Tíminn - 10.08.1961, Blaðsíða 6
c
TIMIN N, fimmtudaginn 10. ágflst 1961,
IViiiiningarorð:
Kristján A. Kristjánsson
Samband borgfirzkra
kvenna 30 ára
f dag er til moldar borinn hér
í Reykjavik Kristján Albert Kristj
ánsson, fyrrum kaupmaður í Súg-
andafirði. Með honum er fallinn
í valinn merkur baráttumaður fyr
ir hvers konar umbótum og menn
ingarlegum framförum byggðar-
lags síns.
Kristján A. Kristjánsson var
fæddur að Suðureyri við Súganda
fjörð 28. janúar 1885, sonur Kristj
áns Albertssonar útvegsbónda á
Suðureyri, og síðari konu hans,
Guðrúnar Þórðardóttur, ljósmóður
frá Vatnadal í Súgandafirði. Var
Kristján Albert næst elztur af 14
börnum, sem þeim hjónum fædd-
ust. Af þeim systkinahópi náðu 11
fuUorðinsaldri, og eru afkomend-
ur þeirra nú þegar orðnir nokkuð
á annað hundrað að tölu.
Bernskuheimili Kristjáns Al-
berts var sérstakt myndarheimili
— heimilis'faðirinn greindur og
framsýnn ,stjórnsamur og dugleg
ur til starfa bæði á landi og sjó,
traustur maður og áreiðanlegur
í hvívetna. Hafði hann margvísleg
trúnaðarstörf á hendi fyrir sveit
sína, og var jafnan mikið tillit
til hans tekið. Guðrún kona hans
var honum mjög samhent í þeim
myndarbrag og þeirri rausn, sem
einkenndi heimili þeirra. Gestrisni
og hjálpsemi þeirra hjóna var við
brugðið, enda heimilisástæður all
góðar og síbatnandi, þrátt fyrir
mikla ómegð. Þau hjón létu sér
mjög annt um uppe'ldHog mennt-
un barna sinna. Má þess geta í
því sambandi, að fyrir aldamótin
héldu þau heimiliskennara fyrir
bömin, en þá var ekki fræðslu-
skylda- á borð við það, sem nú er.
Trúrækni var mikil á heimili
þeirra. Voru þar jafnan lesnir
húslestrar hvert. kvöld vetrar-
langt, en hvern helgan dag að
sumri.
Kristján A. Kristjánsson var
grein af traustum og góðum
stofni, og gat engum dulizt það,
sem nokkur kynni haf.ði af hon-
um. Og heima á æskustöðvum sín
um kaus hann sér starfssvið fram
á efri ár. f Verzlunarskóla íslands
var hann við nám einn vetur, en
stundaði síðan verzlunarstörf á
Suðureyri fram til ársins 1945, er
hann fluttist til Reykjavíkur.
Jafnframt atvinnu sinni hafði
hann á hendi margvísleg trúnað-
arstörf fyrir byggðarlag sitt. Gjald
keri Sparisjóðs Súgfirðinga var
hann frá stofnun sjóðsins 1912,
formaður Búnaðarfélags Suður-
eyrarhrepps frá stofnun 1927, for
maður Lestrarfélags Suðureyrarhr.
um langt skeið, póstafgreiðslumað
ur á Suðureyri, hreppsnefndarmað
ur um langt árabil, sáttanefndar-
maður, sóknarnefndarmaður og
safnaðarfulltrúi. Auk allra þess-
ara starfa átti hann margvíslegan
þátt í ýmis konar félags- og menn-
ingarstarfi. Og það var áhugi og
líf í kringum þau störf, er hann
hafði með höndum. Hann var ó-
venju glöggur maður og vakandi
fyrir öllu því, er til bóta og fram
fara horfði — ekki niðurrifsmað-
ur, sem lét sitja við það eitt að
dæma hlutina óhafandi, heldur
benti hann jafnframt á það, sem
til úrbóta mætti vera, og var jafn
an reiðubúinn til að ræða gagn-
hugsaðar tillögur sínar við áhuga
menn í viðkomandi máli. Hann
hafði einnig sérstakt lag á því að
vekja menn til umhugsunar og á-
huga á málum, sem þeir hefðu
annars lítinn gaum gefið. Og allt
var gert með rólegum tökum og
rökfestu, en ekki hávaða og
bægslagangi. Þannig átti Kristján
Albert áreiðanlega drýgstan þátt
í flestum þeim framförum, sem
í Súgandafirði urðu á starfsárum
hans þar. í kring um hann var
jafnan heilbrigt andrúmsloft, og|
oft kryddað glettni og gamansemi,
án græsku.
