Tíminn - 13.08.1961, Blaðsíða 13
ÍWWWWV.
TÍMINN, sunnudaginn 13. ágúst 1961.
13
Vindurinn
Framhald af 8. síðu.
á snoðir um að einhver von
væri, þá vildi ég ekki gefast
upp. Zariot virtist kominn
svo nærri mér. Eg lét aftur
augun og gat heyrt andar-
drátt hans og hlátur og þrá
mín varð eins og glóð undir
iljum mínum.
Eg skal gefa þér alla fjár
muni mína, sagði ég við vitr
inginn.
Hann svaraði engu.
Dýrgripi mína líka. Eg á
marga dýrmæta skartgripi.
Hann dró djúpt andann.
Komdu á morgun með fjár
muni þína og skartgripi,
sagði hann.
Þegar ég færði honum allt
spurði hann mig:
Dreymdi þig hann aftur i
nótt?
Mig dreymir hann hverja
nótt.
Segðu mér frá þessu öllu
aftur, allt sem þú sást.
Eg sjgði honum aftur frá
húsunum og pálmaröðun-
um, um hinar frjósömu víð
lendu sléttur, frá fólkinu,
brosi þess og hlátri, klæða-
burði. Meðan ég sagði frá,
varð mér ljóst að ég varð að
komast þangað, ég varð að
komast burt úr tímabili ótt
ans, hvað sem það kostaði.
Að lokum spurði ég: Segðu
mér nú, hvað ég á að gera
til að komast burt úr þessu
og ná til framtíðarborgar-
innar Uhr.
Það sem þú hefur sagt
mér styrkir það að ég hef
séð rétt, sagði vitringurinn,
og ég get heitið því að þú
flytzt fram til rétts tíma.
Taktu þennan bláa stein og
haltu honum i hendi þér.
Farðu til brunnsins sem spá
mennirnir horfa í. Stökktu
niður í djúpið. Allt mun hylj
ast myrkri en þegar skímar
aftur, muntu stödd á þeim
tíma sem þig dreymdi. Þú
flyzt inn í framtíðina. Og
þú munt aldrei geta snúið
við. Hugsaðu þig um stund-
arkorn áður en þú leggur
af stað.
En ég hugsaði mig ekki
um andartak. Eg þaut gegn
um borgina að brunninum.
— meðan ég hvíslaði nafn
elskhuga míns. Þegar ég
stóð uppi á barmi brunns-
ins sá _ég sólina síga niður
fyrir húsþökin og heyrði
fólkið hrópa þegar ég stökk.
Eina hugsun mín var sú að
stökkva á vit lífsins, fylgja
þrá minni eftir. Síðan varð
myrkur og óminni þar til ég
stóð skyndilega hér frammi
fyrir þér.
En því er hér eyðimörk og
hvaða fólk er þetta sem hím
ir undir úlföldunum?
Lestarstjórinn horfði ang-
istarfullur á hana. Frásögn
hennar og fegurð gerðu hon
um órótt.
Við erum á leið með úlfr
aldalest um eyðimörkina,
sagði hann, frásög'n þín er
furðuleg og ég veit ekki
hvernig ég get hjálpað þér.
En það er vitringur með í
þessari ferð. Bíddu hér með-
an ég sæki hann.
Hann gekk eftir úlfalda-
röðinni og kom að vörmu
spori aftur með vitringinn.
Stúlkan sagði við hann:
Þú vitringur, segðu mér
hvers vegna hér er aðeins
eyðimörk sem fólk reikar
um og segðu mér hvar' elsk-
hugi minn er.
Vitringurinn svaraði: Því
fyrra atriði get ég ekki svar
að en segðu mér nú allt af
létta. Hvert er nafn elsk-
huga þíns?
Hún sagði honum skýrt
og skilmerkilega frá öllu
meðan hún virti hann fyrir
sér ungum spyrjandi augum
og þegar hún hafði lokið
sögu sinni sat hann drykk-
langa stund með dreymandi
bros á vörum.
Veiztu hvert er fullt nafn
elskhuga þíns? spurði hann.
