Tíminn - 30.07.1961, Page 1

Tíminn - 30.07.1961, Page 1
171. tbl. — 45. árgangur. Sunnudagur 30. júlí 1961. HEYJAÐ AÐ NÆTURLAGI Það eru fleiri en bændur og blaðamenn, sem þurfa aS snúa sólar- hrlngnum á annan endann við störf sin. Þegar Ijósmyndari blaðsins vaknaði um fjögurleytið í gærmorgun, sá hann út um gluggann heyskaparfólk að starfi í aftureldingunnl. Er hann gætti betur að, var þetta Sigurður Hallbjörnsson, starfsmaður hjá hitaveitunnl að heyja í hesta sína, en Sigurður er hestamaður. Hann hafði staðið í heyskapnum frá því klukkan sex um kvöldið áður. Deilunni um hand- ritin linnir ekki Baráttunni gegn afhendingu þeirra haldið áfram á nýjum grundvelli Mikil veiði fyrir austan í fyrrinótt og í gær var mik- il síldveiði á öllu svæðinu frá Digranesflaki austur að Dala- tanga. Veður var sæmilegt og sums staðar gott á miðunum. Skipin fóru að tínast út úr höfnunum síðdegis í fyrradag og fram á nótt. Fyrstu skipin komu til hafnar í gærmorgun. Mörg voru með' fullfermi, sum höfðu fengið svo stór köst, að þau gátu ekki ráðið við síldina. Síldin er feit, en dá- lítið blönduð smásíld. Nokkuð af henni er saltað, en mest fer í bræðslu. Mörg stærri skipin sigla mefi aflann norður fyrir, þar sem • viða fyrir austan er erfitt að taka I á móti. ( Á Neskaupstað eru lýsisgeym- arnir orðnir fullir og verður að (Framhald á 2. síðu.) Byssuþrjótar - rafmagnsleysi AII mikil brögð eru orðin að því, að óprútnir menn með byssu geri sér einangrunarkúlur á raf- línum að skotmarki. Sérstaklega eru mikil brögð ag 'þessu í ná- grenni Reykjavíkur. Hafa eftir- (Framhald á 2. síðu.) Kaupmannahöfn, 29. júlí. — Einkaskeyti. Danskir andstæðingar þess, að handritin íslenzku í Árna- safni verði afhent íslending- um munu halda áfram baráttu sinni og hyggjast nú einkum hafá áhrif á almenningsálitið í Danmörku. Stjórn Árnasafns hefur ákveðið að gera þetta með tvennu móti. Hún ætlar að hafa Árnasafn til sýnis al- menningi við leiðsögn manna, sem hún velur, og senda fyrir- lesara víðs vegar um Dan- mörku í því skyni að vekja og efla áhuga landsmanna á safn- inu og því starfi, sem þar er unnið. Jóhannes Bröndum-Nielsen, próf essor, sam harðast barð'ist gegn afhendingu íslenzku handritanna í vetur og vor, skrifaði nýja áróð urs'grein um málið í Berlingske Aftenavis í gær. Prófessorinn segir, að þag hafi vakið þjóðarathygli í vor, þegar afhending handritanna var stöðv- uð, sumir hafi glaðzt, en aðrir fyillzt gremju. Augljóst sé, ag við- horf Dana hafi talsvert breytzt, eftir að farið var að ræða málið fyrir opnum tjöldum og veita al- menningi vitneskju um Árnasafn og það starf, sem þar hefur verið unnið, Þegar Árnasafni hefur verið rækilega lýst sem miðstöð allra rannsókna í heiminum á sviði fornnorrænna fræða, kemst grein arhöfundur að þeirri niðurstöðu, að það sé frumskilyrði þess, að full not verði a handritunum, að þau séu ekki flutt brott úr Kaup- mannahöfn. Bröndum-Nielsen segir, að marg ir þingmenn og aðrir áhrifamenn, sem hingað til hafa aðhyllzt af- hendingu handritanna, hafi látið í