Árið 1907 kvæntist Kristján A1
bert Sigríði H. Jóhannesdóttur,
Hannessonar, hreppstjóra í Botni
í Súgandafirði, hinni ágætustu
konu. Þau hjón eignuðust 9 börn,
og eru sjö þeirra á lifi, auk einn
ar fósturdóttur, er þau ólu upp.
Á Suðureyri bjuggu þau, þar til
þau fluttu til Reykjavíkur árið
1945, en þar andaðist Sigríður ári
siðar.
Á heimili þeirra hjóna var jafn
an gott að koma, enda bar þar
■ margan gest að garði. Það minn
ist áreiðanlega margur þess, hve
hlýlegt og vistiegt það heimili
var og hve umhugað húsráðendur
létu sér um að hlynna sem bezt
að gestum sínum og greiða úr
málum þeirra, er þangað Jeituðu
með einhver erindi.
Kristján Albert var einlægur,
kirkjunnar maður. Sóknarkirkja;
Súgfirðinga hefur löngum verið
að Stað, en þangað er drjúgur
spölur frá Suðureyri og oft erfitt
yfirferðar. Eftir að kauptún var
risið upp á Suðureyri, vaknaði
nokkur áhugi fyrir, að kirkja
yrði reist í kauptúninu. Kvenfé-
lagið gaf fyrstu fjárhæðina til
sjóðsmyndunar, svo að hrinda
mætti því máli í framkvæmd. En
ári síðar var kosin kirkjubygging
arnefnd, er annaðist undirbúning
framkvæmdanna. í þeirri nefnd
átti Kristján Albert sæti, og átti
hann áreiðanlega sinn drjúga þátt
í að sameina söfnuðinn allan í á-
huga fyrir þessu máli. Og svo vel;
var að málinu unnið, að þegar i
kirkjubyggingarnefndin 1
starfað í 10 ár, var kirkjan risin
laust. Það má öllum ljóst vera,
að til þess þurfti ekki lítið átak
hjá rúmlega fjögur hundruð
manna söfnuði á þeim kreppuár-
um, sem þá voru — en kirkjan var
vígð 1. ágúst 1937. Sjálfur ggf
Kristján og systkini hans lóð und
ir kirkjuna, og rís hún á þeim
stað, þar sem bernskuheimili
þeirra hafði staðið.
Lengi mætti halda áfram að
draga fram einstök dæmi um far-
sælan þátt Kristjáns Alberts í
framfaramálum Súgfirðinga, en
skal ekki gert að sinni.
Eftir að Kristján fluttist til
Reykjavíkur, var hann oft með
hugann heima í Súgandafirði og
fylgdist vel með öllu, sem þar
gerðist. Hann safnaði að sér skýrsl
um og gögnum um málefni Súg-
firðinga, afkomu þeirra og hag.
Var honum fagnaðarefni mikið
að heyra um hverjar þær umbæt-
ur, sem hann vissi gerðar á æsku
slóðum sínum, því að enn sem
fyfr var honum annt um, að gengi
þessarar vestfirzku byggðar yrði
sem mest.
Kristján Albert var gæfumaður.
Hann átti því láni að fagna að ■
eignast sérstaklega gott heimili1
og fá að sjá mannvænlegan barna
hóp vaxa til manndómsþroska.
