Tíminn - 17.08.1961, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, fimmtudaginn 17. ágúst 196L
Portúgalar ber ja
ennáinnfæddum
NTB—Negage 16. ágúst. —
Uppreisnarmennirnir i Ang-
óla eru nú að snúast á hæli og
renna, og portúgalska herliSið
hefur yfirhöndina, tjáSi yfir-
maður herja Portúgala í Ang-
óla fréttamanni Reutersfrétta
stofunnar í dag.
Hernaðaraðgerðir Portúgala
gegn innfæddum hafa staðið yfir
án afláts að undanförnu í norður
héruðum landsins, þar sem er vot
lendi og þéttur gróður, sem erfitt
er að komast áfram í og gefur
skæruliðum innfæddra gott skjól.
Þeir spilla kaffinu
Portúgalar hafa tekið sér fyrir
að uppræta uppreisíiarflokkana á
þessu svæði, og fyrir mánuði var
tekiff að flýta framsókninni mjög,
því óðum styttist í regntímann, en
þá verða hvers konar flutningar
og ferðalög nær ómöguleg. Um
þessar mundir er barizt í héraðinu
kringum Carmona, sem er 6 mílur
norðar en bærinn Negage. Carm-
ona er miðstöð kaffiræktarinnar
Trillur
mokfiska
Húsavík, 16. ágúst. — Mjög góður
afli er hjá trillum, sem róa héð-
an, en þær eru um 50 talsins, og
sumar aðkomnar hingað til róðra.
Hefst varla undan í frystihúsinu,
svo mikið berst nú á land af fiski.
Hér er stöðugur kuldaþræsing-
ur. Heyskapur gengur mjög erfið
lega og hrekjast hey úti hjá þeim,
sem hafa ekki súgþurrkun. Hin-
um gengur betur, og hafa þeir
bjargað miklu í hlöður. Þ.F.
Smirnoff talar við
Adenauer
NTB—Bonn, 16. ágúst. —
Smirnoff, sendiherra Rá8-
stjórnarinnar í V-Þýzkalandi,
gekk í dag á fund Adenauers
kanzlara og flutti honum orS-
sendingu Krústjoffs um Berl-
ínarmáliS.
Er sagt í fréttum, að Smirnoff
hafi gert grein fyrir stefnu Rússa
í utanríkismálum á næstunni. Á
hinn bóginn hafi Adenauer sagt
Smirnoff, að Vestur-Þýzkaland
myndi ekki grípa til neinna ráð-
stafana í Berlínarmálinu, án þess
að Ráðstjórninni yrði kunngert
áður.
í Norður-Angóla, og efnahagur
nýlendunnar er ekki síður en
Portúgals, mjög háður kaffifram
leiðslunni. Uppreisnarmenn leggja
sig fram um að eyðileggja eins
mikið af kaffinu og þeir geta.
Sendinefndin
farin heim
Sendinefnd frá verkalýðssam-
bandi Sovétríkjanna hefur dvalið
hér á landi frá 4. þessa mánaðar
O'g fór heimleiðis í gær.
Sendinefndin var hér í boði Al-
þýðusambands íslands. f nefnd-
inni voru þau frú Zoja Krtsagína,
Vasilí Bézfamiljní og Vladimífl
Púsikoff. Þau hafa ferðast um
Vesturland og Norðurland, skoð-
að ýmsar framkvæmdir og mann-
virki.
Með nefndinni fer utan þriggja
manna nefnd frá Alþýðusambandi
Norðurlands, til Sovétríkjanna.
Alþjóðaþing
14. alþjóðlega þingið í hagnýtri
sálarfræði var sett í Kaupmanna-
höfn á mánudaginn var. Julius
Bomholt, félagsmálaráðherra Dan
| merkur, setti þingið. 1300 fulltrú
{ ar frá 35 löndum eru á þinginu,
þar á meðal fulltrúar frá Sovét-
rússlandi og öðrum Austur-Evr-
ópurfkjum. Höfuðmál þingsins að
þessu sinni verður sálarlyfjafræð
in.
Charles E. Osgood, prófessor
frá Illinois í Bandaríkjunum flutti
opnunarræðuna um efnið: Mögu-
leg notkun sálarfræðinnar og gildi
hennar í alþjóðasamskiptum kjarn
orkualdarinnar. Aldous Huxley
rithöfundur mun á föstudaginn
gera grein fyrir áhrifunum, sem
hann varð fyrir, þegar hann var
tilraunadýr í rannsóknum með
nýja undralyfið Psilocybin, mexi-
kanskt sveppSeitur, sem sagt er,
ajy framkalli furðulegt sæluástand
þeirra, sem þess neyta.
