Tíminn - 19.08.1961, Page 13

Tíminn - 19.08.1961, Page 13
ÍTÍ M IjN?N,,laugardaginn Í9. ágúst 1961. 13 FerðafólkiS-sezt niður í skógarrjóðrt í Skorradal Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1961—1962 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 21. til 26. ágúst kl. 10—12 og 14—19, nema laug- ardaginn 26. ágúst kl. 10—12. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðr- um haustprófum hefjast 1. september næst kom- andi. — Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsgjöld kr. 100,00 fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu einnig leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla. Skólastjóri ----- Qug ta|ar Skemmtiferð Framh. aí 9. siðu. Borgarfirði en í þessum tiltölu- lega nýja skólastað. En enn þá meiri hlýja og fegurð er þar ugg-| laust, þegar allar hinar ungu meyj' ar eru komnar á staðinn, er líður að hausti. Næsti áningastaður Tar á Hvanneyri, eftir að >hafa farið um hinn fornfræga kaupstefnustað á Hvítárvöllum og hina fögru tví- bogabrú, er tengir systursýslurn- ar í Borgarfirði saman yfir hið skolgráa jökulfljót Hvítá. Skóla- stjórinn var ekki heima. En frúin hans, Ragnhildur Ólafsdóttir, tók vinsamlega á móti ferðafólkinu og i fór með því meðal annars út í hinn J fagra blóma- og trjágarð sunnanj undir fbúðarhúsinu, þar sem standa vel gerðar myndir af þrem1 ur skólast.jórum staðarins, á yndis legri rennsléttri, hallandi gras- fleti með hvanngrænum skóg á all ar hliðar; Halldór næstur íbúðar húsinu, Hjörtur í miðið, en næst leikfimihúsinu Runólfur. Auk skólastjórafrúarinnar leið- beindu á Hvanneyri, Jónas Jóns- son kennari við skólann og Hauk- ur, fyrrverandi kennari þar. Einn- ig voru í hópnum fáeinir fyrrver- andi nemendur skólans, sem einn- ig rifjuðu upp ýmislegt frá fyrri dvalardögum sínum á Hvanneyri. KomiS var í fjósið og litið m. a. á yfir sextíu mjólkurkýr, sem ver- ið var að mjólka í hinu stóra fjósi, með mjaltavélum og stórir og gildir bolar voru í öðrum endan- um, en heilsuðu gestum með tals verðu bölvi og heldur illilegum svip. En þegar kjarkmestu gest- irnir tóku til að klappa þeim, breyttist svipur þeirra brátt og varg hin blíðasti. Á Hvanneyri fannst mörgum sérstaklega fagurt, enda var út- sýni hið allra bezta í logninu og hinu skæra sólskini. En mikil nauðsyn væri að stöðva landbrotið af hinni fögru „Fit“, sem ligg- ur niður að firðinum. Áður en farið var frá Hvann- eyri, flutti Haukur Jörundsson, sem var leiðsögumaður á einum bílanna, stutta ræðu um Hvann- eyri og umhverfi hennar. Gat 3 tegundii lannkrems GE3QQQ Með piparmyntubragði og virku Cum- asinasilfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir. □ □□ FlF Sérlega hressandi með Chlorophyl, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn- þefjan. QE3BQQ Freyðir kröftuglega með pipar- myntubragði. VEB Kosmetik Werk Gera Deutsche Demokratische Republik 4 hann m. a. um, að sú eina og gamla hjáleiga Hvanneyrar, sem aldrei hefði farið í eyði, væri Ausa, þarna skammt frá, suður undir Andakílsánni. En þar frá hefði nútíðar kynslóð'in fengið efnilegt fólk. Meðal þess væri nú- verandi skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni og fleiri ágætis systkini hans. Það væri því margt gott, sem upp úr þessari „ausunni“ hefði komið. Næst var farig upp í Skorradal og þá ekið upp hjá Fossabæjun- um og Andakílsárvirkjuninni og dálítið inn með Skorradalsvatni. Þá var fagurt inni í Skorradaln- um undir sólsetrið á hinu indæla sumarkvöldi. Þarna var snæddur kvöldverður og farið í létta leiki. Það mun hafa verið á svipuðu kvöldi og þessu, er Þorsteinn Erl- ingsson kom sunnan um Hvalfjörð einhesta og gisti á Grund um nótt- ina, og lauk þá við hið fagra kvæði sitt: „Vara þig Fljótshlíð". Og haf.