Tíminn - 29.07.1961, Page 14

Tíminn - 29.07.1961, Page 14
f 14 T I M I N N, laugardaginn 29. júlí 1961. fríðl. Þú hlýtur að sjá það sjálfur, að það eru litlar lík- ur til þess, að þú getir staðið við það boð, nema Hallfríður fari héðan. Og helzt ættir þú að gifta hana sem fyrst, sá var háttur mætra manna í fyrri daga. Og ef hún er sú fegurðargyðja, sem þú telur, ættirðu með góðum meðmæl- um og dálítilli meðgjöf, að koma henni í hjónabandið, áður en krakkinn fæðist, og vera laus við allt. Við þau málalok sætti ég mig bezt. — Ásrún, að réttu lagi hef- ur þú nú talað þig dauða. Nú er ekkert í veginum fyrir þvi, að ég heimti hjónaskilnað. Þetta siðasta nefnir þú aldrei framar, nema þú viljir mig á burt héð'an. Þú gerir lítið úr boði mínu, ef Hallfríður er hér til húsa. En heldur þú, að ég gæti ekki eins náð til barnsmóður minnar hvar sem væri, innan þessa héraðs- Mik ið bam ertu í ályktunum þín um. Það, sem máli skiptir fyr- ir mig, er þetta. Eg á barnið, sem Hallfríður gengur með, eins og hin börnin mín. Og ég vil vera ástvinur og uppal- andi þeirra allra jafnt. Þetta verður þér að skiljast. Ef þér tekst að fjarlægja mig einu barni mínu, þá yfirgef ég þau öll. Þau börn, sem ég hefi átt með þér, sem ég hef aldrei elskað, eru mér sízt meira virði en hin, sem ég eignast meiS. ástmey minni. Nú hefi ég talað út. Hvorugt okkar er barn lengur. Farðu ekki út í neina ófæru. Þá, aðeins þá, fer allt vel. Litlu systkinin voru nú vöknuð í rúmi hans, og fór hann að sinna þeim. Þau leit uðu alltaf fremur til pabba síns en mömmu. Hún, sem ýtti börnunum jafnan frá sér er þau nálguðust hana, fékk meiri frið fyrir þeim en hann, sem aldrei var svo upptekinn, að hann gæfi sér ekki tíma til að sinn þeim. Eflaust voru það börnin, sem gerðu hann staðbundinn heimilinu. Hann, sem aldrei fann það, sem hann þráði í samlífi konu, sinnar, naut þess hjá börn-; unum. Það gerði hann heim- fúsan og fúsan til afreka fyrir heimili sitt. Þennan dag flutti Hallfríð-j ur í nýja bæinn. Ásrún gekk| að störfum heima fyrir, þungj á brún og orðfá. Börnin voru alvarleg, en snerust þó um Hallfríði. Þau yngstu undr- andi og ^ftirvæntingarfull.! Óskar afhenti Hallfríði nauð synleg búsáhöld, öll ný. Sum, heimaunnin, en önnur að- keypt. XXI. Næsta sunnudag var mess- að á prestssetrinu. Snemma morguns voru hestar sóttir á Sjávarbakka og lagt á reið- hross hjónanna. Svo riðu þau úr hlaði. Þau sáust fara niður hjá Hálsi og niður fyrir Læki arbrekku komust þau, en þá er skammt var heim á prest- væri heimssinnaður. Hann hafði alltai vitað, að svo var, en vonað að festa og dugn- aður eiginkonunnar leiddi hann inn á farsælii brautir. Prestur lagði að Ásrúnu að tala við fóstra siðn, Ásmund hreppstjóra. Hann hefði miklu. sterkara vopn á Óskar en presturinn. Þó að vopn and ans ættu að duga bezt. Slík væri ætlun þeirra og eðli. Þó sýndi reynslan, að vopn valds 1 BJARNl ÚR I! FIRÐI: ÁST i f MEINUM 19 setrið, sneri Oskar aftur og reið létt heimleiðis. Hann mætti hjónunum á Hálsi, Jóni og Sigríði, voru þau á göngu til kirkjunnar. Þau spurðu hann, hver hefði verið með honum. Kvað hann það konu sína, sem væri á leið til kirkj unnar. | — Þið megið hraða