Bandaríkin vilja
fara hægt í sakir
NTB—Washington 16. ág. i
Nefnd stjórnarfulltrúa vesturj
veldanna, sem unnið hefur að
samningu mótmælaorðending-
ar til Ráðstjórnarinnar vegna
atburðanna í Berlín, hefur nú
komið sér saman, og mun nú
orðsending þessi brátt send
Rússum. Ríkisstjórnirnar hafa
orðsendinguna nú til athugun-
ar og samþykkis.
Hin opinbera afstaða Banda-
ríkjanna í Berlínarmálinu er sú
í dag, að gera verði greinarmun
á austur-þýzkum aðgerðum gegn
Fjðgur innbrot
Bræla úti -
logn í landi
Eskifirði, 16.. — Bræla er nú á
síldarmiðunum og flotinn upp við
land. Ekkert hefur verið róið héð-
an síðustu daga, því stórstreymt
er. Nokkur síldarskip liggja hér
inni.
Heyskapur gengur illa. Logn er
en sólskinslaust veður. Á.J.
Jomo Kenyatta hefur verlS látlnn
laus úr fangelsi eftir hálfs sjötta árs
fangavlst hjá Bretum, og var honum
ákaft fagnaS af þúsundum f Nairobi,
höfuSborg Kenya, og var þetta mlkill
sigurdagur fyrir þennan mikla for.
ingja, sem nú er sjötugur, en vlrS-
ist þó óbeygSur. Kenyatta er af ætt-
flokkl Kikuyu, sem er einn fremsti
ættstofn f landinu. Hann var dæmd-
ur f fangelsl fyrlr aS hafa verlS for-
ingi Mau-Mau-hreyfingarinnar.
Fékk 500 krónur fyr-
ir að salta í eina
tunnu
Reyðarfirð'i, 14. ágúst. — Hingað
hefur engin síld komið upp á
síðkastið, en búið er að salta i
5364 tunnur og frysta í kringum
177 tunnur. Veitt voru verðlaun
þegar saltað var í 5000. tunnuna,
500 krónur, og fékk þau reyðfirzk
stúlka, Siggerður Pétursdóttir. —
Hún er 15 ára gömul
Snæfugl og Gunnar hafa hvor
um sig fengið 9000 mál síldar i
sumar, en Katrín heldur minna,
7000 mál. MS
Á sunnudagsnóttina var
brotizt inn á fjórum stöðum
hér í bæ, en ljóst þykir, að
þar af hafi sami maður verið
að verki á tveimur stöðum.
Þessi náungi réðist að úrsmíða
verkstæði Magnúsar Ásmundsson
ar, Ingólfsstræti 3, og henti þar
grjóthnullungi í stóra rúðu. Hnull
ungurinn hafnaði í sýningarskáp
innan við gluggann og braut gler-
ið í honum. Þjófurinn seildist sið
an inn um gatið á rúðunni og i
skápinn, og náði einu karlmanns-
úri.
Þá hafði hann brotizt inn með
sama hætti á radíóstofu Vilbergs
og Þorsteins, Laugavegi 72, hetí
steini f rúðu, en steinninn lenti
á útvarpstæki, sem stóð á hillu
gegnt rúðunni, og braut það. Þjóf-
urinn náði litlu ferðaviðtæki, sem
stóð í glugganum.
Þriðja innbrotið var i leikskól-
ann Lyngás, Safamýri 5. Þar var
stolið segulbandstæki (Smarogd) í
grárri tösku. Fjórða innbrotið var
Þrír í bendu
- eftirmáli
Á föstudaginn lentu þrír
bílar í harkalegum árekstri á
Miklubraut, og var frá því
skýrt hér í laugardagsblaðinu.
Aðdragandi var sá, að sendi-!
íerðabíl var bakkað fyrir vörubíl,
en jeppi fór fram með hlið vöru-
bílsins í sama mund.
Blaðið hefur fregnað, að lög-
regluþjónn og kona, komin á steyp
irinn, hafi setið í hjá stjórnanda
sendiferðabílsins, og átti að flytja
hana til læknisskoðunar, en lög-
regluþjónntan var að leiðbeina
stjórnandanum við að bakka, þeg-
ar áreksturinn varð.
Sendiferðabíllinn var frá Slát-
urfélagi Suðurlands. Stjórnandi
hans var þegar settur á annan bíl.
er hann kom á vinnustað við Skúla
götu, og ætlaði hann hægt og
varlega að aka honum út á Skúla
götuna. En um leið var keyrt inn
í hliðina á honum. Sá, sem það
gerði, hafði haldið kyrru fyrir við
gangstéttarbrúnina og var að taka
af stað, en leit aftur til að gæta
að umferðinni.
í stillingaverkstæði Ni'kolai Niko-
laissonar vig GrensásVeg, en þar
var stolið lyklasettum og hand-
verkfærum, fleiri þúsund króna
verðmæti.
