Tíminn - 29.07.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 29.07.1961, Qupperneq 9
TIMIN N, laugardaginn 29. júlí 1961. 9 Hvaö dvelur hafnar- gerð í Þorlákshöfn? Almenningur á Suður- landi er harla undrandi á því, að ekkert skuli móta fyrir því, að hafizt sé handa um hafnargerð í Þorláks- höfn, og menn spyrja, hvort þetta sumar eigi að líða svo, að ekkert verði að- hafzt í þessu langþýðingar- mesta framfaramáli Sunn- lendinga. Eiga nær 12 þús. hins hafnlausa fólks að bíða enn eitt sumarið, þrátt fyr- ir marggefin loforð vald- hafanna? Tæknilegum undirbún- ingi verksins er lokið og verulegt fjármagn til reiðu. Málið hefur því hreinlega verið stöðvað hjá vitamála- stjóra og ríkisstjórninni, hvað sem því veldur. Það er fullkomið hneyksli ef ekki verður á þessu sumri hafizt handa um und- irbúnings- og byrjunar- framkvæmdir við hafnar- gerðina, eins og heitið hafði verið. Sé eitthvað tii fyrirstöðu, er valdi eðlileg- um drætti, er það krafa okkar Sunnlendinga að fá fulla vitneskju um það, hvað dvelur hafnarfram- kvæmdir í Þorlákshöfn. Óskar Jónsson. Vel heppnuð leikför S.l. mánudag kom leikflokkur Þjóðleikhússins til Reykjavíkur eftir að hafa sýnt leikritið „Horfðu reiður um öxl“ í 34 samkomuhús- um á landinu. Leikritið var fyr'st sýnt í Borgarnesi og síðasta sýn- ingin var í Mánagarði í Austur- Skaftafellssýslu. Leikritið hefur nú verið sýnt 39 sinnum á 38 dög- um úti á landi og er þetta lengsta leikför Þjóðleikhússins um langt skeið. Óhætt mun að fullyrða, að léiknum hafi verið mjög vel tekið og aðsókn að leiknum var með ágætum. í því sambandi má geta þess, að t. d. á Húsavík var ákveð- in ein sýning á leiknum, en sam- komuhúsið þar rúmar aðeins 180 í sæti, en 300 aðgöngumiðar seld- ust þar á hálfri klukkustund og varð því að sýna leikinn tvisvar sama kvöldið. Fyrri sýningin hófst kl. 8,30, en sú síðari kl. 11,30 og var henni lokið kl. 2,30 um nótt- ina. Það sama skeði á Ólafsfirði. Þar urðu leikararnir að sýna tvisvar sama kvöldið vegna þess að húsið rúmaði ekki alla þá, sem v.v Ég kom til Þórshafnar á Langanesi að áliðnum degi og barði upp á heima hjá nýja kaupfélagsstjóranum, Gísla Pét urssyni, sem tók við starfi sínu fyrir aðeins fáum vikum. Gísli Pétursson er tæplega 24 ára að aldri, innborinn Reykvíkingur, sem lokið hefur prófi frá Verzl unarskóla íslands, en síðan unn ið á vegum Sambandsins og kaupfélaganna bæði heima og erlendis. Gísli er nú yngsti kaupfélagsstjóri landsins, og hans munu bíða mörg verkefni Annað elzta hús á Þorlákshöfn Litast um áLanganesi vildu sjá sýninguna. Það virðist augljóst, að leikhúsunnendur í hin , um dreifðu byggðum landsins , kunni vel að meta leikrit, sem eru ! alvarleg eðlis og afsannar um leið þá kenningu, sem margir hafa haldið fram að undanförnu, að til- gangslaust sé að sýna annað en léttmeti úti á landi. Á næstunni verður leikritið sýnt í nágrenni Reykjavíkur. Leik flökkurinn mun sýna um næstu helgi á Snæfellsnesi, laugardag 29. júlí í Grafarnesi, sunnudag í Stykk | ishólmi og i Ólafsvík n.k. mánu- dag. Enn fremur verður sýnt á Kii'kjubæjarklaustri og hinu nýja og glæsilega félagsheimili í Bisfc upstungum, Aratungu, og í Vest- mannaeyjum. Leikararnir, sem t taka þátt í þessari leikför Þjóð- leikhússins, eru Gunnar Eyjólfs- son, Kristbjörg Kjeld, Bryndís Pét ursdóttir, Klemenz Jónsson og | Baldvin Halldórsson, en hann er einnig leikstjóri að sýningunni. ^ Myndin er af Kristbjörgu Kjeld og Gunnari í hlutverkum sínum. í því fjölþætta starfi, sem kaup félagsstjórar verða jafnan að inna af hendi. Kaupfélag Lang- nesinga, sem átti 50 ára afmæli á þessu ári, var upphaflega stofnað af bændum á Langa- nesi til þess að annast afurða- sölu og innkaup. Félagssvæðið var í fyrstu einskorðað að mestu við Sauðaneshrepp (Langanes), en nú eru Bakk- firðingar með í félagsstarfinu, og formaður félagsstjórnarinn- ar er Eggert Ólafsson í Laxár- dal í Þistilfirði, eða Dal, sem svo er oftast kallað. íbúatala