Tíminn - 19.08.1961, Side 8

Tíminn - 19.08.1961, Side 8
8 TÍMINN, laugarðaginn 19. ágúst 1961. — Maður er hálfhræddur við blaðamenn. Þeir geta umsnúið öllu, sem maður segir. — Eg hélt, að lithöfundar væru vaxnir upp úr því að taka blöðin hátíðlega. — Nei. Rithöfundur tekur orð alvarlega. Það er annað með t. d. tónlistarmann. Hann tekur orð ekki alvarlega, heldur tóna. — Ætlaðirðu kannski að tala við mig á kaffihúsi? — Nei. — Það var gott. Menn eru ekki einlægir á kaffihúsum, og stund- um eru þeir auk þess hræddir við einlægnina. Á kaffihúsi segi ég oft þveröfugt við það, sem ég meina; síður heima hjá mér. — Hvers vegna eru menn óein- lægir á kaffihúsum? — Það eru nú ekki allir óein- lægir á slikum stöðum. Sumir hafa t.d. alls ekkert annað tjáningar- form en að tala á kaffihúsi og eru aldrei einlægir nema þar. — Fyrst þú ert ekki einlægur á kaffihúsi, viltu þá ekki bjóða mér heim? Við erum komnir heim til Elí- asar Marar, og hann liggur langur og mjór upp í dívan og styður hönd undir kinn. Á veggjunum hanga sálarstimplar Kjarvals og Jóhannesar Jóhannessonar og fyrir neðan þá standa bækur hlið við hlið eins og fólk í biðröðum. Skammt frá höfðalagi Elíasar er plötuspilari með stórri plötu, sem horfir svört upp í loftið. Það er þögn í þessu herbergi. — Jafn- vel þótt maður tali. Eftir að ég hef spurt um það, sem allir spyrja rithöfunda um, en enginn ætti að gera, svarar hann: — Nei, ég er ekki með neitt stórt verk á prjónunum, en ég er að ganga frá smásagnasafni, sem í verða sögur frá síðustu 10—11 árum. Reyndar hefur forlag í Munchen skrifað mér og falað hjá mér eins konar úrval úr smá- sögum mínum. Þeir sáu víst sögu eftir mig í tímaritinu Konkret. Það var sagan Nareissus. — Eg hef mikið hugsað um skáldsögu- efni, og það er nokkurn veginn víst, að næsta skáldsaga mín verð- ur stutt og fjallar um efni sem ekki verður beinlínis hægt að kalla aktúelt. Þetta á sem sagt að verða „falleg“ saga — sem ég ætla að skrifa mér til skemmtunar og hvíldar. Eg er reyndar búinn að ákveða efnið í næstu skáldsögu þar á eftir, en þarf að skrifa hina áður. — Er ekki fráleitt sjónarmið að skrifa sögu sér til hvíldar? — Nei. Alls ekki. Saga, skrifuð eftir fomúlunni L’art pour l’art — listin fyrir listina — hún væri hvíld frá því að hugsa um Ijótleik anfl. Eg er orðinn þreyttur á því að skrifa um Ijóta hluti — í bili. En ég á sjálfsagt eftir að skrifa „ljótar" bækur, ef ég skrifa meira, jafnvel svo Ijótar, að ég fæ þær ekki prentaðar. Þótt ég skrifaði bók með fallegum blæ, væri það ekki sama og að loka sig inni í fílabeinsturni. — Þetta er viss sál- ræn þörf, sem verður að fullnægja — mér liggur við að kalla hana kontrapunktiska. — En það er til fólk, sem ætlast til, að skrifað sé um hið lifandi líf, og það mun ef- laust segja, að þetta sé eins konar flótti eftir „vonbrigðin“ með Sól- eyjarsögu. — Varztu fyrir vonbrigðum með undirtektirnar, sem Sóleyjarsaga fékk? — Já. — Það var mjög hljótt um hana. — Það kom ekki einn einasti ritdómur um hana í heild, fyrir utan tvö orð í Morgunblaðinu. Sig- urður A. Magnússon sagði hún væri „tiúþrifalaus langloka". En hví hræðast menn að skrifa um söguna? Hvað hræðast Morgun- blaðsœenn? Eða vinir mínir hjá Þjóðviljanum? Ef þeir hræðast það, að ég kunni ekki að