Tíminn - 17.08.1961, Qupperneq 1

Tíminn - 17.08.1961, Qupperneq 1
Ungur Reykvíkingur drukkn' ar af m.b. Freyju frá Garði! nFlottamaðurinn’> stal frá vdgerða- mönnum sínum - Hljópst svo af landi brott Sá sorglegi atburður gerS- ist í fyrrinótt að 17 ára piltur frá Reykjavík, Magnús Tryggvason, sonur hjónanna Tryggva Magnússonar og Dóru Halldórsdóttur, Hring- braut 116, drukknaði af v.b. Freyju úr Garði. Fréttaritari Tímans á Norðfirði fylgdist með samtölum, sem fóru á milli Fr'eyju og annarra báta, er þessi. atburður gerðist, og fer lýs- ing hans hér á eftir: „Atburðurinn gerðist klukkan Duglegir við barneignir Flateyri, 16. ágúst. — Sleitu- laust cr unnið liér við byggingu nýs barnaskólahúss, og er ætlazt tii, að hægt verði að taka það í notkun í haust. Þessa dagana er verið að innrétta húsið og mála. Er það allmikil bygging á tveimur liæðum og inniheldur 5 kennslu- stofur. Barneignir hafa farið svo mjög í vöxt í þorpinu á seinni árum, að menn þora ekki annað en byggja stórt. Munu 20% allra þorpsbúa vera á skólaskyldualdri. T.F. rúmlega 11, en Freyja var þál stödd tæpar 30 mílur út af Gerpi. Kallað var frá Freyju til nær-| staddr'a skipa stráx, er maðurinn féll fyrir borð. Einnig var skotið, upp blysum til að sjripin ættu hægara með að finna Freyju, en svartamyrkur var, talsverður sj ór og hellirigning. Innan klukkustundar voru um tíu skip komin á staðinn og hófu þau leit strax og þau bar að. Maðurinn var í sjóstakik og með sjóhatt. Skipsfélagar hans köstuðu til hans bjarghring, er hann féll frá borði, en hann var ekki búinn að ná taki á hringnum, er hann hvarf út í myrkrið. Leitarmenn fundu bjarghringinn og sjóhattinn á floti síðar um nóttina. Skipin héldu leitinni áfram þar til klukkan 7 um moi'guninn. Freyja kom inn til Seyðisfjarðar í gær og var þá haldið sjópróf hjá sýslumanni. Svo virtist sem slefarinn eða nót in sjálf hefði farið í skrúfuna hjá Freyju, er slysið varð, og að ekki hafi verið unnt að hreyfa bátinn þá af þeim sökum“. Blaðið hafði tal af Akipstjóran- um á Freyju, en hann var þá stadd ur á sýsíuskr'ifstofunni á Seyðis- firði. Skipstjórinn vildi ekki gefa upplýsingar um slysið, að líkind- um vegna aðstandenda Magnúsar. Blaðið fékk svo í gærkveldi vit- neskju um, að þeir höfðu frétt af slysinu, og birtir því þessa frétt. Saltfiskframleiðslu hætt á Grænlandi? KAUPMANNAHÖFN, 16. ágúst. — Reiknað er með, að eftir örfá ár verði öll saltfiskframleiðsla Grænlands lögð nið'ur og fisk- vinnslustöðvarnar snúi sér að framleiðslu frysts fisks og að ein hverju leyti að fiskimjölsfram- leiðsiu. Ástæðan er sú, að eftir- spurn á saltfiski minnkar stöð- ugt, en eftirspurnin á frystum fiski eykst að sama skapi. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Grænlandsverzlunarinn- ar um verð'fall og aukna sam- keppni. Þar er einnig lagt til, að lögð verði niður framleiðsla selaolíu og hákarlaskrápa. — Þessi skýrsla hefur nú verið rædd í landsráði Grænlands. Mótmælti landsráðið einróma áformum þessum, þar sem það mundi skapa neyðarástand, sérstaklega í Norður- og Austur-Grænlandi. — Aðils. 