Tíminn - 29.07.1961, Síða 13

Tíminn - 29.07.1961, Síða 13
T í M I N'N, laugardaginn 29. júlí 1961. 13 Segðu mér SS KS 53 (Framhald aí 11 síðu) mig bókasafn.“ Bókasafnið er mjög glæsileg bygging, sem stendur á fögrum stað í útjaðri Kansas City. Fundur okkar og Trumans hófst klukkan tíu, er við 12 útlendingar frá 11 þjóðlöndum kynntum okkur fyrir honum. Skömmu áður en ég lagði i ferð mína bað Björn Björnsson, konsúll íslands í Minneapolis, mig að skila kveðju til Trumans frá „The Eskimo“, en það er gælunafnið, sem Truman gaf Birni, er hann var fréttaritari fyrir NBC-frétta- stofuna í Hvíta húsinu á valdaár- um Trumans. Truman mundi strax eftir „The Eskimo“ og hló lengi. eftir að ég minntist á hann. Truman var mjög upptekinn þennan morgun, en virtist hafa áhuga á að ræða við okkur i nukk ar mínútur og bað okkur að setj- ast. — Spyi'jið mig bara, strákar, ég skal svara. Létum við • rigna yfir hann spurningunum, sem hann svaraði stutt og vel. Laumaði að bröndur- um, ef við átti, og skellihló svo. Ræddum við þarna heimsins póli- tík lengi, og báðum við útlending arnir um skoðun hans á ýmsum málum. Hann lét aldrei standa á svörum, en þau voru öl.l frekar fastmótuð og sýndu ljóslega, að hann heldur enn við sitt og lætur engan bilbug á sér finna. Svertingi frá Afríku spurði Truman um álit hans á framtíð hinna nýju Aríku- ríkja, og eftir nokkuð þóf sagði Truman: „Þú talar eins og komm- únisti, og þú hagar þér eins og kommúnisti, en ég veit, að þ úert allt of góður strákur til að vera kommúnisti.“ Þar með var viðtal- inu við hann lokið og hafði staðið | langt fram yfir áætlaðan tíma. Lof I aði hann okkur að koma út, svo ag við næð'um af honum myndum, • en það gerir hann annars aldrei. ■ Eftir að við fórum svo að skoða safnið, fór Harry Morgan aftur til baka og þakkaði honum fyrir. Er Harry kom svo út aftur, sagði hann við mig: „Veiztu hvað Tru-j man sagði við mig? Hann sagðistj ekki hafa skemmt sér eins vel' langa lengi og spurði svo, hvort þið hefðuð haft gott af viðtalinu.“j Fimm milljónir heillaóska- korta á dag Eftir að við skoðuðum safnið, var okkur boðið í hádegisverð með Joyce Hall, sem á stærsta og þekktasta prentfyrirtæki í heim- inum, sem framleið'ir heillaóska- l. ort, og heitir Hallmark Cards. Hann byrjaði starfið bláfátækur og föðurlaus, aðeins 16 ára gam- il.l. Hann seldi innflutt póstkort á götum Kansas City, og eftir nokkurn tíma fann hann út, að það var betra að kaupa myndir hjá listamönnum og prenta kortin sjálfur. Hann keypti sér litla prent vél og leigði herbergi fyrir ofan skóbúð og byjaði að prenta kort. Framleiðslan var 100 kort á dag,j en er nú komin upp í 5 milljóni kort á dag. Fyrirtækið hefur nú mörg þús-' und manns í vinnu og af öllum þjóðernum. Það merkilegasta við fyrirtækið er, að þar starfar ekk- ert verkalýðsfélag. Fólkið vill ekki stofna verkalýðsfélag, þar sem það hefur betri kjör hjá Hallmark en það myndi hafa ef það væri í verkalýðsfélagi. Má þar nefna, að það hefur afar góð vinnuskilyrði. m. a. frítt kaffi á morgnana og gosdrykk í