Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 14
1« T í M I N N, miSvikudaginn 9. ágúst 1961. þeirra gæða, sem eiginkon-1 unni einni bar? Það særði hana ,að eiginmað'urinn skyldi lýsa því yfir, að hann ynni hjákónunni. Flestir aðr- ir hörmuðu hrösun sína. En Óskar taldi líf sitt liggja við, að fá notið ástmeyjar sinnar. Hann elskaði hana. Þetta varð Ásrún að þola. Það var biturt og sárt. Næsta sunnudag fór Óskar eftir Hallfríði. Honum var tek ið fálega í Nesi. Áttu þeir Sig- urður, faðir Hallfríðar, langt einmæli. Sigurður fór ekki dult með það, að Óskar hefði brugðizt sér. Hann hefði rænt helgustu eign hinnar ungu meyjar, sakleysinu, og með því varpað helryki yfir fram- tið og úrræði almúgabarns- ins. Barnsins, sem hann unni svo mjög. Varð Óskar að taka á allri sinni snilli til þess að sefa harm hins aldna, ágæta manns. Þá fyrst, er Óskar lýsti yfir ást sinni á Hallfríði, og því, er hann nefndi lífgjöf hennar, dró úr reiðiharmi gamla mannsins. Hann brast í ákafan en þó hljóðlátan grát og bað guð að bjarga sérl og sínum. — Þessu barni mínu ann ég. svo heitt, sagði hann, er hann mátti loks mæla. — Hallfríður býr yfir svo mörgu, sem ég vonað'i, að lyfti henni yfir múgmennskuna. Maður skyldi aldrei gera sér bjartar von- ir. Heimurlnn er jafnan sjálf um sér líkur. Allt, sem er fag- urt, elskulegt og gott, dregur hann i svaðið. Hefðir þú, Ósk ar, verið ekkjumaður, sem gat kvænzt Hallfríði, hefð'i ég látið það óátalið. En að hún færði þér böm í meinum, eru sárindi, sem ganga nærri lífi mínu. ! — Þú hefur stundum tal-, að um það, að börnin mínj væru efnisbörn, sagði Óskar. _ En ef við Hallfriður eign-; uðumst barn, sem bæri af öll um öðrum börnum mínum, það er von mín og ósk. Mynd- ir þú þá telja það illa farið, enda þótt hinn andstyggilegi tíðarandi veldi því óviður- kvæmileg orð. Guð er yfir- smiðurinn. Og eins og smiður inn fagnar, er hann sér fal- legt efni, eins þætti mér sennilegt, að gleði himnaföðj urinns ykizt, er hann sér, að efniviður mannlífsins velst saman. Eg hef í seinni tíði hugsað margt um tilveruna( og tilgang höfundarins mikla, og vaxið til nýs skilnings við þá skoðun. — En hefurðu þá ekki fyrst og fremst leitað eftir afsökun á ósæmilegu líferni? Slíkt er engin nýlunda í lífi afbrota- manna. Og allir vaxa þeir að eigin skilningi við þau heila- brot. Og nú heyri ég, að þúj ert þar engin undantekning,' Óskar, sagði Sigurður. Það varð löng þögn. Óskarj sá, að rökræður máttu sín einskis. Og honum varð á að sjaldan borið að garði á Sjáv arbakka, en í ótryggu útliti mátti búast við öllu. Nýi bær inn var það langt frá, að þar gátu gerzt tíðindi að nóttu til án þess vitað væri í aðalbæn- um. Ekki var það óhugsandi, að bændurnir, sem farið höfðu hina miklu hrakför í skiptum sínum við Óskar, hyggðu á hefndir. Þó taldi Óskar Svein og Lækjarbakka- heimilið öruggt. En hjónin á Hálsi voru til í allt. Þó að ekki BJARNI III ÚRFIRÐI: > A S\ I MEINUM 27 hugsa: — Eru rökin nokkurn tíma nokkurs virði, þegar sár og sorg skipa öndvegi manns- sálarinnar? — Eg hef reist bæ að Sjávarbakka, bæ fyrir Hall fríði. Viltu flytja þangað? Eg skal stækka bæinn. Ef þú tek ur þessu boði’, færðu að fylgj- ast með öllu og getur bæði ver ið ráðunautur dóttur þinnar og lagt hönd og hug að upp- eldisstarfi dótturbarnsins. • — Er ekki þegar