Tíminn - 10.08.1961, Blaðsíða 12
T í MIN N, fimmtudaginn 10. ágflst 1961.
JE5
r/ ■ r
't''
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
STERKASTA LANDSUD, SEM
A-Þjó'ðverjarnir koma í kvöld — keppnin hefst
á Iaugardag klukkan fjögur
í tilefni af komu a-þýzku frjáls-
íþróttamannanna í kvöld, boðuðu
forráðamenn FRÍ og móttöku-
nefndin blaðamenn á sinn fund í
gær, til að skýra þeim nánar frá
landskeppninni, sem fér fram á
Laugardalsleikvanginum um helg-
ina.
Landsliðsmennirnir koma eins
og fyrr segir í kvöld með flugvél
• frá Kaupmannahöfn. Ekki gátu
þeir félagar, Jens Guðbjörnsson
og Örn Eiðsson, sagt nákvæmlega
hverjir kepptu í hinum einstöku
greinum, en hér fara á eftir nöfn
þeirra manna sem þeir voru búnir
að fá uppgefin:
100 m. Löffler og Vagner; 400 m.
;j
KomiS í mark í
5000 m. hlaupinu í
Róm. Halberg, Nýja.
Sjálandi, fyrstur,
Grodotzki annar.
með nýju sniði
Nú nýveriö hefur landareign
in Reykjadalur i Mosfellssveit
eign Stefáns heitins JÞorláks
sonar, verið keypt af þeim Vil
hjálmi Einarssyni og Hösk-
uldi Goða Karlssyni. Á land-
areigninni, sem er 4 ha er
glæsilegt 270 ferm. hús með
70 ferm. sal.
Aðstaða til útiíþrótta og
fjölþættrar innistarfsemi er
öll hin ákjósanlegasta á stað
þessum, og auk Þessa hafa
fengizt afnot að sundlaug í
næsta nágrenni.
rramnair » Ib slðu
Höskuldur að kenna drengjum knattmeðferð
Benkwich; 110 m. grhlaup: Reg-
enbrecht og Krebz; 400 m. grhl.:
Frahm og Möller; 1500 m. Prietzel
og Billeb; 5000 m. Rodhe og Dör-
ner; stangarstökk, Beyme og Tild
ke; þrístökk, Richbourn og Bar-
ylla; hástökk, Uhlrich; langstökk,
Schmöller og Frester; kúluvarp,
Hoffmann; kringlukast, Greser.
Um árangur þessara manna má
nefna, að Regenbreicht hefur
hlaupið bezt í ár 110 m. grind á
14.7, F | rne stokkið 4.40 í stang
arstökki, Richbourn 15.70 í þrí-
stökki og Uhlrich er tveggja m.
maður í hástökkinu. í 3000 metra
hindrunarhlaupinu er ekki vitað
hverjir það verða, sem mæta
Kristleifi, en það verður annað
hvort Rodhe eða Dönner, sem gefn
ir eru upp í 5000 metra hlaupinu
11. landskeppnih
Þetta verður í 11. sinn sem ís-
lendingar taka þátt í la’%'keppni
í frjálsum íþróttum. Hafa íslend
ingar unnið sjö sinnum, Dani sex
sinnum og Norðmenn einu sinni.
Það lætur sér náttúrlega enginn í
hug koma sigur núna um helg-
ina, en keppni ætti að geta orðið
skemmtileg milli toppmanna okk-
ar og Þjóðverjanna svo og þeirra
innbyrðis.
Þa@ verða áreiðanlega engir,
sem leið sína leggja á Laugardals
völlinn á laugardaginn og sunnu-
daginn fyrir vonbrigðum, því að
Þjóðverjar eru mjög framarlega
í frjálsíþróttum í dag.
Frægir gestir
Með landsliðinu þýzka koma
þrír gestir, en það eru A-lands-
liðsmennirnir Grodozky, Walentin
og Jadner.
Ekki er enn ákveðið hvernig
keppni þeirra verður hagað, sem
verður náttúrlega fyrir utan
sjálfa landskeppnina.
