Tíminn - 17.08.1961, Page 5
T í MIN N, fimmtudaginn 17. ágúst 1961.
s
Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Fraiakvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit-
stjórar Þórarinn Þórarinsson (áb.j, Andrés
Kristjánsson. Jón Helgason Fulitrúi rit-
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga
stjóri: EgUi Bjarnason - Skrifstofur
i Edduhúsinu — Simar: 18300— 18305
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Skrif stjórnarblaðanna um för j
i mina til Austur-Þýzkalands !
Talnablekking afhjúpuð
Síðan „viðreisnin“ hófst fyrir tæpu IV2 ári, hefur
,það verið ein höfuðiðja stjórnarblaðanna að reyna að
styðja mál sitt með tölum. Langoftast hafa þessar tölur
verið alrangar, en því hefur bersýnilega verið treyst, að
þótt almenningur treysti fullyrðingum stjórnarblaðanna
varlega, myndi hann síður varazt það, að þau færi rangt
með tölur.
Svo oft er nú hins vegar búið að afhjúpa talnablekk-
ingar stjórnarblaðanna, að þessi aðferð mun ekki gagna
þeim lengur, nema gagnvart þeim, sem öllu trúa í þess-
um blöðum.
Eitt ljósasta dæmið um þessa talnafölsun hefur ný-
lega verið afhjúpað. Eysteinn Jónsson sýndi fram á það
hér í blaðinu, að ekki hefði þurft nema 1% hækkun á
útflutningsverði til að bæta frystihúsunum þá 5% kaup-
hækkun, sem samvinnufélögin sömdu um umfram það,
sem ríkisstjórnin taldi þau geta borið. Þetta byggði E.J.
á því, að kaupgreiðslur væru ekki nema 20% af rekstr-
arkostnaði húsanna. Mbl. reyndi strax að mótmæla þessu
og sagði, að kaupgreiðslur næmu 50% af rekstrarkostn-
aði frystihúsanna. Eysteinn svaraði með því að vitna til
niðurstaða þeirra, sem fyrir lægju bæði hjá frystihúsum
Sölumiðstöðvarinnar og S.Í.S.
Af hálfu Eysteins er nú búið að kryfja þetta mál svo
til mergjar, að Mbl. hefur orðið að viðurkenna, að það
hafi fengið þessar 50% tölur sínar með því að beita
algerri blekkingu, eða m. ö. 0. með því að taka hráefnis-
kaup frystihúsanna alveg út úr rekstrarkostnaði þeirra
og reikna svo út, hvað vinnulaunin væru mikill hluti
þess kostnaðar, sem þá er eftir. Þetta er vitanlega hrein
fölsun. Vitanlega á að taka rekstrarkostnaðinn allan. Sé
það líka gert, þá sýna einmitt útreikningar Mbl., að tölur
E. J. eru réttar.
Almenningur hefur hér glöggt dæmi þess, hvernig er
nær öll talnameðferð stjórnarliðsins í sambandi við „við-
reisnina“. Það er ekki hikað við annað eins og það að
taka öll hráefniskaup út úr rekstrarreikningi frystihús-
anna, þegar þarf að telja vinnulaunin sem stærstan lið
í útgjöldum þeirra. Hráefniskaupin eru þó hvorki meira
né minna en helmingur útgjaldanna.
Mbl. hefur nú neyðzt til að opinbera þessa blekk-
ingu sína. Það stendur því óhrakið. að frystihúsin hafa
ekki þurft nema 1% hækkun útflutningsverðsins til
þess að mæta þeirri 5% kauphækkun, sem varð umfram
það, sem ríkisstjórnin taldi þau geta borið (þ.e. tillögu
sáttasemjara). Sú kauphækkun réttlætir vissulega ekki
13% gengislækkun, því að henni hefði mátt mæta að
fullu með því að færa vextina aftur í það horf og þeir
voru fyrir „viðreisnina“.
Það verður því alltaf betur og betur ljóst, að gengis-
lækkunarinnar var ekki þörf vegna atvinnuveganna.
