Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 9
T-fMINN, sunnuðaginn 3. september 19€1. 9 Eins og skýrt var frá í frétt- um dagana fyrir 17. júní í sumar, kom út á vegum Bókaútgáfunn- ar Skuggsjá bók, sem nefndist Á sióouyn Jóns Sigurðssonar eftir Lúðvík Kristjánsson, rithöfund. Fyrri baekur Lúðvíks um Jón Sigurðsson hafa vakið mikla at- hygli og viðurkennt er, að hann hafi með þeirri gagnasöfnun og söguritun varpað nýju. Ijósi yfir Ííf og starf Jóns Sigurðssonar og hlut hans ( íslenzkri sjálf- stæðisbaráttu. í þessari nýju bók, sem ekki er síður athygli verð en hinar fyrri, heldur Lúðvik að nokkru á nýjar slóðir og dregur fram ( dagsljósið bréf og fróðleik, sem varpa nýju ijósi á samband þjóðarinnar við Jón Sigurðsson og sýna betur en áður, hver hann var í augum samtímaþjóð- ar sinnar. Kemur þar í Ijós, að menn — jafnt nákunnugir sem aðrir — hafa leitað tfl hans ’um fyrirgreiðslu ^ smáu sem stóru, og verða þar engin skil á milli stjórnmála, málarekstrar í em- bættum eða hversdagslegra smá- greiða. Kemur þetta gleggst fram í kafla, sem heitir MÖRG VAR BÓN LANDANS og eru birt hér nokkur sýnishorn úr honum með leyfi höfundar og útgefanda. En bók þessa mættu sem flestlr lesa af athygli — svo sem aðrar bæk- ur Lúðvíks um líf og starf for- setans. Fyrsti hluti bókarinnar nefn- ist ÞJÓNUSTA ÁN LAUNA og einn kafli þess hluta heitir MÖRG VAR BÓN LANDANS. Er það upphaf þess kafla og síðan nokkrir bútar úr honum, sem hér eru birtir. Skrifborð og stóll Jóns Sigurðssonar. — (Ljósm.: GE) Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur: MÚRG VAR BÚN LANDANS Kvenskraut — hringar „Haarpynt" og eyrnalokkar Sögur hafa gengið af því, að Jón Sigurðsson hafi rekið í Höfn ýmiss konar erindi fyrir landa sína, en fremur hafa þær stuðzt við munn- mæli en skráðar heimildir. Öll sú sýslan stal miklum tíma frá honum og kostaði hann auk þess eigi lítil fjár- útlát. Þá verður ekki fram hjá þvi gengið, að þessi mikla og margvíslega fyrirgreiðsla, sem Jón innti af höndum fyrir íslendinga, varð snar þáttur í pólitískri velgengni hans. Það er því ærin ástæða til að gera fyrirgreiðslusýslan hans nokkur skil. Svo miklar heimildir eru varðveittar um hana, að þær yrðu efni í stóra bók. ef allar væru tínd- ar til. Hér verður einungis gripið niður á fáum dæmum, en þó nægilega mörgum og margbreytilegum, að ljóst megi verða af þeim í hverju þessi þjónusta Jóns Sigurðs- sonar við landa hans var fólgin. Vafalaust hefði Jón Sigurðs son orðið harðduglegur kaup- sýslumaður, ef hann hefði snúið sér að því starfi, en til þess kom ekki að öðru leyti en því, sem hann þurfti að sinna verzlun fyrir landa sína, jafnt kaupum sem söl- um, og þá oftast á smádóti einu. Séra Vigfús Guðmundsson vildi eignast hreyfiplóg og snýr sér til Jóns: „Hefur mér því hugkvæmzt að leita til þín með þetta og biðja þig vo vel gjöra að útvega mér.. að næsta vor með hinu.“ En hvað skyldi það nú hafa verið? „En svo er í öðru lagi mál með vexti, að konu mína langar til að eignast sjal, sem almennilegt sé, þó eigi mjög glanslegt, og treystir hún konu þinni bezt til að velja og panta.