Tíminn - 13.08.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.08.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunnudaginn 13. ágúst 1961. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAD Stjómarblöðin geta ekki með neinu móti réttlætt gengislækkunma - í staðinn grípa þau til stórfelldustu ósanninda og blekkingastarfsemi - Með bráðabirgðalögunum var stigið stórt spor í einræðisátt - Austrænt þinghald og íslenzkt - Misnotkun ríkisútvarpsins - Sterkt almenningsálit getur stöðvað frekari ofbeldisverk af hálfu ríkisstjómarinnar Blöð stjórnarinnar hafa verið ömurlegt dæmi þess undanfarna daga, hve óaf- sakanlega og óréttlátlega rikisstjórnin hefur farið að ráðu sínu, er hún falldi gengi islenzku krónunnar um 13% um mánaðamótin seinustu. Stjórnarblöðin hafa hvorki getað fært frambærilegar af- sakanir fyrir gengislækkun- inni né þeim ólýðræðislegu aðferðum, sem beitt var við að koma henni fram. í stað- inn hafa þau grlpið til fals- ana og brígsla í mifclu stór- kostlegri mæli en áður eru dæmi til á íslandi. Hér skulu aðeins nefnd nokkur sýnishorn: Stjórnarblöðin segja, að kauphækkunin, sem hafi orðið hjá verkamönnum í sumar, sé yfirleitt 20%. Þó vita blöðin vel, að hver ein- asti maður, sem fær kaup sitt greitt samkv. hinum nýju samningum, sér það á eigin pyngjuv að þetta er fullkom- lega ósatt, — að hér er næst- um logið um helming. Samt hamra stjórnarblöðin á þessu dag eftir dag til réttlæting- ar gengisráninu. j Stjórnarblöðin halda því| fram, aðallega þó Morgun-| blaðið, að kaupgreiðslur séu 50% af útgjöldum frystihús- anna, og því sé kauphækkun þeim svo þungbær. Skýrsl- ur sjálfra frystihúsanna sýna hins vegar, að kaupgreiðslur hafa verið um og innan við 20% af rekstrarkostnaði þeirra. Hér er logið um meira erj helming til þess að reyna að réttlæta gengisfellinguna. Stjórnarblöðin reyna að j skrifa alla kauphækkunina á reikning samvinnufélaganna. Því er sleppt, að ríkisstjórnin siálf taldi atvinnuvegina geta ri«ið undir 6% kauphækkun nú og 4% til viðbótar á næsta1 ári. Samvinnufélögin sömdu aðeins um 5% meiri kaup- hækkun en þetta. Það getur hver sagt sér sjálfur, að 5% kauphækkun getur ekki rétt- lætt 13% gengislækkun. Fyrirmyndin Allur málflutningur stjórn- arblaðanna um gengislækkun ina er á framangreinda leið., Rakalausar lygar og rakalaus, ar blekkingar. Almenningur skal blindaður með ósannind um og fölsunum, hvað sem það kostar. Það er eina leið- in til að afsaka gengislækk- unina. Vissulega mætti þetta sýna öllu hugsandi fólki hve fjar- stæð og óréttmæt ráöstöfun gengisfellingin var. Til slíks málflutnings væri ekki grip- ið, ef rök væru fyrir hendi. Það má og gjarnan rifja Verðmæti síldaraflans, sem hefur borizt á land, nemur nú orðið mörgum hundruðum milljóna króna. Þessi verðmæfi myndu hafa tapazt að mestu eða öllu, ef samvinnufélögin hefðu ekki leyst kaupdeiluna í sumar og komið þannig í veg fyrir langt verkfall, sem rikisstjórnin hafði fyrirhugað. það upp, að fyrir tuttugu ár’-' um var uppi einræðisherra í Þýzkalandi, sem hafði komizt til valda með því að fylgja kjörorðinu: Með lygum skal land vinna. Margir fylgis- menn núverandi ríkisstjórnar voru hrifnir af þessum manni. Vissulega getur þetta verið vísbending um, hvaðan þær aðferðir eru ættaðar sem nú er mest beitt í málflutn- ingi stjórnarblaðanna. Og það er á fleiri sviðum, sem fyrirmyndin er sú sama. eins og verður vikið að. Augljóst óhappaverk í nokkrum seinustu blöðum| Tímans, hefur Eysteinn Jóns- son sýnt það með mjög aug- ljósu dæmi, hve fjarstætt er að halda því fram, að nú hafi verið þörf 13% gengisfalls. Frystihúsin eru þau fyrir- tæki, sem talið hefur verið, að verst þyldu kauphækkun. Þó taldi ríkisstjórnin, að þau þyldu 6% kauphækkun nú| þegar og 4% kauphækkun tilj viðbótar að ári. Samið var umj 5% meiri kauphækkun en j þetta. Eysteinn Jónson hefur sýntj fram á. að bessj 5% kaup- hækkun svari ekki til meira en 1% breytingar á útfiutn- ingsverðimt. Þetta er .byggt, á bví, að kaupgreíðslur eru ekki nema 20% af rekstrar- koetnaði frvstibú'-anna. 13% gengi°]ækkun verður því vissulega ekki rökstudd með því. að hennar hafi ver- ið þörf vegna frystibú<;'’^na. Þau þurftu ekki nema 1% hækkun á útflutningsverðinu vegna þeirra kauphækkana, sem stjórnin talar um. Og þá uppbót mátti bæta þeim með hóflegri vaxtalækkun og rif- lega það. Þannig er hægt að sanna það tölulega, að gengislækk- unar var nú