Tíminn - 30.07.1961, Síða 14

Tíminn - 30.07.1961, Síða 14
14 T f M I N N, sunnudaginn 30. júlí 1961. — Mikið var. Samt viltu' ekki að hann sofi hjá þér. — Hann hefur aldrei vilj- að það. Og sætti mig vel við það. — Jæja, heillin. Þá tölum við ekki meira um það. — Þú ert ekki reiður við mig, fóstri minn? — Nei, blessuð vertu. Ég sló þessu fram, vildi sjá til vegar. Myrkrið er mikið, jafn vel meira en ég bjóst við. En ég hef gaman að tvísýnu út- liti. Það skerpir athyglisgáf- una. vekur mann upp úr hvers dagsleikanum. Vertu blessuð og sæl. Ásdís gekk á veg með Ás- rúnu. — Gerðu þér ekki miklar vonir, Ásrún mín. Ég kenndi í brjósti um Óskar, þegar hann gekk að eiga þig. Og ég var hrædd um hjónabandið. Þetta, sem skeður nú að Sjáv arbakka, gat skeð miklu fyrr. Óskar er í eðli sínu góður mað ur. Minnstu þess nú, hve mik ils þú hefur notið með hon- um. Og ef þú gerir honum ekki of erfitt fyrir, mætti svo fara, að hjónab'and ykkar yrði miklu betra eftir en áður. Allri hörku fylgir alltaf illt. Sá tapar oftast meiru, sem undirtökin hefur, þó að hann vinni sína hryggspennu, tap- ar hann að sama skapi meiru sem byltan er harðari, sem andstæðingurinn fær. Það nær engri átt að skella skuldinni á unglingsgrey eins og Hallfríði. Hún er barn, þótt hún sé að verða átján ára. Þú verð hana freisting- um, sértu henni góð og þá gerir þú líka sjálfri þér gott. Og Óskar metur það við þig, sannaðu til. Ég held þú hefð- ir ekkert gert manni þínum og hjónalífi ykkar betra held- ur en það, að láta það vera að kalla valdsmennina yfir höf- uð hans. Þó að hann hafi bent þér á það, gæti ég trúað því, að með því hafi hann vilj að sannprófa þig. Heldur þú ekki, að þinn hlutur hefði ver ið betri, hefðir þú sagt: — Þetta geri ég ekki, Óskar. Við verðum að jafna ágreining hjónabandsins. Við tvö ein. Ég legg ekki heimilislíf mitt undir úrskurð annarra. Heimj ilið er okkar sameign og ríki. Við skulum ráða málefnumi þess ein. eins og við höfum! alltaf gert áður, án utan aðj komandi áhrifa. í þaðj minnsta alls ekki kalla aðraj fram. Heimilið er okkar helgi dómur. Engum öðrum er það slíkur helgidómur sem okkur. Þess vegna látum við ekki aðra hræra í okkar einkamál um, og eiga það þá eins víst,'1 að þeir tæti allt í sundur. — Ásdís þagnaði. — Þú hefur alltaf setjð á friðarstóli, fóstra mín, sagði Ásrún og reyndi að bæla sár- indi sín. — Svo erum við ekki heldur skaplíkar. Ég veit bú vilt mér vel. Mér þykir vænt um heimili mitt. Og þess vegna þoli ég þar engan ó- þrifnað. Hallfríður verður að fara. Á mínu heimili má það um sinnum Að bún léti bann ’ fótum troða sig og forsmá? Það hefði aldrei skeð. Það hefði verið gaman að s1á framan í þá stúlku, sem helði reynt að táldraga bónda henn I ar. Sjálfsagt hefði Ásdís ekki verið orðmörg, en svipur og fas og framgangan öll hefði verið slík, að ekkert nema undanhald og uppgiöf hefði komið þar til greina. Ásdís er gengin í barndóm. BJARNI ÚR FIRÐI: ÁST í MEINUM 20 ekki ske, að hún táldragi bónda minn. E f ég á að þola þær hörmungar, þá verður það að gerast annars staðar en á Sjávarbakka. Ásrún var orðin æst. —- Þú mátt ekki reiðast mér, Ásrún mín. Ég er orðin! gömul og kann sjálfsagt ekki ráð að gefa. En það, sem ég hef sagt, er sagt af velvildar- hug, sagði Ásdís. — Ég veit það, Ásdís, og