Tíminn - 08.09.1961, Síða 2

Tíminn - 08.09.1961, Síða 2
11 T í MIN N, föstudaginn 8. september 1961 Aðalfundi Stéttasambands bænda lokið: Bændur þurfa aukin lán Hvetja til varfærni í efnahagsbandalags- málunum - mótmæla bindingu sparif jár Aðalfundi Stéttarsambands bænda að Bifröst lauk í gærmorgun. For- maður sambandsins, Sverrir Gísla son í Hvammi, hélt Iokaræðu. Þakkaði hann Ingólfi Jónssyni, landbúnaðarráðherra, Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra, og Hannibal Valdimarssyni for- seta ASÍ komu þeirra til þlngsins. Sverrir ávarpaði cinnig Jón Sig- urðsson á Reynisstað og þakkaði honum lanigt og gifturíkt starf í stjórn stéttasambandsins, en Jón baðst nú undan endurkosningu fyrir aidurs sakir. Jón flutti kveðjuræðu ofif þakkaði samstarf- ið á liðnum árum. Kvöidið áður hafði verið gengið til kosninga. Var Bjarni Halldórs son á Uppsölum kjörinn í stað Jóns Sigurðssonar. Aðrir í stjórn voru endurkjörnir, Sverrir Gísla- son í Hvammi formaður, Einar Ólafsson í Lækjarhvammi, Bjarni Bjarnason á Laugarvatni og Páll Metúsalemsson á Refsstað. f vara stjórn voru kjörnir þeir Sigurður Snorrason, Ólafur Bjarnason, Jó hannes Daviðsson, Sveinn Einars son og Gunnar Guðbjartsson. Á þinginu voru samþykktar um 25 ályktanir. Fara þrjár þeirra | hér á eftir, en aðrar munu birt- | ast í blaðinu innan tíðar. Lánsfé og lánskjör i Aðalfundur Stéttarsambands | bænda 1961 lítur svo á, að þær ' stórstígu breytingar í verðlags- i málum í landinu sem átt hafa sér stag að undanförnu, einkum þó á síðasta ári, hafi svo neikvæð áhrif á þróun landbúnaðarins með al þjóðarinnar, sér í lagi, að því er snertir byrjendur í búskap að ekki sé unandi við það ástand er ríkir í þessum málum nú. Sem tilraun til ag draga nokkuð úr þeim erfiðleikum, sem þarna er við að stríða, telur fundurinn nauð synlegt að Stéttarsamb. bændai beiti sér fyrir eftirfarandi: 1. Veðdeild Búnaðarbankans verði efld svo ag hún verði fær um að veita frumbýlingum nægi-' leg lán með hagstæðum kjörum til kaupa á jörð, búi og landbún aðarvélum. 2. Að tryggt verði fjármagn til stofnsjóðalána landbúnaðarins. i 3. Að lausaskuldir bænda fáist yfirfærðar í bankana og verði lán Útboðslýsing á Þorlákshöfn Frá fréttaritara Tímans í Þorlákshöfn. Vitamálastjóri hefur sagt, að hann verði tilbúinn að gefa útboðslýsingu á fyrirhuguðum hafnarframkvæmdum í Þor- lákshöfn nú um næstu helgi. 1 Tveir bátar eru nýbyrjaðir með dragnót og tveir aðrir byrja næstu daga. Tveir bátar verða með fiski- vörpu og er annar þeirra byrjaður. Dragnótarbátarnir fiska sæmilega en trollbáturinn miður. Það stend- ur þó til bóta, er þorskur og ýsa fara að ganga eftir miðjan þennan mánuð. Á.B. aðar til langs tíma með lágum vöxtum. 4. Að ríkissjóður taki að sér greiðslu hinna erlendu lána sem sjóðir Búnaðarfélagsins hafa feng ið. 5. Að vextir stofnlána verði lækkaðir og lánstiminn lengdur í það sem áður var. Efnahagsbandalagið Stéttarsamband bænda litur svo á að hugsanleg aðild fslendinga að erlendu efnahagsbandalagi sé svo stórfellt og vandasamt mál, að brýna nauðsyn beri til að skýrt verði ýtarlega fyrir þjóðinni hvað í slíku felst, og að ekki komi til mála ag veita útlendingum jafn- rétti til atvinnureksturs eða at- vinnu á fslandi eða í