10% munur á máli og vikt Vestmannaeyjum, 16. 8. — Hringver kom hingað að austan með 900 mál í nótt og Ófeigur er að landa ca. 500 málum. f fyrrinótt landaði Gjafar 750 málum. Hér er síldin viktuð. Telja menn sig fá betri útkomu með því móti, og segja, að muni allt að 10% á máli og vikt. Einnig er rætt um, að málin séu raunverulega svikin á sumum löndun- arstöðum. Sjómenn eru ánægðir með greiða löndun hér. — S.K. í gærkveldi voru menn frá hitaveitunni að grafa fyrir hitaveitustokkum í Lönguhlið í Reykjavík. Lentu þeir óvart á vatnsæð og skemmdu hana, svo að gat kom á hana. Stóð vatnsbunan hátt í loft upp. Létu þeir kranann þá leggja skóflu sína ofan á gatið, þar sem út fossaði. Og svo var beðið meðan leltað var í ofboði að teikningunum af leiðslunum. (Ljósm.: G.E.) Júgóslavneskur „flóttamað- ur", Peter Vidmar, er nýflú- inn héðan af landi brott til Færeyja, en héSan flýSi hann undan lögreglunni eftir aS hafa ruplaS stórverSmætum frá vinnuveitendum sínum og haft í frammi margvfslega pretti. Vidmar kom hingað frá Noregi með konu og börn í febrúar s.l. og hafði sænskt vegabréf. Hann mun hafa farið frá Júgóslavíu til Ítalíu, en lítið er vitað um dvöl hans þar eða hvernig hann komst til Norðurlanda. | BifreiS og húsgögn i Hér fékk hann vinnu hjá Fé- | lagsbókbandinu og þótti vel lið- jtækur. Gerðu vinnuveitendur hans mjög vel við hann og hjálpuðu honum á margan hátt, meðal ann- ars með því að skrifa upp á víxla. Virðast þeir hafa trúað honum vel. f sumar gekk Vidmar um I verkstæði Félagsbókbandsins, en starfsfólk var þá í sumarleyfum. Hann var þá nýbúinn að kaupa sér bifreið og"húsgögn með af- borgunum. I jHirti bókbandsskinn Á verkstæðinu hirti Vidmar bók bandsskinn að verðmæti 10—12 þúsund krónur, fór með þau til ] fornsala og bað hann að selja j þau fyrir sig á 4—5 þúsund krón- lur, slumpinn. Rak hann mjög á I eftir sölunni og kvaðst vera blank- jur og vanta peninga upp í bíl- verð. Foiráðamenn verkstæðisins urðu þess fljótt varir, að skinnin voru horfin. Skömmu síðar fékk fornsalinn heimsókn I búðina og var þar kominn maður frá Félags- bókbandinu. Skinnin lágu þar á borði, og var maðurinn fljótur að þekkja sína hluti. Fornsalinn vildi nú láta málið ganga til lögregl- unnar, þar sem hann hafði verið blekktur til að bjóða stolna vöru. Hinn vildi þó ekki kæra Júgóslav- ann að svo stöddu, en húsbændur Vidmars munu þá hafa talað al- varlega við hann. Verðmætar bækur hverfa Ekki mun Vidmar hafa látið sér segjast, því skömmu síðar hurfu verðmætar bækur í góðu bandi af verkstæðinu. Grunaði' vinnu- 'veitendur, að Vidmar ætlaði með þær til fombóksala, enda kom síð ]ar í Ijós, að hann hafði bækurnar heima hjá sér og hafði gert bók- 'sala orð að koma til sín og bjóða í safnið. Vinnuveitendur héldu nú á fund rannsóknarlögreglunnar og ráðfærðu sig við hana. Sögðu þeir, að þeim félli ekki vel að kæra manninn, en yndu því hins vegar illa, að hann hreinsaði allt út af verkstæðinu hjá þeim og bæri i fornsala. Skömmu síðar var Vidmar tek- inn til yfirheyrslu. Hann barmaði (Framhaid a 15. síðuj.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.