taka gagnrýni, hafa þeir á röngu að standa. Að vísu er rétt að geta þess, að þeir kollegar Bjarni frá Hofteigi og Guðmundur Hagalin sömdu ritsmíðar um fyrra bindið. . Á meSan aðrir íslenzkir rit- höfundar kepptust við að demba yfir þjóðina bernskuminningum sínum, aldamóta-sveitarómantík, referati af skrítnu fólki á öldinni sem leið, frásögnum af ástalífi suð ur á Spáni, ferðaminningum héð- an og þaðan, tækifæris- og neðan- þindarljóðum, littereru bróderíi um eitthvað, sem gerðist vestur á fjörðum endur fyrir löngu o. s. frv., leyfði ég mér af fátæki mínu að setja saman tveggja binda skáld sögu um islenzkan virkileika eins og hann er í dag. Eg stalst til1 þessa eins og ófrjáls maður, milli þess sem ég varð að vinna mér inn fyrir daglegum þurftum, og neyddist þó til að sníkja út úr vinnuveitendum mínum nokkra hundraðkalla í senn eins og bein-, ingamaður. Þetta var eina skáld- verkið sem skrifað var um íslenzkt samtíma-þjóðlíf á þeim áratug, að undanskildu Gangvirkinu eftir Ól- af Jóhann Sigurðsson og svo auð- vitað Silfurtunglinu eftir Laxness, — En hvernig eru svo móttökurn- ar, þegar hún kemur? — Þögn, þögn, og aftur þögn. Nokkur hluti upplagsins hefur heldur aldrei verið settur á markað. Það er heild arútgáfa sögunnar — bæði bindin í einni bók, prentuð á annan og betri pappír og í stærra broti. Sá hluti upplagsins liggur xykfallinn 1 inni í Bókfelli, og er mikil synd að hann skuli ekki vera hafður til uppkveikju í þeim húsakynnum, þar sem hvorki er hitaveita né j olíukynding. j — Það segja sumir, að Sóleyjar- 1 saga sé misheppnuð bók. ; — Eg veit, að sumir segja það. jÞeir eru jafnvel margir — og fleiri en hafa haft manndóm til að segja það við mig sjálfan. — Vögguvísa er orðin fræg bók erlendis. vettvanga, eða hvað það kallast. Þessir menn verða nefnilega að kunna sitt fag. — Svo ég nefni dæmi um það, hvernig tökum á Guð talar ekki við blaðamenn Rætt við Elías Mar, rithöfund — Þeir spurðu Gagarín mikið um guð á Keflavíkurflugvelli. — Guð á Keflavíkurflugvelli. Já. Og hann svaraði og sagði, að guð væri enginn til. Það er ég viss um, að guðsi héfur hlegið hjartanlega og verið harðánægður með þetta svar. Guði er nefnilega ekkert um það gefið að láta tala um sig við blaðamenn — hann hefur sjálfur aldrei hleypt blaða- manni nálægt sér. Yfirleitt held ég, að guð sé mjög hlédrægur og vilji vinna verk sín í kyrrþey. Og það er hreinasta móðgun við guð að biðja hann. Þú skilur: Hann fer sínu fram, án þess að það þurfi að biðja hann. — Hvað finnst þér mestu varða í sambúð manna? — Að þeir séu manneskjur. Danir hafa þetta ágæta orð „menn- eske“, sem nær hugtakinu betur en orðið ,,maður“ á íslenzku. — í rauninni er aðeins einn munur á mannfólkinu: hvort það er mann- eskjur eða ekki; hvort það vill vel eða illa. Og menn vilja illa ýmist af hreinum djöfullegum andstyggilegheitum ellegar heimsku, nema hvort tveggja sé. — Svo að við snúum okkur að bókmenntunum aftur: Hefurðu verið un’dir áhrifum annarra rit- höfunda? — Já, auðvitað; og er. — Hvernig tilfinning er það? — Ja, það er eins og að vera t d. fjórtán ára drengur og finn- as-t maður geta þýtt „Det döende barn“ eftir H. C. Andersen. — Heldui'ðu, að til séu rithöf- undar í Sovétríkjunum, sem eiga óbirt listaverk vegna þess að þau