Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 16
 ■■ ■■■ :■ : ■ s * i 3 »«» ' 1 . i II ':'Í :,:■. ■ , . _______________________________________________________ Hermann og Eysteinn hafa framsögu í kvöid Almennur stjórnmálafundur í Fram- sóknarhúsinu kl. 8.30. Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Framsóknarhúsinu í kvöld kl. 8,30. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins og Eysteinn Jónsson, formaour þingflokks Fram- sóknarmanna hafa framsögu um stjórnmálavið- horfið. Allir Framsóknarmenn og stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru hvattir til að fjöl- menna á fundinn. — Mætum öll í Framsóknar- húsinu kl. 8,30! Miðvikudaginn 9. ágúst 1961. 178. blað. Hefurðu tryggt þér miða í ferð Framsóknarfélaganna? Eruð þið búin að panta ykkur miða í ferðalagið á sunnudaginn? — Lftið á auglýsinguna á bls. 11. Leiðin lá frá Vancouver til Íslands um Paris Það er fleira í Kanada en skógar, fimmburar og íslend- ingar. Þar eru einnig listmál- arar og einn þeirra er Steph- en Woodbury, ungur maður frá Vancouver. Hann dvelst um þessar mundir hér á is- landi og sýnir allmargar myndir á Mokkakaffi á Skóla- vörðustíjg. Mest ber þar á olíu- málverkum og margar þeirra eru málaðar hér á landi. i I Leiðin frá Vancouver til Reykja ( víkur var langt frá því að vera krókalaus, því hin^'ð kemur1 Woodbury frá París og London. Skógar þar — hraunin hér Maður skyldi ætla að í Van- couver hefði einhver landi vor getað frætt Woodbury á því að ísland væri ákjósaniegt land fyrir listmálara. En það var ekki fyrr en hann kom til Parísar, að hann hitti íslenzka stúlku, sem vakti áhuga hans á landinu. — Hún sagði mér margt frá feg urð landsins, sagði Stephen í við- tali við blaðamann Tímans í gær, ég bjóst þvi við miklu þegar ég kom hingað. En íslenzk náttúra hefur þó farið fram úr öllum mín- um vonum, ég hef unnið af kappi síðan ég kom hingað, hér eru ó- tæmandi uppsprettur fyrir list- málara. — Er gróska í kanadískri mál- aralist? — Þa?l er óhætt að fuilyrða að svo sé Margir kanadískir listmál arar hafa getið sér góðan orðstír Náttúran er mjög örvandi til slíkra hluta i Kanada, skógar og vötn. Einkanlega eru skógarnir mjög blæbrigðaríkir, þeir skipta litum eftir árstíðum og eru sífellt rann-1 sóknarefni þeim sem byggja list, sína á línum og litum. — Saknið þér þá ekki skóganna hér á landi? — Neþ Hér er það hraunið og mosinn, sem búa yfir sérkennileg I um og nýstárlegum litbrigðum, sem eru einkennandi fyrir ísland. Hún heifir Edda — Þér málið landslagsmyndirl og mannamyndir? — Með nokkrum hætti. Þó er ég ekki natúralisti í beinum skiln ingi, er ekki bundinn við fyrir-j myndina. Eg notast við það úr náttúrunni sem fellur að hugmynd um mínum, öðru sleppi ég úr myndinni, svo bæti ég við frá sjálfum mér. Svo þetta verður hálf-abstrakt. Þó munu Mokka-gestir þekkja ýmsar fyrirmyndirnar í málverk- (Framhald i 15 síðui Útför Ásmundar Sigurðsson- ar lögregluþjóns, sem fórst um daginn 5 umferðarslysi á Lauga veginum, fór fram frá Fossvogs kapellu síðdegis í gær. Starfs- bræður Ásmundar í lögregl- unni höfðu komið sér saman um að gera athöfn þessa sem virðulegasta. Sr. Árelíus Níelsson jarðsöng. Lögreglukórinn söng undir stjórn Páls Kr. Pálssonar og Jón Sigurðsson lögregluþjónn lék einleik á trompet. Tveir lögregluþjónar, sem setið höfðu á skólabekk með Ásmundi á lögreglunámskeiðinu báru á- samt yfirmönnum lögreglunnar kistuna úr kirkju. Fjórir lög- regluþjónar stóðu heiðursvörð. með sorgarstaf í hendi. Frá kapellunni og niður í garð fylgdi heiðursfylking ein kennisklæddra lögregluþjóna. Síðasta spölinn báru kistuna starfsbræður Ásmundar úr bif hjóladeild lögreglunnar. Lög- reglukórinn söng síðan yfir moldum Ásmundar. Lögreglu- þjónar tóku ofan húfur sínar og héldu þeim undir hendi sér. Efri myndin sýnir, þegar kist an er borin úr kirkju. Heiðurs- vörður stendur til hliðar. Á seinni myndinni sést jarðsetn- ingin. Til vinstri standa lög- reglumenn úr bifhjóladeild lög- reglunnar og til hægri er lög- reglukórinn. Kanadiski listmálarinn Stephen Woodbury ásamt einu verka sinna,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.