ykkur; ef þið ætlið að ná messu,; sagði hann. — Eg heyrði hringingu, áður en ég skildi við Ásrúnu, líklega þó þá fyrstu. Hjónin kvöddu og greikk-1 uðu sporið. Prestur var stiginn í stólinn, er þau komu í kirkj- una. Eftir messu átti Ásrún langt samtal við prestinn. Séra Þórð ur tók málefni hennar með samúð og skilningi. Fann hann sárt til með henni. Sjálf sagt að tala við Óskar. En taldi þó líklegt, að árangurinn yrði lítill. Þannig væri það oftast í svona málum. Hún skyldi ekki gera sér miklar vonir. Þó væri það átakanlegt, að hún, sem hafði fætt manni sínum tiu efnísbörn, skyldi þurfa að horfa upp á það, að eiginmdð'urinn legði lag sitt við stelpugálu, þótt hún væri ung og snoppufríð. Slíkt fram ferði væri ófyrirgefanlegt. En svona væri heimurinn. Óskar sýndi það með laus- ingjahætti sinum, að hann mannsins mættu sín meira. Þau væru skjótvirkari ,og á hinn seka bitu þau betur. Þau gætu skorið þá þætti, sem trúin og siðgæðið ynnu ekkert á. Vopn valdsins heföu þá fálmara á lofti, sem gripu þétt í taumana. Ógnuðu á stundinni. Og voðann skildu menn bezt, er hann vofði yfir. Prestur kvaðst þess al- búinn að ræða við hreppstjór ann, en helzt ætti hún að biðja hann liðsinnis fyrst. Ef gerðist ekki eitthvað gott við samátak þeirra prests og hreppstjóra, væri málið tap- að. Ásrún þakkaði prestinum holl ráð. En hún hafði það á tilfinningunni, að hann var vonlítill. Ef hann þá ekki kveið fyrir því, að taka; málið að sér. Hjónin á Hálsi höfðu beðið eftir Ásrúnu, og buðu henni samfylgd heim á leið, en Ás- rún afþakkaði. Hún kvaðst ætla að Sjónarhóli og gista hjá fóstnrforeldrum sínum. Við því var ekkert að segja. Þegar Ásrún fór, veik prestur henni afsíðis og talaði um stund við hana. Svo hélt hún úr hlaði, að Sjónarhóli. Gömlu hjónin tóku henni opnum örmum. Hún hafði ekki komið þar, síðan hún flutti d/ Sjávarbakka. Aðeins hitt hjónin við kirkju. Ás- mundur var enn vel em, þótt hann hefði tvo um sjötugt. Ásdís var miklu fyrirgengi- legri og var hún þó fimm ár- um yngri en hann. En heim- ili sinu stjórnaði hún að forn um sið, og naut virðingar hjúa sinna. Engin kona í sveitinni jafnaðist á við hana, nema ef vera skyldi maddam- an. Hjónin hlustuðu á rauna- átölur Ásrúnar. Ásdís sagði ekkert, en Ásmundur var hvassyrtur yfir framferði Óskars. — Bölvaður strákur er hann enn, og þó kominn á þennan aldur. Jæja, hann vildi, að þú talaðir við okkur séra Þórð. Ætli við gætum ekki lækkað rostann í honum, þó að gaml- ir séum. Það er bezt að sýna honum það svart á hvítu, hvers við erum megnugir í ellinni. Við höfum beygt hann áður, drenginn. Við hefðum átt að fylgja þar fastar á eft- ir. Aldrei hefi ég vitað annað eins, reisa bæ yfir hjákonu sína. Hann er þó ekki Tyrkja soldán enn. Nei, við séra Þórð ur þolum ekki slíkan hofmóð. Prestur telur mig hafa hvass ara vopn á hann. En hvað gerði þrjóturinn, ef það væri útbyggingarsök, að gera kirkjujörð að hórubæli. Já, Ásrún mín. Við skulum sýna honum í tvo heimana. Ef hann lúpast þá ekki niður, er ég orðinn elliær. Ásrún var dag um kyrrt á Sjónarhóli. Hvíldist hún og hresstist og minntist margs frá æsku og fullorðinsárum, meðan hún átti þar heima. Var henni veittur allur sá