Já, sagði hún, Zariot Beu
Hamed.
Vitringurinn muldraði
nafnið fyrir munni sér með
an hann hallaði sér aftur
i loðinn feld úlfaldans. Hann
lygndi aftur augunum. Eftir
nokkra stund laut hann
fram. sléttaði úr sandinum
fyrir framan sig og skrifaði
þar einhver teikn með fingr
inum.
Zariot Ben Hamed, tuldr-
aði hann, sonur Hamed Ben
Mullah.
Hann þurrkaði út teikn-
in og skrifaði önnur í sand
inn. Hann horfði einbeittur
t.il jarðar.
Sonur Sheriu og Mullah
Ben Yussuf, sonur .........
Hann hélt áfram að rekja
ættartölur, kynslóð eftir kyn
slóð og röddin dvínaði við
hvern ættlið en var þó jafn
skýr. Unga stúlkan og les-
arstjórinn sátu þögul og
horfðú á höndina sem í sí-
fellu skrifaði í sandinn og
þurrkaði út á víxl .... Stúlk
an var full eftirvæntingar,
von og ótti skiptust á í
augnaráði hennar.
— Shali Ben Rashin,
sagði vitringurinn og gerði
hlé meðan hann sat spennt
ur og starði í sandinn og
teiknin. Svo hélt hann á-
fram .... sem sá fyrir komu
syndaflóðsins, ótta mann-
kynsins. Hann byggði stíflu
við hafið', við Efrat, og Tígris,
gróf ótölulegan fjölda síkja
og skurða. Þegar syndaflóð-
ið skall á vann hann bug á
því, beizlaði það, leidvi bað
um skurði og síki. Shali Ben
Rashin sem breytti bölvun
inni í blessun og gerði sýr-
lensku eyðimörkina og eyði-
merkurnar Nefud og Dhana
að frjósömum sléttum og
breytti Uhr í aldingarð ng
paradís, höfuðborgina. Shali
Ben Rashin, sonur konunn-
ar Shaendru ....
Unga konan laut skyndi-
lega fram og greip um hand
legg vitringsins. Shaendra,
það er ég! hrópaði hún. En
ég hef engan son alið. Hrein
mey er ég komin til að ná
fundi elskhuga míns. Segðu
mér nú hvar hanp er og
hvers vegna hér er eyði-
mörk?
Vitringurinn leit á hana.
Elskhugi þinn sem ætti nú
að vera á lífi hér þar sem
við erum stödd, og forfeður
hans og formæður í þúsund
liði, þeir sem þú heyrðir mig
ákalla í sandinn, þeir hafa
aldrei fæðz, vegna þess að
stúlkan Shahendra hefur
ekki lifað lífi sínu, hefur
ekki elskað, alið syni og dæt
ur. lifð? ekki og dó og var
ekki grafin af bömum sín-
um.
Það er einnig svarið við
fyrri spurningunni, hvers
hér er eyðimörk. Syndaflóð
ið kom og þurrkaði út allt
mannlíf og borgina Uhr.
Seinna meir þegar vatnið
sjatnaði eftir ótal ár brenndi
sólin allt að dufti svo hér
varð eyðimörk. Þess vegnaj
sveimar hér úlfaldalest og;
draumur þinn og elskhugij
er ekki til.
Stúlkan fölnaði. Hún sat;
eins og steingerð, fögur ogl
ósnortin. Svo faldi hún and-
litið í höndum sér og líkam
inn bugaðist af kveinstöf-
um, ógurlegum vonarsnauð
um kveinstöfum.
Lesfa,'stjórinn laut áfram
og 18751 höndina á höfuð
stúlkunnar. Gráttu ekki
meir, sagði hann, við fyrir-
gefum þér. Við höfum van-
izt eyðimörkinni.
En grátur stúlkunnar varð
aðeins enn sárari. Öll þrá
hennar varð að kveinstöf-
um. Allur líkami hennar virt
ist kveina og kvarta unz
hún skyndilega hvarf. Þeir
heyrðu aðeins grát hennar.
Harmleikur
Framh af 9 síðu.
