Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.09.1961, Blaðsíða 13
i T f MIN N, sunnudaginn 3. september 1961. Ræða Hermanns :naio ai 7 síðu > ég var þátttakandi í, komst skyldi Hafnarfjörð eftir í tvisvar í þrot.— Mjög margir neyð'arástandi. Erlent fjármagn þurfum við að fá til þess að byggja hér upp — búa að því með sanngirni, en allt með gát.— j —O— Síðasta atriðið sem ég ætla að minnast á, er gengisbreyt- , ingin. Maxgsinnis hefur verið 1 sýnt með rökum, að það er rangt að þurft hafi að lækka ! gengið, þar sem verð útflutn ingsafurða fer hækkandi og síldarvertíð er með afbrigð- j um góð. Það er og rangt, að ekki hafi unnizt tími til að kalla þing saman til að breyta genginu. — En það eru hrein ar blekkingar og auðsæ sök, að svo aðkallandi hafi verið að taka gengisskráningarvald ið af Alþingi til frambúðar, að þurft hafi að gera það með bráðabirgðalögum. Og mér þykir næsta undarlegt að forseti íslands skuli taka slíka greinargerð gilda.— Efni laganna og tilgangur er annar en stjórnarflokkarn. ir segja. Lögin eru einræðis-, hótun til launastéttanna, i bænda og annarra vinnandi framleiðenda. — Stjómin seg ir við þessar stéttir: Ef þið hreyfið ykkur til að’ fá kjara bætur og fáið þær, tökum við þær samstundis aftur. Við höf, um tekið okkur einræðisvald i í kaupgjalds- og kjaramálum. — Þetta eru efndirnar á því loforði ríkisstjórnarinnar að skipta sér ekki af kaupgjalds málum. Með þessu skiptir ríkis- stjórnin þjóðinni i tvær and stæðar fylkingar, — og magn ar stéttarbaráttuna, sem þjóð arnauðsyn er að draga úr.— i Fyrir vinnustéttirnar er ekki um annað að ræða en að lúta valdinu eða leggja til bardaga.— Flestir munu sjá hver kost urinn verður valinn. En hitt sjá sennilega færri með vissu, til hvers þau vinnu brögð leiða, sem framkalla slík hjaðningavíg. Eg hefi enga trú á því, að þessi hjaðningavíg endi fyrrj en vinnustéttirnar fá stjórn landsins í sínar hendur, svip- að því sem tíðkast með þeim þjóðum, sem okkur eru skyld- astar. í samtali við nokkra menn lét ég þessa skoðun í ljós fyr ir nokkru. — Ungur maður sagði eitthvað á þá leið, að hann væri hissa á því að heyra mig mæla svo sem ég gerði, ég hefði þó orðið að þola það, að mér hefði á Al- þýðusambandsþingi 1958 ver ið neitað um mánaðarfrest til að ræða um 15—20% betri lífskjör vinnandi fólki til handa, en það hefði oxðið að; búa vil lengi síðan. Eg þurfti' engu að svara, því eldri mað: ur tók af mér ómakið. Hann sagði nv.a. eitthvað á þessa leið: — Eg tel örlög vinstri stjórnarinnar engan úrslita- dóm. Eg bjóst aldrei við að fyrstu tilraunir vinnustétt- anna myndu takast. Allar stór ar hreyfingar eiga sína byrj unarerfiðleika og mistök. Eg man bezt er kaupfélagið, sem vildu hætta, töldu framhald vonlaust. Hinir urðu þó fleiri. Nú er þetta kaupfélag eitt voldugasta kaupfélag lands- ins, — bjargvættur sinnar; sveitar. Þannig er það um margt — jafnvel flest — menn þurfa að reka sig á og læra. Eg er ekki í neinum vafa um, að þessi spaki aldraði maður hafði rétt fyrir sér.— En þegar vinnustéttirnar1 taka við völdum eða fá ráð- andi hlutdeild í stjórn lands ins, verða þær að stjórna með, því réttlæti, sem sameinar| þjóðina — en klýfur ekki í fjandsamlegar fylkingar eins og nú.