Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1961, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, migyikudaginn 9. ágúst 1961. Eysteinn Jónsson: Nú eru góð ráð dýr Mbl.-menn virðast liafa orðið meira en lítið miður sín út af því að ég upplýsti, að 5% kauphækkun hjá frystihúsi svaraði til 1% breytinga á verði seldra afurða hússins. Ég get vel skilið þctta, því að það er erfitt verk að tefla því fram gegn þessari stað- reynd, að 11—12% kauphækk- un hafi gert gengislækkun eðli- lega eða jafnvel óumflýjanlega. Við þessu finnst bara eitt ráð á Mbl.-heimilinu og það er að segja þetta lýgi, og er þá ekki tvínónað við það. Það er gert með þessum orðum á sunnudaginn var: „Staðreyndirnar eru þær, að vinnuaflskostnaður frystihúsa er yfirleitt a. m. k. 50% heild- arútgjalda“. — Þessu fylgja svo nokkur vel valin orð um mig til smekk- bætis. Yfir því kvarta ég ekki. Hitt ætla ég mér að upplýsa, að tölur mínar um kaupgjald í hraðfrystihúsum eru byggðar á reikningum margra hrað- frystihúsa. Ég hef líka haft með höndum útreikninga Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og SÍS um fiskvinnslu í hrað- frystihúsunum. Þar að auki gætti ég þess til varúðar, að leggja vel í kaupgjaldskostnað- inn, til þess að halla ekki á gengislækkunarmenn. Sannleikurinn er sá, að það er miklu fremur of en van að vinnulaunakostnaður í hrað- frystihúsunum sé 20% af út- flutningsverðmæti afurðanna. 5% kauphækkun í hraðfrysti- húsi svarar því yfirleitt alls ekki til meira en 1% breyting- ar á útflutningsverði. Satt er það, að ekki eru þeir, sem standa fyrir gengislækk- unargerræðinu, öfundsverðir af þessum staðreyndum. En einmitt þetta um áhrif kaupgjaldshækkunarinnar í frystihúsunum sýnir, hve oft er hægt að afhjúpa stóra og flókna blekkingu með litlu og ein- földu dæmi. — Hver trúir því, að hækka hafi þurft verð á erlendum gjaldeyri um 13% til að mæta þeim kjarasamninguin, sem urðu, eftir að hafa kynnt sér frystihúsadæmið. — Eða dæm- ið um bræðslusfldina, þar sem vinnulaunakostnaður hækkar um 3—4 krónur á mál, eftir því með hvaða vinnslumagni er reiknað, og verð á bræðslusfld gat hækkað, þrátt fyrir það, og einnig um saltsfldiná. — Ekki tekur betra við, ef það er haft í huga, að þeir sögðu, að „kerfið“ þyldi 6% kaup- hækkun, en 10—11% kaup- hækkun krefðist þess, að verð á erlendum gjaldeyri væri hækkað um 13%. — 6% kaup- hækkun þýddi ca. 240 kr. hækk- un á kaupi á mánuði hjá verka- manni, en 11% hækkun, sem varð, 440 kr. hækkun á mán- uði. Þessi mismunur, 200 kr. á mánuði, lijá verkamanni á að valda því að hella þurfi yfir þjóðina nýrri, stórfelldri gengis lækkun, sem hækkar verðlag í landinu um nálega 550 milljón- ir króna í fyrstu umfcrð. Það er' ekki að furða, þótt þeir, sem fyrir þessu standa, eigi bágt með að færa rök fyrir því og taki þess í stað þann kostinn að æpa ókvæðisorð að andstæðingunum. En það tekur þjóðin ekki gilt. Vikuaflinn nær 160 þús. mál og tunnur AUgóð veiði var alla síðastliðna viku