Henni réðu aðrar ástæður. Hinar hóflausu talnablekk-
ingar stjórnarblaðanna fá ekki dulið þá staðreynd.
Vaxtalækkun nægði
Hér í blaðinu voru 1 sumar birtar tölur úr reikningum
frystihúsanna, sem sýndu ljóslega, að það myndi svara
til 6—7% kauphækkunar, ef vextirnir yrðu aftur lækk-
aðir i það horf, sem þeir voru í fyrir „viðreisnina“.
Þannig mátti með vaxtalækkun einrr meira en bæta
frystihúsunum þá 5% kauphækkun, er varð umfram
það, sem ríkisstjórnin taldi þau geta borið.
Engin frambærileg rök er því hægt að færa fyrir því
dýrtíðarflóði, sem nú flæðir yfir landið af völdum
gengisfallsins.
Stjórnarblöðin gefast nú
meira og meira upp við það að
reyna að verja gengisfelling-
una og valdníðslu ríkisstjórnar-
innar í s'ambandi við hana. í
staðinn taka þau John Bireh
félagsskapinn ameríska sér til
fyrirmyndar í sívaxandi mæli
og reyna að klína sem mestum
kommúnistastimpli á andstæð-
inga sína. Þannig á að draga
athyglina frá kjaraskerðing-
unni, valdníðslunni og upplausn
inni innanlands.
Ég hef orðið fyrir þeirri virð
ingu, að stjómarblöðin keppast
við að setja á mig kommúnista-
stimpil flestum fremur. Ég man
eftir því, þegar ég var að alast
upp, að íhaldsblöðin reyndu
mjög kappsamlega að setja
sama stimpilinn á Jónas Jóns-
son, Tryggva Þórhallsson, Jón
Baldvinsson og Sigurjón A.
Ólafsson, sem voru þó vissulega
engir kommúnistar. En þeir
börðust fyrir bættum hag al-
mennings gegn íhaldi þeirra
tíma. Ég kippi mér því ekki
upp við það, þótt ég verði fyrir
slíkum árásum nú, og þó enn
minna vegna þess, að hér eru
lærisveinar John Birch-félags-
skaparins að verki — félags-
skapar, sem er fordæmdur af
öllum frjálslyndum Bandaríkja
mönnum og ekki nýtur fylgis
nema svartasta afturhaldsins
þar vestra. En afturhald nútím-
ans hatast jafnvel enn meira
við umbótastefnur og umbóta-
menn en kommúnismann.
í stjórnarblöðunum er nú
mjög reynt að gera mig tor-
tryggilegan vegna þess, að ég
dvaldi í Austur-Þýzkalandi í 10
daga í sumar í boði stjórnar-
valda þar. Tveir núv. ráðherrar
hafa þegið ekki ósvipað boð til
Sovétríkjanna. Ég hef sem
blaðamaður, er ritar að stað-
aldri um alþjóðamál, þegið öll
boð, sem ég hef fengið og veitt
hafa mér tækifæri til að kynn-
ast nokkuð nánara þeim mál-
um, sem ég skrifa um. Ég hef
talið mér þetta blátt áfram
skylt til þess að hafa sem bezta
þekkingu á þeim málum, sem
ég hef skrifað um, og ég hef
leitazt við að skýra frá sem
hlutdrægnislausast. Ég hef orð
ið þess var hjá mönnum í öllum
flokkum, að þessi viðleitni mín
til óhlutdrægni í frásögnum af
erlendum mönnum og atburð-
um væri nokkurs metinn. Allt-
af hljóta þó að verða einhver
mistök í þessum efnum, því að
þær heimildir eru mistraustar,
sem oft verður að styðjast við.
