Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 3
Tí MINN, miðvikudaginn 9. ágúst 1961. 3 Moskva fagnar öðr- Krustjoff míldarí um geimfara í dagen búast mátti við X vwóvm/lnrtivivi UAlf TTvnnf SRHHBHBMKHMRRBHHBMHBffll NTB—Moskva, 8. ágúst. — Geimfarinn Herman Stefano-I vitsj Títoff hvíldi sig í dag meðan hundruð verkamanna og. embættismanna í Moskvu höfðu sig alla við að undirbúa komu hans þangað á morgun. Hann hélt kyrru fyrir á rann- sóknarstöð í grennd við Sara- tov, um 750 kílómetra í suð- austur frá Moskvu, þar sem hann lenti geimskipinu Vost- ok II. Læknisrannsóknum á líkams- ástandi hans var haldið áfram, en nokkurn hluta dagsins var hann með Gagarín majór, sem gerði skyndilegan endi á heimsókn sinni í Kanada og flaug austur heim eftir að Títoff hafði verið skotið á loft. Samkvæmt áætluninni kemur j Títoff til Moskvu um hádegisbilið á morgun, og mun Krústjoff for- sætisráðherra taka á móti honum, og sennilega einnig Tamara kona hans, sem er læknanemi í Moskvu. Síðan aka Krústjoff og Títoff saman í opnum híl gegnum Moskvu til Rauða torgsiins, þar sem geimfarinn skal hylltur af lýðnum. Moskvu-útvarpið hefur 5 klukkustunda dagskrá um hátíða- höld þessi, sem halda áfram með móttöku í Kreml eftir að fagnað- inum lýkur á torginu. Lengsta ferð dauðlegs manns Vostok II var skotið á loft snemma á sunnudagsmorguninn með Títoff innanborðs frá eld- flaugastöð Rússa við Aralvatnið í Síberíu. Var hylki geimfarans af sömu gerð og geimhylki Gagaríns. Títoff fór lengstu ferð dauðlegs manns til þessa, 17 sinnum um- hverfis jörðina og var á lofti 25 klukkustundit. Að ferðinni lok- inni lenti hann heilu og höldnu í Saratov-héraði, og hafði allt gengið að óskum. Geimfarið fór umhverf is jörðu á 88 mínútum. Skeyti til höfðingja Fyrstu fréttir af geimförinni bárust snemma á sunnudagsmorg- Á mánudaginn hélt Krust-j talaði á rússnesku í senditæki joff forsætisráðherra. stórpólit sitt. Ekki hefur nákvæmlega verið jska rægu [ útvarpi í Moskvu, SL!<* «*.»••• notaðar hafi verið fallhlífar. Á^ð, og var stundin ekki illa fluginu nærðist Títoff þrisvar, úr valin, rétt eftir að Títoff geim- túbum, og hann var við góða heilsu eftir lendinguna. Títoff er 26 ára gamall majór í flughern- um. Faðir hans var kennari í bæ einum í Síberíu. Foreldrarnir voru sóttir austur þangað í sér- istakri flugvél til þess að taka á móti syninum í Moskvu á morgun. Hvarvetna fyllast menn undr- un og aðdáun yfir þessu afreki Rússa, en sums staðar, m. a. í Bandaríkjunum, er þó ekki laust fari var kominn aftur til jarð- ar heill á húfi. Hann hvatti mjög til samninga vopnahlé og frið og skoraði á leið- toga vesturveldanna að setjast með sér að samningaborði. Han-n brá Bandaríkjunum um styrjaldar 1 undirbúning, og væru NATO-þjóð irnar þar með á nótunum. Sovét- 1 ríkin gætu ekki horft aðgerðar- við, að fréttirnar veki mönnum laus á vígbúnaðinn í Mið-Evrópu uninn, er Moskvuútvarpið rauf venjulega útsendi'ngu sína til þess að segja frá geimskotinu, sem þegar var tekið með miklum fögn- uði í borgum Ráðstjórnarríkjanna. Títoff talaði í sendistöð sína og sendi skeyti til þjóðhöfðingja hinna ýmsu landa, sem hann fór yfir. Samtal átti hann við Krúst- joff forsætisráðherra 3 stundum eftir að skotið geystist af stað og örstuttu eftir lendinguna í Sara- tov, á svipuðum slóðum og geim- far Gagaríns lenti á sínum tíma. Öll skeyti Títoffs voru á eina leið: að honum liði vel og ferðin gengi að óskum. Öðru hvoru var hin fjarvirka stjórn geimfarsins tekin úr sambandi, og Títoff fékk sjálf- ur að halda um stjórnvölinn. Ann- ars hafði hann nóg að gcra við að gera staðarákvarðanir og aðrar athuganir. Hann svaf nokkurn hluta leiðarinnar. Nærðist úr íúbum Hlustunarstöðvar víða um heim fylgdust með geimfaranum, sem ugg, því alltaf er að koma betur í ljós, hversu langt Bandaríkja- menn eru á eftir Rússum í geim- rannsóknum. Títoff hélt í dag blaðamanna- fund á sjúkrahúsi sínu í Saratov. Gagarín majór, sem nú er búinn að fá góða þjálfun í þess háttar, hafði orð fyrir honum. Þarna voru eingöngu sovézkir blaðamenn við- staddir. „Eins og þið sjáið, líður mér vel“, sagði hann. „Eg lenti í gær, félagar mínir tóku á móti mér, og nú er ég reiðubúinn að fara aftur að vinna.