Tíminn - 30.07.1961, Qupperneq 16
Sunnudaginn 30. júlí 1961.
171. bla«.
Og ðiænurnar
urpu eggjum“
Litlir ungar
Hænsni munu þykja
heldur óvirðulegar skepnur.
Gagg þeirra — þetta hjá-
róma heimskulega hljóð —
og háttalag þeirra, sem oft
og tíðum er sambland af
vitleysi og hræðslu, gerir
það að verkum, að ósjálf-
rátt lítilsvirða menn þau.
Fólk, sem lítið er í spunnið
eða þykir koma heimsku-
lega fyrir, er oft kennt við
hænsni.
En þó að hænsnin þyki svona
ómerkilegar verur, hafa ótal
skáld á öllum tímum keppzt við
að gera þau ódauðleg, og mörg
eru þau kvæðin og sögurnar,
sem fjalla um hænsni á svo
snilldarlegan hátt, að jafnvel
hið virðulega mannlíf getur
lært af hænsnalífinu. Hið lítils-
virta hænulíf sýnir í skoplega
sönnu ljósi ýmsa þætti mann-
lífsins svo gremilega, að sumir
hafa þótzt þar kenna sjálfan
sig, þar sem hæna var. En hvað
sem allri virðingu á hænum og
hænsnalífi líður, þá ér það
staðreynd, að enginn þykist
minni maður af þvi að éta
kjúklinga og hænuegg, og hætt
er við, að marigri húsmóður
myndi bregða við, ef hænurn-
ar hættu að verpa í kökurnar
henna'r. Ófáir eru og þeir menn,
sem eiga líf sitt, konu sinnar
og barna, undir því, að hæn-
urnar verpi.
I Reykjahverfi í Mosfells-
sveit er býli, sem heitir Teigur.
Þar býr maður að nafni Matthí-
as Einarsson og stundar
hænsnarækt með miklum
rausnarbrag, sem er ekki síðri
en hjá Rönku forðum. En sá
munur er þó á, að egg Rönku
,,átum ég og þú-“, en egg Matt-
híasar eru ekki étin, heldur er
þeim ungað út í stórum útung-
unarvélum. Þetla er því ekki
hænsnabú í venjulegum skiln-
ingi, heldur nokkurs konar
ungauppeldisstöð.
Tvær vélhænur
Við rennum í hlaðið hjá
Matthíasi, gerum okkur kur’t-
eisa í sólskininu og biðjum
hann að sýna okkur hænsnabú-
ið. Það er auðsótt mál, því að
ungarnir eru ekkert feimnari
við ókunnuga heldur en heima-
menn. í útungunarherberginu
eru tvær risavaxnar maskínur,
sem eru búnar að taka að sér
móðurhlutverk hænunnar, svo
að hún þarf ekki að fórna dýr-
mætum tíma sínum í það að
liggja á, heldur getur haldið
áfram að verpa, eins og hana
lystir. Þessar vélhænur geta
ungað út samtals sex þúsund
eggjum í einu, og Matthías sýn-
ir okkur inn í aðra þeirra, þar
sem tístkór nokkur hundruð
unga syngur sitt fæðingarlag. í
hinni eru ungarnir enn lokaðir
inni i heimi eggsins. Einn ungi
fellur á gólfið og köttur, sem
hefur fylgt okkur lævísum
skerfum ætlar að hremma
hann, en Matthías sér við hon-
um, og kötturinn hörfar
sneypulegur út um dyrnar.
„Því eru hér svo margir
kettir?"
Við höfðum séð eina þrjá eða
fjóra ketti á vappi í ungahús-
inu, þegar við komum, og Matt-
hías segir okkur, að þeir séu
barnapíur hjá honum og gæti
þess, að rottur komizt ekki inn
í ungahúsið. Engin rotta þoi'ir
að eiga líf sitt undir miskunn
kattanna; þótt fóðurilmurinn,
sem berst til rottanna sé sterk-
ur, vita þær, að kló og kjaftur
kattarins er sterkari. Sagðist
Matthías hafa þrjá til níu ketti
í hænsnahúsinu. Þeir komast
ekki mn til smáunganna, og á
stálpaða unga ráðast þeir ekki.