Þetta eru allt toppmenn í sín-
um greinum, t.d. er Grodotzki silf
urmaður frá Ólympíuleikunum í
Róm í 5000 og 10000 m. Walentin
á heimsmetið í 1000 m., 2.16.7 og
var í fyrra 4 á heimsafrekaskrá
í 1500 m. með 3.38.7, til gamans
má geta þess, að hann var í riðli
með Svavari Markússyni í fyrra
í Róm og var næsti maður á und-
an honum.
Verðlaunamaður frá 1928
Fararstjóri Þjóðverjanna er Ger-
hard Hoffmann, en þjálfarar liðs-
ins eru Ernst Hiersfelt og Hinz.
Þess má geta, að annar þjálfar-
inn, Hiersfelt, keppti á Ólympíu-
leikunum 1928 í kúluvarpi og varð
þar nr 3. Hann keppti aftur á
leikunum 1932 og varð þá nr. 4.
Hann var líka heimsmethafi í
greininni. Svo að af því má sjá,
að hann hefur komið nálægt íþrótt
um í ekki svo stuttan tírna
Búa á Hótel Garði
Keppnin hefst á laugardaginn
kl. 4 og heldur áfram á sunnudag-
inn kl. 20. Verð aðgöngumiða er:
Stúka kr 40, stæði kr. 30 og fyrir
'•örn kr. 10.
Þjóðverjarnir munu búa á Hót-
•>T Garði, en þeir fara aftur á rná-nu
daginn. Á morgun fara þeir i boði
bæjarins í smá -ferðalag, austur
(Framhald á 15. síðui i
Þau tvö voru þátttakendur í fyrsta námskeiðinu.
Jónsdóttir landsliðskona í handknattleik.
Stúikan er Gerður
1
Kerlingaf jöllum
Valdimar Örnólfsson og Eirikur
Haraldsson hafa ákveðið í sam-
ráði við Ferðafélag fsl. a efna til
annars skíðanámskeiðis í Kerling
arfjöllum dágana 18.—24. þ. m.
Námskeiðið verður með svip-
uðu sniði og hið fyrra sem haldið
var í júlí sl. Bíll verður á staðn-
um til þess að flytja þátttakend-
ur upp að skíðabrekkunum og
jafnframt verður skroppið að
Hveravöllum til þess að skoða
staðinn og fara þar í sundlaugina.
Ætlast er til, að þátttakendur
hafi með sér fæði, en þó mun
verða sameiginlegur morgunmat-
ur, kaffi og te.
ÁætlaðUr kostnaður er 900 kr.
á mann. Þátttökutilkynningar
yerða að hafa borizt Ferðafélagi
íslands fyrir næstkomandi þriðju
dag.
Sundmeistaramót Norðurlanda:
55.5 í 100 m. skriö-
sundi - Evrópumet
Sundmeistaramót Norðurlanda
hófst í Halmstad ) Svíþjóð í gær.
Meðal þátttakenda eru þau Ágústa
Þorsteinsdóttir og Guðmundur
Gíslason. Ekki bárust fréttir af
því í gær hvar þau höfðu orðið
í röðinni, en flrslit urðu þessi:
100 metra skriðsund karla:
1. Per Ola Lindberg Sv. 55.5
(Evrópu- og sænskt met).
2. Kari Haavisto, F. 57.5
3. H. Vaahranta, F. 58.2
100 m. baksund kvenna:
1. Bibbi Segerstön, Sv. 1:13.6
2. B. Friberg, Sv. 1:15.2
3. Esther Petersen, D. 1:15.6
200 m. flugsund karla:
1. Hakon Bengtson, Sv. 2:23.4
Norðurlandamet.
2. Christer Bjarne, N. 2:31.4
3. Matti Kasvio, F. 2:35.2
100 m. skriðsund kvenna;
1. Ingeri Thvorngren, Sv. 1:05.2
2. Kirsten Strange, D. 1:05.3
3. Britt-Marie Dillner, Sv. 1:06.1
100 m. bringusund kvenna:
1. Dorit Kristensen, D. 2:58.8
2. Barbo Ericsen, Sv. 2:59.0
3. Christina Ohlsson, 2:59.0
Eins og úrslitin sýna, hefur
Per Ola synt 100 metrana mjög
glæsilega og sett Evrópumet og
er það 2/10 betra en fyrra metið.
En met hans er aftur á móti 9/10
betra en sænska metið.