Tíminn - 08.09.1961, Síða 5
TÍMINN, fostadaginn 8. september 1961
Otgefandl: FRAMSÚKNARFLOKKURINN
Framlrvæmdast.ióri: Tómas Arnason Rit
stjórar Þórarinn Þórarmsson (ábj, Andrés
Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúj rit
stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsmga
stjóri: EgiB Bjarnason — Skriístofui
i Edduhúsinu — Simar 18300— 18305
Auglýslngasimi 19523 Algreiðsiusimi
12323 — PrentsmiðjaD Edda h.f.
Verðlagsmál
landbúnaðarins
Á hinum nýlokna aðalfundi Stéttarsambands bænda
bar tvö mál langhæst. Annað þeirra var verðlagning land-
búnaðarafurða. Hitt þeirra var lánsfjárskortur landbún-
aðarins og versnandi lánakjör.
Sameiginlega valda þessi mál því, að bændur búa nú
við mjög versnandi afkomu og að uppbyggingin í land-
búnaðinum er óðurn að stöðvast. Bæði þessi vandkvæði
hafa aukizt stórkostlega við „viðreisnina“ svonefndu.
Á aðalfundinum var mikið rætt um verðlagningar-
málin og bar öllum saman um, að verðgrundvöllurinn
hefði mjög raskast seinustu árin og gæfi vísitölubúið því
ekki lengur rétta hugmynd um raunverulegan reksturs-
kostnað landbúnaðarins. Þannig fer t. d. þáttur véltækn-
innar í landbúnaðinum sívaxandi en kostnaðurinn við
hann hefur alveg sérstaklega aukizt af völdum hinna
miklu verðhækkana, sem orðið hafa seinustu misserin á
vélum, varahlutum, benzíni, olíum o. fl. Þá hefur kostn-
aðurinn við viðhald fasteigna og fyrningu útihúsa mjög
aukizt af sömu ástæðum, en til þessa útgjaldaliðar hefur
verið tekið allt of lítið tillit í rekstrarkostnaði vísitölu-
búsins og reynist það miklu tilfinnanlegra nú en áður,
sökum verðhækkananna. Adrei hefur heldur fengist tekið
nægilegt tillit til vaxta af eigin fé, sem bændur hafa lagt
'í framleiðsluna, né til vaxta af rekstursfé. Vinna fjölskyld-
unnar hefur og ekki fengizt tekin nægilega til greina,
þegar vinna bóndans er undanskilin.
Allt þetta veldur því, að „viðreisnin" bitnar með enn
meiri þunga á bændum en öðrum stéttum og að þeim er
það hið brýnasta hagsmunamál, að eðlilegar breytingar
fáist á verðlagsgrundvellinum, þ. e. vísitölubúinu, í sam-
ræmi við það.
Þessi mál hafa undanfarið verið til umræðu í sex
manna nefndinni svokölluðu, þar sem fulltrúar bænda
og neytenda eiga fulltrúa. Heldur horfir þunglega um
samkomulag þar og hafa fulltrúar neytenda enn sem
komið er ekki sýnt þann skilning, sem vænta mátti. Út-
séð er þó ekki um það, hvort samkomulag næst, og væri
það vissulega ánægjulegast, að samkomulag gæti orðið
í nefndinni.
Ef samkomulag næst ekki í nefndinni, ganga deilu-
atriðin undir úrskurð yfirnefndar, þar sem hagstofustjóri
er oddamaður. Á aðalfundi Stéttarsambandsins var sam-
þykkt að láta deiluatriðin heldur ganga til yfirdóms en
að víkja að ráði frá þeim óskum, sem fulltrúar bænda
hafa sett fram í sex manna nefndinni.
Á aðalfundi Stéttarsambandsins kom fram mikill ein-
hugur um þetta mál. Og glöggt kom fram, að umræddar
kröfur bænda eru ekki settar fram af neinum pólitískum
ástæðum, því að stjórnarsinnar, sern áttu sæti á fundin-
um, tóku ekki síður undir þær en hinir.
Þá veldur lánsfjárskorturinn og óhagstæðari lánakjör
bændum miklum erfiðleikum. Af þeim ástæðum eru fram-
kvæmdir í landbúnaðinum mjög að stöðvast. Síðar mun
rætt hér í blaðinu um aðstöðu aðalfundar Stéttarsam-
bandsins til þess máls.
Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að
bændastéttin býr nú við versnandi kjör og vaxandi erfið-
leika af völdum stjórnarstefnunnar. Landbúnaðurinn
stendur höllum fæti, ef ekki fást úrbætur á þessu hið
fyrsta.
i
5
Fólk, sem taiað er um
Lokið er nú fundi æðstu
manna óháðu ríkjanna, sem
haldinn var í Belgrad. Ein
helzta ályktun fundarins var
sú að skora á þá Krustjoff og
Kennedy að hittast f.jótlega
til að ræða heimsvandamálin.
Nehru og Nkrumah hafa þegar
farið með þessa orðsendingu á
fund Krustjoff, en Sukarno og
forsætisráðherra Mali munu
flytja Kennedy hana innan
viku..
Bæði þeir Kennedy og Krist-
joff sendu fundinum ávörp og
líkaði ávarp Kennedys betur.
Því var og sérstaklega vel tek-
ið vegna þess, að Bandaríkin
höfðu sýnt óháðu ríkjunum
óvild í stjórnartíð Eisenhow-
ers, en Kennedy hefur tekið
miklu vinsamlegri afstöðu til
þeirra. Það spillti svo enn við-
horfinu til Sovétríkjanna, að
þau tilkynntu rétt um það leyti,
sem ráðstefnan var að hefjast,
að þau myndu hefja tilraunir
með kj arnork'usprengingar á
nýjan leik, en það hefur verið
eitt helzta baráttumál óháðu
ríkjanna, að þessum tilraunum
yrði alveg hætt.
Ríkin, sem tóku þátt í ráð-
stefnunni, voru upphaflega 24,
en síðar bættist 25. ríkið í hóp-
inn, en það var Kongó Komu
þeir allir þrír á ráðstefnuna
Adoula forsætisráðherra, Gi-
zenga varaforsætisráðherra og
Bomboko utanrikisráðherra.
Adoula lýsti yfir því, að Kongó
myndi taka upp óháða utan-
ríkisstefnu og ekki bindast
neinum stórveldasamtökum.
Ræða Adoula bar þess þó vitni,
að í mörgum helztu ágreinings-
málum, sem nú eru uppi, steíid
ur hann miklu nær vestri en
austri.
FORSETADEILAN í Brazi-
líu virðist nú leyst á þann hátt,
að Goulart tekur við forseta-
embættinu, en völd hans verða
verulega skert á þann hátt, að
við hlið hans kemur allvalda-
mikill forsætisráðherra, sem
þingið velur. Ástandið í Brazi-
líu er því talið ótryggt enn.
Joao Goulart á flugvellinum í New York á heimleið til Brasilíu.
Adoula, Gizenga og Bomboko í Belgrad.
Frá Belgradfundinum: Sukarno og Nehru.
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
i
?
?
?
>
/
?
?
?
?
j
/
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
?
•">-W\..VVV\.VVVVWVVVWVVVV
;.jíistu manna óháSu ríkjanna í Belgrad: Nasser og Bourguiba sátu hlið við hlið, þótt oft hafi
-:mt á því góða milli þeirra.