Tíminn - 22.09.1961, Qupperneq 1

Tíminn - 22.09.1961, Qupperneq 1
316. tbl. 45. árgangur. Föstudagur 22. september 1961. Dofri dró her- pramma í Patreksfirði 21. sept. Vélbáturinn Dofri hefur bjargaö stórum járnpramma, sem slitnaði aftan úr dönsku flutningaskipi á siglingaleið út af Vestfjörðum, og liggur nú prammi þessi í f jöru hér á Pat reksfirði. Dan.ska flutningaskipið kom með ferlíki þetta í eftirdragi úr Aðalvík, og mun það vera í eigu bandaríska hersins. Pramminn bilaði og varð lekur, svo að hann sökk nær alveg í sjó og var mjög hættulegur skipum, þar sem hann maraði í kafi á siglingaleiðinni hér út af fjörðunum. Var nærri sokkinn Prámminn hafði sokkið að aftan verðu en hékk uppi á framend- anum. Slík tæki eru með loft- hólfum, er halda þeim á floti og munu afturhólfin hafa eyðilagzt. Eins og fyrr segir, slitnaði pramm inn aftan úr danska flutningaskip inu, og var þá útvarpað auglýs- ingum til skipa um að vara sig á járnferlíki þessu í sjónum. Dofri frá Patreksfirði fór síðan til og dró prammann til Patreksfjarðar, og liggur hann þar í fjörunni. — Pramminn er með tveimur vél- um og tveimur skrúfum og ein- hverri yfirbyggingu að aftan. Hann var tryggður hjá Sjóvátrygg ingarfélagi íslands. — Skipstjóri á Dofra er Jón Magnússon. Ofsaveður í Mýrdal — í austanátt Mýrdal 21. sept. Fyrir rúmri viku gerði hér óvenjulegt veður. Þetta var dagana 13. og 14. sept. Storm- ur var með því versta, sem hér hefur komið, og sjógangur af- skaplegur. Grandinn milli Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls var allur einn ið- andi sjór, og í Vik gekk sjór upp að fremstu húsum. Bárur frá sjó bárust upp eftir ánni alla Ieið að Víkurbrú. Var að vísu stórstreymt um þessar mundir, en samt er þetta óvenjulegt. Það merkilega var, að þetta gerðist ekki í opinni hafátt, heldur í austanveðri. S.E. VttíHl ' Dalsfirði var afhjúpuS og afhent Norðmönnum við hátiðlega athöfn á mánudaginn. ® * Haukur Bjarnason, iögreglumaður, fréttaritari Tímans I Noregsferðinni, tóíc þessa mynd við það taeklfæri. Sjá frásögn Hauks og myndir á blaðsíðu 9 [ dag. Forsetinn í Vatna- byggðum og Alberta HundruS skólabarna meí íslenzka fánann Edmont, 20. september. Forsetinn og föruneyti hans fór á þriðjudaginn í flugvél frá Winnipeg fil Regina. Það- an var síðan ekið um Vafna- byggðirnar til Wynyard, þar sem margt býr af fólki af ís- lenzkum ættum. Mörg hundruð skólabörn með ísleuzka fána fögnuðu komu for- setans til Wynyard. Var samkoma í íþróttahöll bæjarins, og kom þar saman rösklega tvö þúsund manns úr öllum Vatnabyggðun-1 um. Sérstakt hátíðablað hafði verið gefið út þennan dag, og myndir af forsetahjónunum skreyttu víða glugga. Á miðvikudaginn var haldið til Markerville, þar sem forset- inn heimsótti búgarð Stephans | G. Stephanssonar. Lagði hann blómsveig á leiði skáldsins, sem | hvílir þar í ættargrafreit, og ann an að minnisvarða, sem Kanada-! stjórn hefur látið reisa. Meðal þeirra, sem tóku á móti forsetanum í