— | Vinnustéttunum verður að skiljast um leið og þær tryggja sér réttlát lífskjör, að farsælar verða þær því að- eins, að þær alheimti ekki daglaun að kvöldum, en leggi nokkuð af mörkum fyrir framtíðina — fegurra og betra þjóðfélag, þannig öðl- ast menn og þjóðir lífsham- ingju. —O— í utanrikismálum þarf einn ig hreinna lífsloft. Það þarf að koma í veg fyrir, að þjóðin sé einnig þar dregin í dilka tveggja andstæðra fylkinga. Það á að gera meira af því en gert hefur verið, að birta rökfastar fræðilegar greinar um hina hræðilegu galla ein ræðisins — hvernig sem það er á litinn, og í hvaða gervi sem það er. En þetta star- blinda og glórulausa níð og lof á víxl um austrið og vestr ið í ýmsum dagþlöðum er eng um til gagns, forheimskar þjóðina og er okkur til van- sæmdar. Er elcki hægt að fá íslendinga almennt til að skilja það og finna þannig til, að það er ekki sízt eins og nú er ástatt um okkar þjóð, hverjum ís- lendingi nægilega göfugt og nægilega stórt hlutverk, að taka þátt í því að bjarga henni — og ef við gerum það ekki sjálf, gera það ekki aðrir, hvort sem þeir heita Rússar eða Bandaríkjamenn. KeBinsBustundgn rEramhald at 8 síðut eyru og tók í eyrnarsnepl- ana á henni, þegar hún end- urtók. Þegar bíilinn nam staðar á fyrstu viðstöðinni, stigu þau bæði út og gengu inn á afvikinn malarstíg, þar sem angaði sterkt af furutrjám. Við enda hans var stór krá, j sem var alveg tóm. Karl; sótti kóka kóla og heita1 pylsu handa henni, og þau sátu við borðið og borðuðu án þess að mæla orð frá vörum. Þegar þau voru setzt inn í bílinn aftur, sagði hann: Nú skulum við sjá, hvort ég man það, sem þú. varst að kenna mér. — La main — Les yeux — Le chemisier. Þá var komið að henni, en hún mundi <?kki orðin 13 fyrir háls og hring. Og þau, hlógu að þessu öllu saman Við leiðið og héldust í hendur. Bíllinn hélt áfram kílómetra eftir kílómetra, og útvarpið hélt áfram að leika hvert lagið eftir annað. — Brjóst, sagði hann. — La poitrine. Hann gerði gælur við brjóst hennar — húnj hreyfði sig ekki. Hann færði! hönd sína neðar og straukj um kvið hennar — magi.' Hún hallaði sér að honum, og kyssti hann. Það var sæt asti koss, sem hann hafðij nokkum tíma fengið. Hann I fann varir hennar heitar áj sínum, og síðan dró hún sigj til baka. — Hvað ertu gam'all? spurði hún. — Nítján, og sýndi henni töluna með fingrunum. — Moi — og hún opnaði og lokaði lófanum mörgum sinnum. — Tuttugu og átta, sagði Karl. Hún kyssti hann aftur, og í þetta sinn dró hún sig! ekki til baka, en þetta var j aðeins snöggur koss. Skyndi j lega greip hún utan um hann og þrýsti vörum sín- j um að hans. — Þannig hafði i hann aldrei verið kysstur' áður. Stúlkurnar, sem hann hafði fylgt heim, voru van- ar að opna munninn og ýta honum frá sér. Hann fann tungu hennar milli vara sinna og hneppti blússunni frá henni og stakk hendinni; undir brjóstahaldarann. — Þegar við komum til "‘©tHÁVh1'-^ hótelið, hvíslað^ hann. — Si mon mari pas la — ef hann er þar ekki, já,t ég kem með þér. — Karl fann, að hann roðnaði, — heldurðu. að hann komi? — A Dieu va, — stundum kemur hann, stundum ekki. Þau kysstust aftur. Þegar' þau komu til Eastr j viev, losuðu þau sig sundur, og hann tók eftir, að hún hafði freknur á nefinu og ofurlítið sár