Ijós, eftir komu sína í Árnasafn, að viðhorf þeirra hafi breytzt í verulegum atriðum, og svipaðar raddir segist_ prófessorinn hafa heyrt víða. Árum saman, segir (Framhald á 2. síðu.) Síldin úr Talis fer í bræðslu Vopnafjörður, 29. júlí. Nú sfendur yfir löndun á síldinni úr norska síldarflutn- ingaskipinu Talis, sem varð- skipið Ægir dró hingað inn í fyrradag. Fyrst var ráðgert að flytja síld ina yfir í annað flutningaskip, en þegar til kom, reyndist það' ekki gerlegt. Síldin um borð í Talis var orðin að einni súpu og vatn hafði komizt í lestirnar. Var horf ið að því ráði að landa sildinni í bræðsluverksmíðjuna. KB. 20 þúsund volta strengur brann Á föstudagsmorgun brann í sundur 20 þúsund volta raf- magnsstrengur í Mosfellssveit og varð af því rafmagnslaust allan daginn í Mosfellssveit, á Kjalarnesi og í Kjós. Reykjalínan flytur rafmagnið í þessar sveitir. Strengurinn ligg- ur í jörðu undir veginum hjá Brú arlandi, og hefur hann lengi ver- ið sagð'ur skemmdur vegna mikill- ar bílaumferðar. Hann hefur und- aafarið verið að ge'fa sig og hefur það valdið truflunum. Ekki hef- ur verið hægt að finna staðinn, sem hann var skemmdur á, fyrr en nú, er hann brann í sundur. Unnig var að viðgerðinni í all- an fyrradag og var rafmagnið kom ið á um tíuleytið um kvöldið. Raf magnsleysið olli talsverðum óþæg- indum á bæjunum í sveitinni, þar sem tækin eru orðin mörg, sem ganga fyrir rafmagni. Sums staðar var útilokað að elda mat, af því að vatnsdælijrnar virkuðu ekki. Úr þrotabúi „viðreisnarinnar“ Enn sem komið er hafa fáir grætt á „viðreisninni". Þó eru þeir til og eiga að verða eitthvað fleiri. Það eru þeir, sem fjár- magninu ráða og hirða fyrir lítið eignír þeirra, sem vaxtaokrið, lánasamdrátturinn og aðrar slík- ar stjórnarathafnir neyða til að selja eignir sínar, framleiðslu- tæki, hús og aðra staðfestu. En þjóðin í heild og langflestir einstaklingar bíða stórtjón vegna óbotnandi dýrtíðar og erfiðleika fyrir atvinnulíf og framleiðslu. Þjóðartekjurnar minnka. Rekst- ursfjárskortur tilbúinn dregur úr framleiðslu ungra fyrirtækja á sama tíma sem spariféð er tekið úr umferð. Vörur eru seldar óunnar úr landi vegna vaxtaok- urs og rekstursf járskorts, og lægra verði en ella til að losna við þær og forðast okurvextina. Landbúnaðarframlciðslan verður minni en ella vegna þess, að fjár- magn vantar til að kaupa nægan áburð og aðrá rekstrarvörur. Út- gerðin hefur lamazt og jafnvel legið niðri í heilum byggðarlög- um vegna átaka um verðlag af- urðanna. Togarar liggja ónotaðir í hópum. Stórfelld og langvarandi verkföll geisa um landið, fyrst ■ Vestmannaeyjaverkfallið og síð- an hvert af öðru, án þess að rík- isstjórnin hafi nokkuð aðhafzt tii þess að reyna að leysa þau. Þannig hlaut að fara. Það var aldrei annað en fásinna að ætla sér að vinna að jafnvægi í þjóðar búskapnum með ráðstöfunum, sem hlutu að draga mjög úr fram leiðslunni og þjóðartekjunum og valda óbotnandi dýrtíð og erfið- leikum fyrir atvinnureksturinn og aimenning.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.