Markerville voru dætur Stephans G. og niðjar hans margir. Kindurnar níu voru EKKI mæðiveikar Á miðvikudaginn var sagt frá því hér í blaðinu, að tekn- ar hefðu verið 9 grunsamlegar kindur til slátrunar í Suður- Dölum. Voru teknar 2 grun- samlegar kindur úr Haukadals rétt, tvær í Fellsendarétt og 5 í Hólsrétt. Allar þessar kind- ur voru rýrar og veikindaleg- ar. , I gær spurðist blaðið fyrir um það hjá Gísla Þorsteinssyni í Gröf,' fulltrúa sauðfjárveikivarnanna í Suður-Dölum, hver niðurstaðan hefði orðið af þessu úrtaksprófi, en menn voru hræddir um, að kindurnar kynnu að vera mæði- veikar. Nið'urstaðan varð sú, að engin þessara kinda reyndist mæðiveik, en sjúkar voru þær af ýmsum öðrum kvillum. Var þar um að ræða onna í lungum og görnum og ýmsa fleiri sjúkdóma. Gísli tók fram, að þetta hefði aðeins verið litið próf og því ékki hægt að byggja á því fullnaðar- dóm. Verða úrtakspróf um mæði- veiki gerð víðar á þessu svæði næstu daga á vegum sauðfjárveiki varnanna. Litlir bílar og jeppar seljast mjog vel nuna Volkswagen: 160, Opel 95, Land-Rover: 35 Síminn hefur hringt látlaust hjá bifreiðainnflytjendum síð- an bifreiðainnflutningurinn var gefinn frjáls. Margir hafa pantað sér bíl, en þeir eru ó- teljandi, sem gert hafa fyrir- spurnir og safnað að sér aug- lýsingabæklingum um hinar og þessar bílategundir. Blaðið hefur haft sambaud við mörg helztu bifreiðaumboðin og spurzt fyrir um eftirspurnina. —, Niðurstaðan virðist vera sú, að fjögurra manna bílar séu lang- mest eftirsóttir, svo og jeppar af ýmsum gerðum. j Hekla h.f. telur sig hafa selt i 160 Volkswagen síðan á föstudag. | Eftirspurn eftir bílum af sömu! stærg frá öðrum verksmiðjum hefur einnig verið mikil, þótt ekki sé vitað um sölur. Menn eru jafnvel farnir að hneigjast að enn minni bílum en Volkswagen; Renault-Dauphine, Austi-n 7 og Fiat 1100. Fiat-verk- smiðjurnar framleiða ýmsar enn smærri gerðir, en Fiat 1100, og hjá Orku h.f. hefur langmest ver ið spurzt fyrir um vasabílinn Fiat 500, sem mun vera ódýrasti bíllinn á markaðnum. Af jeppum hefur einnig verið geysileg sala undanfarna daga. Sala á Land-Rovernum hefur auk- izt sérstaklega og hafa 35 slíkir selzt síðan á föstudag. Willys er alltaf vinsæll og þar að auki hafa tvær nýjar jeppategundir bætzt í hópinn, sem ekki hafa sézt hér áður, Gypsy frá Austin-verksmiðj unum og Scout frá International- verksmiðjunum. Af stærri bílum en fjögurra manna hefur sala yfirleitt ekki aukizt, nema á Opel-bílum, en 95 Opelar hafa selzt þessa vikuna. Þó er mikið spurt eftir Ford- Consul og Ford-Taunus. Hinir stóru bandarísku bílar virðast ekki eiga upp á pallborðið núna. Innbrot í Vestur- höfn í fyrrinótt var brotizt inn í verzlunina Vesturhöfn. Þar var stolið áttatíu vindlinga- pökkum. Annað innbrot var framið í sömu verzlun fyrir stuttu og þá stolið nokkru af vindlingum og öðru tóbaki. Það er orðið mjög algengt í seinni tíð, að innbrotsþjófar_kom- (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.