Tíminn - 30.07.1961, Síða 11

Tíminn - 30.07.1961, Síða 11
11 Þessl mynd hefur borizf frá Angóle. Innbornir fangar með hendur bundnar á bak aftur bíða yfirheyrslu hjá Gestapolögreglu Salazars. Glæpur á 15 sekúndna fresti Skýrslur um afbrot í Banda ríkjunum á s.l. ári sýna yfir 100% aukningu frá árinu 1950 að telja. Á árinu 1960 var framið morð á 58. hverri mín útu í Bandaríkjunum, nauð'g- un á 54 mínútna fresti, líkams árás fjórðu hverja imínútu og rán á sex mínútna fresti — að meðaltali. Alls voru framd ir 1.863.300 alvarlegir glæpir í landinu á þessum tíma, en það þýðir einn glæp á 15 sekúndna fresti. Castro reisir minn ismerki Fidel Castro hefur ákveðið að reisa Hemingway minnis- merki. Ekkja Hemingways hef í ur tilkynnt þetta, en sagði jafnframt, að sér væri ekki kunnugt um í hvaða formi minnismerkið ætti að vera, myndastytta eða bókasafn. — Hemingway hafði búsetu á Kúbu á síðustu árum og studdi Castro í orði og verki i byltingunni. Idsprengjumorðingjam- r - tapa þeir í Angóla? Nýlega birti brezka blaðið Observer lýsingu á atburðun um í Angóla, en greinarhöf- undur er fregnritari blaðsins í Luanda, höfuðstað lands- ins. Þessi lýsing er ein þeirra fáu, sem hafa sloppið gegn- um fingurna á eftirliti Portú- gala. Fregnritarinn fullyrðir að Portúgal sé að tapa þessu stríði, en fullyrðir jafnframt, að einræðisherrann Salazar muni einskis svífast í sinni vonlausu baráttu. Hann segir að þurrkatim- inn, sem nú hefur staðið yfir á þriðja mánuð, hafi ekki fært portúgölsku herjunum þann sigur, sem þeir vonuðust eftir, og að mánuði liðnum byrjar regntími á ný. Nú eru um 20 þúsund portú galskir hermenn í Angóla, en það er um það bil helmingur þess mannafla, sem her lands ins hefur á að skipa yfirleitt. Takmark Portúgala var að umkringja uppreisnarmenn og loka landamærunum gegnt Kongó, en talið er að upp- reisninni sé stjórnað þaðan. Hvorugt þetta hefur tekizt og Portúgalar í landinu, eink- um plantekrueigendur á svæði uppreisnarmanna kvarta nú æ meir undan dugleysi herj- anna. Blaðið Journal do Congo, sem kemur út í bænum Car- mona, hefur jafnvel gengið svo langt, að láta í Það skína, að fimmta herdeild sé að verki innan herja Portúgals. Það hefur því vakið furðu, að grein fregnritarans skyldi sleppa óskert út úr landinu. j j Fregnritarinn lýsir vinnu-' brögðum uppreisnarmanna,; svo sem brúasprengingum. Hafi þeir ekki dynamít við, hendina, nota þeir aðrar að-j ferðir, svo sem að grafa skurð'i | utan brúarstöplanna og veita vatninu þar í, en síðan gref- ur það undan stöplunum og brúin hrynur. Önnur aðferð þeirra er að kynda bál undir brúnum og sprauta vatni á steypuna, þegar hún er orðinn nægilega heit. Þá springur steypan. | Þá minnist fregnritarinn á hergagnaflutninga Portúgala til Luanda .Þangað streymir i sífellu mikið magn af eld- sprengjum, fylltum benzín- hlaupi, og á bryggjunum í Luanda eru heilir skipsfarm- ar af þessum ógeðslegu vopn- um. Þá segir, að ein af þeim mörgu flugvélum, sem komiðj hafa til landsins upp á síð- kastið, hafi tekið þátt í hern-! aðaraðgerðum undir kanadísk um merkjum. Enn fremur að, „í ráði sé að kaupa nýjar brezkar sprengjuflugvélar, því; gömlu vélarnar, sem nú erul í notkun í Angóla, séu illa fallnar til að varpa niður eld- sprengjum. Það kemur einnig fram í greininni, að portúgalski her- inn hefur þegar beitt þessum sprengjum, því þar segir, að komið hafi í ljós, að skógar- kjarrið hindri tilætluð áhrif sprengjanna, sem orsaka mik ið eldhaf, en brennandi ben- zínhlaupið læsir sig í föt og skinn. í þessu sambandi má minna á, að brezkur prestur, Michael Scott, sem kom til stöðva angólskra flóttamanna í Kongó fyrir skömmu, skýrði svo frá á blaðamannafundi í London, að margir flótta- mannanna væru illa haldnir af brunasárum. Læknar voru þeirrar skoð- unar, að þeir hefð'u brennzt af log i ’i benzínhlaupi, sagði presturinn. Einn flóttamanna skýrði sVo frá. að flugvélarnar hefðu kastað logandi benzíni á húsið hans. Fregnritarinn segir að Gestapo-lögregla Salazars, PIDE, hafi komið upp nýjum bækistöðvum í fjölda þorpa í landinu, og þar séu látlausar og skipulagðar handtökur. Af leiðingar þeirrar skálmaldar, sem nú geisar í landinu eru hvergi nærri komnar á dag- (Framhald á 15. síðu) Bandaríska söngkonan Grace Bumbry fer um þessar mundir með hlutverk Venusar í Tannháuser eftlr Wagner á tónlistarhátíð í Bayreuth. Stjórn- andi óperunnar er sonarsonur Wagners gamla, Wleland Wagner. En ekki voru landar hans allir ánægðir með Grace Bumbry [ hlutverki Venusar. Sönghæfileikar hennar voru ekki dregnir í efa, en litarhátturinn varð til- efni magra mótmælaorðsendinga og skammarbréfa, sem stjórnandanuni bárust. Söngkonan er sem sé svört á litinn Einn bréfritara komst svo að orði: „Afi þlnn mundi snúa sér við í gröfinni". Annar sagði: „Smekkleysa, hneyksli, óvirðing við bæinn" o. s. frv. En stjórnandlnn lét þetta ekki á sig fá. „Afi minnmun ekki snúa sér við í gröf slnnl", sagði hann. „Ég j kem með svarta, brúna eða gula söngvara, þegar mér hentar; ég er ekki j á höttunum eftir hávöxnum, Ijóshærðum „ídeal-manneskjum", en ég hef ' leitað a* beztu söngkonunni til að fara með hlutverk Venusar og það hefur j sýnt sig- að Grace Brumby er kvénna bezt fallin til þess".

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.