á miðunum fyrir Austur- j landi á svæðinu frá Skrúð að Dala tanga. Veður var þar yfirleitt hag stætt í vikunni. Engin veiði var fyrir Norðurlandi og veður rysjótt. Olli það tölu-1 verðum töfum á síldar/.utningum til verksmiðjanna norðan Langa-1 ness. Vikuaflinn var 159.660 mál og tunnur (í fyrra 92.460). I vikulokin var aflinn sem hér segir. Tölur í svigum eru frá sama tíma í fyrra. í salt upps. tunnur ............... í bræffslu mál .................... í frystingu uppm. tunnur........... Útflutt ísað — ......... Hérmeð fylgir skrá yfir þau skip sem aflað hafa 10.000 mál og tunn1 ur eða meira: Mál og tn. j Árni Geir Keflavík 12.377 Áskell Grenivík 10.214 Auð'unn Hafnarfirði 11.128 Baldur Dalvík 10.665 Bergvík Keflavik 12.153 Dofri Patreksfirði 10.752 Einar Hálfdáns Bolungarvík 11.872 Eldborg Hafnarfirði 11.743 Gjafar estmannaeyjum 12.616 Guðbjörg ísafirði ‘ 10.461 Guðbjörg Ólafsfirði 13.211 342.860 (105.690) 834.955 (563.323) 19,710 ( 13.755) 0 ( 834) 1.197.525 (683.602) Guðm. Þórðárson Reykjav. 15.062 Guðrún Þork.dóttir Eskif. 16.462 Halldór Jónsson Ólafsvík 11.415 Haraldur Akranesi 14.968 Héðinn Húsavík 10.016 Heiðrún Bolungarvík 14.420 Helgi Helgas. Vestm.eyjum 11.408 Hilmir Keflavík 10.259 Hólmanes Eskifirði 10.044 Höfrungur Akranesi 10.605 Höfrungur II Akranesi 11.543 Kristbjörg Vestm.eyjum 10.543 Ólafur Magnúss. Akureyri 15.777 Pétur Jónsson Húsavík 10.891 Pétur Sigurðsson Reykjavík 12.353 Sigurður Siglufirði 10.063 Sig. Bjarnason Akureyri 10.076 Snæell Akureyri 12.780 Stapafell Ólafsvík 12.448 Sunnutindur Djúpavogi 11.675 Víðir II Garði 17.747 Víðir Eskifirði 10.661 Buchman látinn NTB—Freudenstadt 8. ág. Frumherji SiSvæðingarhreyf- ingarinnar (MRA) ,dr. Frank Buchman, lézt á mánudags- kvöldið á heimili sínu í Freud enstadt f Vestur-Þýzkalandi. Hann varðv 83 ára gamall. Buchman lézt eftir mjög skamma legu eftir að hann hafði fengið hjartaslag. Að eigin ósk verður hann jarðsettur í grafreit fjölskyldunnar í Alletown í Penn- sylvaníu. Síld seld beint út Siæmar heimtur á sjómönnum f Neskaupstað bíða nú 15 skip löndunar með um sex þúsund mál síldar, sem öll fer í bræðslu. Undanfarna sólarhringa hefur verið bræla á miðunum og engin síldveiði, en í nótt lygndi, og fengu skipin sæmilega veiði út af Norðfjarðarhorni og á Tangaflaki 24—30 sjómílur frá landi. Síldin er blandaðri nú en venjulega. Veiðihorfur eru góðar, og hafa bátarnir verið að kasta í dag. Um verzlunarmannahelgina var' allur flotinn í höfn, og fóru margir af áhöfnum skipanna upp á Hérað á útisamkomuna í Atlavík. Hefur gengið erfiðlega að heimta suma þeirra til skips aftur, og tii nokk- urra hefur ekkert spurzt enn, en vonandi koma þeir þó í leitirnar innan tíðar. Énginn bátur kom með síld til Siglufjarðar í gær og enginn hafði tilkynnt síld þangað í gærkvöldi. Flutningaskip síldarverksmiðj- anna komu þar aftur á móti í gær og fyrradag og losuðu farm. Verið er að lesta síld til útflutnings á Siglufirði og lýsisskip er væntan- legt