og athafnalíf Á Þórshöfn búa nú rúmlega 400 manns, og má fiskveiði á smábáta teljast aðalatvinnuveg- ur þorpsbúa. Er'u gerðir út það- an um 15 bátar, og hafa afla- brögð undan farin ár verið góð, ekki sízt í fyrrasumar, enda löngum fiskisælt á Þistilfirði og við Langanes. Kaupfélagið rekur hraðfrystihús á staðnum, og vinnur það úr afla bátanna, en auk þess er nokkuð saltað, ef svo ber undir. Vilhjálmur Sigtryggsson, oddviti Þórshafn- arhrepps og helzti útgerðarmað ur á staðnum, auk þess sem hann er formaður á eigin bát sínum, er að reisa stórt saltfisk hús með kæliklefa undir beitu og bjóð. Dálítii síldarsöltun var á Þórshöfn í sumar, og var salt- að í samtals 2607 tunnur. Þá starfrækir kaupfélagið beina- mjölsverksmiðju, og í sumar var tekin í notkun lítil síldar- verksmiðja til þess að vinna úr síldarúrgangi frá söltunarstöð- inni. Því miður hafa komið í ljós annmarkar á síldarvinnslu- tækjunum, sem veldur því, að verksmiðjan skilar engan veg- inn fullum afköstum, en bæði mjöl og lýsi verksmiðjunnar er í alla staði gott að sögn kunn- ugra manna. Verður tæplega- bætt úr göllum verksmiðjunn- ar án talsverðs tilkostnaðar. Hafnarskilyrði á Þór'shöfn hafa verið bætt stórlega undan- farin ár, og á þeim byggist nú hin síaukna útgerð á staðnum, og að sjálfsögðu fiskvinnslan, sem þar er, og í sumar hefur dýpkunarskipið Grettir verið að vinnu í höfninni. Verzlunar- og samgönguj niöstöö Heita má, að Þórshafnarbúar séu nú hættir að stunda land- búnaðarstörf, og hafa mjög fáir kýr til eigin nota. Neyzlumjóík kaupa menn þar aðallega af tveimur bæjum í grenndinni, saman er ófært vestur yfir. Flugvöllur er á Sauðanesi skammt utan við Þórshöfn, og þar hafa flugvélar Flugfélags íslands viðkomu einu sinni í viku. Litlu strandferðaskipin, Herðubreið og Skjaldbreið, geta athafnað sig mjög greið- lega við bryggju á Þórshöfn til mikils hagræðis fyrir alla upp- skipun. Verið er að leggja veg vestanmegin Þistilfjarðar, svo- nefndan Hálsaveg, til Raufar- hafnar, og hefur sá vegur þeg- ar verið farinn allmikið í sum- ar, þótt hann sé aðeins ruddur á löngum kafla og ómalborinn. Þérshöfn Syðra-Lóni og Sætúni. Þórs- hafnarkauptún er annars allt byggt í landi Syðra-Lóns og eiga Syðra-Lónsbændur enn lóð ir og lendur í þorpinu, og mun sú skipan heldur fátíð orðin hér á landi, en þess ber að gæta, að Þórshafnarhreppur er tiltölulega ungur og var áður hluti úr Sauðaneshreppi. Þórs- höfn er að sjálfsögðu aðalverzl unaraðilinn, en auk þess er starfandi í kauptúninu allstór kaupmannaverzlun. Bæði kaup- félagið og kaupmannaverzlun sú, sem nefnd var, eru i nýjum og rúmgóðum húsakynnum, og verður ekki annað séð en að góður friður ríki milli þeirra, þar sem þær standa nær hlið við hlið við aðalgötu kauptúns- ins. Þórshöfn og nágrannasveit- ir eru í góðu vegarsambandi innbyrðis, og sumarvegur um Öxarfjarðarheiði tengir þessar byggðir við vesturhluta sýsl- unnar. Öxarfjarðarheiðarvegur teppist hins vegar fljótlega í haustsnjóum, svo að mánuðum Vegur þessi liggur að mestu að fjallabaki‘ofan við „Víkurnar" og verður hin mesta samgöngu- bót, þegar hann er fullgerður. Þá liggur vegur um Brekkna- heiði austur yfir og tengir saman Langanes og nyrztu byggðir Múlasýslna. =agurt útsýni Víðsýni er mikið á Langa- nesi, og það á einnig við um Þórshöfn. Sér langt til hafs og heiða og fjarsýni allt hið feg- ursta. Hins vegar verður ekki sagt, afi kaiuptúnið sjálft sé fallegt. Að vísu er það nú byggt eftir skipulagsuppdrætti, en mjög skortir á, að útlit og frágangur lóða og húsa sé í réttu hlutfalli við dugnað og at- hafnasemi íbúanna. Er mikið verk óunnið í garðrækt og ann- arri staðarprýði, og gæti Þór's- höfn þá með tímanum orðið hið snotrasta kauptún. Að því stuðlar einnig lega staðarins og fallegt útsýni. Ing. G. !■■■■■■! Nýtt kaupfélagshús í smíðum á Þorlákshöfn. '.VAV.V.VAV.V.V.VVV.V.,.V.V.,.,.V.V.V.V.V.V.V.,.,.,1 .VVVVVV.V.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.