íslenzkri landhelgi. Ennfremur bendir Stéttarsamb. bænda á að gæta verður vandlega hagsmuna landbúnaðarins í sam- bandi við allar ákvarðanir nýja samningsins um viðskiptatengsl við aðrar þjóðir og telur nauðsyn legt að samráð verði höfð við aðal bændasamtök landsins, ,áur en til slíkra samninga komi. Bundið spariféS Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1961 mótmælir harðlega þeitn lögskipaða fjárflutningi frá sparisjóðum og innlánsdeildum til bindingar í Reykjavík sem fram hefur faiið og skorar á þing og stjórn að aflétta þessu nú þegar. Þessar tillögur voru allar sam- þykktar samhljóða. Fundur utanríkisráðherra Norð'urlandanna, sem lauk í gær í Kaupmannahöfn, lýsti vonbrigð um yfir því, að kjamorkuvopna- j tilraunir skyldu hafa verið tekn-, ar upp að nýju, og ráðherrarnir leggja áherzlu á, að nú beri meiri nauðsyn en nokkru sinni til raunhæfra samninga um al- menna afvopnun undir virku eftiriiti. Söguleg fjallreiÖ (Framhald af 1. síðu). flutningurinn leikur einn, saman- borið við það erfiði, sem þeir, er fyrr vöndust upprekstrum á Holta mannaafrétt, áttu að venjast. Þó munu engin slys hafa orðið á þess um ferjustað, en mælt er, að Guð mundur góði hafi vígt hann, er hann lét yfirreiðast um landið og blessaði marga staði, þar sem hætta steðjaði að mönnum. f voru hlóðu Áshreppingar upp fjárbyrgið á syðri baka árinnar, og í haust munu þeir fara með staura, net og borðvið til að setja upp aðhald við ferjustaðinn að norðan. Líkt við kafbát (Framhald af 1. síðu). Líklegt er, að þeir Hafsteinn og Viktor, sem voru tveir einir á Eld ingunni, verði látnir bera vitni fyrir rétti um ferðir sínar þetta kvöld, og ætti þá við samanburð á frásögn þeirra og skipverja á Mími að fást úr því skorið, hvort það var aðeins Eldingin, sem þarna var á ferð, eða hvort enn eru einhverjar líkur til, að Mímismenn haifi séð óþekktan kafbát. Bændasamkoma (Framhald af 16. siðu). Ævar R. Kvaran leikari skemmti með upplestri og Hallgrímur Jóns son frá Ljárskógum flutti frumort kvæði. Þá var og almennur söng- ur meðal annars var sungið ljóð, er Hallgrímur Jónsson hafði sam ið í tilefni dagsins. Konur úr Haukadaishreppi stóðu fyrir veit ingum. Um kvöldig var svo dans- að. BúnaðarsambamL Dalamanna gekkst fyrir þessari samkomu eins og undanfarin ár, ,en sérstök nefnd sá um framkvæmdir eins og áður. f nefndinni áttu sæti þess ir menn: Guðm. Halldórsson, bóndi, Magnússkógum, Kristm. Jóhannsson, bóndi, Giljalandi, Guðmundur Gíslason bóndi í Geirshlíð Guðm. Guðbrandsson bóndi á Hóli, og Bjarni Finnboga son ráðunautur, er var formaður nefndarinnar. Samkomuna sóttu um 400 manns og fór hún vel fram, þrátt fyrir nokkuð óvæntan fólksfjölda og slæmt veður. Lánsfé að fjárhæð 52 milljónir er til reiðu til framkvæmdanna, en gert er ráð fyrir, að fyrirhug- aður áfangi muni ekki kosta svo mikið. Vonir standa því til, að framkvæmdir verði hafnar næsta Vor. Bygging fiskverkunarstöðvar er nýhafin, en hún verður 400 fer- metrar að stærð. Byrjuð var smíði á tólf íbúðarhúsum hér í sumar. Barnungar telpur fara um hnuplandi @ UTAVURHEm^ 1 | Fyrir skömmu fékk lögregl- an til meðferSar afbrotamál itveggja ungrá telpna, sem KENNEDY Bandaríkjaforseti til- mál að taka franska liðið frá Bi-|. „ kynnti