ði þá Hvalfjörður nær því fangað hann eins og Tungufells- heiðar forðum. „En ég slapp nú yfir hann allt fyrir það og ó- . skemmdu'r norður á Draga, en j Kvöldsólin skein þar á Skorradals | hlfð á skóginn og vatnsflötinn blá- an. Mörg fannst mér sú indæl en engin svo fríð, ég unni honum strax er ég sá hann“. Einn ferða- félaganna hafði öðru hvoru á síð- ari árum vakið athygli á prenti á því að Skorradalur væri einn allra tilvaldasti ferðamannastaður framtíðarinnar hér á fslandi Það virtist vera að 140 manns þarna væru honum sammála í hinu fagra aftanskini, er sló marglitum geislum sínum á spegilsléttan vatnsflötinn og hinar grænu skóg- arhlíðar upp frá hinu stóra stöðu vatni um allan dalinn. Næsti og síðasti áfangastaðurinn á leiðinni var Saurbær á Hval- fjarðarströnd. Presturinn þar, séra Sigurjón Guðjónsson, beið okkar þar við kirkjudyrnar og bauð okk ur með alúð velkomna á staðinn. Bauðst hann síðan til að segja okk ur í stuttri ræðu lítils háttar frá þessum fornfræga stað, sem við vorum nú komin á. Þáðum við það með þökkum, og flutti hann 10 mínútna skilmerkilega ræðu, eftir að við höfðum setzt í öll sæti, sem til voru í hinni einkar snotru og viðfeldnu kirkju, sem er að áliti ferðafólksins ein fegursta kirkja landsins. Sigurjón sagði í stórum dráttum sögu Saurbæjar, en minntist sérstaklega sálmaskálds- ins góða, Hallgríms Péturssonar. Á eftir var sunginn sálmur, og . spilaði þá einn ferðafélaginn undir á kirkjuorgelið. Sigurbjörn Guð- jónsson j Koman í Saurbæ var mjög á- ! nægjuleg. I Að heiimsókninni lokinni var Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa, Freyjugötu 37, símj 19740 Málflutningsskrif stofa Málflutningsstörl innheimta fasteignasala skipasala Jón Skaftason brL Jón Grétat Sigurðsson. logfr Laugavegl 105 (2 hæð). Sími 11380 Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA OG BÁTASALA Tómas Árnason hdl. Vilhíálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307 Bréfaskriftir Þýðingar Harry Vilhelmsson Kaplaskjóli 5. sími 18128 ekið hratt fyrir Hvalfjörð af okk- ar traustu og ágætu bílstjórum, sem höfðu reynzt öruggir og ágæt ir alla leiðina. Fararstjórinn hafði ætlað að vera kominn til Reykja- víkur klukkan hálf tólf, og hafði alltaf tekizt að halda ferðaáætl- unina, þar til i Skorradal og í Saurbæ. En komið var til Reykja víkur kltvkkan að byrja að ganga eitt- Við 'kilnsðírr -acrðu margir eitt hvað á þessá > ■ ‘ Vú er á enda skemmtiiegasta '’rð, sem ég hef farið á ævinm" Ferðafélagi. | Framhald af 8. síðu. valdi til að dæma um, nvenær þín gagnrýni er jákvæð eða ekki? í — Já, algjörlega. Því þar er ríkið fólkið sjálft. — í auðvalds- löndunum getur t. d. stjórnmála- flokkur, hagsmunaklíka, jafnvel hver sem er — já, sjálfir útgef- endur mitt í öllum sínum elsku- Iegheitum — „drepið“ ritverk. Að ógleymdri hinni marglofuðu „frjálsu gagnrýni" þeirra. Verk eru kannski ekki auglýst; og stund um er jafnvel komið í veg fyrir, að skrifað sé um þau. f hverju ligg ur þá frelsi höfundarins? Jú, hann getur náttúrlega stofnsett sitt eigið forlag. Það hafa ýmsir orðið að gera, bæði litlir kallar og stór- menni. En slíkt minnir svolítið á myndhöggvara sem verður að eyða hálfri starfsorku sinni í það eitt l' að reisa sér þak yfir höfuðið — og yfir verk sín. ! — Hvernig eyðirðu annars lífs- dögunum? — Svo ég gefi þér stundaskrána — sem ég veit þú tekur auðvitað mjög alvarlega — þá vakna ég klukkan átta á morgnana og hlusta á útvarpið fram yfir fréttirnar — til þess að geta sofið til tíu. Það ilitla sem ég vinn að ritstörfum er svo frá tíu til tvö eða þrjú; þá fer ég að vinna fyrir mér eins og heiðarlegur borgaj-i: vinna fyrir peningum. Lesa prófarkir, þýða, yfirfara og vélrita handrit fyrir útgefendur o. s. frv., en slík verk eru mér einna drýgst auðsupp- spretta — gott orð, finnst þér ekki? Nú. Milli fjögur og sjö leyfi ég mér að éta og sinna öðru þvi, sem ég þarf úti í bæ. Eftir það er ég heima hjá mér og fer venju- lega að sofa klukkan tvö eða þrjú á nóttunni. — Mörgum dögum eyði ég í alls ekki nein ritstörf. Það er minn lúxus að geta látið það vera að snerta á ritstörfum eða nokkr- um öðrum störfum dag og dag, jafnvel marga daga í einu. Eg eyði miklum tíma í að heyra góða músík, líklega tveim eða þrem stundum á dag. að meðaltali. — Skrifarðu undir hljómlist? — Nei, því er fljótsvarað. Það geri ég aldrei. Eg gæti það ekki, þótt mér væri fyrirskipað að reyna það. Von mín er að eignast ein- hvern tíma hljóðþétt vinnuher- bergi — Þér myndi þá falla vel að skrifa í geimfari? — Ja, að minnsta kosti ætti að vera prýðisgott útsýni þaðan, auk i þagnarinnar i — Hefur hljómlist haft mikið gildi fyrir þig sem rithöfund? — Sem mann Og þar af leið- andi sem rithöfund ég vildi ég gæti sagt, að hún hefði gert það meira en nokkuð annað. í Birgir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.