kaffitímanum. Allir fá frí á afmælisdögum sínum, telj- ast þeir til frídaga. Þá fær starfs- fólkið prósentur af tekjum fyrir- tækisins og þarna starfar sparisjóð ur og fyrir hverja fimm dollara. sem lagðir eru inn, fær fólkið einn hjá fyrirtækinu, plús 6% ársvexti. Svona mætti lengi telja. Það var mjög fróðlegt að skoða fyrirtækið og sja, hvernig e:tt kort verður til, frá því að hug- myndin kemur. er teiknuð, mynd uð, búið til myndamót. prentað. skorið, pakkað og sent á markað- inn. Verksmiðjan er í átta hæða húsi: efst er fólkið. sem finnur hugmyndir um hin mismunandi kort og á fyrstu hæð tekur dreif ingarbíllinn þau og ekur á mark- aðinn. Fólk af öllum lifarhátfum og trúarbrögSum Um kvöldið var svo boð hjá Gyðinaafjölskyldu og var þangað boðið fólki af öllum litarháttum og trúarbrögðum og tók húsráð- andinn það fram við mig, að þetta væri aðeins gert fyrir okkur. þar sem yfirleitt væri þetta fólk ekki mikið saman. Sagði hann þag ekki vera vegna kynþáttahaturs, held- ur vegna þess, að bessi hópur hefði ekki sömu áhugamál og ynni óskyld störf. Þrátt fyrir það, að engin kynþáttaaðgreining sé í Kansas-fylkinu. finnur maður það liggja í andrúmsloftinu Einn af svertingjunum þarna var læknir og sagði hann mér, að hann væri mjög bjartsýnn á. að við myndu.m sjá á næstu árum mikil umskipti í þessum kynþáttavandamálum og sagði einnig, ag allir Bandaríkja- menn væru mjög bjartsýnir á framtíðina. Eftir að útlendingarnir höfðu al.lir haldið smáræðu um land sitt og þjóð, fór þessi hópur, sem var mjög gaman ag geta haft tækifæri til að ræða við. Þarna kom það svo greinilega í ljós, hve vel menn geta umgengizt hvern annan í bróðerni. Menn gleymdu að at- huga hörundslit eða hugsa um, að einn væri Gyðingur, annar kaþól- ikki og sá þriðji Moslem. Stórflæði, rigning og eldingar Um sexleytið í morgun byrjaði óskaplegt þrumúveður í Kansas City og helltist regnvatnið úr lofti eins og ægilegur foss. Lítill læk- ur, sem sker sundur bakgarð- inn í húsi því, er við bjuggum í, varð að ógnar miklu flóði ,og reif með sér litla brú, sem var þar á milli. Vatnið var kolmó- rautt eins og jökulá á íslandi Há- vaðinn frá eldingunum var eins ogmaður gæti hugsað sér atóm- stríð eða eitthvað því um líkt. Rétt um það leyti, sem við ætluð um að fara ag hlaða í bílinn enn á ný, laust eld'rigu í 50 ára gam- alt tré, sem stóð fyrir framan hús- ið' hjá okkur. Tréð féll þvert yfir götuna og lokaði okkur inni. Urð- um við að fá heilan vinnuflokk frá bænum til að saga það niður, svo að við kæmumst af stað. Skömrnu seinna hætti þetta ógnarlega Nóaflóg og við gátum komizt út úr borginni og tekið stefnuna á Fayetteville í Arkans- as. , ' j Svart og hvítt, hvítt og svart Við vorum nokkuð spenntir að komast til Feyetteville, þar sem okkur lék hugur á að kynnast kyn- þáttavandamálinu þar. Á móti okkur tóku gömul hjón, hann var raffræðingur, sem unnið hafði í 36 ár við Panama-skurðinn og hætti störfum fyrir aldurssakir, fyrir 10 árum Þau bjuggu í litlu timburhúsi við þjóðveginn, sem lá inn í bæinn Þetta var í