“ Hann var .spurður, hvað hann hefði hugsað fyrst, eftir að hann var kominn á jöiðina; hann kvað hugsunina um að hafa innt af hendi skyldu i sína hafa tekið hug sinn allan. og yrðu að gera varúðarráðstaf- anir. Ef til vilL yrði að senda auk- inn herafla til vesturveldalanda- mæranna og kveðja varalið’ til vopna. Vestrænir stjórnmálamenn hafa yfirleitt tekið ræðu Krst- joffs á þá leið, að hún bæri vott um ívið mildari og sveigjanlegri stefnu, en menn hefðu búizt við á þessari stundu. Minna hefði verið þar um hótanir en menn ættu að venjast úr þeirri átt.. Fannst látinn á götu í Vestmannaeyjum Um kl. 8 á sunnudagsmorgun-j verkstjóri hjá Reykjavíkurbæ, lát- inn fannst Angantýr Guðjónsson, Brezkur togari tek- inn í landhelgi Á laugardagsmorguninn tók varðskipið Þór brezka togarann Southella í landhelgi út af Glett- ingarnesi. Var farið með hann inn til Seyðisfjarðar. Brezka freigátan Duncan var viðstödd töku togar- ans, en reyndi ekki að hindra hana. Gæzluflugvélin Rán tók eftir togaranum, þar sem hann var að veiðum um eina mílu innan við 6 mílna mörkin. Gerði hún varð- skipinu Þór viðvart, sem kom á vettvang og gaf skipstjóra á South ella fyrirmæli um að sigla til. Seyð'isfjarðar. Bað hann um fregj til þess að hafa samband við útgerð sína og var veittur hann til hádegis. Að honum útrunnum lagði togarinn á flótta til hafs. Þór veitti honum eftirför og skaut 5 skotum á eftir honum og fyrir framan stefnið Gafst togarinn þá upp og sigldi inn til Seyðisfjarðar. j Réttarhöld í máli þessu hófust , á mánudagsmorgun. Skipstjórinn á Southella, George Pearson, taldi (sig örugglega hafa verið utan mark ! anna, en eins og fyrr segir, taldi j Rán, að hann hefði verið um eina j mílu innan þeirra. Málskjöl hafa nú verið send i saksóknara ríkisins og mun hann1 ; taka ákvörðun um málshöfðun. ' inn á götu í Vestmannaeyjum. Lögregla og læknir voru þegar kvödd á staðinn og lík Angantýs flutt í sjúkrahús. Við rannsókn kom í ljós, að maðurinn haf.ði ver ið látinn í nokkrar klukkustundir, og var banamein hans talið heila- blóðfall. Angantýr heitinn var á fimmt- ugsaldri og lætur hann eftir sig konu og uppkomin börn. Hann var verkstjóri við sorphreinsun Reykjavíkurbæjar, en auk þess framarlega í ýmsum félagsmálum, átti m.a. sæti á Alþingi. vorið 1958 sem varaþingmaður Sjálfstæð'is- flokksins. Heimili Angantýs var að Mið- stræti 4, Reykjavík, en síðustu dagana fyrir andlát sitt dvaldi hann hjá dóttur sinni og tengda- syni í Vestmannaeyjum. Þjóðhátíðin í Eyjum geysilega fjölmenn Svertingi meiðist Svertingi sunnan frá Ghana mun hafa orð'ið fyrir einhverri áreitni af völdum aðkomumanna á þjóðhátíðinni í Eyjum um helg ina. Maður þessi heitir Boadi Am- ponim og er fiskkaupmaður. Hef ur hann dvalið í Vestmannaeyjum annað veifiS undanfarnar vikui Meiddist hann á fæti í átökum við aðra þjóðhátíðargesti og var fluttur á sjúkrahús til athugunar og aðhlynningar. Mun gama'llt meiðsli í hné hans hafa tekið' sig upp við hnjask þetta, en það er þó ekki talið alvarlegt. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum j var haldin í blíðskaparveðri og þótti fara hið bezta fram. Geysi- legur fjöldi manns sótti hátíðina og var talið að þar væru a.m.k. 6000 manns. Flugvélar Flugfélags. j íslands fóru margar f.erðir til • hátiðargesti. Auk þess kom fjöldi; Eyja og fluttu á annað þúsund1 fólks með Herjólfi, eins og venja1 er. Hátíðin var sett kl. 2 á föstu-! dag af Karli Guðjónssyni alþing- [ ismanni. Siðan messaði séra Jó-I hann Hlíðar. Kirkjukór söng.j Lúðrasveit Vest.mannaeyja lék ■ undir stjórn Oddgeirs Kristjáns- sonar tónskálds. Ræðu hélt Björn j Björnsson, sýslumaður Rangæinga. íþróttir fóru fram, svo og bjarg- sig, sem Skúli Theódórsson sýndi. Svavar Gests skemmti mönnum um kvöldið og hljómsveit hans lék^ fyrir dansi. Á laugardag hófst hátíðin kl. 2, og var þá keppt í handknatt- leik og fleiri íþróttum. Þá voru og ýmsir skemmti- og leikþættir sýndir og að lokum dansað. Ekki má gleyma brennunni, sem logaði á Fjósakletti, og kveikt var í um kl. 12 á föstudagskvöld. Veður var afbragðsgott og fór hátíðin mjög vel og friðsamlega fram — Á sunnudag tók fólk að hópast burt og voru þá farnar 15 ferðir með farþega til lands. Á mánudag héldu menn áfram að streyma á brott og er nú allt að komast í sitt fyrra horf i Eyjunum. S.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.