á vörinni, —j hann fann til fiðrings í lík- amanum. Þau voru síðustu farþeg- arnir, sem stigu út úr vagn- inum á endastöðinni. Hann bar tösku hennar. Þau virtu fólkið fyrir sér, sem sat á bekkjunum og beið eða gekk fram og aftur á gang- stéttinni. — Er hann hér? — Nei. Eigum við að fara? — Encore un peu, sagði hún og þrýsti hönd hans — eina mínútu. Þau biðu í fimm mínútur og voru í þann veginn að fara, þegar maðurinn henn- ar kom. Hann var ósköp venjulegur feitlaginn mað- ur í dökkum fötum. sem fóru honum illa, og bað hana afsökunar á þvi, að hann kæmi svo seint. Hún sagði eitthvað á frönsku og benti á Karl. — Þakka yður fyrir greið- viknina við konuna mína, sagði maðurinn. Konan tók undir höndina á manninum sínum og sagði: Bless. — Bless, sagði Karl og saug upp í nefið. Framhald af 8. síðu. skulfu, og ég heyrði að hún grét. Það var mikil sorg og ömurleiki í gráti hennar. Ég hafði einu sinni áður heyrt sfíkan grát. Það var þegar amma mín sáluga missti afa. Brjóst mitt fylltist hrísl- ingi og háls minn einhverju, sem ekki var hægt að kyngja. Þannig á mig kominn kraup ég við hlið hennar, og hún hjúfraði hrukkóttan vanga að öxl minni. //. 5L& Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA OG BÁTASALA Tómas Arnason hdl Vilhjálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307. an þeirrar skoðunar, að nornatrú samtímans liggi til grundvallar þessari sögu, og sú kenning er að verulegu leyti styrkt af merki legum atburði, sem gerðist á nornadaginn (nornadagurinn var ákveðinn dagur maímánaðar ár hvert) árið 1665. Þann dag féll sir Robert Hyde, dómarinn, sem dæmdi Perry fjölskylduna til dauða, dauður niður, rétt er hann var að koma til starfa sinna í réttarsal. Dauðaorsökin var ó- .þekkt, og hann hafði ekki kennt sér meins áður. Nornatrúin var einmitt á þessum tímum heiðin trú, sem átti ákaft fylgi þúsunda Breta, Vissulega getur þetta verið einskær tilviljun, en kem- ur vel heim við undur og kynngi sögunnar í heild. Talandi vitni Hvernig sem allt var í pottinn búið, er Campden leyndarmálið og verður, talandi vitni um það, hve lítið verður oft sannað af vitnaleiðslum, og hve varkár yfirvöldin verða að vera í að taka á móti játningum og byggja dóma á þeim, meðán ekki liggja óhrekjandi rök fyrir í einhverju máli. MELAYÖLLUR Vestmannaeyjar - Þróttur Úrslitaleikur í íslandsmóti II. flokks verður 1 dag kl. 2. Þar keppa í annað sinn Ráðskona OG AÐSTOÐARSTÚLKA óskast nú þegar í mötuneyti Hraðfrystihúss Tálknafjarðar. Upplýsingar hjá Albert Guðmundssyni kaupfélags- stjóra, Tálknafirði, og Sjávarafurðadeild S.Í.S., Sambandshúsinu. Tilkynning Nr. 19/1961. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks verð á selda vinnu hjá rafvirkjum: I. VerkstæSisvinna og viðgerðir: Dagvinna....................... kr. 46.80 Eftirvinna ...................... — 72.80 Næturvinna ...................... — 87.60 Söluskattur er innifalinn í verðinu og skal vinna, sem er undanþegin söluskatti, vera ódýrari sem því nemur. II. Vinna við raflagnir: Dagvinna ....................... kr. 43.10 Eftirvinna ...................... — 67 40 Næturvinna ...................... — 81.10 Reykjavík, 1. september 1961. Verðlagsstjórinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.