“ En slöl voru ekki eina kven- stássið, sem Jón var beðinn um að kaupa. Séra Þorvarður Jónsson í Holti undir Eyja- fjöllum skrifar honum 5. sept. 1861: „Það er einungis af nafni heimilis míns, að þér ráðið í, hver ég er, og ef ske mætti, að ég er nefndur félagi í Bókmenntafélagi okkar, en aldrei hef ég getað haft þá ánægju að sjá yður nema einu sinni í Reykjavík, á morgninum næsta eftir að þér giftuzt, Það má því eitthvað vera sérlegt, sem dregur mig til að skrifa yður og orsaka yður ómaka. Tilefnið er: að ég fyrir 6 árum giftist í þriðja sinni á 56. aldursári. En nú datt það í konu mína að efna sér upp á þjóðbúning vorn, og hefur hún fengið að sjá beltisband mjög vand- að eftir frú konu yðar og vill nú ekki hafa stokkabelti heldur bandið frá henni með svo vönduðum silfur- pörum og skildi yfir sem verða má. Mér verður það því að ráði, að leita yðar og biðja yðllr að út- vega mér bandið hjá henni og senda mér með fyrsta skipi kaupmanns gamla N. N. Bryde til Vestmanna- eyja að næsta vori, ef g. 1. Bryde gamli lætur yður fá svo marga skildinga, sem ég kem til með að skulda yður“. Séra Vigfús Sigurðsson á Svalbarði í Þistilfirði á þetta erindi við Jón 8. febr. 1869: „Síðan ég reit yður í fyrra mán- uði, hefur mér borizt bréf frá ást- vini mínum og sú bón með, sem ég þykist alls engin ráð hafa tii að fullnægja með öðru móti en því að njóta yðar góða fulltingis að, því að í Höfn á ég enga vini, að yður undanskildum. — Eg leyfi mér því að biðja yður að gjöra svo vel að útvega mér snotran og lipran kvenhandhring úr skíra gulli, sem sé einbaug með litlu hólfi á miðju og plötuloki yfir á hjörum og sé gengið frá í hólfinu því, sem þéna þykir af hvorum tveggja manns- hárum þeim, er ég læt fylgja c helming af hvoru um sig, en á plötuna eða lokið á hólfi hringsins séu grafnir stafir þeir og _L sem standa á hringvíddarmátanum, sem liggur hjá hárinu. — Ef þér nú getið gjört svo vel að koma áðurtöldu til leiðar fyrir mig, væri mér kært að hringurinn gæti orðið samferða væntanlegum vorfélagsbókunum með lausakaupmanni Fog frá Rönne, og skyldi ég senda yður aftur and- virðið með sama manni." Samkvæmt bréfi, sem séra Sigfús ritar 14. febr. 1872, en hann er þá fluttur að Sauða- nesi, hefur hringurinn komið með beztu skilum og er þá borgaður. Bogi Thorarensen sýslu- maður á Staðarfelli, gamall Félagsritamaður og vinur Jóns, skrifar honum 7. apríl 1864: „Kona mín biður að heilsa konu þinni og biður hana að útvega sér líf (Liv), svona er það kallað, i kjól, af sama lit eins og viðlögð Pröve" sýnir. Einnig bið ég hana að útvegá konu minni, sem hún kallar „Haarpynt“. Það er eitthvert stáss, sem brúkað er á hári eða um höfuð. Láttu vera elegant." Þorsteinn J. Kúld var eins og fyrr er frá sagt, góðvinur Jóns frá því að þeir voru saman í Höfn. Þorsteinn skrif ar honum 27. febrúar 1841: „Hringurinn sem þú sendir mér í fyrra, þótti svo fallegur, að það er enginn vegur annar en ég biðji þig nú um hálsband. Það á að vera úr hári með fallegum lás. Eg held fallegast mundi þykja, ef hann væri með rauðum steinum. Um verðið er ekki að hugsa, en hitt, að hann væri nettur og fallegur. Eg treysti þér líka til að velja, því að hring- urinn var smekklega valinn. — Eg sé nú sjálfur, að það er fruntalegt að mæða þig með þessari „commiss- ion“ en ég má til, því að ég má engan annan láta. velja hann, og þó verð ég að fá hann. Eg meina alltaf bandið með lásnum." Þorsteinn fékk að sjálf- sögðu hálsbandið, og kostaði það 3 rd. og 4 mk. En hann þurfti að fá meira af slíku, og því fer hann enn á fjör- urnar við Jón 5. febrúar 1842: „Með lta skipi ætla ég að biðja þig að senda mér 2 hálsbönd eins og í fyrra, tvenna eyrnahringi með lokkkum með jafnlitum steinum og 3 „moderne Dame Brystnaale“ með samslags steinum, allt þetta billegt en smagfuldt. Eg á svo margar vin- konur.