hafa ekki hlotið náð ríkisvalds- ins? — Sjálfsagt. En þeir eru líka til í iöndum kapítalismans, gleymdu því ekki. — Gætir þú sætt þig við það, að ríkisvald kæmi í veg fyrir út- tgáfu verka þinna? — Já, ef ríkisvaldið væri sósi- alskt. Rithöfundur er aldrei upp yfir það hafinn að hafa ábyrgðar- tilfinningu. Hann á ekki að vera eins konar sprelligosi, sem hræri upp í fólki sér til skemmtunar eða öllu heldur skrattanum. Ritfrelsi, eins og öðru frelsi, á að fylgja ábyrgð gagnvart lesendum. Og mann, sem ekki hefur þessa ábyrgðartilfinningu í nægilega rík um mæli á að stöðva. í Ráðstjórn- arríkjunum er engin gagnrýni bönnuð, sem er bona fide — vel meint — en gagnrýni er ýmist vel meint eða ekki. Sjálfur er ég eng- jinn niðurrifsmaður í eðli mínu, þótt ég gæti ósköp vel brugðið því fyrir mig.... ef. — Treystir þú sósíalistisku ríkis (Framhald á 13 siðu). - — Hún er það víst, eitthvað. Hún var gefin út í Austur-Þýzka- landi, og ég þykist vita, að hún sé komin í prentun í Sovét. — Það segja margir, að hún sé þitt bezta verk. 1 — Má vera. En mér finnst Vögguvísa öll eitthvað smærri í sniðum en Sóleyjarsaga — eins og nokkurs konar barnabók eða unglingasaga, allt að því skemmti- saga. En ég ætla svo sem ekki að fara að tala illa um þá bók, (þótt í henni séu fremur fá vanda- mál tekin fyrir og hún sé á þröngu jsviði. Sóleyjarsaga er mun yfir- ; gripsmeiri og alls ekki síður tíma- bær. ' — Þú vilt vera aktuel rithöf- undur. — Ojá. En það er alltaf viss Ijótleiki, sem er þrengt upp á mann að skrifa um. — Hver þrengir því upp á þig? — Heimsástandið. Herinn í landinu. Þjóðfélagsástandið hér. Þetta er allt meira og minna ljótt. — Það er svo margt Ijótt, sem manni finnst maður tilneyddur að skrifa um. — Hvernig finnst þér bók- menntagagnrýni á íslandi vera? — Hún hefur kannski aldrei verið betri en nú til dags, en þar með er ekki mikið sagt. Ritdóm- arar okkar ættu að lesa krítík eftir góða ritdómara erlenda, sömuleiðis ýmsir þeir sem finna köllun hjá sér til að semja alls konar kúltúrgagnrýni, bæjarpósta, helzt að taka eina bók, þá er það grein Sigfúsar Daðasonar í Tíma- riti Máls og menningar um Brekkukotsannál. — Finnst þér sovétbókmenntir góðar? — Þær eru að sjálfsögðu mis- , jafnar. En ég get nefnt sovétbæk- 'ur, sem einmitt hafa verið þýdd- ar á íslenzku og eru mjög góðar að mínu áliti. Það er t. d. skáld- sagan Vinur skógarins eftir Leonid Leonov og Vegurinn til lífsins eftir Makarenko. — Það hlýtur að vera gaman að vera rithöfundur í þjóðfélagi þar sem hægt er að ;vera einlægur og bjartsýnn án : falskrar forsendu. Eg hefði fyrir jmitt leyti ekkert á móti því. — Er þetta ekki bara kommún- istísk rómantík? — Er ég ekki þegar búinn að, svara þessu? — Hefurðu lesið Sívagó lækni? — Nei, ég hef ekki lesið hana. Þær eru nefnilega miklu fleiri bæk urnar, sem ég hef ekki lesið, vin- ur minn, heldur en hinar. Eg hef til dæmis aldrei lesið Biblíuna í heild, heldur ekki Mein kampf eða ýmis höfuðrit kapítalista. — Hvað finnst þér um geim- sigrana? — Geimsigra? Eg hef ekki heyrt getið um neina geimsigra. Menn eru að flækjast í nokkra kílómetra út fyrir gufuhvolfið, er það að sigrast á geimnum? — Mér er spurn. — 1 Kápan á Vögguvísu í þýzku útgáfunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.