ég er þér ekki reið, sagði Ásrún. En eins og á stendur hefði ég viljað vera laus við sáttaorð þín. Þau geta hentað öðrum, en ekki mér. Þær kvöddust nú. Ásrún sté á bak Skottu sinni og sló í. En Ásdís gekk heim þreytu- leg á svip, en virðuleg engu að síður. XXII. Ekki fór hjá því, að Ásrún hefði nokkurt umhugsunar- efni á heimleiðinni. Þetta inn legg Ásdísar fór ekki fram hjá henni. En hún var Ásdísi ósammála. Hún er að ganga í barndóm, gamla konan. Ekki mundi Ásdís hafa farið þann- ig að, eins og hún ætlaði henni nú, ef Ásmundur hefði tekið fram hjá henni. Þessi hæga, fastmótaða og virðu- lega kona hefði þá óefað látið um sig muna. Hún, sem með fáum orðum gat sefað reiði eiginmannsins og ofsa. Það hafði Ásrún séð oft og mörg- Á því var enginn vafi. Aðeins að hún færi ekki að skipta sér af málinu og draga úr Ás- mundi. Hann, sem var eini maðurinn þeirra manna, sem Ásrún gat leitað til, sem var á réttri hillu. Skildi allt og vildi vel. Þannig hugsaði Ás- rún og þokaðist í áttina heim. Innlegg Ásdísar líkaði henni því verr, sem hún hugsaði meira um það. Nú fór hún að velta því fyr- ir sér, hvaða tökum hún ætti að taka heimili sitt, til þess að sýna það og sanna, að Hall fríður yrði að fara. í því skapi reið hún í hlaðið á Sjávar- bakka. En hafi skap hennar verið úfið, þá versnaði það um all- an helming við þá sýn, sem bar fyrir augu, er hún reið í hlaðið. Nýi bærinn stóð opinn og hópur barna kom þaðan hlaupandi. Það varð fátt um kveðjur. Hún spurði börnin höstug í máli, hvar faðir þeirra væri. Pabbi og Óski eru frammi í hesthúsi að gera við það, sagði eitthvert barnið. — Hvað eruð þið að gera uppi í nýja bæ? spurði Ásrún. — Við fórum að gamni okk ar, var svarið. — Þið eigið ekkert erindi þangað. Ég fyrirbýð ykkur að rápa til Hallfríðar, sagði Ás- rún. Stína, sem hlífðist aldrei við að gera mömmu sinni gramt i geði, sagði drýginda- lega: — Hallfríður gaf okkur öll- um kaffi og lummur í gær. — Hvað hefur hún að gefa? Hvað á hún? Ekkert nema sjálfa sig og lélegar spjarir, sagði Ásrún. Meðan hún verður i bænum, lifir hún á okkur. En það skal aldrei verða lengi úr þessu. Börnin svöruðu engu og dreifðust. Hallur spretti af Skottu. Svo brá hann sér á bak, tók Jósafat og reiddi hann, en Ás- mundur skellti sér á lendina. Svo þrímenntu sveinarnir og sungu við raust. Þannig var Skotta flutt í hagann. Óskar varð þess brátt á- skynja, að ekki hafði skap- lyndi Ásrúnar batnað við kirkjuferðina. Þó kastaði fyrst tólfunum um kvöldið, er hún bannaði Jósafat litla að sofa hjá Hallfríði í nýja bænum. Drengurinn brást illa við og Óskar heyrði mik- inn grát. Er hann kom að, var Ásrún að berjast við að afklæða drenginn. Hann spurði, hverju það sætti, að drengurinn megi ekki sofa hjá Hallfríði, eins og venjulega. Ekki hafi hún haft á móti þvi fyrsta kvöldið, er hann flutti þangað. Hún svaraði því, að Hall- fríður væri þar í fullri óþökk sinni. Fyrst hún sé gengin úr Sunnudagur 30, júlí: 8.30 Létt morguntónlist. 9.00 Fréttir. 