fyrsta sinn, sem þau höfðu útlendinga á heimili sínu og fögnuðu okkur eins og eigin sonum. Um kvöldið var okkur boðið í kvöldverð hjá Kennaraklúbb há- skólans í Arkans-as. sem er í Fayetteville. Við urðum hálf undrandi að sjá þarna um 100 manns og um helmingur var svart ur. Vig urðum enn meira undr- andi að frétta, að háskólinn hér var meðal þeirra fyrstu í Suður- ríkjunum, er var opnaður fyrir jafnt svarta sem hvíta Eftir að við vorum kynntir fyrir fólkinu var setzt ag borðum Síðan stjórn- aði einn svertinginn samsöng og sungum við ameríska þjóðsöngva góða stund. Ekki kunnum við út- lendingarnir marga söngvanna og útveguðu þeir þá okkur söngbæk- ur, sem bjargaði málinu við. Síðan kynnti Harry Morgan okkur og við sögðum frá þjóðum okkar, síð- an var fólkinu gefinn kostur á að spyrja okkur. Fyrstu spurning- unni var beint að mér og ég var búinn að búast við henni, og var hálf óttasleginn að þurfa að svara. Það var ungur, myndarlegur svert ingi. ,-em rétti upp höndina og spurð'i: „Mér skilst, að íslenzka ríkisstjórnin eða ísland vilji ekki taka við svörtu-m hermönnum. Þýðir það, að þið íslendingar séuð á móti okkur, ég meina, eruð þið með kynþáttaaðgreiningu?" Skyndi lega fannst mér ég vera aleinn og fann, hvernig áheyrendur störðu á mig. Eg gat ekki komið upp einu orði, þar sem ég átti ekkert til, ég átti ekkert svar, engin orð til að útskýra þetta óréttlæti, sem við íslendingar höfum beitt svarta kynþáttinn. Er ég leit upp eftir að hafa leitað að orði eða orðum, sá ég, að fólkið beið með eftir- væntingu eftir svari mínu og þögn in var slík, að maður hefði getað heyrt saumnál detta. Ég sótti í mig kjarkinn og reyndi eftir beztu getu að útskýra fyrir þessum vinum mínum, hvers vegna við gerðum þetta. Ég sneri orðum mínum til svertingjanna og ' bað þá að skilja, ag við íslend- ingar kynnum ekki að meta her, og vildum ekkert með her hafa, og vildum gjarnan losna við her- inn fyrir fullt og allt. En þeir yrðu að skilja eitt, að þótt við værum á móti her, þá þýddi það ekki, að við værum á móti einum eða nein um. Ég sagði þeim, að landig væri opið hverjum sem væri og hvenær sem væri, og ég hefði aldrei vitað til, ag við beittum svertingja ó- rétti, heldur tækjum við á móti þeim sem vinum og færum með þá sem vini. Þá reyndi ég að útskýra það, að vig værum stolt þjóð og þyldum ekki neitt sem héti vald- beiting eðá kúgun, við vildum vera sjálfum bkkur nógir og ótt uðumst óréttlæti. Aftur á móti værum vig þekktir fyrir fyrir gest risni og hefðum aldrei gert grein- armun á einum eða öðrum. Að lokum sagðist ég vona og trúa, að við gætum leiðrétt þennan mis-j skilning og þeir_ mættu vera viss- ir um, að við íslendingar stönd- um með þeim, eins og öðrum sem leita réttlætis sins. Virtist þetta svar mitt hrífa þá og fóru menn aftur að brosa, og var nú spurt og spjallað um póli- tík og kynþáttavandamálig hér í Bandaríkjunum, og gáfu bæði svartir og hvítir skýringu á þessu og sögðu, að á næstu árum yrði því rutt úr'vegi. Eftir að samkomunni lauk, kom svertingi sá til mín, er