Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 5
T i MIN N, suiinutlaginh 3. september 1961. 5 Utgetandi: FRAMS0KNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórax Þórarmn Þórarmsson <átu, Andrés Knstjánsson Jód Helgason FutltrúJ rit stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsmga- stjóri Egili Bjarnason - Skrifstofui I Eddubúsmu — Símar 18300-' 18305 Auglýsingastmi 19523 Atgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.t Er ríkisstjómm í þjón- ustu kommúnista? Það er óumdeilanlegt, að í þeim löndum, þar sem kommúnistar hafa brotizt til valda án erlendrar aðstoðar, hafa það verið afturhaldssamar auðmannastjórnir, sem hafa fyrst og fremst rutt þeim brautina. í Rússlandi var það keisarastjórnin. í Kína var það stjórn Chiang Kai Sheks. Á Kúbu var það stjórn Batista. Oft hefur það verið sagt um þá Chiang Kai Shek og Batista, að það sé engu líkara en að þeir hafi verið í þjónustu kommúnista. Þeir hafa yíirleitt gert allt það, sem þurfti til þess að skapa jarðveg fyrir kommúnism- ann. Kommúnisminn hafi aldrei átt sér betri þjónustu- menn. í framhaldi af þessu, er ekki óeðlilegt, þótt mönnum komi í hug spurningin: Er núverandi ríkisstjórn íslands raunverulega í þjónustu kommúnista? Síðan núv. ríkisstjórn kom til valda, hefur verið unnið markvisst að því að skerða kjör launþega, bænda og allra smærri atvinnurekenda og kaupsýslumanna. Allt hefur þetta verið gert í þágu nokkurra útvaldra, sem með tíð og tíma eiga að ná auðnum og yfirráðunum í sínar hendur. Einkenni og tilgangur þessa stjórnarfars er ná- kvæmlega hinn sami og var hjá þeim Chiang Kai Shek og Batista. Ef það ástand nær að skapast, sem slík stjórnarstefna leiðir til, er þess skammt að bíða, að kommúnisminn hafi fengið hér engu verri vaxtarskilyrði en í Kína og á Kúbu. Það er því ekki að ástæðulausu, að menn spyrja: Er núv. stjórn raunverulega í þjónustu kommúnista? Rétta svarið við þeirri spurningu er það, að hún er það á sama hátt og þeir Chiang Kai Shek og Batista voru það. Þessir menn þjónuðu kommúnismanum, án þess að gera sér grein fyrir því. Þeir héjdu sig þvert á móti mikla andkommúnista á meðan þeir voru að ryðja kommúnismanum braut. Eitt er og jafnskylt með núv. valdhöfum íslands og Chiang Kái Shek og Batista. Þeir keppast við eins og þeir Chiang Kai Shek og Batista að setja kommúnista- stimpil á alla umbótabaráttu. í augum þeirra, eins og John Birchistanna í Bandaríkjunum, eru frjálslyndir um- bótamenn allra verstu kommúnistarnir. . C Þjóðin verður að gera sér fulla grein, fyrir því hlut- verki Chiang Kai Sheks og Batista, sem núv. ríkisstjórn íslands leikur. Til að afstýra því, að þetta leiði til þess, að ísland verði ný Kúba eða nýtt Kína, er ekki nema ein leið. Það er að styrkja hér flokk umbótamanna og tryggja þannig framgang lýðræðissinnaðrar umbóta- stefnu. Og fyrsta og nauðsynlegasta skrefið í baráttunni gegn kommúnismanum er að koma i veg fyrir, að stjórn- arhættir Chiang Kai Sheks og Batista fái að þrífast hér á landi. Innan beggja stjórriarflokkanna ier þeim mönnum óð- um fjölgandi, er sjá þetta. Það er þeirra að taka nú rösklega í taunjana og koma til iiðs við umbótaöflin. Það er skylda hvers lýðræðissinnaðs andkommúnista. sem ekki vill láta sögu Chiang Kai Sheks og Batista end- urtaka sig til fulls á íslandi. Roseoe Drummond um Berlínarmálið: -• Lokun borgarkliðanna hefur skert mjög áróðursgildi Vestur-Berllnar MetS ofbeldi sínu hefur Krustjoff unnið hálfan sigur Roscoc Drummond er einn af þektustu blaðamönnum Banda- ríkjanna. Hann skrifar að stað- aldri í „New York Herald Tri- bune" og fleiri amerísk blöð. Hann hefur nýlega verið , Berlín. Eftirfarandi grein skrif- aði hann eftir komu sína þaðan: ÞÚ VERÐUR sjálfur að sjá Berlín og skynja aðstæður þar til þess að geta gert þér í hug- arlund afleiðingar af því í nú- tið og framtíð, að Sovétríkin hafa lokað borgarmerkjum Aust- ur- og Vestur-Berlínar með gaddavírsgirðingum og vélbyss- um. Eg héf áður skýrt frá því, að Krútsjoff, forsætisráðherra, hef- ur þegar unnið hálfan sigur í Berlínarmálinu með ógnunum sínum, og hann mun fús að taka á sig veruleg óþægindi til þess að ná fullum sigri. Það er enn of snemmt að spá nokkru um, hversu fljótt og hversu heiftarlega Krútsjoff muni fylgja eftir næstu ákvörð- un sinni í Berlínarmálinu, sem er sú, að gera Vestur-Berlín