fullsetið á Sjávarbakka, sagði Sigurð- ur? — Nei, Óskar. Eg flyt ekki til dóttur minnar, meðan ég er rólfær og hún á ekki sterk ari né heilbrigðari ítök í heim ili sínu, en nú er. Þannig var það. Afstaða Sig urðar gamla og hinn mikli harmur, sem hann bjó yfir, fékk meira á Óskar, en allt annað. Hann hafði borið af al faraleið. Þar er jafnan nokk- ur tvísýna. Á heimleiðinni sagði Óskar Hallfríði frá fundinum á prestssetrinu og þeim samn- ingi sem hann hafði undirrit- að þar. Eins sagði hann frá tilraun þeirri, er gerð var við komu bændanna að Sjávar- bakka. Ekki bar hann kvið- boga fyrir annarri slíkri árás, en þar sem þetta hefði skeð, gat ný árás birzt í annarri mynd. Skammdegismyrkrið var langt. Flakkara hafði væri nema snuðr í kringum bæinn í myrkrinu, skrjáfur eða jafnvel fótatak, gat það allt valdið tjóni eins og á stóð hjá Hailfríði. Helzt hefði Ósk ar viljað flytja í nýja bæinn og sofa þar. En hann sá sér það ekki fært, nema eitthvað óvenjulega kæmi fyrir. Fór hann nú að tala utan að því við Hallfríði, að hann yrði að láta einhver eldri börnin sofa í bænum í rúminu á __mótj henni, svo að þau g:Éétií"áá'gt til, ef hún veiktist eða þyrfti einhvers með að næturlægi. í fyrst’i vildi hún ekki heyra á það minnzt, en kaus sér svo Óskar yngri og dreng með hon um, er hún fann að Óskar sótti málið fast. Ekki hafðí Sigurður tjáð dóttur sinni harm sinn, held ur beðið fyrir henni og vonað,, að allt snerist þetta henni til gæfu. Hann hafði meira að segja talið eðlilegt, að hún hrifizt af Óskari, sem bæri um svo margt af fjöldanum. Ósk ari fannst til um Sigurð og hét því, að bæta honum á ein- hvern hátt það tjón, sem hann taldi sig hafa beðið. XXVII Sjávarbakkaheimilið varð enn á allra vörum. Hreppstjór inn kenndi það prestinum, að Óskar varð ekki bugaður á ' fundinum, og var óspar að sýna skjalið, sem þeir þre- menningarnir höfðu undirrit að. Hann gerði jafnvel gaman að flani þeirra bændanna. Sig ríður á Hálsi hafði yfirheyrt \ bónda sinn og talið sér skylt að útvarpa herferðinni. Það var vitanlega gert í þeim til-, gangi að bæta málstað bónda síns á kostnað Sveins og Ósk 1 ars. En varð til þess eins, að sagan barst um alla sveitina.' , Annars hefði hún að líkindum ekki spurzt, því að bæði var það, að Sveinn lét lítið yfir og Óskar krafðist aldrei skaða bóta og eyddi málinu, er vikið var að því við hann. Rétt fyrir jólin komu þær mæðgur, Elín og Ingunn, móð ir og systir Hallfríðar, að Sjávarbakka og settust að í, nýja bænum. Þá fluttu bræð, urnir, Óskar og Ásmundur, heim í gamla bæinn. Elín ætl: aði að vera hjá dóttur sinni fram yfir barnsburðinn. Og! Ingunn fylgdi móður sinni,1 eins og hvert annað barn.1 Hún var þá á níunda árinu.j Elín var rólynd kona og vinnu j I þjarkur hinn mesti. Hafði : hún sefandi áhrif á Ásrúnu.1 Það dró þær saman, að Ásrún fann það, að Elín harmaði hlutskipti dóttur sinnar. Það birti því yfir Ásrúnu við komu Elínar. Helzt hefði hún vilj- að, að Elín flytti að Sjávar- bakka. Hún myndi leiðbeina dóttur sinni og gera hana frá hverfa Óskari. En nú setti Ásrún von sína á það. Það þurfti að telja um fyrir Hall- fríði. Hugarfarsbreyting var e.jná bjargráðið. Og foreldrar Hallfriðar voru líklegastir til einhvers árangurs. Ásrún ræddi um þetta við Elinu. El- ín hélt aftur á móti, að allt ylti á Óskari. Hann