í þakherbergi, en húsið var ein-
stætt og því ekki undankomu auðið
eftir þökunum. Þegar við fundum
hann, var hann sem stirðnaður í
horni á þakherberginu og hafði ekki
þrótt til að reyna að fela sig. Við
létum hann út í bílinn, sem beið á
götunni og ókum með hann til Viz-
nar, sem er lítil byggð nálægt 8 km.
frá Granada. Þangað komnir afhent-
um við hann í hendur fangavarða og
héldum síðan af stað til þess að
framkvæma næstu handtöku. í þetta
sinn var fórnarlambið skóburstari,
kærður fyrir andstöðu gegn þjóðern
issinnum".
Aðrir hafa sagt oss, að skáldið
hafi verið einn dag um kyrrt í Viz-
nar, ásamt öðrum föngum. Fréttin
um handtökuna barst fljótt út og
margir áhrifamenn söfnuðust að
setri borgarstjórnarinnar í höllinni
í Calle de la Duquesa, þar sem nú
er aðsetur Læknaráðsins. Meðal
þeirra var tónskáldið Manuel de
Falla, aldavinur Federico.
„Ef þér viljið mótmæla", mælti
Vaidés stjórnarformaður, „þá verð-
ið þér fyrst að leggja fram hundrað
peseta“. „Pesetana hef ég í veski
mínu“, svaraði tónskáldið, „en ég
lýsi því yfir, að handtaka Lorca er
glæpur“. Valdés sat við skrifborð
sitt. Þegar hann heyrði þessi orð,
spratt hann á fætur, greiddi Falla
linefahögg og hratt honum niður
stigann æpandi: „Þannig geta menn
lært að tala máli siðleysingja! Tón-
skáldið fór heim til sín og sór þess
dýran eið að flýja Spán og snúa
þangað aldrei framar. Næsta morg-
un yfirgaf hann Granada, klæddur
prestshempu, sem Don Valentín Ruis
Aznar hafði léð honum. Nokkrum
stundum síðar kom „svartur flokk-
ur‘ og ætlaði að taka Falla og skjóta
síðan, en greip í tómt.
Luis Rosales gerði allt, sem hann
gat til þqss að bjarga vini sínum, en
Valdes vildi engum bænum hlýða.
„Hvers vegna á að lífláta hann?
Fyrst vegna þess að hann er sið-
spilltur og í öðru lagi vegna þess að
hann er kommúnisti". Einnig voru
nokkrir menn úr prestastétt, er biðu
um nóttina í stjórnarhöllinni í von
um náðun. Doktor Ramón Perez de
Ileratró, maður mikilsvirtur í Gran-
ada, falangisti og vinur skáldsins,
bað honum vægðar, en Vallés svar-
aði háðslega: „Þarna kemur enn þá
einn að verja siðleysingjann".
Nú heldur E1 Novilero, aðstoðar-
Vindur fór um mörkina og
sópaði burt teiknunum sem
vitrfngurinn hafði krotað í
sandinn.
Sólin var setzt.
Vindurinn æddi kveinandi
um kleíta og sanda.
Úlfaldamir lyftu höfðum
og hlustuðu órólegir.
— Eigum við að halda á-
fram, Ali?
— Já, við skulum halda
áfram. Eyðimörkin er víð-
áttumikiL
Og menn og úlfaldar héldu
ferð sinni áfram yfir hið
dauða land — inn í nóttina.
maður Luis, sögu sinni áfram: „Fyrir
dögun þann 19. ágúst, það var mið-
vikudagur, fórum við með García
Lorca, hendur hans bundnar á bak
aftur, ásamt öðrum föngum eftir
rykugum stíg, sem lá um þunnan
lækjarfarveg yfir að Fuente Grande
Fyrir borgarastyrjöld voru oft farn-
ar þana skemmtigöngu. Granadabú-
ar fóru þessa leið til Alfacory eða
til Visnar. Þarna hafði líka García
Lorca oft komið. Hann var ríkur og
ætt hans ein hin kunnasta i Andalú-
síu.