spurt hafði mig fyrrnefndrar spurningar og þakkaði mér fyrir svarið og bætti við: „Ég veit, að þetta er aðeins byggt á misskilningi, sem vig mun um leysa í bróðerni og vináttu. Með komu þinni fengum við skýr- ingu á þessu, og er það einmitt það, sem heimurinn þarf á að halda. Ég vona, að þetta prógram megi í framtíðinni ná yfir heim allan og er það eina leiðin fyrir okkur til að li'fa í friði á þessari jörð. Við munum aldrei geta unn ið saman með því að henda skít hvor í annan, heldur með því að koma saman og tala saman sem vinir, og skiptast á skoðunum og útskýringum. Ég vona, ag við get um einn góðan veít,irdn'» beimsótt þitt land, sem ég held að sé svo fallegt, og talað við þitt fólk, eins og þú hefur talað við okkur.“ Okkur útlendingunum þótti leiðinlegt að þurfa að fara, eftir llsabet Þorleiísdóttír frá Móbergi Fædd 9. nóveniber 1874. Dáin 30. maí 1961. KVEÐJA FRÁ BÖRNUM HENNAR Nú glymur í eyrum það kallið, sem korna skal, og klukkurnar minna á stundina skamma, og skuggi dauðans líður um Langadal, við lútum höfði við beðinn þinn, mamma. Við komum hér s-aman við kistuna þín nú og kveðjum þig, móðir, hinzta sinni. Þú gafst okkur börnunum allt það sem áttir þú, af auðlegð hjartans — í fátækt þinni. Við þökkum svo öll fyrir allt, sem þú hefur gert, elsku mamma, er hverfur þú sýnum, og dauðinn fær aldrei máð það sem mest er vert: þá mildi, er þú auðsýndir hópnum þínum. Svo hvíl þú móðir í moldu við föður hlið, við mætumst aftur, þó skiljumst að sinni. Stofur og Búrfell blessi þinn grafarfrið og Blanda kveði þér svefnljóð í eilífðinni. EINKAKVEÐJA FRÁ SYNI HENNAR GUÐMUNDI J. JÓHANNESSYNI, OG FJÖLSKYLDU Komin erum við að kveðja þig hér, kæra mamma. Barnæsku minningar beinast að þér, blessuð mamma. Blíðlega straukst þú um kollinn og kinn, kærleika sendir i barnshugann inn. Hjarta þíns gleði var hópurinn þinn, hjartans mamma. Ævinnar vonbrigði, sorgir og sár i sást þú, mamma, barðist við fátækt, við þrautir og þrár, þreytta mamma. Ráðgjafi okkar í raunum og hryggð, reyndist svo gjöful á fórnandi tryggð; hvar sem við dvöldum í bæ eða.byggð: Bezt var mamma. Ævin er þrotin og endað þitt stríð, elsku mamma. Þökk fyrir gjafir á genginni tíð, góða mamma. Nú er við kveðjum þig, ósk okkar er: eilífa dýrðin sé geymd handa þér. Guðlega höndin, sem gefur allt hér, gaf þig, mamma. Feröir til Þorlákshafnar Ferðir til Þorlákshafnar í sambandi við Vestmannaeyja- ferðir Herjólfs á þjóðhátíðina verða frá B.S.Í. Vinsamlegast kaupið farseðla með nægum fyrirvara. Vegna sumarleyfa verða skrifstofur vorar aðeins opnar kl. 1—5 í ágúst mán. Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur. X - VX svo ánægjulegt og skemmtilegt| við munum ætíð geta lifað sam- kvöld með hvítum 02 svörtum Ég an > =Att os samlyndi hugsa. að þag sem ég heyrði og sá þetta kvöld. eigi alltaf eftir, Jón H. Magnússon að sitja í mér og sýndi þetta mér FayetteviIIe, að það skiptir ekki máli af hvaða Arkansas, lit eða hverrar þjóðar við erum,' 29. júní 1961

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.