þangað einhverntíma á næst u.nni, en þar hefur nú hiaðiz* —■ mikið magn af síldaraf'r' 5 héraðsmót Framsóknar- manna um næstu helgi V estur-Skaf taf ellssýsla Héraðsmótið verður að Kirkjubæjarklaustri n. k. laugardag og hefst það kl. 9 s.d. Mótið setur Jón Helgason, Seglbúðum. Ræður flytja Ágúst Þorvaldsson, alþm. og Helgi Bergs, verkfr. Árni Jónsson, óperusöngvari, syngur með undirleik Skúla Halldórssonar, tónskálds. Ómar Ragnarsson fer með gaman- vísur. Þá verður dansað. Norður-Þingeyjarsýsla Mótið verður haldið að Skúlagarði í Kelduhverfi n. k. laugar- dag og hefst kl. 8,30 s. d. Ræður flytja alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Karl Kristjánsson. Fluttir verða söngvar úr óperettum. Söngvarar Björg Bald- vinsdóttir og Jóhann Ögmundsson. Að lokum verður dansað. / Skagafjarðarsýsla Héraðsmótið verður að Sauðárkróki n. k. sunnudag og hefst kl. 8 s. d. Ræður flytja alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Skúli Guðmundsson. Hinn vinsæli Smárakvartett frá Akureyri syngur og Ævar R. Kvaran leikari skemmtir. Síðan verður dansað. Eyjafjarðarsýsla Mótið verður að Laugaborg í Eyjafirði n. k. sunnudag og hefst kl. 8.30 s. d. Ræður flytja alþingismennirnir Eysteinn Jónsson og Karl Kristjánsson. Einsöng syngur Erlingur Vigfússon. H.H.-kvintettinn leikur fyrir dansí. r Arnessýsla Héraðsmótið í Árnessýslu verður haldið að Aratungu, Biskupstungum, n. k. sunnu- dag og hefst kl. 9,30 s. d. Mótið setur Sigurfihnur Sig urðsson, Birtingaholti, form. F.U.F. í sýslunni Ræðuh flytja Ágúst Þorvaldsson, alþm. og Örlygur Hálfdánarson form. S.U.F. Árni Jónsson, óperusöngvari, syngur með undiileik Skúla Halldórssonar, tónskálds. Ómar Ragnarsson fer með gaman- vísur. Einnig verður dansað. Orlygur Ágúst Dregið hefur verið í Veltuhappdrættinu, en eftirtalinna vinninga hefur enn ekki verið vitjað: Ferð á Edinborgarhátíð nr. 852 Heimilistæki — 1036 Veiðistöng — 959 Þeir, sem hlotið hafa þessa glæsilegu vinninga, eru vinsam|ega heðnir að snúa sér til happdrættisnefndar- innar sem allra fyrst. Happdrættisnefndin Ólæti í Atlavík ■ | menn úr umferð vegna ölvur og óeirða. Sumir ófundnir (Framhald af 1. síðu Sumir sjómannanna á síldveiði- Á sunnudag varð einnig að taka iflotanum, sem sóttu samkomuna j í Atlavík erj enn ókomnir til ------------------------------[skipa sinna og hafa ekki fundizt j né nokkrar fregnir af þeim borizt. jEr það bagalegt fyrir síldarskipin, j því að brælan er búin á miðun- um og veiðar aftur að hefjast. j Ákveðið hefur verið, að fram- vegis verði ekki haldnar fleiri samkomur í Atlavík eftir þá Áeynslu, sem nú er fengin af fram 'komu samkomugesta. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa fengið leyfi til þess að selja síld beint um borð i norsk síldarfiutn- ingaskip ti) vinnslu í Noregi, þar seni löndunarmöguleikar eru af skornum skanunti í höfnunum ■ uctan lands. Var í gær lestað heil ' af slíkri síld á Seyðisfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.