Við gengum þegjandi, fangarnir á
undan óttaslegnir með hneigð höfuð.
Luis sagði, að við skyldum hafa
hraðann á. Þegar við komum á
þennan völl, sem aliir þekkja, að
olífutrjánum, leystum við hendur
fanganna og neyddum þá til að taka
gröf sína. Tók það stundarhelming.
Þá röðuðum við þeim á grafarbakk-
ann fyrir framan okkur. Við hófum
byssur á loft ofe miðuðum þeim á
fangana. Þá mælti Luis: „Þennan
þarna skiljið þið eftir". García virtist
gera sér von í svip. En hinn bætti
við: „Ég ætla sjálfur að drepa hann,
af því að hann er siðleysingi".
García var settur til hliðar, en
hinir voru allir skotnir samstundis.
Síðan kom röðin að honum Luis
sló hann í vinstri hlið með byssu-
skeftinu og æpti: „Hlauptu,
hlauptu". García hafði skjögrað fá-
ein skref, er hann fékk tvær kúlur
í hnakkann og hneig niður fram yf-
ir sig á andlitið.
Luis horfði á hann fyrirlitlega.
Svo drap hann við líkinu fæti og
dró það og sparkaði því ofan í gröf-
ina, þar sem við höfðum þegar
fleygt hinum líkunum". — Ekki var
enn þá komin dögun. Kyrrð og ró
var yfir sveitinni eins og allar sum-
arnætur í Andalúsíu. Flokkurinn
sneri aftur sömu leið og fór í bílinn,
sem beið í Vizmar. Var það sá hinn
sami, sem hafði verið notaður við
handtöku skáldsins í húsi Rosales,
gamall Ford. Vér sáum hann, þegar
vér komum út úr matsöluhúsinu
E1 NoviIIero sýndi oss hann á horn-
inu á torgi einu. Dag einn flutti
hann Federico til aftökunnar. Nú
var hann notaður til almennings-
þarfa.
Síðustu nóttina í Granada fórum
vér enn þá einu sinni til Viznar að
olíuviðarlundinum, þar sem Fede-
rico lauk ævi sinni. Oss þótti sem
vér heyrðum rödd skáldsins, lága og
þýða:
„Þegar mínu lífi lýkur —
grafið mig með gítar mínum
niður í sandinn,
þar sem gróa gullapaldur og mynta.
Ef ykkur lízt, þá látið mig
hvíla inni í veðurvita —
þegar mínu lífi lýkur. —
Þórunn Guðmundsdóttir
endursagði.
Barnavagnar
Notaðir barnavagnar og
kerrur Lágt verð. Sendum
hvert á land sem er.
BARNAVAGNASALAN
Baldursgötu 39,
sími 24626.
V/MWiWi'iV.'.W.V/.V.'iV.ViV.'.WiV.V.'iWiViViV.V.V.ViViWiViViWiViViViV.V.W.ViV.VAVAV.WiVi'iViViVVWAWiViViV.VVWiW
Á AUSTURLANDI
Næstu daga munum við ferðast víðsvegar um Austurland og sýna okkar landsþekktu SKEIFUHÚSGÖGN: svefnherbergissett —
dagstofusett — borðstofusett — svefnsófa — kommóður — skatthol — skrifborð.
Þar að auki sýnum við fjölbreytt úrval rafmagnsheimilistækja af beztu gerðum frá verzluninni LUKTIN í Reykkjavík s.s. kæli-
skápa — þvottavélar — ryksugur og fjölda lampa af ölium gerðum.
FYRST VERÐUR SÝNT Á SEYÐISFIRÐI MÁNUDAGINN 14. ÁGÚST
HÚSGAGNAVERZLUNIN SKEIFAN KJÖRGARÐI
.S55V.V.V.5V.V.’.V.5s.V.V,t.'.V.,.s.V.V.V.,.=.W,.V.V.V.,.V.V.,.V.V.V,V.V,“.V.,.V.,.V.V.V.V.,.,.,..V.V.,.V.V.V.V.V.V.V,V.,.V.V.,.V.V.V.,.,.V.V.