engin þörf. Við þetta bætast svo þær stað- reyndir, að verð útflutnings- vara hefur yfirleitt farið hækkandi undanfarið og met afli 'ærður á síiriveiðunum. Á grundvelli þeirra hóf- legu kaupsamninga. sem gerð ir voru í sumar, mátti því vel tryggja raunhæfar kjarabæt- ur, stöðugt gengi, jafnvægi í þjóöarbúskapnum og vinnu- frið í þjóðfélaginu. í staðinn er hleypt af stokkunum óða- verðbólgu og stéttaátökum. Meira óhappaverk er ekki hægt að hugsa sér en það sem hér hefur verið unnið. í einræðisáttina Aðferðin við að koma þessu óhappaverki, gengislækkun- inni, fram, er ekki.síður for- dæmanleg en verkið sjálft. Með bessari aðferð var stórt spor stigið til einræðislegra stjórnarhátta. Aldrei áður hefur það verið gert með bráðabirgðalögum að taka víð tækt vald af Alþingi og færa það í hendur stofnunar. er lýtur alveg boði og banni rík- isstjórnarinnar. Heimildin til þessa er fengin á örstuttum. leynilegum fundi þingmanna stí órna r f lokkanna. Allt minnir þetta á aust- ræna bingræðishætti. Þar standa bingin venjulega ekki nema feinn dag og afgreiða samt mörg stórmál, oftast áh umræðna og með lófaklappi. Hér er ekki haft svo mikið við að kalla þingið saman til eins dags fundar. Það er látið nægja aö smala saman þing- mönnum stjórnarflokkanna til leynifundar, og þar eru þeir á bak við þjóðina hand- járnaðir og keflaðir til fylg- is við geræðisverk stjórnar- innar. Ef slík vinnubrögð halda áfram, verður þingræði á ís- landi ekki nema nafnið eitt, eins og austantjalds. Furðulegt er, þegar stjórn- arliðið er að bera bráðabirgða lögin nú saman við afurða- sölulögin 1934. Þau voru sett að afstöðnum kosningum, þar sem stjórnarflokkarnir höfðu beðið um umboö til slíkrar lög gjafar. Verk stjórnarinnar væru afsakanlegri nú, ef hún jhefði fyrst efnt til kosninga og beðið þar um umboð til slíkrar lagasetningar og þjóð in veitt henni það. Misnotkun útvarpsins En stjórnnin lætur sér ekki nægja að traðka á þingræð- inu, eins og lýst er hér að framan. Ofriki hennar og of- beldishneigð birtist á stöðugt fleiri og fleiri sviðum. Þannig er nú bersýnilegt, að . stjórnarliðið hyggst að nota ríkisútvarpið í sívaxandi mæli til einhliða áróðurs fyr- ir sig. Sá siður hefur tíðkast um nokkurt árabil, að ráðherrar og embættismenn hafa öðru hvoru flutt fréttaauka og sagt þar frá ýmsum fréttnæm um atburðum, einkum al- þjóðaráðstefnum og lántök- um, afkomu stofnana o.s.frv. Seinustu misserin hefur það færst stöðugt í vöxt, að slíkir fréttaaukar væru notaðir til áróðurs í stað frétta. Aldrei hefur þetta þó gengið lengra en nú í sambandi við gengis- lækkunina, er bæði Ólafi Thors og Jóni Maríussyni var skákað fram til þess að flytja hrein áróðurerindi til að rétt læta hana. f tilefni af þessu, óskaði Framsóknarflokkurinn eftir almennum útvarpsumræðum. Þegar þeim var hafnað, ósk- aði flokkurinn eftir að birt yrði greinargerð frá honum, sem væri bæði rökstuðningur fyrir þingrofskröfu hans og svar við áðurnefndum áróð- urserindum. Þessu hefur líka verið hafnað. Stjórnin skal ,hafa einkarétt til áróðurs í útvarpinu, líkt og á sér stað austantj alds. Þannig eykst nú ofbeldi og valdníðsla stjórnarherranna á flestum sviðum. Þjóðinni ber að dæma Framsóknarflokkurinn hef- ur mótmælt gengislækkun- inni sem algerlega óþarfrl og stórhættulegri ráðstöfun. — Framsóknarflokkurinn hefur mótmælt þeim gerræðisfullu og óþingræðislegu aðferðum, sem beitt var við framkvæmd hennar. Framsóknarflokkur- inn hefur krafist þess, að þing verði rofið og efnt til kosn- inga. Þannig fengi þjóðin að dæma strax um þessi verk stjórnarinnar og fengi strax tækifæri til að bjarga því, sem bjargaö yrði. Enn hefur ríkisstiórnin ekki svarað þessari kröfu. En allt bendir til, að hún meti mál- stað sinn þannig, að hún muni hafna henni. En þjóðin getur samt dæmt, þótt hún fái ekki strax tæki- færi til þess í kosningum. Al- menningur getur látið slíka andúð í ljós, aö stiórnin missi kjarkinn og dirfist ekki að halda lengra áfram á of- beldis- og óhappabrautinni. Slíkt öflugt almenningsálit er fyrsta skrefið til viðnáms og framfara og verndar lúð- ræðislegra stjórnarhátta á ís- landi. Næsta skrefið er að svipta núverandi stiórnar- flokka meirihluta á Albingi og tryggja þannig, að þeir geti ekki framar beitt ofbeldi og valdníðslu til að þrengja kjör alménnings að barflausu og grafa undan lúðræði og þing- ræði á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.