í gær, að gerður hefði verið zerte, en á þennan veg túlkaði Bo-'^13^3 01 uppvisai að hnupll samningur um það við Frakka, að urgiba ummæii de Gaull'e á blaða- j úr búðum Og skrifstofum. tilskildu samþykki Bandaríkjaþings,, mannafundinum um daginn. ÞótUu ... R na 1 f) árn að Bandaríkjamenn kenni frönskum | Frökkum þessi afstaða Bourgiba j ® hermönnum meðferð bandarískra | benda til sætta. kjarnorkuvopna. Sendi Kennedy 1 JAPANSSTJÓRN hefur lýst harmi Telpurnar hnupluðu pemngum, samning þennan fyrlr þingið í dag, ■ vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórn-' samtals um tvö þúsund krónum, vitnaði til festu de Gaulle í heims- ar að taka upp aftur tilraunir með og smávarningi úr búðum. Þær málunum og þess, að slíkir samn ingar hafa áður verið gerðir við önnur NATO-ríki. JOAO GOULART var í gær hátíð kjarno.rkuvopn Hefur ambassador ^yrjuðu þessa iðju seinnipartinn Japans í Washinston afhent orðsend sumar og gerðu sér oft erindi í ingu um þetta og lýst von Japans, að ákvörðuninni verði breytt ^uðir eða sknfstofur, báðu um að lega settur í embætti Brazilíufor- INNAN FÁRRA VIKNA mun verða fá að fara á salerni eða tala í síma. seta, og ætti þá að vera enduð (i'logið til Suðurskautslandsins með Á þennan hátt komust þær stund- kreppan í landinu. Goulart verður steinvarða til minningar um leið. um j peningakassa, án þess að því fyrsti Brazilíuforseti, sem fær ríkis- angra Rmundsens og Scott fyrir værj Veitt athygli, enda fólk ekki stjóm, er styður þingmeirihluta, og, 50 árum. Munu brezkir og norskir tortryggið gagnvart börnum, sem forsætisráðherra við hlið sína. Erjfulltrúar koma varðanum fyrir, lik- standa varla upp fyrir búðarborð- framkvæmdavald nú tekið af forset- léga í einhverju þeirra húsa, sem ið. Stundum náðu þær fé úr kven- anum og fengið slikri ríkisstjórn. | heyra til vísindastöð Bandaríkja-' veskjum og eyddu peningunum SÆTTIR TÚNIS og Frakklands, manna, sem kennd er við Amundsen1 jafnharðan í sælgæti og því um þóttu liggja í loftinu í París í gær, og Scott og er mj g nálægt þeim Jikt. eftir að Bourgiba sagðist álíta, að stað, >6em þeir komust næst suöur- de Gaulle tæki nú í fyrsta skipti í skautinú. I Ekki er þess getið, að telpurnar Fjölgar í hernum (Framhald aí 3. siðu) herskyldutíma sínum síðar í þess- um mánuði. Yrði þá ef til vill tími tii kominn að senda menn þessa til endurþjálfunar. Hins vegar þyrfti lagabreytingu til að lengja herskyldutimann. Adenauer var beðinn að segja frá þessum málum vegna lausa-j frétta, sem gengið hafa um það,j að V-Þýzkaland muni lengja her-j skyldutímann úr 12 í 18 mánuði.! Öldungadeild v-þýzka þingsins ræðir á föstudaginn tillögu um að veita stjórninni heimild til að her- væða iðnaðarmenn og iðnsérfræð- inga á aldrinum 18—60 ára, ef til alvarlegra tiðinda dragi. í bo'ðinu hjá blaðamannafélag- inu sagði Adenauer enn, að hann hefði enga trú á, að stríð kvikn- aði út frá Berlínarástandinu. Enginn maður myndi vilja hefja styrjöld, sem verða myndi honum sjálfum að grandi. Það væri að vísu ekki útilkoað, að stríð gæti orðið af slysni, en hættan á slíku geri það að verkum. að þeir menn, sem stýrðu hinum liræði- legu vopnum nútínians, væru afar varkárir Hann sniðisi álíta Krústjoff nægilega "reindan til