9,10 Morguntónleikar: (10,10 Veður- fregnir). a) Þrjár partítur í F-dúr, A- dúr og D-dúr eftir Von | Dittersdorf. — Franski blás arakvintettinn leikur. b) Nan Merriman syngur spænsk lög. Gerald Moore leikur með á píanó. c) „Sinfónía concertante" í Es- dúr K364 eftir Mozart. Isaac Stern leikur á fiðlu, Willi- am Primrose á víólu ásamt hátíðahljómsveitinni í Per- pignan.' Pablo Casals stjórn- ar. 11.00 Messa í Dómkirkjunni í Reykja vík (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur; organleikari dr. Páll ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar: a) Þrjár prelúdíur og fúgur op. 87 eftir Sjostakovitsj. — Höfundurinn leikur á pí- anó. b) Kim Borg syngur lög eftir Jean Sibelius. Erik Werba leikur með á píanó. c> Fantasía og Búrleska fyrir fiðlu og hljómsveit eftir j « Eugen Suchon — Aladar Mozi leikur með sinfóníu- hijómsveit útvarpsins í Bra- tislava Richard Týnský stjórnar 15.30 Sunnudagslögin — (16.30 Veð urf.regnir) , 17.30 Barnatími (Anna Snorradótt. ! ir); a) Ævintýri litlu barnanna. | b) Úrslit verðlaunagetraunar innar um ljóð, lag og höf- unda. c) Framhaldssagan. „átúaer , litli“; sögulok. 18!30 Tónleikar: Kvöld í Vínar- borg“. — Robert Stolz og hljómsveit hans leika. 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. — 19 30 Fréttir. ■ 20 00 „Við höfnina" — dagskrá í umsjá Sveins Skor.ra Höskulds sonar magisters. Flytjendur auk hans: Kristín Anna Þór- arinsdóttir og Pétur Péturs- son. 20.40 Kvöld i óperunni. Leiðsögu- maður: Sveinn Eina.rsson. 21.20 Fuglar himins og jarðar: Dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur spjallar um mör- gæsir. 21.40 „Paradísarlíf“: Konserthljóm- sveitin í Pa.rís leikur lög úr söngleikjum eftir Offenbach. Serge Dupré stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Dansiög. — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 31. júlí: 8,00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Kristján Róbertsson. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. —10.10 Veð- urfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilk). 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir. — 16,30 Veður- fregnir). 18.30 Tónleikar: Lög úr kvikmynd- um. 18.55 Tilkynningar; — 19,20 Veður- fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Séca Sveinn Víkingur). 20.20 Einsöngur: Elsa Sigfúss syng- ur. 20.40 „Ferð til Jan Mayen“ — síð- ara erindi (Freymóður Jó- hannsson listmálari.) 21.00 Tónleikar: Divertimento fyrir strengjasveit eftir Béla Bar- tók. — Hljómsveitin Philharm- onia Hungarica leikur. Antal Dorati stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „VítahringUir“ eftir Sigurd Hoel; XXIV. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22,00 Fréttir, veðurfregnir og síld- veiðiskýrsla. 22.20 Búnaðarþáttur: Heyskapur fyrr og nú (Benedikt Gíslason frá Hofteigi). 22.35 Kammertónleikar: Strengjakvartett í cis-moll op. 131 eftir Beethoven. — Koec- kertkvartettinn leikur. 23.15 Dagskráriok. ^TRÍKUR VÍÐFFÖRLl Úlfurinn og Fálkinn 7 Nú heyrðist blásið í horn í skóg inum. Eiríkur stirnaði upp, og S'kömmu síðar voru hann og menn hans umkringdir. Fyrirliði árssar- mannanna spurði Eirík hvert hann ætlaði. Eirikur gaf mönnum sín- um merki um að hafast ekkert að. Hann hafði grun um að þessir menn væru fremur að verja sig en að ráðast á þá. — Hvert ætlar þú? spurði maðurinn aftur. Hann hélt að þeir Eiríkur væru sjóræn- ingjar. — Til Vogramskastala, svaraði Eiríkur. — Hvað þá? hróp aði maðurinn og hörfaði. — En varúlfurinn!! I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.