Ég hef á undanförnum árum
þegið boð til Svíþjóðar, Banda-
ríkjanna, Bretlands, Vestur-
Þýzkalands og Sovétríkjanna
og nú seinast til Austur-Þýzka-
lands. Ég hef ekki síður talið
sjálfsagt að þiggja boðin til
kommúnistalandanna og fá
þannig tækifæri til að fá
nokkra nasasjón af ástandinu
þar með eigin augum. Mér er
það vitanlega vel ljóst, að slík-
um boðum fylgir venjulega, að
boðsgestirnir sjá meira það,
sem betur fer. En fyrir því
þarf líka að hafa opin augu í
't þeirri samkeppni. sem stendur
yfir í be'minum í dag milli
■ andstæðra þjóðfélagshátta.
V*X*V*V*V* \
Það hefur verið venja mín
að skrifa lítið um þessar boðs-
ferðir eða það, sem bar fyrir
augu í þeim. Ég hef aðallega
notað þá auknu þekkingu, sem
ég hef þannig öðlazt, til stuðn-
ings við skrif mín almennt um
utanríkismál. Eftir heimkom-
una frá Austur-Þýzkalandi rit-
aði ég þó grein hér í blaðið,
þar sem ég dró saman nokkrar
heildarniðurstöður af því, sem
ég taldi mig hafa komizt að
raun um. Stjórnarblöðin hafa
ekki gert neinar athugasemdir
við það, nema Alþýðublaðið
hefur reynt að snúa út úr einni
setningu. Nú hefur sama blað
hins vegar kvartað undan því,
a$ ég hafi setið þingfund í
Berlín og ekkd sagt neitt frá
honum. í grein minni sagði ég
ekki neitt frá einstökum stöð-
um eða atburðum, heldur heild
aráhrifum. Ég hef hins vegar
nýlega sagt frá þessum þing-
fundi á 400 manna samkomu,
þar sem ég flutti ræðu, og vék
að þvi í „Skrifað og skrafað“
síðastl. sunnudag. Ég skal nú
rifja það upp, sem ég sagði á
áðurnefndri samkomu:
Ég var viðstaddur fúnd, sem
var haldinn í austur-þýzka þing-
inu meðan ég dvaldi í Berlín.
Á þessum þingfundi, sem stóð
aðeins einn dag, var ekki að-
eins afgreidd meiriháttar álykt-
un um Berlínarmálið, heldur
og mikill lagabálkur, sem fjall-
aði um verkefni sveitarfélaga,
sýslufélaga og bæjarfélaga og
kosningar í stjórnir þessara
stofnana. Þetta var mjög ýtar-
legur lagabálkur, sem skipti
hundruðum lagagreina. Hann
var afgreiddur sem lög á þess-
um eina þingfundi, án þess að
nokkrar verulegar umræður
yrðu um hann og án þess að
hann fengi sérstaka athugun í
þingnefnd. Ég hafði orð á því
við þá Austur-Þjóðverja, sem
ég umgekkst, að þetta væri
býsna ólfkt vestrænu þingræði.
Það myndi hafa tekið minnst
fjórar vikur að fjalla um jafn
yfirgripsmikil lög á Alþingi ís-
lendinga, þótt störfum hefði
verið hraðað. fslendingar
myndu því ekki kunna vel slík-
um þingstörfum. Ég fór líka
heim frá Austur-Þýzkalandi
sæll í þeirri trú, að svona þing-
ræði myndi ekki eiga eftir að
halda innreið sína á fslandi.
Það gerðist hins vegar fáum
dögum síðar, að þingmenn
stjórnarflokikanna voru kvaddir
saman á lokaðan skyndifund;
sem ekki stóð nema 1—2 klst.
Þar var samþykkt að veita
stjóminni heimild til að gefa
út hin örlagaríkustu bráða-
birgðalög, sem ekki aðeins
skerða vald Alþingis stórlega,
heldur stefna að því að gera
mikilsverðustu réttindi laun-
þega, verkfallsréttinn, að engu.
Með slíku áframhaldi fer vissu-
lega að minnka munurinn á
austur-þýzku þingræði og ís-
lenzku.