beini, er hún þarfnaðist En þrátt fyrir það var hugurinn heima. Hún vonaði. að prest- inum og hreppstjóranum tæk ist að færa heimilislíf sitt í hði fyrra horf, að þeim tækist a.m.k. að fjarlægja Hallfriði, án þess að eiginmaðurinn misstist. Þótt tómið í hjónalifinu yxi við það, væri það tilvinnandi, hitt væri ó- bærileg kvöl, að vita Óskar sækja þann munað, sem henni bar að veita honum, til unglingsstelpu, sem engan rétt átti á slíku, stelpu, sem svo var illa gerð, að sækjast eftir ránsfeng. Nógur væri orð inn hennar hlutur, þótt ekki bættist meira við. Þegar Ásrún var ferðbúin, og gekk fyrir fóstra sinn að kveðja hann, sat hann framm í stofu yfir skjölum og bréfa- skriftum. Hann var hress. — Þetta fer allt saman vel, Ásrún mín, sagði hann. — Við séra Þórður hljótum að geta sansað Óskar. Við bjóðum vel og fylgjum fast eftir. Óskar er skynsamur. Hjónalífið ætti að verða eins og það var, alls ekki verra. Hailfríður fer frá Siávarhakka Þitt er miklu sterkar > Og bað. að hann j benti hér á okkur séra Þórð, sem, ia, við skulum segja, sem ráðunauta og sáttamenn, bendir til þess. að hann sjái begar sitt óvænna. Hann er oinu sir^ai búinn að láta und- , an okkur. Hann veit, að við erum engin vesalmenni. Og 1 almenningsálitinu vinnur hann við það að hlýta ráðum okkar. Þetta sér hann allt. Hann hreyfir einhverjum mót mælum fyrst í stað, en svo fell ur allt í Ijúfa löð. Sannaðu til. Og Ásmundur kvaddi fóst- urdóttur sína með hreosu yfir bragði og góðum fyrirheitum. Er hún var komin fram í eanginn, kallaði hann til hennar og sagði lágt: — Þætti þér ekki vænt um, ef það yrði svo gott, að hann færi að sam lekk.ia bér eftir fundinn? — Það gerir hann aldrei, sagði hún. — En mvndurðu hafa nokk uð við það að athuga. — Eg held. að úr þessu sé það sízt til bóta. I — Er það svona? Nú kem- urðu mér á óvart. Laugardagur 29. júlí: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). | 14,30 í umferðinni (Gestur Þor- grímsson). i 14,40 Laugardagslögin. j 16,30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar. 18.55 Tilkynningar. 19,20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 „Ólafsvaka" — dagskrá, sem Gils Guðmundsson rithöfund- ur tekur saman. Flytjendur auk hans: Árni Böðvarsson, Stefán Ögmundsson og Þor- steinn Ö. Stephensen. 21,00 Kvöldtónleikar: a) Giulietta Simionato syngur aríur eftir Verdi, Rossini og Saint-Saens b) Tékkneska fílharmoníu- hljómsveitin leikur slavneska dansa op. 46 eftir Dvorák. — Vaclav Talich stjórnar. 21,25 Leikrit: „Læknirinn frá Dun- more“ eftir Thomas Patrick Dillon og Nolan Leary í þýð- ingu Þorsteins Ö. StephaBsen. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. ^RTKUR VÍÐFFÖRLl Úlfurinn og Fálkinn — Hvar skyldi mamma vera nið máttu og Eiríkur gat ekki dulið hefðu átt að sjá turnana. Eitthvað inn var fylgzt með þeim úr nær- ur komin? hrópaði Ervin. — Við harm sinn og áhyggjur. — Hvað hræðilegt hlýtur að hafa komið liggjandi runna. — Gefið nú merk skulum koma og leita að henni. var orðið af kastalanum? Þeir fyrir. Meðan þeir fóru um skóg- ið! kallaði annar þeirra, sem beið Þeir flýttu sér nú sem mest þeir þar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.