að hefja ekki kjarnorkustyrjöld. hafi haft neina sérstaka fynnriy.nd að þessu hnupli úr bíómyndum eða blöðum og ekki heldur að aðstand- endur þeirra hafi vanið þær á að sóa fé. Barnaverndarnefnd hefur nú fengið mál þetta til meðferðar. i Brezka verklýíssam- bandiÖ (Framhald af 3. síðu). var til atkvæða urðu mjög lang ar og heitar umræður á þinginu. Önnur tillaga, sem var um það, að ekki skyldi þjálfa þýzka her- menn á enskri grund, var sam- þykkt með naumum meirihluta. Nýlega kom til Bretlands fyrsti herflokkurinn sem þangag kemur til hernaðarþjálfunar á vegum Atlantshafsbandalagsins, og vakti það nokkra gremju sums staðar. Ársþing verkalýðssamtakanna lýsti harmi sínum vegna þess, að Ráðstjórnarrfkin hafa tekið upp aftur kjarnorkutilraunirnar, og skoraði á Krústjoff að stöðva til- raunimar vegna alls mannkyns. Þingið skoraði á öll kjarnorku- veldin að hætta við frekari til- raunir og að koma aftur saman til fundar í Genf til þess að koma á banni við slíkum tilraunum. Umræðan um kjarnorkumálin var hafin af alþjóðamálanefnd verkalýðssamtakanna. Sir Alfred Roberts mælti fyrir því, að al- heimsstjórn kæmi í framtíðinni í staðinn fyrir stjórnleysi valda- streytunnar. Ákvörðun Sovótríkj- anna og sfðan Bandaríkjanna um að taka kjarnorkutilraunir upp aftur, hefði bæði verig mikið á- fall og skref aftur á bak. Hann bætti því við, að hann vonaði, að í samningunum, sem verða myndu út af Berlín, myndu stórveldip skapa kjarnorkuvopnalaust belti, sem dregið gæti úr hættunni á því, ag slysni kæmi af stað heims styrjöld. En hann tók einnig fram, að Bretar mættu ekki Ifða nein- um að túlka hina hófsömu stefnu sfna sem undanlátssemi. A<S deyja í Róm (Framhald af 1. síðu). — Ójá, ég vil nú ekkert við blaðamenn eiga. — Er yður í nöp við blaða- menn? — Mér fellur ekki við þá. Sér- staklega ekki hjá Tímanum. — Hvað er að þeim hjá Tím- anum? — Þetta eru flestir Þingeying- ar og alls konar lýður. Þér getið komið og heimsótt mig þangað, sem ég flyt, og þá skal ég taka vel á móti yður. —í Róm? — Já, ég er að fara til Róm í f fyrramálig klukkan tíu. — Eg er ekki Þingeyingur. Eg er Reykvíkingur í húð og hár. — Það er skárra. Reykjavík er sæmileg, en ég vil samt ekkert við yður eiga. Eg vil ekki fá blaðamenn í minn bisness. Höf- um við talazt við áður? — Nei, ég er nýr í stéttinni og óspilltur. — Það er nú gott ag vera ó- spilltur, en ég má ekki vera að þessu. Eg cr að fara í fyrramálið. Það þykir nú kannske frekt af hálfníræðri kerlingu, en ég fer nú samt. Það þykir svo fint að deyja í Róm, er það ekki? — Ætli ftölum finnist það? — Ójú, ætli það ekki. Það þykir öllum fint að deyjaýí Róm. — Þér komið þá'ekki meira til íslands í þessu lífi? — Það veit ég ekki. Hvernig ætti ég að vita það. En ég hef ekki hugsað mér að koma aftur. — Mér er sagt að þér hafið gefið háskólanum ýmislegt, sem tilheyrði Einari. — Nei, nei. Það var löngu búið að ánafna háskólanum það. — Þér hafið bú i Fossvoginúm. Kvr og hænsni. Hvað verður um það? — Já, ég hef bú, en það er eign sonar míns. En nú ætla ég ekki að tala við yður lengur. Eg ætla að leggja mig og sofa svolítið. Verið þér blessaðir og sælir. — Verið þér sælar og góða ferð til Rómar. Birgir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.