byggi yfir lausnarorðinu. Hann værl i senn viljasterkur og ómót- stæðilegur. Hallfríður hrifist af gjörfuleik hans og öruggri framkomu. Það væri erfitt, líklega ókleift, að ná henni þaðan, meðan hann vildi ekki gefa hana lausa. Aldrei kom Ásrún í nýja bæ inn. En Elínu gerði hún orð að finna sig. Og Elín kom, og þær ræddust við.. Það voru raddir þeirra, sem í vanda voru staddir. Og hvað sem El-! ínu leið, þá vermdist Ásrún við umræðurnar, enda þótt allmjög bæri á milli. Þær liðu báðar vegna hins sama. Og Elín var hógvær í allri álykt- un. Á aðfangadag jóla veiktist Hallfríður. Og sjálfa jólanótt- ina fæddist sveinbarn í nýja bænum á Sjávarbakka. Fal- legt jólabarn. Þetta var ell- efta barn bóndans, og fagnaði hann því af innileik, svo að engum gat dulizt, að hann taldi sig hafa hlotiö mikla jólagjöf. -Sveinninn var vatni ausinn þriggja daga gamall og gefið nafnið Sigurður Ósk ar. Hafði Óskar stungið upp á nafninu Sigurður, en móðir in vildi láta sveininn heita Óskar. Er búið var að skíra dreng- inn, sagði Hallfríður, að hann ætti að vera sameiningarband ið, sem tengdi saman föður drengsins og afa. Séra Þórður hnyklaði brýrnar, er hann heyrði þetta, en hreyfði þó engum mótmælum. í umtal- inu var því haldið fram, að presti hafi fundizt móðirin unga gleyma stöðu sinni og sekt, er hún lét slík ummæli falla. XXVIII Nokkur ár liðu. Þrjú til fimm ár. Eg man það ekki gjörla. Miðvikudagur 9. ágúst: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12.55 „Víð vinnuna": Tónleikar. . 15,00 #liðdegisútvarp. 18.30 Tónleiikar: Óperettulög. 18.55 Tilkynninga.r. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20,00 „Heyri ég í hamrinum": Dag- skrá um skáldkonuna Huldu, Unni Benediktsdóttur Bjark- lind. a) Sveinn Skorri Höskuldsson magister flytur erindi. b) Finnborg Örnólfsdóttir og Andrés Björnsson lesa úr ljóð- um skál'dkonunnar, Árni Jónsson o. fl. syngja lög við ljóð eftir Huldu. 20,50 Frá tónlistarhátíðinni í Schwetzingen í júní sl.: Gloria Davy syngur lög eftir Schu- bert, Debussy og Richard Strauss. Við píanóið: Jean Jal- bert. 21.20 Tækni og vísindi; V. þáttur: Plastefnin (Páll Theódórsson eðlisfræðingur). 21,40 ísienzk tónlist: „Veizlan á Sól haugum", leikhúsmúsik eftir Pál ísólfsson (Hljómsveit Ríkis útvarpsins leikur; Hans Anto- litsch stjórnar). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður inn“ eftir H. G. Wells; XIII. (Indriði G. Þorsteinsson rith.). 22.30 „Stefnumót í Stokkhólmi". Norrænir skemmtikraftar flytja gömul lög og ný. 23,00 Dagskrárlok. ^RTRUR VÍÐFFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 14 — Við höfum skipun um að koma með hann, dauðan eða lif- andi, sagði annar. — Það skiptir engu máli, svaraði sá fyrri. Orr- ustunni er lokið og enginn lifir eftir. Og hinir muldruðu eitthvað, svo að Eiríki skildist, þótt ekki heyrði hann orðaskil, að þeir væru búnir að fá nóg og vildu komast heim. Þegar allt var orðið kyrrt, laumuðust þeir Eiríkur og Axi fram úr fylgsni sínu. Meðan þeir olnboguðu sig gegnum skóginn, velti Eiríkur því fyrir sér, hver hefði skipulagt þessa árás. Hann komst þó ekki iangt í sínum heila- brotum — Flýttu þér tii baka, Axi, sagði hann aðvarandi, en aft- ur of seint, því að enn voru þeir stöðvaðir af tveimur vopnuðum hermönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.