Er jaað hani eSa hæna?
Ungarnir eru hafðir inni í
útungunarvélinni, þar til þeir
eru orðnir þurrir. Það er óhætt
að hafa þá þar í fjörutíu og átta
tíma næringarlaus-a, án þess að
þeir bíði tjón af. Síðan eru þeir
teknir ut og kyngreindir, og er
það gert með röntgentæki, sem
er japanskt að uppruna og sér-
staklega ætlað til þessara nota.
Kona Matthíasar, Inge Krist-
ensen kyngreinir, og eru það
eggjastokkarnir, sem skera úr
um, hvort unginn er hani eða
hæna. Hægt er að kyngreina
um 125 unga á 15—20 mínútum
með tækinu. Hér á landi munu
vera til þrjú eða fjögur tæki
af þessu tagi. .
Hér áður fyrr þóttust fjöl-
fróðar kellingar geta séð það á
eggjum, hvort þar inni bjó
hani eða hæna, en eitthvað hef-
ur kynsæi þeirra verið brigðult
og skriðiö út sums staðar hani
í hænu stað. Matthías leitar
að minnsta kosti ekki á náðir
neinnar slíkrar kellingar, en
treystir betur kyngreiningar-
tækinu, enda hefur það reynzt
mjög nákvæmt.
Hænuhanagrey
Fyrir nokkrum árum sungu
flestir þeir, sem lag höfðu í
nefi „Ég vildi ég væri hænu
í stórum heimi.
hanag"ey“, án þess að þeir
vissu í raun og veru, hvers þeir
voru ,að óska. Það er hætt við,
að ýmsum hefði þótt sú ósk
nokkuð dýru verði keypt, ef
hún hefði rætzt. Það eru nefni-
lega til ungar, sem hvorki eru
karlkyns eða kvenkyns og hafa
ekki náttúrlegar tilhneigingar,
heldur eru nokkurs konar
hænuhanagrey eða hanahænu-
grey. Er sannarlega vonandi, að
enginn hafi sungið þetþa með
svo mikilli tilfinningu, að hon-
um hafi orðið að ósk'sinni.
Hávísindalegt uppeldi
Það er auðséð, að Matthías er
mjög visindalega sinnaður, því
að öll skipulagning ungauppeld-
isins er með hávísindalegu
sniði. Hver aldursflokkur hef-
ur sict eigið heimavistarher-
bergi, og á því er stór glerrúða,
sem gerir Matthíasi kleift að
fylgjast með öllu framferði
ungalinganna. Herbergin eru
níu og rúmar hvert 400—600
unga. Hin minnstu mistök í
uppeldinu geta haft í för með
sér alvarlegar afleiðingar, og
allur aðbúnaður verður að
vera í samræmi við það. Her-
bergin verða að vera þurr,
björt og með jöfnu hitastigi,
enda er hitastillir í hverju her-
bergi. Þau eru hituð upp með
vatni úr hverauppsprettum
Reykjahverfis og þannig eru út-
ungunarvélarnar einnig hitaðar
upp, og Matthías hefur auk
þess eigin rafstöð, ef á þarf að
halda. Fáir unga verða dauðan-
um að bráð, og eru höld á ung-
um að meðaltali 70—90%.
FjaSrafok og hræSsla
í hvert sinn, sem við' komum
á giugga herbergjanna, þjóta
ungarnir með miklum bægsla-
gangi í fjarlægastá horn her-
bergisins og þyrpast saman.
Minnstu ungarnir tísta allt
hvað af tekur, en þeir stærri,
sem eru komnir í mútur, gagga
hver í kapp við annan og
hræðslan skín ur hverju auga.
Hænsni eru líklega einhverjar
taugaveikluðustu skepnur i
heimi. Það er líkt og þau hafi
all.taf á tilfinningunni, að það
eigi að fara að éta þau og þau
fi,nni sína eigin st.eikarlykt. —
Þeim er varla láandi, þó að
þau tortryggi manninn, því að
saga hænunnar er umvafin
steikarilmi allt frá grárri forn-
eskju til þessa dags. Það er auj
(Framhald á 2. síðu.)
Hjónin Matthías og Inge á Teigi í Mosfellssveit.
Nokkur heiðurshænsni.