Alþýðublaðið þykist geta upp
lýst, að ég hafi látið í ljós mik-
inn þakklætishug til gestgjafa
minna, er ég skrifaði í gesta-
bækur hjá þeim Þetta mun þó
blaðið hafa eftir heimildum,
sem það telur yfirleitt ekki
áreiðanlegar. Ég get fullvissað
ALþýðublaðið um, að ég þakk-
aði ekki móttökur í Austur-
Þýzkalandi með sterkari orðum
en Emil Jónsson og Gylfi Þ.
Gíslason þökkuðu móttökurnar
í Sóvétríkjunum, svo að ekki sé
meira sagt.
Stjórnarblöðin halda því
fram, að TÍMINN sé ekki jafn-
duglegur þeim í því að benda á
það, sem miður fer í kommún-
istaríkjunum. Það má rétt vera,
ef mælt er eftir dálkafjölda, en
ekki að öðru leyti. Það er vissu-
lega nauðsynlegt að benda á
ófrelsið og óréttinn í kommún-
istaríkjunum, svo að menn viti,
hverju þeir eiga von á, ef þeir
kalla yfir sig kommúnistiska
stjórn. En þetta eitt er ekki ein-
hlítt til að verjast kommúnism-
anum. Það væri hættuleg sjálfs
blekkáng hjá lýðræðissinnum,
ef þeir hugguðu sig við það, að
allt væri á tréfótunum í komm-
únistaríkjunum, og því gætu
þeir verið andvaralausir vegna
kommúnismans. Þá staðreynd
er miklu hyggilegra að viður-
kenna, að á mörgum sviðum
hefur átt sér stað stórfelld upp-
bygging í kommúnistalöndun-
um og margt bendir til, að hún
muni fremur aukast en dragast
saman næstu árin. Þetta er
ekkert undarlegt, því að í ein-
ræðisríkjum er oft hægt að
byggja upp sterkara efnahags-
kerfi en í lýðræðisríkjunum.
Lýðræðissinnar verða því að
gera sér Ijóst, að þeir mega
ekki halda að sér höndum, held
ur leggja á það ríkt kapp, að
uppbyggingin verði ekki minni
hjá* þeim og ávöxtur hennar
skiptist enn réttlátlegar meðál
hinna mörgu einstaklinga. Þar
sem þetta er vanrækt, en mis-
rétti, samdrætti, andvaraleysi
og upplausn boðið heim, er
verið að rækta jarðveg fyrir
kommúnisma, en ekki verið að
berjast gegn honum, þótt hróp-
að sé hátt gegn honum í blöð-
unum. Kommúnismanum verð-
ur aðeins réttilega mætt
með umbótastarfi. Þess vegna
verður ekki unnið nema að
takmörkuðu gagni gegn honum
með löngum áróðursskrifum,
heldur þarf baráttan gegn hon-
um fyrst og fremst að vera fólg
in I markvissri uppbyggingu, í
heiðarlegu og traustu stjórnar-
fari, í réttlátri skiptingu þjóðar-
teknanna. Dæmin um það,
hvernig kommúnisminn komst
til valda í Kína og á Kúbu sýna
þetta Ijóslega. Það skorti ekki
þar, að valdhafarnir beindu ein-
hliða áróðri blaða og útvarps
gegn kommúnismanum, en þeir
töpuðu samt. Það skorti nefni-
lega framsækið og réttlátt
stjórnarfar í þessum löndum.
Það er aðeins verið að hjálpa
kommúnismanum, þegar þeir
menn, sem benda á þessar stað
reyndir og tala því aðvörunar-
orðum gegn samdrætti og órétt-
læti, eru úthrópaðir sem komm
únistar. í Bandaríkjunum eru
starfshættir John Bireh-félags-
skaparins líka fordæmdir af
öllu frjájshuga fólki. Hinn
sama dóm verðskulda hlið.stæð-
ir starfshættir stjómerMíðanna
hér. Þ. Þ.
•^••V»V*V»V»V*V»V»V»V»V«X.*'V»V*"V »V»V»V«V»\J