbreytni að hafa þernur í bílunum. Þetta hefur mælzt mjög vel fyrir og orðið vinsælt með'al farþega. Ákveðið er ,að í þessum nýja bíl gangi þernur um beina og veiti farþegum brauð, gosdrykki og mjólk á leiðunum. Allur frágangur á smíði bíls- ins er hinn vandaðasti og er það' (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.