Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, sunnudaginn 3. september 1961. sprengdar í noröurhöfum? í gær höfðu Rússar enn ekki minnzt einu orði á kjarnorku sprengingu sína, hvorkr í blöS- um, útvarpi né opinberum til- kynningum. Mdlverkasýning d Akureyri f Landsbankasalnum á Akureyri er um þessar mundir málverkasýning, sem Kristinn Jóhannsson listmálari held ur. Á meðfylgjandi mynd sést listamaðurinn í horni sýningarsaiarins. Um 50 myndir eru á sýningunni, og eru þaS olíumálverk, vatn-, vax- og pastelmyndir. Hún hefur verið mjög vel sótt, og seldust 17 myndir þegar á fyrsta degi. Kristinn Jóhannsson er Akureyringur frá berhsku, stúdent frá mcnntaskólanum þar og dvaldist eftir það við háskólanám í listmálun í Edinborg. Að undanförnu hefur hann starfað á Patreksfirði, og eru flestar ef ekkl allar myndirnar gerðar þar. Þettaer af málverkasýning Kristins, og hefur hann haft þær allar á Akureyri. Hún er opin klukkan 15—22 daglega og Iýkur nú upp úr helginni. Samkvæmt tilkynningu Banda- ríkjastjórnar í Washington í fyrrakvöld, var kjarnorkusprengja þessi sprengd í gufuhvolfinu í nánd við borgina Scmipalatmsk austarlega i hinu geysivíðlenda ráð stjórnarríki Kasachstan, um 500 kílómetra frá landamærum Kína og Mongólíu. Sagt er, að sprengía þessi hafi verið miðlungi kröftug af kjarnasprengingu að vera, held- ur öflugri en sú, sem eyddi Hiro- shima á sínum tíma. Hvað kemur? Fréttamaður Lundúnaútvarpsins í Washington sagði f gær frá bolla- leggingum manna vestra í sam- bandi við sprengingu þessa. Hann sagði, að menn væru í vafa um, hvort sprenging þessi væri hin fyrsta í sprengingaflokki í tilrauna skyni eða hvort þetta væri aðeins einstök sprenging eins og til þess að fylgja eftir yfirlýsingu Rússa frá deginum áður. En ef telja skal hana upphafið að heilli röð til- rauna, setja ýmsir hana í sam- band við tilkynningu þá, sem Rúss- ar gáfu út í fyrradag, að þeir myndu hafa umfangsmiklar flota- æfingar i Barentshafi og fleiri norðurhöfum næstu mánuði, og hafa Rússar lýst stórt svæði hættu- svæði fram í nóvember. Russar sögðu í tilkynningu sinni, að eldflaugar og ýmsar teg- undir nýtízku vopnabúnaffar myndu verffa rcyndar á þessu æf- ingaskeiði. Bandaríkjamenn telja mjög líklegt, að sprengdar muni verffa kjarnorkusprengjur neðan- sjávar fyrir norðan Ráffstjórnar- ríkin á næstu mánuðum. Aðalbankastjori Nor- egs í heimsókn hér Flytur fyrirlestur um efnahagsmál í háskólanum á morgun Aðalbankastjóri Noregs- banka, Erik Brofoss, er vænt- anlegur hingaS til lands, ásamt konu sinni, og mun hann halda fyrirlestur um norsk efnahagsmál í hátíðasal háskólans á mánudaginn. Fyrirlesturinn hefst klukkan fimm. Brofoss var einn af þekktustu stjómmálamönnum á Norðurlönd- um og er mjög mikils metinn maður í fjármálaheiminum. Hann var um skeið fjármálaráðherra Noregs í ráðuneyti Verkamanna- flokksins, áður en hann varð aðal- bankastjóri Noregsbanka, og hef- ur lengi verið mikill áhrifamaður um efnahagsmál og peningamál Norðmanna. Öllum er heimilt að sækja fyrir lestur Brofoss í háskólanum, og vafalaust mun marga fýsa að heyra, hvað þessi reyndi fjár- málamaður hefur um efnahagsmál að segja. Brofoss og kona hans verða gestir Seðlabankans meðan þau dveljast hér, en þau fara aftur á mið'vikudagsmorgun. Sprengju mótmælt Kaupmannahöfn í gær. — Einka- skeyti. — í gær var farin mót- mælaganga í Kaupmannahöfn til andmæla við rússnesku kjarnorku sprengingarnar. Hófst gangan við rússneska sendiráðið, þar sem þús undir manna með blys söfnuðust saman. Síðar bættust nokkrar þús undir manna í hópinn, er hann var á leið'inni á Rádhuspladsen, þar sem haldnar voru mótmæla- ræður að lokum. — Aðils. Framdi morð í æði Kaupmannahöfn í gær. — Einka- skeyti. — Voveiflegur