Honum auðnaðist að leggja mikil-
vægan skerf til margvíslegra fram
fara- og menningarmála og sjá!
mörg af hugsjónamálum sínum |
þokast nær marki. Hann var starfs !
maður cnikill, þó að heilsa hans
væri ekki sterk. Hann var reglu!
maður og lagði stund á að haga
lífi sínu skynsamlega, svo að |
starfsorka hans færi ekki til spill.
is að óþörfu.
Eitt sinn ræddum við Kris.tján
um forna orðtakið: Þekktu sjálf-
an þig. í því taldi hann fólgna
lífsreglu, sem spakleg væri og
hverjum manni nauðsynleg. Það
væri manninum ekki nóg að
kunna nokkur skil á starfsemi lík-
amans og nokkurra líffæra hans,
heldur yrði hann einnig að kanna
sem bezt það, sem leynist í djúp-
um sálarinnar. Slíkt yrði til að
forða manninum frá mörgu gönu-
skeiði, ef hann notfærði sér þá
þekkingu sína. Og áminningu um
þetta flutti hann fólkinu eitt sinn
á þann hátt, að hann lét prenta
orðin á aðgöngumiða að- kirkju-
legri samkomu, er hann stóð fyrir.
Sjálfur var hann maður, sem hafði
náð ótrúlega langt í því að þekkja j
sjálfan sig. Og ef til vilí liggur
einmitt í því skýringin á farsæld
hans í hverju starfi, einstakri
sjálfsstjórn hans og því menning-
arandrúmslofti, sem honiim fylgdi
jafnan. Hann var fjöihæfur gáfu-
maður,' sem raunar hefð'i mátt
gera af mörg stórmenni, hvert á
sínu sviði. líkt og Haraldur kon-
ungur harðráði sagði um Gissur
ísleifsson, því að samfara leiftr-
andi gáfum var gerhygli og ró-
semi foringians, sem ekki má láta
sér fipast tökin á verkefni sinu né
sjálfum sér. þó að stundum blési
á móti. Jafnan er holl forysta
slíkra manna. Og f.áa hef ég vitað
taka betri eða réttari tökum á j
hugsunarlitlum unglingurh, sem
urðu til þess að gera einhver!
glappaskot. Þar var ekki verið að
láta fjúka hávær æsingaorð, sem _
verka eins og olía á eld, heldur,
var rabbað um málið í rólegum, I
léttum og jafnvel gamansömum
tón, en þó á þann hátt, að við-
komandi hlaut að sjá, hvernig
hann varð minni maður fyrir
strákapör sín. Því að Kristján Al-
bert þekkti ekki aðeins s.jálfan
30. ársfundur Sambands borg-
firzkra kvenna var haldinn í hús-
mæðraskólanum að Varmalandi
dagana 27.—28. júní sl. Fundinn
sátu 28 fulltrúar frá 16 félögum,
sem eru í sambandinu, auk stjóm-
ar sambandsins og gessta.
Á fundinum voru mörg mál tek
in til meðferðar, en aðalmálið var
bygging Dvalarheimilis fyrir aldr
að fólk, sem sambandið hefur und
anfarin ár safnað fé til, og hef.ur
sérstök nefnd haft það starf með
höndum. Formaður nefndarinnar,
frú Aðalheiður Jónsd., Bjargi, gaf
skýrslu um gang málsins á fund-
inum. f sjóði eru tæpar 100.000
kr. 2 aðilar hafa boðið ókeypis
lóð fyrir dvalarheimilið, frú Sig-
urbjörg Björnsdóttir, Deildartungu
og Borgarneshreppur. Hef.ur nefnd
in ákveðið að taka tilboði Borgar
neshrepps, en á fundinum ríkti
nokkur ágreiningur um staðar-
valið. Enn fremur töldu fulltrúar
félaganna sunnan Skarðsheiðar
eðlilegra að þau styrktu frekar
elliheimilisbyggingu á Akranesi.