Austur-Þjóðverjum og austur-
þýzkum aðgerðum gegn réttind-
um vesturveldanna í Berlfn.
Kemur þetta fram í fréttatil-
kynningum bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins og yfirlýsingum um
málið. Þ'essi afstaða Bandarikj-
anna þýðir þó ekki, að þeir telji
efnahagsaðgerðir gegn Austur-
Þjóðverjum ólíklegar. En Banda-
rikin vilja ekki grípa til róttækra
ráða að lítt yfirveguðu máli. Af
opinberri hálfu í Washington er
afstaða Bandaríkjanna skilgreind
í eftirfarandi tveimur greinum:
1. Hafast ekkert að, sem leitt
geti heiminn til keðjuviðbragða,
sem gætu endað í styrjöld, en
samt
2. að auka undirbúning þess að
gera Ráðstjólrninni fullkomlega
ljóst, að ef gengið verði á rétt
vesturveldanna, muni það leiða til
styrjaldar.
Þetta þýðir, að Bandaríkin vilja
vera þess fullviss, að Ráðstjórnin
geri ekki þá reginvillu, að álíta
það, að vesturveldin hafa ekki
hafzt neitt að, veikleikamerki eða
merki þess, að vesturlönd muni
halda aðgerðarleysinu áfram, þótt
gengið yrði á rétt þeirra í Berlín.
Ferðir um Reykja-
vík og nágrenni
í sambanði við Reykjavíkur-
kynninguna, sem verður næst
komandi föstudag, verður fólki
gefið tækifæri til þess að fara
í kynnisferðir um Reykjavík og
nágrenni í bílum, sem fara munu
frá hátíðasvæðinu við Hagatorg.
Munu fræðaþulir verða með í
ferðunum og skýra frá því, sem
fyrir augun ber og rekja sögu
staða og atburða.
Það eru þeir Gisli Guðmundsson
og Bjöm Þorsteinsson, sagnfræð-
ingur, sem skipulagt hafa þessar
ferðir. Sögðu þeir félagar, að til-
gangurinn með þessum ferðum
væri að kynna íslendingum Reykja
vík og nánasta umhverfi. Slíkar
ferðir hafa ekki verið farnar áður
með íslendinga, en Gísli hefur
kynnt útlendingum Reykjavík með
þessum hætti. I kynnisferðunum
um Reykjavik verður bæði ekið
um gömlu og nýju hverfin, en ferð
ir í hvorii bæjarhluta fyrir sig
verða sérstakar, vegna þess, hve
tímafrekar ferðirnar eru. Ætlunin
er, að ferðirnar verði tvær á laug
ardag og sunnudag kl. 2 og 4, en
aðra daga ein kl. 2. Fjöldi ferð-
anna mun þó að nokkru ráðast af
aðsókn að þeim. Sérstakar ferðir
munu verða farnar um nágrennið,
og stendur til, að í þeim ferðum
verði Áburðarverksmiðjan skcðuð
og Korpúlfsstaðir, sömuleiðis verð
ur farið að Reykjum og í bakaleið-
inni í gegnum Heiðmörk. Á sunnu
dag mun verða farið að Sogsfoss
um, og verður fólki þá kynnt raf
magns- og hitaveitumál bæjarins
Verður reynt að stilla fargjaldinu
mjög í hóf í þessum ferðum.
Fréttamönnum var í gær boðið
í eina slíka kynnisferð um Reykja-
vík, og var ekið um elztu bæjar-
hverfin. Ferðin tók um eina og
hálfa klukkustund. Voru þeir
Björn Þorsteinsson og Gísli Guð-
mundsson meg í ferðinni og skipt-
ust á að segja frá þvi, sem fyrir
augun bar. Ekið var fyrst um mið-
bæinn og vesturbæinn og síðan
um austurbæinn. Var ferðin sér-
staklega fróðleg og skemmtileg.
Er ekki að efa, að margs er hægt
að verða vísari í þessum ferðum
um ævintýri og sögu Reykjavíkur
fyrr og nú, sem að öðrum kosti
myndi flestum hulið.
Sumarhátíð Framsétnarimanna
í Ólafsfirði
Framsóknarmenn í Olafsfirð:
halda sumarhátíð í hinu nýja
glæsilega félagsheimili í Ólafs-
firði n. k. laugardag og hcfst
samkoman kl. 8,30.
Samkomuna setur Björn Stef
ánsson, skólastjóri, Ræður
fiytja Eysteinn Jónsson, form.
þingflokks Framsóknarmanna
og Ingvar Gislason, alþm.
Ómar Ragnarsson fer með
gamanvísur. Júpíterkvartettinn
frá Akureyri leikur fyrir dansi.
Ingvar
Eysteinn