harmleikur gerðist í gærkvöldi í Brande á Jótlandi. Geðruglaður ungur mað ur tók lífiff frá ungri móður og þriggja ára syni hennar með mörg um skammbyssuskotum, Eftir lang an og ákafan skotbardaga við lög reglun^, beindi hann að lokum vopninu að sjálfum sér og hleypti af. í skothríðinni við lögregluna særðist saklaus áhórfandi af skoti frá manninum. Alvarlega særður af eigin skoti var hann að lokum fluttur í sjúkrahús, þar sem hann lézt að stundu liðinni. — Aðils. Systkinabrúðkaup ísafirði, 2. sept — Tvöfalt syst- kinabrúðkaup verður haldið í Hnífsdal í dag. Verða þar gefin saman í hjónaband Edda Björg mundsdóttir og Gunnar Jóakims son, og Jóhanna Jóakimsdóttir os? Ásgeir Karlsson. Hjónavígslan mun fara fram í kapellunni i Hnífsdal. Systkinin, Jóhanna og Gunnar. cru börn Jóakims Pálssonar skip stjóra í Hnífsdal og konu hans Gabríellu Jóhannesdóttur. Vegna frásagnar þeirrar, sem birtist í Tímanum síðastliðinn mið vikudag um þann atburð, er skip- ið Sjövik varð fyrir ásiglingu og sökk, vil ég skýrt taka fram, að í frásögn minni sem fréttaritara blaðsins á Seyffjsfirði, var alls ekki svo að orði kveffiff né látið aff því liggja, aff skyggni hafi verið „ágætt“ og þaðan af síður „eins og bezt verður á kosið“. Það er ekki heldur eftir mér haft, að Seleyjan hafi höggvið norska skipið sund- ur, heldur gekk stefni hennar um einn metra inn í þilfariff. Ekki er frá mér komið, að stýrimað'ur- inn á Seley hafi veriff við stýrið, heldur sagði ég, að hann hefði átt vakt. Þaff er því einnig rangt, aff ég hafi haft þetta eftir Norð- mönnunum, enda vissu þeir ekki, hver stóð við stýrið. Loks er ekki frá mér komið, að skipstjórinn íslenzki hafi neitað að segja neitt um atburðinn, því aff ég náffi ekki tali af honum, áður en ég símaði fréttina suður seint um kvöldið. Um atriði, sem minna máli skipta, mætti einnig geta. Það er til dæmis ekki mín orð, aff norska skipshöfnin hafi blásiff út gúm- bát sinn, enda þenja slík björg- unartæki sig sjálf út, svo sem al- kunnugt er. Ingimundur Hjálmarsson. i Blaðinu er ljóst, að hér hafa orðið slæm mistök, og réttu máli verið verulega hallað. Biffur það hlutaffeigendur sem lesendur, vel- virðingar á þessum mistökum, og væntir, að hið rétta í málinu hafi komið fram í írásögn, sem birtist á forsíðu þess á föstudaginn. Tungumálakennsla Harry Vilhélmsson Kaplaskióli 5. sími 18128 Fyrsta or- lofsferðin Á fimmtudag komu heim til sín fyrstu sveitakonurnar, sem fengið hafa orlof frá heimilum sínum og farið í annan landshluta til hvíld- ar. Hér var um að ræða allstóran hóp húsmæðra úr fimm hreppum Gullbringu- og Kjósar’sýslu, Kjós, Kjalarnesi, Mosfellssveit, Bessa- staðahreppi og Garðahreppi. Kon- urnar voru 25 talsins, og dvöldu að Reykhólum í Barðastrandar- hreppi í 10 daga. Fleiri vildu kom ast í ferð þessa en gátu, og var ■þeim gefinn kostur á að skreppa í hópferð, og komu þær 38 talsins vestur hinn 29. ágúst. Var sumum þeirra komið til gistingar og fæðis að Bjarkarlundi, en aðrar fengu að vera í skólahúsinu að Reykhól- um. Orlof þetta var styrkt af rík- inu og hreppsfélögunum, og að einhverju leyti af viðkomandi kven félögum, en einhvern þátt verða ■þátttakendur að taka í kostnaðin- um sjálfar. Það mun þó vera hlut- fallslega lítið. Þetta er fyrsta orlofsferð hús- mæðra í sveitum sem skipulögff er og goldin eftir þessum reglum, en nokkrar húsmæffur úr Reykjavík munu hafa dvalizt í orlofi að Laug- arvatni fyrr í sumar. Þrír bílar lentu í árekstri á Lækjartorgi um hádegið í gaer. Fyrsti bíllinn, vörubíll, nam staðar, næsti bíll hægði á sér, en í sömu andrá ók hinn þriðji aftan á hann og keyrði hann undir vörupallinn. (Ljósmynd: TIMINN, GE). G.S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.