“ Mánuði síðar áréttar Þor- steinn þetta: „Eg bestillti hjá þér í vetur 2 hálsbönd með gulllás, 2na eyrna- hringi með slöngum og eina fallega móðins kvenbrjóstnál, allt sett með rauðum steinum. Þessu máttu ei gleyma að senda mér með 1. skipi. Smekkur þinn er óyggjandi að velja vel, simpelt og smagfuldt. — Eg sendi þér að gamni mínu lítinn kassa með 24 rjúpum, þú getur gefið hann einhverjum kunningja þínum." Síðan ritar Þorsteinn 11. ág. um sumarið: „.. Allt er komið með skilum. Allt ómak þitt og fyrirhöfn fæ ég máske aldrei fullþakkað, en reyna vildi ég með tímanum að láta þig sjá, að ég er ekki öllum vanþakk- látari, fari hvorki kröftum né vilja aftur." Þessi seinasta sending af kvenstássi til Þorsteins kost- aði 26 ríkisdali og 3 mörk. Þegar þessu fór fram. var Jón enn ókvæntur og Þor- steinn ekki byriaður að verzla f Reykmvík. Hann átti þá heima á Eyvindarstöðum á Álftanesi hiá Sveinbirni Eg- ilssyni, síðar rektor. Pappír, bækur, blöð, önglar og salt Sveinn Skúlason ritstjóri Norðra skrifar Jóni 6. febr- úar 1857: „Nú hef ég stóra bón til yðar og sem ég bið yður að láta mig sem fyrst vita, hvernig gengur, og hún er þessi: Mig langar mikið til að komast í samband við Dreuzcn pappírssölumann og fá hjá honum helzt með Bornholmurum eða Helga Johnsen 2 balla af Norðra- pappír og hálfan annan af betri pappír Kaupmennirnir, sem hafa pantað pappír fyrir prentsmiðj una snuða hana óguðlega, og ætl- aði ég að reyna að koma því á, að hún ætti beinlínis viðskipti við ein- hvern pappírssölumann. En mest liggur mér þó á að fá þetta fyrst fyrir sjálfan mig, því að prent- smiðjan færir pappírinn líka gróf- lega fram. Eg vona. svo góðs til yðar, að þér gjörið svo vel og gjörið hvað þér getið í þessu. Eg skal borga það allt að hausti með ávísunum." Naumast mun hafa verið stofnað svo lestrarfélag hér á landi í tíð Jóns, að ekki væri leitað til hans um pen- ingaframlag eða gjafabækur. Og einnig að þessu leyti virð- ist hann oftast hafa orðið við beiðni manna. Þorvaldur Jónsson læknir á fsafirði skrifar honum 27. febrúar 1866: „Nokkrir ísfirðingar tóku sig saman í vetur til að stofna lestrar- félag og bókasafn, og er þegar búið að gefa talsvert til þess af bókum, en af því að menn óttast, að það ekki geti vel dafnað, nema það njóti góðra manna að fyrir utan sig, þá var mér, sem var valinn forseti félagsins til hausts, falið að leita yðar meðal annarra og biðja yður styrkja félagið með því að gefa því eitthvað sjálfur og með því að vera talsmaður þess við aðra I Kaupmannahöfn, sem gefið hafa út bækur og kynnu að vilja unna félaginu nokkurra af þeim.“ Magnús Grímsson og Sveinn Skúlason. sem þá eru við nám í Reykjavíkurskóla, stíla eftirfarandi bréf til Jóns Sigurðssonar og Vil- hiálms Finsens 3. marz 1847: „Hið konunglega skólastjórnarráð hefur gjört oss skólapiltum í Reykja. víkurskóla það að skyldu, að sjá oss sjálfum fyrir bókum, er aðrir hafa hingað til útvegað oss. Þetta viljum vér nú gjöra og virðist oss bezt að fá f einu Iagi bæði þær bækur, sem lesnar eru í skóla og aðrar, er vér þykjumst þurfa og aðrir hafá beðið oss um, og ætlum vér, að þá munum vér fá meiri afslátt, þegar svo mikið er tekið í einu. En allt þetta fer nú f ólestri fyrir oss, ef vér njótum ei að góðra manna, sem eru við hendina er- lendis og geta samið fyrir vora hönd við bóksalana. Vér treystum því, að þið verðið við bæn okkar, og þar er líka allt undir komið, því að annars verðum vér að lesa á lófa vora næstkom- andi skólaár.“ Það kom á Jón að annast þessi bókakaup og ekki að- eins í þetta skipti, sem sjá má af bréfi Magnúsar Gríms- sonar 3. marz 1848. En ekki var lestrarefnið, sem Jón var beðinn að út- vega, ætíð svona mikilvægt. Þuríður Kúld hafði keypt blaðið „Dagmar“. Það hafði hún fengið með beztu skilum. En svo hætti það að berast henni, og þá skrifar hún Jóni 9. marz 1876 Frh. á 12. s.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.