að ómerkilegum bletti á landakort- inu. En í sannleika sagt hefur maður enn hugboð um langan og ójafnan leik. Með þessum orðum á ég þó ekki við það, að við ætlum að láta hinar tvær og hálfu milljón Vestur-Berlínarbúa lönd og leið. Svo sannarlega munum við ekki gera neitt slíkt. Eg á heldur ekki við það, að Vestur-Berlín muni glata frelsi sínu og réttin- um til þess að lúta stjórn lög- lega kjörinna aðila. Eg legg og ekki til, að Vesturveldin afsali sér rétti sínum tii frjálsra sam- gangna við Berlín. Það viljum við og ekki heldur. En Vestur-Berlín er nú ekki. hin sama og hún var fyrir hálf- um mánuði, er kommúnistar lok- uðu borgarmerkjúnum og aust- urhlutinn var skilinn frá hinum frjálsa heimi. Allt bendir nú til þess, að Vestur-Berlín muni i náinni framtíð verða lítt ræddur og áhrifalaus staður og ekki sá ógnþrungni áróðursblettur, er hún hefur verið fram til þessa. Sannleikurinn er sá, að Krút- sjoff hefur unnið liálfan sigur án þess að hætta á styrjöld. Hann hefur greinilega talið, að það væri honum mikilvægara að koma í veg fyrir allar samgöng- ur til Vestur-Berlínar frá austri heldur en að reyna að loka samgönguleiðum vesturveldanna til borgarinnar. Hið fyrra gat hann gert, án þess að eiga á hættu styrjöld, en hefði hann valið síðari kostinn, hefði styrj- aldarhættan verið gífurleg. VISSULEGA er þetta aðeins hálfur sigur og mjög takmark- aður og vafasamur ávinningur á sinn hátt, en afleiðingar ákvörð unar Krútsjoffs eru nú ljósar vesturveldunum og þær hafa ekki orðið þeim eins æskilegar og ætla hefði mátt við fyrstu sýn. Enn á þó margt eftir að koma á daginn. Hvað á ég við með þessu? Það, sem ég er að segja, er það, að mikilvægi Vestur-Berlín- ar fyrir Vestur-Þýzkaland, Vest- ur-Evrópu og allan hinn frjálsa heim er nú úr sögunni með hinni miskunnarlausu lokun borg armerkjanna. Mikilvægi Vestur- Berlinar Iá í því, að borgin var eins og sólskinsblettur mitt í eymd og skugga kommúnismans. Það er að vsu nógu slæmt og hefur valdið mörgum einstak- lingum miklum hörmungum, að hinir dauðþreyttu Austur-Berlín- arbúar, er fram til þessa gátu leitað hælis í Vestur-Berlín (2,7 millj. flóttamanna á 12 árum) eiga þess nú ekki lengur kost. Þeir eru nú fangar leppstjórn- arinnar í Austur-Þýzkalandi. En flóttamannastraumurinn var að- eins lítill hluti af því, er Vestur- Berlín varpaði skýru ljósi á. Það, sem miklu meira máli skipti, var það, að 150 þúsundir Austur- Berlínarbúa komu daglega til Vestur-Berlínar til þess að vinna þar, gera þar innkaup, njóta lífsins, lesa dagblöðin, lifa í and rúmslofti frelsis hitta vini og ættingja og halda síðan austur fyrir járntjaldið að nýju og skýra frá því, er þeir höfðu heyrt og séð. ALLT ÞETTA geta nú Aust- ur-Berlínarbúar ekki framar veitt sér. Vestur-Berlín er orðin þeim aðeins sem Ijósgeisli gegnum mistrið, en að uppsprettunni ná þeir ekki. Vestur-Berlín verður nú smátt og smátt aðeins hinn mikli dýrðarstaður í augum þeirra er koma úr vestri en að gegna slíku hlutverki er hvergi nærri jafn mikilvægt hinu fyrra. Sovétríkin hafa ekki látið í það skína að þau muni reyna að rjúfa samgönguleiðir vestur- veldanna til Vestur-Berh'nar. Þau munu enn reiðubúin að bíða nokkuð með slíkar ákvarð- anir. En Sovétríkin hafa með sð- ustu ráðstöfunum sínum unnið meira. Krútsjoff hefur gert Vest- ur-Berlín skaðlausa. Hún er ekki lengur bein í hálsi. Eg vil þó biðja menn um að skilja ekki orð mín svo sem ég ætlli að Vestur-Berlín muni inn- an skamms verða orðin þýðing- arlaus og hrjáð borg. Slíkt þarf vissulega ekki að koma til. Mikill iðnaður getur áreiðanlega orðið í borginni en ég hef ekki hitt neinn erlendan blaðamann eða ábyrgan Vestur-Berlínarbúa, er ekki gerir sér ljósa þá staðreynd, að Vestur-Berlín mun ekki halda áfram að þrífast í miðri eyði- mörk kommúnismans. Það eru sem sagt örugglega hnignun og erfiðleikar framundan. Það var vissule^ga ágætt, að Johnson, varaforseti flutti íbú- um Vestur-Berhnar hvatningar- orð. Það var einnig æskilegt, að við efldum setulið okkar í borg- inni og hétum því að vernda hana gegn frekari yfirgangi kommúnista, en það er minna að verja nú en var fyrir hálfum mánuði. / '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / / '/ '/ / i / ) / / ) ) '/ '/ / ) Austur-þýzkir hermenn á verði í Austur-Berlín. ‘X<x.vý|

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.