Samþykkt var að leita álits
sýslunefndar Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu um væntanlega þátt-
töku þeirra í stofn- og rekstrar-
kostnaði dvalarheimilisins. Þá var'
rætt orlof húsmæðra og samþykkt
ir gerðar um fjárframlög og fyrir-
komulag þeirrar starfsemi. Sam-
þykkt að skora á Alþingi að launa
að minnsta kosti fj.óra heimilis-
ráðunauta.
Rætt var um byggðasafn Borgar
fjarðar og fjárframlög félaganna
til þess.
í fundarlok var minnzt 30 ára
afmælis sambandsins með kaffi-
samsæti, er fundarkonur og gestir
sátu. Voru þar einnig mættar all-
margar aðrar kvenfélagskonur
víðs vegar að af sambandssvæðinu.
Leikinn var smá skemmtiþáttur,
því næst hófst almennur söngur.
Hamingjuóskir fluttar frá hi.num
og óbundnu rnáli og voru lesin.
Hamingjuóskir fluttar frá honum
ýmsu félögum. f tilefni afmælis-
ins var Húsmæðraskólanum á
Varmalandi afhent gjöf að upp-
hæð. 10 þúsund krónur.
Gestir fundarins voru frk. Svava
Þorleifsdóttir, frú Ragnhildur
Björnsson og frú Þórunn Vigfús-
dóttir.
Stjórn sambandsins skipa nú frú
Sigríður Sigurjónsdóttir, Hurðar-
baki, form., frú Guðrún Þórarins-
dóttir, Saurbæ, gjaldkeri og frú
Kristín Ottesen, Miðgarði, ritari.
Húsgagnasmiðir
Húsgagnasmiðir eða menn vanir verkstæðisvinnu
óskast. Eftirvinna eftir samkomulagi. Upplýsingar
í síma 35585 frá kl. 9—6 e. h.
fiifiii .0
l-llðBM
TRESMIÐJAN MEIÐUR
Hallarmúla, Reykjavík.
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara
án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en
ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birt-
ingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld-
um:
Gjaldföllnum þinggjöldum fyrir árið 1961, áfölln-
um og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi,
gjöldum af innlendum tollvörutegundum og mat-
vælaeftirlitsgjaldi, söluskatti 2. ársfjórðungs 1961,
skipulagsgjaldi af nýbyggingum, vélaeftirlitsgjaldi,
i sig, heldur líka fólkið í kringum ; si'g. Og tiú er Kristján Albert horf- inn af sjónarsviðinu. Engar harma tölur skal þó rekja við brottför hans. Slíkt myndi hann sjálfur sízt kjósa. En ég veit, að sveitung ar hans og fjölmargir aðrir sam- ferðamenn myndu vilja tjá hon- um atvinnurekenda og atvinnuleysistrygginga- gjaldi af lögskráðum sjómönnum. Borgarfógetinn í Reykjavík, 9. ágúst 1961. Kr. Kristjánsson ,V’‘V''N',V,V,V,V,X,X-,'N-,V,‘^,‘^,V«'V*'VW*V*VV*VV'V*VV'VW
lok. Og minningin um vökulan. starfssaman drengs'kaparmann mun geymast meðal okkar, sem þekktum hann. Jóhannes Pálmason.
Elskuleg eiglnkona mín, Jófríður Karlsdóttir (Elfriede Krause) andaðist 8. þ. m. á Landsspítalanum.
Húseigendur Fyrir mína hönd. Karl Karlsson (Krause).
S lUuUlCUIIUUI Geri víð og stilli olíukynd- ingartæki. Viðgerðir á alls konar heimilistækjum. Nv- smíði Látið fagmann ann- ast verkið. Sími 24912 og 34449 eftir kl. 5 síðd. Þökkum hjartanlega hlýhug og vináttu okkur sýnda við andlát og jarðarför Jórunnar Kristinsdóttur frá Hjalteyri Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs sjúkrahúss Akureyrar fyrir ágæta hjúkrun. Vandamenn.